Þau eru mörg sem fást við list á hverjum tíma. Það er ekki til neinar skrár um þau öll. Sum hafa skarað fram úr og verið sett í flokk með því sem sígilt kallast en jafnvel það er ekki trygging fyrir því að listamaðurinn gleymist ekki.

Á þessum þriðjudegi bak jólum bankar skoski listamaðurinn Craige Aitchison upp á dyrnar. Trúarleg stef og minni voru honum ofarlega í huga. Sjálfur var hann trúaður og myndir með trúarlegum stefjum voru sem trúarleg iðkun í huga hans. Segja má að hann hafi haft lifibrauð sitt af trúnni því ókjör eru krossfestingarmyndirnar sem hann málaði auk annarra.

Listin hefur bjargað mörgum manninum. Ekki bara listamanninum sjálfum heldur og þeim er njóta listarinnar. Craige Aitchison ýtti sem betur fer öllu laganámi frá sér í Edinborgarháskóla og sneri sér að listinni. Kannski var hann á einhverju, rófi eins og það heitir í nútímanum, en þrátt fyrir það komst hann á bekk með virtustu listamönnum. List hans varð snemma sérstök. Einföld form, leikgleði barns skaust einatt inn, einmanalegt landslag sem var stundum þunglyndislegt en sömuleiðis er að finna í mörgum verka hans andblæ fjalla skosku hálandanna. Hver sem umgjörð hinna trúarlegu mynda er þá er alltaf að finna sterkar skírskotanir til samlíðunar með heiminum. Krossfestingarmyndir urðu því kjörinn farvegur fyrir listamanninn til að tjá sig um trú og þrá eftir réttlæti í heiminum.

Craige Aitchison fór sínar eigin leiðir í listinni eins og svo margir listamenn. Hann var trúaður maður og mjög svo tilfinninganæmur. Alla ævi fékkst hann við að mála krossfestingarmyndir og voru þær með ýmsu sniði. Stundum var frelsarinn á myndunum einfættur eða með eina hönd og þegar Aitchison var spurður hverju það sætti þá svaraði hann því til að ekki væru allir heppnir að fæðast með tvo fætur eða tvær hendur. Auk þess hrifsaði stríðsvél heimsins líkamsparta fólks eftir að hafa ætt um og engu þyrmt. Sú vél svelgir lífið í sig enn á okkar dögum og hefur aldrei verið fullkomnari og viðurstyggilegri. En krossfestingarmyndir hans voru þó ekki blóðugar heldur málaðar í heitum og tilfinningaríkum litum, já og sterkum litum til að að tjá kærleika skaparans til mannanna. Hann var alveg óhræddur við að tefla fram ólíkum litum sem aðrir listamenn hefðu sennilega verið ragir við að gera.

Þessi krossfestingarmynd er einstök í naumhyggju sinni og naívisma sínum. Bernskur hugur án tillits til aldurs er gróðurreitur trúarinnar. Frelsarinn er umkringdur englum og eru þeir þrír mest áberandi, fimir í flugi sínu og laufléttir. Jarðneskur líkami frelsarans er líflaus með öllu og þungi hans teygir á honum. Þetta er ekki hinn sterklegi Jesú heldur bugaður og undinn af óréttlæti og þjáningu. Sigur heimsins virðist vera alger og engin upprisa er á næsta leiti. Allir litir eru mjúkir og með dýpt – einn engill fremst í myndinni er í bænastellingu frammi fyrir blómi. Jörðin er mjúk og hógvær og tré skarta þar. Fjallið, sem gæti svo sem verið hér á landi, er úr skosku minni listamannsins og blámi þess rennur saman við landið bláa.

Krossinn er tákn kristinnar trúar og vísar hvort tveggja í senn til þjáningar og sigurs upprisunnar sem kristin trú snýst um. Sagan hefur búið til alls konar gerðir af krossum svo sem kunnugt er um.

Í Hereford-dómkirkjunni á Englandi er að finna krossfestingarverk eftir Aitchison og hér er stutt myndband um það sem að breyttu breytanda á við um ofangreint verk hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þau eru mörg sem fást við list á hverjum tíma. Það er ekki til neinar skrár um þau öll. Sum hafa skarað fram úr og verið sett í flokk með því sem sígilt kallast en jafnvel það er ekki trygging fyrir því að listamaðurinn gleymist ekki.

Á þessum þriðjudegi bak jólum bankar skoski listamaðurinn Craige Aitchison upp á dyrnar. Trúarleg stef og minni voru honum ofarlega í huga. Sjálfur var hann trúaður og myndir með trúarlegum stefjum voru sem trúarleg iðkun í huga hans. Segja má að hann hafi haft lifibrauð sitt af trúnni því ókjör eru krossfestingarmyndirnar sem hann málaði auk annarra.

Listin hefur bjargað mörgum manninum. Ekki bara listamanninum sjálfum heldur og þeim er njóta listarinnar. Craige Aitchison ýtti sem betur fer öllu laganámi frá sér í Edinborgarháskóla og sneri sér að listinni. Kannski var hann á einhverju, rófi eins og það heitir í nútímanum, en þrátt fyrir það komst hann á bekk með virtustu listamönnum. List hans varð snemma sérstök. Einföld form, leikgleði barns skaust einatt inn, einmanalegt landslag sem var stundum þunglyndislegt en sömuleiðis er að finna í mörgum verka hans andblæ fjalla skosku hálandanna. Hver sem umgjörð hinna trúarlegu mynda er þá er alltaf að finna sterkar skírskotanir til samlíðunar með heiminum. Krossfestingarmyndir urðu því kjörinn farvegur fyrir listamanninn til að tjá sig um trú og þrá eftir réttlæti í heiminum.

Craige Aitchison fór sínar eigin leiðir í listinni eins og svo margir listamenn. Hann var trúaður maður og mjög svo tilfinninganæmur. Alla ævi fékkst hann við að mála krossfestingarmyndir og voru þær með ýmsu sniði. Stundum var frelsarinn á myndunum einfættur eða með eina hönd og þegar Aitchison var spurður hverju það sætti þá svaraði hann því til að ekki væru allir heppnir að fæðast með tvo fætur eða tvær hendur. Auk þess hrifsaði stríðsvél heimsins líkamsparta fólks eftir að hafa ætt um og engu þyrmt. Sú vél svelgir lífið í sig enn á okkar dögum og hefur aldrei verið fullkomnari og viðurstyggilegri. En krossfestingarmyndir hans voru þó ekki blóðugar heldur málaðar í heitum og tilfinningaríkum litum, já og sterkum litum til að að tjá kærleika skaparans til mannanna. Hann var alveg óhræddur við að tefla fram ólíkum litum sem aðrir listamenn hefðu sennilega verið ragir við að gera.

Þessi krossfestingarmynd er einstök í naumhyggju sinni og naívisma sínum. Bernskur hugur án tillits til aldurs er gróðurreitur trúarinnar. Frelsarinn er umkringdur englum og eru þeir þrír mest áberandi, fimir í flugi sínu og laufléttir. Jarðneskur líkami frelsarans er líflaus með öllu og þungi hans teygir á honum. Þetta er ekki hinn sterklegi Jesú heldur bugaður og undinn af óréttlæti og þjáningu. Sigur heimsins virðist vera alger og engin upprisa er á næsta leiti. Allir litir eru mjúkir og með dýpt – einn engill fremst í myndinni er í bænastellingu frammi fyrir blómi. Jörðin er mjúk og hógvær og tré skarta þar. Fjallið, sem gæti svo sem verið hér á landi, er úr skosku minni listamannsins og blámi þess rennur saman við landið bláa.

Krossinn er tákn kristinnar trúar og vísar hvort tveggja í senn til þjáningar og sigurs upprisunnar sem kristin trú snýst um. Sagan hefur búið til alls konar gerðir af krossum svo sem kunnugt er um.

Í Hereford-dómkirkjunni á Englandi er að finna krossfestingarverk eftir Aitchison og hér er stutt myndband um það sem að breyttu breytanda á við um ofangreint verk hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir