Kirkjublaðið.is heimsótti í gær dóm­kirkju heil­ags Nikulás­ar í Greifswald í Mecklen­burg-Vorpomm­ern í Þýskalandi en þar er að finna þrjá steinda glugga eftir dansk-íslenska listamanninn Ólaf Elíasson sem voru vígðir í aprílmánuði síðastliðnum. Steindu gluggarnir í dómkirkjunni í Greifswald munu vera fyrsta kirkjulega listaverkið sem Ólafur gerir og því má segja að um nokkur tímamót sé að ræða á listamannsferli hans.

Nikulásarkirkjan er augljóslega stolt af gluggum Ólafs og notar þá til að draga fólk að. Fyrir utan hana er stórt spjald með myndum af gluggunum. Þá er að finna í kirkjuverslunum minjagripi sem eru í litum glugganna, til dæmis kerti. Bæklingar um kirkjuna hafa gluggana í forgrunni. Tákn heimasíðu Nikulásarkirkjunnar sækir kraft sinn í glugga Ólafs. Augljóst er að þeim er mjög í mun að koma kirkjulistaverki Ólafs á framfæri.

Það er auðvitað alltaf vandasamt verk að koma fyrir nýju listaverki í kirkju sem hafist var handa um að reisa á 13. öld. Síðan var bætt við hana á næstu öldum turnum og útbrotum. Á sumum stöðum má sjá leifar af miðaldafreskum á veggjunum. Gólfið er þakið legsteinum og sá elsti frá 15. öld. Á 19. öld var kirkjan tekin í gegn að innan og borinn á hana sandsteinn sem síðan var málaður í fremur daufum litum.

Allir þekkja að steindir gluggar í kirkjum skipa heiðurssess í þeim flestum. Þeir umfaðma kirkjuhúsið svo að segja  (til dæmis í Skálholti og í Seljakirkju) eða blasa við sem altaristafla, (til dæmis í Grafarvogskirkju).

Listamenn skoða rými þeirra staða þar sem verk þeirra eiga að standa um ókomin ár. Það er mikilvægur þáttur í listsköpuninni að setja verkið inn í rýmið svo vel fari. Þetta getur reynst torvelt í byggingum sem bera með sér sinn tíma og geyma margvísleg verk og byggingarlist frá tilteknum tímaskeiðum.

Við gröf Úlriks von Hutten, eftir  Caspar David Friedrich (1774-1840) – verkið sem veitti Ólafi listrænan innblástur

Gluggarnir þrír eru gerðir í minningu þýska listmálarans Caspar David Friedrich (1774-1840) en á þessu ári eru 250 ár liðin frá fæðingu hans í borginni Greifswald. Hann er talinn merkastur þýskra listmálara á sinni tíð.

Ólafur sækir anda verksins að sjálfsögðu í tiltekið verk rómantíska málarans Caspars David Friedrich sem sjá má hér til hliðar. Í anda rómantíkur klifra tilfinningar og dansandi mjúkir litir upp og niður birtustigann þar sem svo að segja allir litir náttúrunnar eiga sér bústað. Litasinfónían í verki Caspars David hefur augljóslega heillað Ólaf og hann veitir henni áfram með sínum hætti og nýjum aðferðum. Markmiðið er að ná hinu háleita í náttúrunni, hinu stórfenglega í sköpunarverkinu sem er sjálf sólarupprisan. Ólafur hefur einmitt í mörgum verka sinna svo að segja gengið á hólm við náttúruna. Þar er ljósið höfuðviðfangsefnið og þess vegna eru steindir gluggar sem eru farvegir ljóss mikil áskorun. Ljósið, birtan, er svo samofið daglegu lífi mannsins að hann tekur varla eftir því. Hann gengur út frá því að það sé ljós. Gæði ljóss eru misjöfn og það hefur áhrif á manneskjurnar. Listamaðurinn rannsakaði ljósið og liti þess og færði sjálfa sólarupprásina inn í kirkjuna og svo er það fólks að kveða upp úr með það hvernig honum hefur til tekist.

