Þóra Kristjánsdóttir kirkjulistfræðingur er látin og var útför hennar gerð í gær frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún var fædd í Reykjavík 23. janú­ar 1939 og lést 22. september s.l. 85 ára að aldri.

Ritstjóri Kirkjublaðsins.is kynntist Þóru sem meðstjórnandi í stjórn Skálholtsútgáfunnar-útgáfufélags þjóðkirkjunnar. Hún sat í nokkur ár í stjórninni og var jafnframt í framkvæmdanefnd stjórnarinnar.

Í viðkynningu var Þóra afskaplega hlý kona og hógvær, vönduð í hverju verki og margfróð. Á fundum í stjórn útgáfunnar var hún gjarnan ritari og skráði allt mjög svo samviskusamlega sem fram fór á fundum. Stundum fór hún á mikið listrænt flug þegar kirkjulist bar á góma og fræddi nærstadda af mikilli þekkingu og eldlegum áhuga. Hér var kona sem hreyfði við fólki þegar kom að kirkjulistinni og vakti áhuga. Margur hefur eflaust hugsað með sér, eins og sá er hér fer höndum um lyklaborð, að úr þessum þætti kirkjusögunnar þyrfti hann eða hún að hyggja betur að þegar tækifæri gæfist.

Hún stundaði nám í listasögu í Uppsölum frá 1959 1961 og eftir það við Stokkhólmsháskóla. Las þar auk listasögu m.a. mannfræði og leikhúsfræði og lauk fil.cand. prófi 1966. Lauk MA-prófi frá Háskóla Íslands árið 2003 með áherslu á listsagnfræði.

Eftir Þóru liggja fjölmargar greinar um íslenska myndlist í bókum, tímaritum og blöðum. Hún á marga listsögulega þætti í Kristni á Íslandi og í Kirkjum Íslands. Í bókinni Kristni á Íslandi – Útgáfumálþing (útg. 2001) er að finna erindi eftir Þóru sem heitir: Myndheimur íslenskrar kristni, og ætti að vera skyldulesning fyrir allt kirkjufólk.

Þóru má með sanni kalla kirkjulistfræðing þar sem hún einbeitti sér sérstaklega að því að rannsaka og skrifa um listgripi í kirkjum og hefur lagt mikið til íslenskrar kirkjulistasögu með störfum sínum.

Tímamótaverk í íslenskri kirkjulista- og menningarsögu

Bókin Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld eftir Þóru kom út 2005. Þetta verk er undirstöðurit í kirkjulista- og menningarsögu og vonandi eiga sem flestar kirkjur það merka rit. Sannarlega glæsilegt verk og ber vitni um að þar fari snörp fræðikona. Segja má að þetta verk sé ákveðið tímamótaverk í íslenskri kirkjulistasögu. Þar er fjallað um marga kirkjulistamenn sem meðal annars máluðu altaristöflur og sumar þeirra prýða enn kirkjurnar en aðrar eru í vörslu Þjóðminjasafnsins. Þóra rekur sögu þessara íslensku alþýðulistamanna sem voru býsna glúrnir en hefðu náð langt með meiri menntun og í öðru umhverfi. Hún fjallar líka um verk þeirra af miklu innsæi og alúð. Þeir skiluðu sínum skerf til menningararfsins þegar öllu var á botninn hvolft.

Hér skal tekið dæmi um umfjöllun Þóru um altaristöfluna sem nú er í Illugastaðakirkju í Fnjóskadal en var gerð fyrir kirkjuna að Rauðuskriðu í Reykjadal. Höfundur þessarar töflu hér fyrir neðan er Jón Hallgrímsson (1741-1808) en tíu altaristöflur hafa varðveist eftir hann sem málaðar voru á árunum 1765-1806.

Altaristafla sem Jón Hallgrímsson (1741-1808) málaði árið 1765 handa kirkju Jóns Benediktssonar sýslumanns að Rauðuskriðu í Reykjadal. Taflan er nú í Illugastaðakirkju í Fnjóskadal. Stærð: 64×61 cm. Mynd: Ívar Brynjólfsson – með leyfi Þjms.

Þetta segir Þóra um altaristöfluna í bók sinni, Mynd á þili:

Efst á töflunni miðri er skjaldarmerki Jóns sýslumanns, hvítur björn á bláum feldi, en umgjörðin er í rókókóstíl. Jón Hallgrímsson hefur og merkt sér töfluna með upphafsstöfunum J H. Á þessari kvöldmáltíðarmynd situr Jesús Kristur með lærisveinunum tólf inni í stórum sal við dúkað borð. Hátt er til lofts og hangir rautt klæði niður úr loftinu vinstra megin. Postulinn Jóhannes hallar sér að lærimeistaranum, ungur, ljós yfirlitum og skegglaus. Kristur hefur sagt: „Einn af yður mun svíkja mig.“ Júdas stendur aftast, hugsi á svip, og hlustar. Hann réttir fram peningapyngju. Jón aukennir hann enn frekar með því að láta hárið mynda eins konar horn á höfði hans. Erfitt er að nafngreina hina lærisveinana en á öllum kvöldmáltíðarmyndum Jóns eru tveir menn yst til vinstri, málaðir eins og tvíburar. Fremst situr einn lærisveinanna og eys víni úr stóru keraldi. Frumteikningin er sú sama á öllum kvöldmáltíðarmyndum Jóns, þar er að finna sömu uppröðun lærisveinanna, Júdas auðkenndan í bakgrunninum og tvo lærisveina er sitja þétt saman yst til vinstri. Það er aðeins stærðin á myndunum og litirnir sem eru mismunandi (bls. 126-127).

Kirkjublaðið.is minnist Þóru Kristjánsdóttur með virðingu og þökk.
Guð blessi minningu hennar.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þóra Kristjánsdóttir kirkjulistfræðingur er látin og var útför hennar gerð í gær frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún var fædd í Reykjavík 23. janú­ar 1939 og lést 22. september s.l. 85 ára að aldri.

Ritstjóri Kirkjublaðsins.is kynntist Þóru sem meðstjórnandi í stjórn Skálholtsútgáfunnar-útgáfufélags þjóðkirkjunnar. Hún sat í nokkur ár í stjórninni og var jafnframt í framkvæmdanefnd stjórnarinnar.

Í viðkynningu var Þóra afskaplega hlý kona og hógvær, vönduð í hverju verki og margfróð. Á fundum í stjórn útgáfunnar var hún gjarnan ritari og skráði allt mjög svo samviskusamlega sem fram fór á fundum. Stundum fór hún á mikið listrænt flug þegar kirkjulist bar á góma og fræddi nærstadda af mikilli þekkingu og eldlegum áhuga. Hér var kona sem hreyfði við fólki þegar kom að kirkjulistinni og vakti áhuga. Margur hefur eflaust hugsað með sér, eins og sá er hér fer höndum um lyklaborð, að úr þessum þætti kirkjusögunnar þyrfti hann eða hún að hyggja betur að þegar tækifæri gæfist.

Hún stundaði nám í listasögu í Uppsölum frá 1959 1961 og eftir það við Stokkhólmsháskóla. Las þar auk listasögu m.a. mannfræði og leikhúsfræði og lauk fil.cand. prófi 1966. Lauk MA-prófi frá Háskóla Íslands árið 2003 með áherslu á listsagnfræði.

Eftir Þóru liggja fjölmargar greinar um íslenska myndlist í bókum, tímaritum og blöðum. Hún á marga listsögulega þætti í Kristni á Íslandi og í Kirkjum Íslands. Í bókinni Kristni á Íslandi – Útgáfumálþing (útg. 2001) er að finna erindi eftir Þóru sem heitir: Myndheimur íslenskrar kristni, og ætti að vera skyldulesning fyrir allt kirkjufólk.

Þóru má með sanni kalla kirkjulistfræðing þar sem hún einbeitti sér sérstaklega að því að rannsaka og skrifa um listgripi í kirkjum og hefur lagt mikið til íslenskrar kirkjulistasögu með störfum sínum.

Tímamótaverk í íslenskri kirkjulista- og menningarsögu

Bókin Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld eftir Þóru kom út 2005. Þetta verk er undirstöðurit í kirkjulista- og menningarsögu og vonandi eiga sem flestar kirkjur það merka rit. Sannarlega glæsilegt verk og ber vitni um að þar fari snörp fræðikona. Segja má að þetta verk sé ákveðið tímamótaverk í íslenskri kirkjulistasögu. Þar er fjallað um marga kirkjulistamenn sem meðal annars máluðu altaristöflur og sumar þeirra prýða enn kirkjurnar en aðrar eru í vörslu Þjóðminjasafnsins. Þóra rekur sögu þessara íslensku alþýðulistamanna sem voru býsna glúrnir en hefðu náð langt með meiri menntun og í öðru umhverfi. Hún fjallar líka um verk þeirra af miklu innsæi og alúð. Þeir skiluðu sínum skerf til menningararfsins þegar öllu var á botninn hvolft.

Hér skal tekið dæmi um umfjöllun Þóru um altaristöfluna sem nú er í Illugastaðakirkju í Fnjóskadal en var gerð fyrir kirkjuna að Rauðuskriðu í Reykjadal. Höfundur þessarar töflu hér fyrir neðan er Jón Hallgrímsson (1741-1808) en tíu altaristöflur hafa varðveist eftir hann sem málaðar voru á árunum 1765-1806.

Altaristafla sem Jón Hallgrímsson (1741-1808) málaði árið 1765 handa kirkju Jóns Benediktssonar sýslumanns að Rauðuskriðu í Reykjadal. Taflan er nú í Illugastaðakirkju í Fnjóskadal. Stærð: 64×61 cm. Mynd: Ívar Brynjólfsson – með leyfi Þjms.

Þetta segir Þóra um altaristöfluna í bók sinni, Mynd á þili:

Efst á töflunni miðri er skjaldarmerki Jóns sýslumanns, hvítur björn á bláum feldi, en umgjörðin er í rókókóstíl. Jón Hallgrímsson hefur og merkt sér töfluna með upphafsstöfunum J H. Á þessari kvöldmáltíðarmynd situr Jesús Kristur með lærisveinunum tólf inni í stórum sal við dúkað borð. Hátt er til lofts og hangir rautt klæði niður úr loftinu vinstra megin. Postulinn Jóhannes hallar sér að lærimeistaranum, ungur, ljós yfirlitum og skegglaus. Kristur hefur sagt: „Einn af yður mun svíkja mig.“ Júdas stendur aftast, hugsi á svip, og hlustar. Hann réttir fram peningapyngju. Jón aukennir hann enn frekar með því að láta hárið mynda eins konar horn á höfði hans. Erfitt er að nafngreina hina lærisveinana en á öllum kvöldmáltíðarmyndum Jóns eru tveir menn yst til vinstri, málaðir eins og tvíburar. Fremst situr einn lærisveinanna og eys víni úr stóru keraldi. Frumteikningin er sú sama á öllum kvöldmáltíðarmyndum Jóns, þar er að finna sömu uppröðun lærisveinanna, Júdas auðkenndan í bakgrunninum og tvo lærisveina er sitja þétt saman yst til vinstri. Það er aðeins stærðin á myndunum og litirnir sem eru mismunandi (bls. 126-127).

Kirkjublaðið.is minnist Þóru Kristjánsdóttur með virðingu og þökk.
Guð blessi minningu hennar.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir