Flestir hafa séð duftker sem notuð eru undir ösku í bálförum. Þau eru margvísleg og sum eru vistvæn.
Kirkjublaðið.is rakst á mynd af duftkeri sem listamaðurinn Ríkarður Jónsson skar út. Kannski er þetta elsta íslenska duftkerið. Það var skorið út fyrir Lauru Sch.Thorsteinsson sem fædd var 22. október 1903 eftir því sem lesa má efst á kerinu. Hún lést 5. febrúar 1951. Myndin er í bók um Ríkarð Jónsson sem kom út 1956 og þar segir á bls. 174: Dufteski frú Láru Thorsteinsson. [1]
Duftkerið er veglegt og rís upp úr laufbotni og er sem knúppur á óútsprungnu blómi og fellur það vel að kristnu myndmáli um upprisu mannsins. Það er með fangamarki Krists, XP (fyrstu grísku stafirnir í orðinu Kristur – kallað kristogram), og sér í hluta af áletrun ofan á hvirflinum. Efst er kross T-kross, og lykkja ofan á sem er fornt egypskt lífstákn.
Bálfararfélag Íslands var stofnað 1934. Fyrir þann tíma varð líkbrennsla að fara fram í útlöndum. Sænskir líkbrennsluofnar voru settir upp í Fossvogskapellu 1948.
Nú er það svo að hlutfall bálfara er um 50% á landinu öllu. Hlutfallið er hærra á höfuðborgarsvæðinu og lægra á landsbyggðinni. [2]
Ríkarður Rebekk Jónsson myndhöggvari og tréskurðarlistamaður var afkastamikill kirkjulistamaður. Hann var fæddur í Tungu í Fáskrúðsfirði 20. september 1888 og lést í Reykjavík 17. janúar 1977. Ríkarður stundaði nám í myndskurði hjá Stefáni Eiríkssyni myndskurðarmeistara í Reykjavík og einnig teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni, listmálara. Árið 1908 lauk hann sveinsprófi í myndskurði og var sá fyrsti til þess hér á landi. Hann stundaði síðar nám í Kaupmannahöfn bæði hjá Einari Jónssyni og við Konunglegu listaakademíuna.

Skírnarfontur Akraneskirkju
Sennilega eru það skírnarfontar sem eru mest áberandi í fjölda íslenskra kirkna og bera vott um listrænt handbragð hans. Verk hans er að finna í hátt í fimmtíu kirkjum.[3] Til mun vera nákvæm skrá um öll kirkjulistaverk hans. [4] Eitt kunnasta útskurðarverk hans er róðukrossinn í Bessastaðakirkju.
Verk hans eru fjölbreytileg. Mannamyndir, minjagripir, skírnarfontar, helgimyndir á prédikunarstóla, fundarhamrar, lampar, hillur, veisluhorn, askar, syttur og legsteinamyndir og svo mætti lengi telja. „Ég hef unnið fyrir almenning í landinu fyrst og fremst,“ sagði hann í viðtali þegar hann var áttræður. [5]
Ríkarður ólst upp á Strýtu við Hamarsfjörð. Á barnsaldri byrjaði hann að tálga úr ýsubeini og fyrsta verk hans úr því efni var æðakolla með tvo unga á bakinu. Nálægt heimili hans voru námur með tálgusteini en slíkur steinn er ummyndað berg sem auðvelt er að skera í. Ríkarður sagði sjálfur frá því að listferill hans hefði í raun hafist í gilfarvegi þar sem hann fann brúnan tálgustein og hófst þegar handa við að smíða ýmsa smíðisgripi úr honum. Hann smíðaði taflmenn úr rauðum tálgusteini og hafði sem unglingur smátekjur af því að selja þá. [6]
Safn Ríkarðs Jónssonar er í Löngubúð á Djúpavogi.

Svo skrifaði Grímur S. Norðdahl í minningargrein um Ríkarð Jónsson 22. mars 1977

Listmálarinn Magnús Á. Árnason skrifaði þetta um Ríkarð Jónsson í Þjóðviljann 25. janúar 1977

