Margt fer um huga fólks við útför og það er hljóð stund þegar gengið er út kirkjuna að lokinni athöfn. Í forkirkjunni skapast stundum þröng meðan fólk signir yfir kistuna á stéttinni. Þetta er hljóð stund, einhverjir talast við í hálfum hljóðum. Ekki fara allir út í garð, eins og sagt er. Aðeins þau nánustu.
En þegar svipast er um á stéttinni ber fyrir augu mörg kunnuglegt andlit sem sorg hvílir yfir. Þó er það eitt andlit sem rís upp yfir öllum þessum mannanna andlitum og það er andlit Krists.
Kannski fer þetta listaverk fram hjá einhverjum sem koma út úr Fossvogskirkju að lokinni jarðarför. Kristsstytta Alberts Thorvaldsen (1770-1844) er sterk og áhrifarík prédikun út af fyrir sig. Það eru huggunarrík orð sem blasa við þeim er út koma og líta til styttunnar þar sem hún stendur við duftreitinn í Fossvogskirkjugarði. Kransar eru iðulega settir við styttuna og gefa henni meiri kraft fyrir vikið. Litfögur blómin lúta höfði við fótstall meistarans sem boðar lífið eilífa með orðunum: „Komið til mín.“
Margir vita að frumgerð þessarar styttu er að finna í Vor frúar dómkirkju í Kaupmannahöfn. Sú stytta er í kór kirkjunnar og er rúmlega þriggja metra há. Á safni Thorvaldsens við Bertel Thorvaldsentorg er líka að finna eintak af styttunni.
Stundum hafa verið á kreiki sögur um hvernig handastelling Kristsstyttunnar hafi komið til. Ein saga er sú að styttan hafi upphaflega verið með uppréttar hendur. Næsta dag þegar listamaðurinn kom í vinnustofu sína höfðu hendurnar sigið eins og þær má nú sjá á styttunni.
Sr. Helgi Konráðsson (1902-1959) skráði ævisögu Alberts Thorvaldsens. Hún kom út 1944 og var endurútgefin 2020. Þar segir hann frá því að Thorvaldsen hafi verið búinn að gefast upp á því að finna út hvernig staða handanna á styttunni ætti að vera. Vinur hans kom þar að og hvatti Thorvaldsen til dáða. Hann lagði áherslu á orð sín með handsveiflum og sló út höndunum og steig hægri fæti sínum fram. Á þeirri stundu sá Thorvaldsen hvernig hendurnar og fótstellingin skyldu vera og rissaði þær strax upp og sagði: „Nú hef ég náð því. Þannig á það að vera.“ (Bertel Thorvaldsen, ævisaga, bls. 263).
Lengi vel fengust smærri útgáfur af Kristsstyttunni í verslunum. Þessar styttur má finna í heimahúsum og í allmörgum kirkjum á ýmsum stöðum á landinu.
Kristsstyttuna við duftreitinn í Fossvogi gaf Bálfararfélag Íslands og var hún afhjúpuð 1962. Styttan er úr eir.
Kirkjublaðið.is hvetur þau sem kunna að vera viðstödd útför frá Fossvogskirkju að gefa þessari styttu gaum. Líta til hennar og minnast trúar sinnar.
Kristsstyttan í Vor frúar dómkirkju í Kaupmannahöfn
Kristsstyttan í Thorvaldsensafninu í Kaupmannahöfn
Lítil eftirmynd af Kristsstyttu Thorvaldsens á altari Suðureyrarkirkju
Altari Sæbólskirkju á Ingjaldssandi, yst við vestanverðan Önundarfjörð
Í Garðskirkju í Suður-Þingeyjarsýslu
Seltjarnarneskirkja á Seltjarnarnesi
Altari Hallgrímskirkju í Vindáshlíð
En þetta segir séra Helgi Konráðsson um styttuna í bók sinni um Thorvaldsen: „Það er ómögulegt að þreytast á að horfa á hana. Himneskur friður ljómar á svipnum, hverri hreyfingu, meira að segja hverri fellingu skikkjunnar. Mýktin og yndisleikinn streyma út frá hverri línu. Sjálfur sagði Thorvaldsen síðar við einhvern vin sinn, er þeir ræddu um myndina: ‚Einföld varð hún að vera, því að einfaldleikinn varir um aldur og ævi, og þannig var Kristur. Hann mun vara um þúsundir ára.‘ “ (Bls. 263).
Margt fer um huga fólks við útför og það er hljóð stund þegar gengið er út kirkjuna að lokinni athöfn. Í forkirkjunni skapast stundum þröng meðan fólk signir yfir kistuna á stéttinni. Þetta er hljóð stund, einhverjir talast við í hálfum hljóðum. Ekki fara allir út í garð, eins og sagt er. Aðeins þau nánustu.
En þegar svipast er um á stéttinni ber fyrir augu mörg kunnuglegt andlit sem sorg hvílir yfir. Þó er það eitt andlit sem rís upp yfir öllum þessum mannanna andlitum og það er andlit Krists.
Kannski fer þetta listaverk fram hjá einhverjum sem koma út úr Fossvogskirkju að lokinni jarðarför. Kristsstytta Alberts Thorvaldsen (1770-1844) er sterk og áhrifarík prédikun út af fyrir sig. Það eru huggunarrík orð sem blasa við þeim er út koma og líta til styttunnar þar sem hún stendur við duftreitinn í Fossvogskirkjugarði. Kransar eru iðulega settir við styttuna og gefa henni meiri kraft fyrir vikið. Litfögur blómin lúta höfði við fótstall meistarans sem boðar lífið eilífa með orðunum: „Komið til mín.“
Margir vita að frumgerð þessarar styttu er að finna í Vor frúar dómkirkju í Kaupmannahöfn. Sú stytta er í kór kirkjunnar og er rúmlega þriggja metra há. Á safni Thorvaldsens við Bertel Thorvaldsentorg er líka að finna eintak af styttunni.
Stundum hafa verið á kreiki sögur um hvernig handastelling Kristsstyttunnar hafi komið til. Ein saga er sú að styttan hafi upphaflega verið með uppréttar hendur. Næsta dag þegar listamaðurinn kom í vinnustofu sína höfðu hendurnar sigið eins og þær má nú sjá á styttunni.
Sr. Helgi Konráðsson (1902-1959) skráði ævisögu Alberts Thorvaldsens. Hún kom út 1944 og var endurútgefin 2020. Þar segir hann frá því að Thorvaldsen hafi verið búinn að gefast upp á því að finna út hvernig staða handanna á styttunni ætti að vera. Vinur hans kom þar að og hvatti Thorvaldsen til dáða. Hann lagði áherslu á orð sín með handsveiflum og sló út höndunum og steig hægri fæti sínum fram. Á þeirri stundu sá Thorvaldsen hvernig hendurnar og fótstellingin skyldu vera og rissaði þær strax upp og sagði: „Nú hef ég náð því. Þannig á það að vera.“ (Bertel Thorvaldsen, ævisaga, bls. 263).
Lengi vel fengust smærri útgáfur af Kristsstyttunni í verslunum. Þessar styttur má finna í heimahúsum og í allmörgum kirkjum á ýmsum stöðum á landinu.
Kristsstyttuna við duftreitinn í Fossvogi gaf Bálfararfélag Íslands og var hún afhjúpuð 1962. Styttan er úr eir.
Kirkjublaðið.is hvetur þau sem kunna að vera viðstödd útför frá Fossvogskirkju að gefa þessari styttu gaum. Líta til hennar og minnast trúar sinnar.
Kristsstyttan í Vor frúar dómkirkju í Kaupmannahöfn
Kristsstyttan í Thorvaldsensafninu í Kaupmannahöfn
Lítil eftirmynd af Kristsstyttu Thorvaldsens á altari Suðureyrarkirkju
Altari Sæbólskirkju á Ingjaldssandi, yst við vestanverðan Önundarfjörð
Í Garðskirkju í Suður-Þingeyjarsýslu
Seltjarnarneskirkja á Seltjarnarnesi
Altari Hallgrímskirkju í Vindáshlíð
En þetta segir séra Helgi Konráðsson um styttuna í bók sinni um Thorvaldsen: „Það er ómögulegt að þreytast á að horfa á hana. Himneskur friður ljómar á svipnum, hverri hreyfingu, meira að segja hverri fellingu skikkjunnar. Mýktin og yndisleikinn streyma út frá hverri línu. Sjálfur sagði Thorvaldsen síðar við einhvern vin sinn, er þeir ræddu um myndina: ‚Einföld varð hún að vera, því að einfaldleikinn varir um aldur og ævi, og þannig var Kristur. Hann mun vara um þúsundir ára.‘ “ (Bls. 263).