Um þessar mundir stendur yfir athyglisverð sýning á Kjarvalsstöðum. Þetta er yfirlitssýning á verkum Guðjóns Ketilssonar (1956), listamanns, og er yfirskrift hennar Jæja. Sýningin hefur að geyma rúmlega þrjátíu verk frá listamannsferli Guðjóns. Verkin draga fram frumleika listamannsins og hið góða handbragð sem honum er gefið. Marga hversdagslega hluti setur hann í nýtt samhengi sem vekur áhorfandann til umhugsunar og kemur honum skemmtilega á óvart. Þannig er sýningin líka á vissan hátt skemmtun og það er ekki ónýtt þegar listin tekur sjónarhorn gleði og undrunar í sína þjónustu. Verkin eru unnin á ólíkan hátt og þar kemur í ljós skarpt innsæi listamannsins; aðferð við gerð hvers og eins hæfir vel hverju þeirra. En það er sviphrein fegurð yfir öllum verkunum og þau vekja góðar tilfinningar með áhorfandanum og gleði í sálinni.
Flest verkanna tengjast daglegu lífi fólks og þjóðar. Bókaskápar, skóblóm ….
Kirkjublaðið.is staldrar við tvö verk á sýningunni sem eiga sér trúarlegar skírskotanir. Þau eru mjög svo óvenjuleg og á vissan hátt einföld að sjá en segja mikla sögu með áhrifaríkum hætti. Sögu sem áhorfandinn er beinn þátttakandi í vegna þess að hann verður (ef hann vill) að hugsa framhaldið á verkinu, sjá það fyrir sér. Annað hvort með því að sjá fyrir sígildar biblíumyndir eða tilteknar myndir, jafnvel fara að leita að þeim myndum sem tilvísunin er sótt í. Og hugmyndin að baki verkunum er snjöll og segir hvað listamaðurinn er óhræddur við að fara nýjar leiðir.
Hvað er þetta?
Fyrra verkið er í raun nokkurs konar lágmynd, fimm skúlptúrar á vegg, úr viði sem Guðjón hefur skorið út. Hann hefur slípað viðinn niður svo hann er að sjá sem mjúksléttur og fagurskínandi; einnig málað hann. Þessir skúlptúrar vísa til guðsmóðurinnar, Maríu. Hvernig? Jú, hver og einn þeirra er brot úr kunnum málverkum af fötum hennar á ólíkum æviskeiðum. Það er eins og þessir klæðisbútar sem fengið hafa líf í skúlptúrnum hafi verið skildir eftir á gólfinu, þeim fylgir enginn líkami. Ekki er auðvelt að sjá hvaða klæðishluti hver skúlptúr er. Það er sennilega harla erfitt að finna málverkið sem hvert brot vísar til en ekkert er ómögulegt. Þær voru eins og alkunna er býsna margar Maríumyndirnar sem voru málaðar á endurreisnar- og barokktímanum en þar eiga klæðaskúlptúr Guðjóns upptök sín. Auðvitað gæti þetta gefið tilefni til að opna listaverkabækur og hefja leit. Þá getur bók eins og Die Bibel in Bilden komið að góðum notum sem Kirkjublaðið.is fletti upp í en þar má sjá meðal annarra margar sígildar Maríumyndir og krossfestingarmyndir eftir gömlu meistarana.
Þeir voru margir snilldarmálarar á þessum tíma og rómversk-kaþólska kirkjan var í langflestum tilvikum atvinnuveitandi þeirra. Listin blómstraði undir verndarvæng kirkjunnar. Margar kirkjur í Evrópu hýsa fjölda þessara verka sem altaristöflur eða sem skreytiverk í kirkjunum. Önnur eru á listasöfnunum.
Hinn skúlptúrinn eða lágmyndin eru fimm brot. Þar er um að ræða tilvísanir til lendaklæðia hins krossfesta Krists í málverkum endurreisnar- og barokktímabilsins. Lendaklæðin eru partur af hinni sígildu krossfestingarmynd og listamenn fyrri alda hafa sett fram fjölbreytileg snið af henni. Þetta verður og listamanninum farvegur til að vekja hugrenningatengsl milli verksins þangað sem sniðið er sótt og þess hvernig áhorfandinn sér hinn krossfesta fyrir sér – spyr hann jafnvel: Getur þú séð hann fyrir þér með því að hafa eingöngu lendaklæði hans fyrir framan þig? Það getur hvort tveggja snúist um heita og einlæga trú sem viðkomandi hefur eða mjög svo óljósa hugmynd, jafnvel staðlaða, um hinn krossfesta Krist. Eða getur þú séð heildina með því að sjá eingöngu brot af henni? Eflaust muna einhverjir eftir spurningum í sjónvarpsþáttum hér á árum áður sem snérust um að birta fyrst lítið brot af mynd og síðan komu þau eitt af öðru þar til einhver í keppnisliðinu sló í bjöllu og sagði hvert verkið væri – og ef svarið var rétt röðuðust öll brotin í myndina. Reyndar var ekki mikill bjölluhljómur á Kjarvalsstöðum þegar Kirkjublaðið.is fór þangað í þrígang til að skoða sýninguna!
Því mætti skjóta hér að í lokin að sé einhver kirkjusöfnuður að velta því fyrir sér að láta gera altaristöflu þá væri gráupplagt að banka upp á hjá þessum flotta listamanni, honum Guðjóni Ketilssyni, og spyrja hvort hann væri til í verkið.
Þá skal þess getið í lokin að í tilefni sýningarinnar var gefin út einstaklega falleg og upplýsandi bók um listamanninn.
En eins og alltaf. Sjón er sögu ríkari. Kirkjublaðið.is hvetur lesendur sína til að sjá sýningu Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum. Enginn verður svikinn af því enda listamaðurinn meðal okkar fremstu manna þegar kemur að listinni.
Heiti verksins er Brot, málað tré – byggt á klæði Maríu meyjar
í þekktum endurreisnar- og barokkverkum
Bæði verkin á Kjarvalsstöðum
Um þessar mundir stendur yfir athyglisverð sýning á Kjarvalsstöðum. Þetta er yfirlitssýning á verkum Guðjóns Ketilssonar (1956), listamanns, og er yfirskrift hennar Jæja. Sýningin hefur að geyma rúmlega þrjátíu verk frá listamannsferli Guðjóns. Verkin draga fram frumleika listamannsins og hið góða handbragð sem honum er gefið. Marga hversdagslega hluti setur hann í nýtt samhengi sem vekur áhorfandann til umhugsunar og kemur honum skemmtilega á óvart. Þannig er sýningin líka á vissan hátt skemmtun og það er ekki ónýtt þegar listin tekur sjónarhorn gleði og undrunar í sína þjónustu. Verkin eru unnin á ólíkan hátt og þar kemur í ljós skarpt innsæi listamannsins; aðferð við gerð hvers og eins hæfir vel hverju þeirra. En það er sviphrein fegurð yfir öllum verkunum og þau vekja góðar tilfinningar með áhorfandanum og gleði í sálinni.
Flest verkanna tengjast daglegu lífi fólks og þjóðar. Bókaskápar, skóblóm ….
Kirkjublaðið.is staldrar við tvö verk á sýningunni sem eiga sér trúarlegar skírskotanir. Þau eru mjög svo óvenjuleg og á vissan hátt einföld að sjá en segja mikla sögu með áhrifaríkum hætti. Sögu sem áhorfandinn er beinn þátttakandi í vegna þess að hann verður (ef hann vill) að hugsa framhaldið á verkinu, sjá það fyrir sér. Annað hvort með því að sjá fyrir sígildar biblíumyndir eða tilteknar myndir, jafnvel fara að leita að þeim myndum sem tilvísunin er sótt í. Og hugmyndin að baki verkunum er snjöll og segir hvað listamaðurinn er óhræddur við að fara nýjar leiðir.
Hvað er þetta?
Fyrra verkið er í raun nokkurs konar lágmynd, fimm skúlptúrar á vegg, úr viði sem Guðjón hefur skorið út. Hann hefur slípað viðinn niður svo hann er að sjá sem mjúksléttur og fagurskínandi; einnig málað hann. Þessir skúlptúrar vísa til guðsmóðurinnar, Maríu. Hvernig? Jú, hver og einn þeirra er brot úr kunnum málverkum af fötum hennar á ólíkum æviskeiðum. Það er eins og þessir klæðisbútar sem fengið hafa líf í skúlptúrnum hafi verið skildir eftir á gólfinu, þeim fylgir enginn líkami. Ekki er auðvelt að sjá hvaða klæðishluti hver skúlptúr er. Það er sennilega harla erfitt að finna málverkið sem hvert brot vísar til en ekkert er ómögulegt. Þær voru eins og alkunna er býsna margar Maríumyndirnar sem voru málaðar á endurreisnar- og barokktímanum en þar eiga klæðaskúlptúr Guðjóns upptök sín. Auðvitað gæti þetta gefið tilefni til að opna listaverkabækur og hefja leit. Þá getur bók eins og Die Bibel in Bilden komið að góðum notum sem Kirkjublaðið.is fletti upp í en þar má sjá meðal annarra margar sígildar Maríumyndir og krossfestingarmyndir eftir gömlu meistarana.
Þeir voru margir snilldarmálarar á þessum tíma og rómversk-kaþólska kirkjan var í langflestum tilvikum atvinnuveitandi þeirra. Listin blómstraði undir verndarvæng kirkjunnar. Margar kirkjur í Evrópu hýsa fjölda þessara verka sem altaristöflur eða sem skreytiverk í kirkjunum. Önnur eru á listasöfnunum.
Hinn skúlptúrinn eða lágmyndin eru fimm brot. Þar er um að ræða tilvísanir til lendaklæðia hins krossfesta Krists í málverkum endurreisnar- og barokktímabilsins. Lendaklæðin eru partur af hinni sígildu krossfestingarmynd og listamenn fyrri alda hafa sett fram fjölbreytileg snið af henni. Þetta verður og listamanninum farvegur til að vekja hugrenningatengsl milli verksins þangað sem sniðið er sótt og þess hvernig áhorfandinn sér hinn krossfesta fyrir sér – spyr hann jafnvel: Getur þú séð hann fyrir þér með því að hafa eingöngu lendaklæði hans fyrir framan þig? Það getur hvort tveggja snúist um heita og einlæga trú sem viðkomandi hefur eða mjög svo óljósa hugmynd, jafnvel staðlaða, um hinn krossfesta Krist. Eða getur þú séð heildina með því að sjá eingöngu brot af henni? Eflaust muna einhverjir eftir spurningum í sjónvarpsþáttum hér á árum áður sem snérust um að birta fyrst lítið brot af mynd og síðan komu þau eitt af öðru þar til einhver í keppnisliðinu sló í bjöllu og sagði hvert verkið væri – og ef svarið var rétt röðuðust öll brotin í myndina. Reyndar var ekki mikill bjölluhljómur á Kjarvalsstöðum þegar Kirkjublaðið.is fór þangað í þrígang til að skoða sýninguna!
Því mætti skjóta hér að í lokin að sé einhver kirkjusöfnuður að velta því fyrir sér að láta gera altaristöflu þá væri gráupplagt að banka upp á hjá þessum flotta listamanni, honum Guðjóni Ketilssyni, og spyrja hvort hann væri til í verkið.
Þá skal þess getið í lokin að í tilefni sýningarinnar var gefin út einstaklega falleg og upplýsandi bók um listamanninn.
En eins og alltaf. Sjón er sögu ríkari. Kirkjublaðið.is hvetur lesendur sína til að sjá sýningu Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum. Enginn verður svikinn af því enda listamaðurinn meðal okkar fremstu manna þegar kemur að listinni.
Heiti verksins er Brot, málað tré – byggt á klæði Maríu meyjar
í þekktum endurreisnar- og barokkverkum
Bæði verkin á Kjarvalsstöðum