Stundum hafa listamenn verið settir á bekk með guðspjallamönnum. List þeirra hefur í augum sumra verið jafn kröftug og kappanna sem guðspjöllin eru kennd við ef ekki öflugri á köflum. Allir vita hver fimmti guðspjallamaðurinn er, Jóhann Sebastían Bach.
Ítalski listmálarinn Tiziano eða Titian (1485-1576) er meðal þeirra fremstu í hópi málara endurreisnarinnar og gengur veg guðspjallamannanna með sínum hætti.
Dæmi um það er listaverk hans frá um 1514. Hann dregur upp sviðsmynd síns eigin samtíma, Feneyjar. Verkið sýnir andartak eilífðar í frásögn Jóhannesarguðspjalls: „Snertu mig ekki.“
Birta morgunsins ryður sér leið og það virðist vera ylgja á vatninu. Í fjarska er borgin.
Það var hnuggin kona sem stóð við gröf meistarans frá Nasaret og grét. En það gerðist margt í lífi hennar þennan morgun. Tveir englar urðu á vegi hennar og þeir spurðu hvers vegna hún væri að gráta. Hún svaraði: „Þeir hafa tekið brott Drottin minn og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“ Svo kemur Jesús sjálfur til hennar og spyr hins sama og englarnir.
Af hverju er hún að gráta? Og að hverjum er hún að leita?
Eitt andartak hélt hún að þetta væri grasgarðsvörðurinn sem væri þar til að gæta garðsins og yrkja eins og Adam forðum daga í öðrum garði. Og til að árétta það lætur listmálarinn Jesú halda á arfasköfu sem er merki um vorverkin í garði mannlífsins. Í raun má segja að arfaskafan sé hér ígildi hirðisstafsins.
Sá sem er upprisinn er vorið sjálft í mannheimi. Og allri vorkomu er fagnað.
María íklædd fegurð holds og blóðs heimsins krýpur í auðmýkt við fætur Jesú sem er sveipaður himnesku holdi. Það er sem hvít klæði hans sé tjald milli þessa heims og annars, milli holds himins og jarðar. Jesús dregur sig ögn frá henni en beygir sig líka yfir hana. Elska skín úr augum hennar en hún fær ekki að koma við hann. „Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns.“
Síðan segir hún við lesandann: „Ég hef séð Drottin.“
Jóhannesarguðspjall 20.11-18:
En María stóð úti fyrir gröfinni og grét. Grátandi laut hún inn í gröfina og sá tvo engla í hvítum klæðum sitja þar sem líkami Jesú hafði legið, annan til höfða og hinn til fóta. Þeir segja við hana: „Kona, hví grætur þú?“
Hún svaraði: „Þeir hafa tekið brott Drottin minn og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“ Að svo mæltu snýr hún sér við og sér Jesú standa þar. En hún vissi ekki að það var Jesús.
Jesús segir við hana: „Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú?“
Hún hélt að hann væri grasgarðsvörðurinn og sagði við hann: „Herra, ef þú hefur borið hann burt þá segðu mér hvar þú hefur lagt hann svo að ég geti sótt hann.“
Jesús segir við hana: „María!“
Hún snýr sér að honum og segir á hebresku: „Rabbúní!“ (Rabbúní þýðir meistari.)
Jesús segir við hana: „Snertu mig ekki. Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp til föður míns og föður ykkar, til Guðs míns og Guðs ykkar.“
María Magdalena kemur og boðar lærisveinunum: „Ég hef séð Drottin.“ Og hún flutti þeim það sem hann hafði sagt henni.
Stundum hafa listamenn verið settir á bekk með guðspjallamönnum. List þeirra hefur í augum sumra verið jafn kröftug og kappanna sem guðspjöllin eru kennd við ef ekki öflugri á köflum. Allir vita hver fimmti guðspjallamaðurinn er, Jóhann Sebastían Bach.
Ítalski listmálarinn Tiziano eða Titian (1485-1576) er meðal þeirra fremstu í hópi málara endurreisnarinnar og gengur veg guðspjallamannanna með sínum hætti.
Dæmi um það er listaverk hans frá um 1514. Hann dregur upp sviðsmynd síns eigin samtíma, Feneyjar. Verkið sýnir andartak eilífðar í frásögn Jóhannesarguðspjalls: „Snertu mig ekki.“
Birta morgunsins ryður sér leið og það virðist vera ylgja á vatninu. Í fjarska er borgin.
Það var hnuggin kona sem stóð við gröf meistarans frá Nasaret og grét. En það gerðist margt í lífi hennar þennan morgun. Tveir englar urðu á vegi hennar og þeir spurðu hvers vegna hún væri að gráta. Hún svaraði: „Þeir hafa tekið brott Drottin minn og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“ Svo kemur Jesús sjálfur til hennar og spyr hins sama og englarnir.
Af hverju er hún að gráta? Og að hverjum er hún að leita?
Eitt andartak hélt hún að þetta væri grasgarðsvörðurinn sem væri þar til að gæta garðsins og yrkja eins og Adam forðum daga í öðrum garði. Og til að árétta það lætur listmálarinn Jesú halda á arfasköfu sem er merki um vorverkin í garði mannlífsins. Í raun má segja að arfaskafan sé hér ígildi hirðisstafsins.
Sá sem er upprisinn er vorið sjálft í mannheimi. Og allri vorkomu er fagnað.
María íklædd fegurð holds og blóðs heimsins krýpur í auðmýkt við fætur Jesú sem er sveipaður himnesku holdi. Það er sem hvít klæði hans sé tjald milli þessa heims og annars, milli holds himins og jarðar. Jesús dregur sig ögn frá henni en beygir sig líka yfir hana. Elska skín úr augum hennar en hún fær ekki að koma við hann. „Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns.“
Síðan segir hún við lesandann: „Ég hef séð Drottin.“
Jóhannesarguðspjall 20.11-18:
En María stóð úti fyrir gröfinni og grét. Grátandi laut hún inn í gröfina og sá tvo engla í hvítum klæðum sitja þar sem líkami Jesú hafði legið, annan til höfða og hinn til fóta. Þeir segja við hana: „Kona, hví grætur þú?“
Hún svaraði: „Þeir hafa tekið brott Drottin minn og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“ Að svo mæltu snýr hún sér við og sér Jesú standa þar. En hún vissi ekki að það var Jesús.
Jesús segir við hana: „Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú?“
Hún hélt að hann væri grasgarðsvörðurinn og sagði við hann: „Herra, ef þú hefur borið hann burt þá segðu mér hvar þú hefur lagt hann svo að ég geti sótt hann.“
Jesús segir við hana: „María!“
Hún snýr sér að honum og segir á hebresku: „Rabbúní!“ (Rabbúní þýðir meistari.)
Jesús segir við hana: „Snertu mig ekki. Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp til föður míns og föður ykkar, til Guðs míns og Guðs ykkar.“
María Magdalena kemur og boðar lærisveinunum: „Ég hef séð Drottin.“ Og hún flutti þeim það sem hann hafði sagt henni.