Róðukross í Bessastaðakirkju eftir Ríkarð Jónsson

Minningargrein um Lauru Sch. Thorsteinsson í Morgunblaðinu 10. febrúar 1951
Tilvísanir:
[1] Ríkarður Jónsson, tréskurður og mannamyndir, ýmsir höf. Richard Beck skrifar formála og Jónas Jónsson frá Hriflu eftirmála. (Bókaútgáfan Norðri, Reykjavík 1955), bls. 109 og 174.
[2] Uppl. frá Kirkjugörðum Reykjavíkur í tölvuskeyti 13. desember 2024.
[3] Árni Johnsen, Fleiri kvistir – 25 samtalsþættir við fólk úr ýmsum áttum við ólíkar aðstæður (Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík 1987), bls. 54.
[4] Ólöf Ríkarðsdóttir, „Ríkarður Jónsson,“ í Íslenskir myndlistarmenn – stofnfélagar Myndlistarfélagsins, ritstj. Gunnar Dal og Sigurður K. Árnason (Sigurður K. Árnason ehf., Reykjavík 1996), bls. 233.
[5] Árni Johnsen, Fleiri kvistir – 25 samtalsþættir við fólk úr ýmsum áttum við ólíkar aðstæður (Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík 1987), bls. 54.
[6] Eiríkur Sigurðsson, Með oddi og egg – minningar Ríkarðs Jónssonar (Skuggsjá, Reykjavík 1972), 10-13.
Uppfært kl. 14.23 7. apríl 2025
Flestir hafa séð duftker sem notuð eru undir ösku í bálförum. Þau eru margvísleg og sum eru vistvæn.
Kirkjublaðið.is rakst á mynd af duftkeri sem listamaðurinn Ríkarður Jónsson skar út. Kannski er þetta elsta íslenska duftkerið. Það var skorið út fyrir Lauru Sch.Thorsteinsson sem fædd var 22. október 1903 eftir því sem lesa má efst á kerinu. Hún lést 5. febrúar 1951. Myndin er í bók um Ríkarð Jónsson sem kom út 1956 og þar segir á bls. 174: Dufteski frú Láru Thorsteinsson. [1]
Duftkerið er veglegt og rís upp úr laufbotni og er sem knúppur á óútsprungnu blómi og fellur það vel að kristnu myndmáli um upprisu mannsins. Það er með fangamarki Krists, XP (fyrstu grísku stafirnir í orðinu Kristur – kallað kristogram), og sér í hluta af áletrun ofan á hvirflinum. Efst er kross T-kross, og lykkja ofan á sem er fornt egypskt lífstákn.
Bálfararfélag Íslands var stofnað 1934. Fyrir þann tíma varð líkbrennsla að fara fram í útlöndum. Sænskir líkbrennsluofnar voru settir upp í Fossvogskapellu 1948.
Nú er það svo að hlutfall bálfara er um 50% á landinu öllu. Hlutfallið er hærra á höfuðborgarsvæðinu og lægra á landsbyggðinni. [2]
Ríkarður Rebekk Jónsson myndhöggvari og tréskurðarlistamaður var afkastamikill kirkjulistamaður. Hann var fæddur í Tungu í Fáskrúðsfirði 20. september 1888 og lést í Reykjavík 17. janúar 1977. Ríkarður stundaði nám í myndskurði hjá Stefáni Eiríkssyni myndskurðarmeistara í Reykjavík og einnig teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni, listmálara. Árið 1908 lauk hann sveinsprófi í myndskurði og var sá fyrsti til þess hér á landi. Hann stundaði síðar nám í Kaupmannahöfn bæði hjá Einari Jónssyni og við Konunglegu listaakademíuna.

Skírnarfontur Akraneskirkju
Sennilega eru það skírnarfontar sem eru mest áberandi í fjölda íslenskra kirkna og bera vott um listrænt handbragð hans. Verk hans er að finna í hátt í fimmtíu kirkjum.[3] Til mun vera nákvæm skrá um öll kirkjulistaverk hans. [4] Eitt kunnasta útskurðarverk hans er róðukrossinn í Bessastaðakirkju.
Verk hans eru fjölbreytileg. Mannamyndir, minjagripir, skírnarfontar, helgimyndir á prédikunarstóla, fundarhamrar, lampar, hillur, veisluhorn, askar, syttur og legsteinamyndir og svo mætti lengi telja. „Ég hef unnið fyrir almenning í landinu fyrst og fremst,“ sagði hann í viðtali þegar hann var áttræður. [5]
Ríkarður ólst upp á Strýtu við Hamarsfjörð. Á barnsaldri byrjaði hann að tálga úr ýsubeini og fyrsta verk hans úr því efni var æðakolla með tvo unga á bakinu. Nálægt heimili hans voru námur með tálgusteini en slíkur steinn er ummyndað berg sem auðvelt er að skera í. Ríkarður sagði sjálfur frá því að listferill hans hefði í raun hafist í gilfarvegi þar sem hann fann brúnan tálgustein og hófst þegar handa við að smíða ýmsa smíðisgripi úr honum. Hann smíðaði taflmenn úr rauðum tálgusteini og hafði sem unglingur smátekjur af því að selja þá. [6]
Safn Ríkarðs Jónssonar er í Löngubúð á Djúpavogi.

Svo skrifaði Grímur S. Norðdahl í minningargrein um Ríkarð Jónsson 22. mars 1977

Listmálarinn Magnús Á. Árnason skrifaði þetta um Ríkarð Jónsson í Þjóðviljann 25. janúar 1977

Róðukross í Bessastaðakirkju eftir Ríkarð Jónsson

Minningargrein um Lauru Sch. Thorsteinsson í Morgunblaðinu 10. febrúar 1951
Tilvísanir:
[1] Ríkarður Jónsson, tréskurður og mannamyndir, ýmsir höf. Richard Beck skrifar formála og Jónas Jónsson frá Hriflu eftirmála. (Bókaútgáfan Norðri, Reykjavík 1955), bls. 109 og 174.
[2] Uppl. frá Kirkjugörðum Reykjavíkur í tölvuskeyti 13. desember 2024.
[3] Árni Johnsen, Fleiri kvistir – 25 samtalsþættir við fólk úr ýmsum áttum við ólíkar aðstæður (Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík 1987), bls. 54.
[4] Ólöf Ríkarðsdóttir, „Ríkarður Jónsson,“ í Íslenskir myndlistarmenn – stofnfélagar Myndlistarfélagsins, ritstj. Gunnar Dal og Sigurður K. Árnason (Sigurður K. Árnason ehf., Reykjavík 1996), bls. 233.
[5] Árni Johnsen, Fleiri kvistir – 25 samtalsþættir við fólk úr ýmsum áttum við ólíkar aðstæður (Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík 1987), bls. 54.
[6] Eiríkur Sigurðsson, Með oddi og egg – minningar Ríkarðs Jónssonar (Skuggsjá, Reykjavík 1972), 10-13.
Uppfært kl. 14.23 7. apríl 2025