Það hefur örugglega ekki verið þrautalaust fyrir listamanninn að sjá út hvernig best væri að standa að verki í ljósi aðstæðna og umhverfis innan dyra í kirkjuhúsinu. Hann leysir málið með fallegum listrænum hætti og verkið nýtur sín eftir því sem aðstæður leyfa að mati Kirkjublaðsins.is

Steindir gluggar Ólafs Elíassonar eru eins og himnasending inn í annars þetta hefðbundna kirkjurými og draga augað strax til sín. Þó er það svo að gluggarnir eru baka til við altarið og allhátt milliþilverk sem tekur nokkuð af útsýni til verksins úr kirkjuskipi. Fara verður bak við altari til að sjá verkið nánar en þá er sjónarhornið nokkuð þröngt upp á við. Erfitt er að sjá verkið allt og er það miður. Nú skal það tekið fram að Kirkjublaðið.is skoðaði verkið um miðjan dag en þrátt fyrir það nutu mjúkir litir þess sem sóttir eru í verk Caspars David mjög vel. Hvað þá þegar skuggsýnt er og ljós og speglar hefja samspil sitt.

Steindir gluggar Ólafs eru á austurhlið kirkjunnar. Gluggarnir eru settir saman úr á fjórða þúsund handblásinna glerbrota sem eru ýmist blá, gul eða rauð. Dagsbirtan streymir í gegnum glerið og þá er svo að sjá sem áhorfanda sé boðið upp á sólarupprás. Listamaðurinn notar fjölda spegla sem eru misstórir og þeir fleyta ljósinu lengra inn í kirkjuna og listamaðurinn lýsir gluggunum svo:

Þetta flókna geómetríska mynstur í listaverkinu sýnir bæði tígla og ferninga sem skarast við hringform eftir því sem ofar dregur í verkið. Umbreyting litanna frá rauðu og yfir í gult og þá gagnsæjan og efst trónir blár litur sem er innblástur frá málverki Caspar David Friedrich… Steinda glerið magnar ljósið sem streymir að utan og varpar litum inn í kirkjuna og yfir altarið. Þetta hvetur kirkjugestinn til að staldra við um stund. Gefa sér tíma til að íhuga og finna hvernig kirkjan er hluti af umhverfinu.

Gluggarnir varpa sólarupprásinni inn í kirkjuna

Stærsti glugginn af þremur séður baka til

Horft sunnan megin á stærsta gluggann, baka til

Stærsti glugginn séður frá bænaljósbera kirkjunnar

Gluggarnir séðir frá kirkjuskipi – efri hluti kórþils

Kórgafl kirkjunnar að utan

Kirkjan er reisulegt hús

Vakin athygli á gluggum Ólafs í kirkjunni

Sjá einnig umfjöllun Kirkjublaðsins.is 8. apríl síðastliðinn.

Studio Olafur Eliasson

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is heimsótti í gær dóm­kirkju heil­ags Nikulás­ar í Greifswald í Mecklen­burg-Vorpomm­ern í Þýskalandi en þar er að finna þrjá steinda glugga eftir dansk-íslenska listamanninn Ólaf Elíasson sem voru vígðir í aprílmánuði síðastliðnum. Steindu gluggarnir í dómkirkjunni í Greifswald munu vera fyrsta kirkjulega listaverkið sem Ólafur gerir og því má segja að um nokkur tímamót sé að ræða á listamannsferli hans.

Nikulásarkirkjan er augljóslega stolt af gluggum Ólafs og notar þá til að draga fólk að. Fyrir utan hana er stórt spjald með myndum af gluggunum. Þá er að finna í kirkjuverslunum minjagripi sem eru í litum glugganna, til dæmis kerti. Bæklingar um kirkjuna hafa gluggana í forgrunni. Tákn heimasíðu Nikulásarkirkjunnar sækir kraft sinn í glugga Ólafs. Augljóst er að þeim er mjög í mun að koma kirkjulistaverki Ólafs á framfæri.

Það er auðvitað alltaf vandasamt verk að koma fyrir nýju listaverki í kirkju sem hafist var handa um að reisa á 13. öld. Síðan var bætt við hana á næstu öldum turnum og útbrotum. Á sumum stöðum má sjá leifar af miðaldafreskum á veggjunum. Gólfið er þakið legsteinum og sá elsti frá 15. öld. Á 19. öld var kirkjan tekin í gegn að innan og borinn á hana sandsteinn sem síðan var málaður í fremur daufum litum.

Allir þekkja að steindir gluggar í kirkjum skipa heiðurssess í þeim flestum. Þeir umfaðma kirkjuhúsið svo að segja  (til dæmis í Skálholti og í Seljakirkju) eða blasa við sem altaristafla, (til dæmis í Grafarvogskirkju).

Listamenn skoða rými þeirra staða þar sem verk þeirra eiga að standa um ókomin ár. Það er mikilvægur þáttur í listsköpuninni að setja verkið inn í rýmið svo vel fari. Þetta getur reynst torvelt í byggingum sem bera með sér sinn tíma og geyma margvísleg verk og byggingarlist frá tilteknum tímaskeiðum.

Við gröf Úlriks von Hutten, eftir  Caspar David Friedrich (1774-1840) – verkið sem veitti Ólafi listrænan innblástur

Gluggarnir þrír eru gerðir í minningu þýska listmálarans Caspar David Friedrich (1774-1840) en á þessu ári eru 250 ár liðin frá fæðingu hans í borginni Greifswald. Hann er talinn merkastur þýskra listmálara á sinni tíð.

Ólafur sækir anda verksins að sjálfsögðu í tiltekið verk rómantíska málarans Caspars David Friedrich sem sjá má hér til hliðar. Í anda rómantíkur klifra tilfinningar og dansandi mjúkir litir upp og niður birtustigann þar sem svo að segja allir litir náttúrunnar eiga sér bústað. Litasinfónían í verki Caspars David hefur augljóslega heillað Ólaf og hann veitir henni áfram með sínum hætti og nýjum aðferðum. Markmiðið er að ná hinu háleita í náttúrunni, hinu stórfenglega í sköpunarverkinu sem er sjálf sólarupprisan. Ólafur hefur einmitt í mörgum verka sinna svo að segja gengið á hólm við náttúruna. Þar er ljósið höfuðviðfangsefnið og þess vegna eru steindir gluggar sem eru farvegir ljóss mikil áskorun. Ljósið, birtan, er svo samofið daglegu lífi mannsins að hann tekur varla eftir því. Hann gengur út frá því að það sé ljós. Gæði ljóss eru misjöfn og það hefur áhrif á manneskjurnar. Listamaðurinn rannsakaði ljósið og liti þess og færði sjálfa sólarupprásina inn í kirkjuna og svo er það fólks að kveða upp úr með það hvernig honum hefur til tekist.

Það hefur örugglega ekki verið þrautalaust fyrir listamanninn að sjá út hvernig best væri að standa að verki í ljósi aðstæðna og umhverfis innan dyra í kirkjuhúsinu. Hann leysir málið með fallegum listrænum hætti og verkið nýtur sín eftir því sem aðstæður leyfa að mati Kirkjublaðsins.is

Steindir gluggar Ólafs Elíassonar eru eins og himnasending inn í annars þetta hefðbundna kirkjurými og draga augað strax til sín. Þó er það svo að gluggarnir eru baka til við altarið og allhátt milliþilverk sem tekur nokkuð af útsýni til verksins úr kirkjuskipi. Fara verður bak við altari til að sjá verkið nánar en þá er sjónarhornið nokkuð þröngt upp á við. Erfitt er að sjá verkið allt og er það miður. Nú skal það tekið fram að Kirkjublaðið.is skoðaði verkið um miðjan dag en þrátt fyrir það nutu mjúkir litir þess sem sóttir eru í verk Caspars David mjög vel. Hvað þá þegar skuggsýnt er og ljós og speglar hefja samspil sitt.

Steindir gluggar Ólafs eru á austurhlið kirkjunnar. Gluggarnir eru settir saman úr á fjórða þúsund handblásinna glerbrota sem eru ýmist blá, gul eða rauð. Dagsbirtan streymir í gegnum glerið og þá er svo að sjá sem áhorfanda sé boðið upp á sólarupprás. Listamaðurinn notar fjölda spegla sem eru misstórir og þeir fleyta ljósinu lengra inn í kirkjuna og listamaðurinn lýsir gluggunum svo:

Þetta flókna geómetríska mynstur í listaverkinu sýnir bæði tígla og ferninga sem skarast við hringform eftir því sem ofar dregur í verkið. Umbreyting litanna frá rauðu og yfir í gult og þá gagnsæjan og efst trónir blár litur sem er innblástur frá málverki Caspar David Friedrich… Steinda glerið magnar ljósið sem streymir að utan og varpar litum inn í kirkjuna og yfir altarið. Þetta hvetur kirkjugestinn til að staldra við um stund. Gefa sér tíma til að íhuga og finna hvernig kirkjan er hluti af umhverfinu.

Gluggarnir varpa sólarupprásinni inn í kirkjuna

Stærsti glugginn af þremur séður baka til

Horft sunnan megin á stærsta gluggann, baka til

Stærsti glugginn séður frá bænaljósbera kirkjunnar

Gluggarnir séðir frá kirkjuskipi – efri hluti kórþils

Kórgafl kirkjunnar að utan

Kirkjan er reisulegt hús

Vakin athygli á gluggum Ólafs í kirkjunni

Sjá einnig umfjöllun Kirkjublaðsins.is 8. apríl síðastliðinn.

Studio Olafur Eliasson

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir