Eftirmyndir af mörgum frægum listaverkum prýða íslenskar kirkjur.

Kirkjublaðið.is varð þeirrar ánægju aðnjótandi í gær að bera augum frummynd altaristöflu í þorpskirkju á Skáni. Íslenska eftirmynd þeirrar töflu er að finna í íslenskri sveitakirkju á Snæfellsnesi.

Á Skáni er lítið þorp sem heitir Løderup. Altaristaflan í þorpskirkjunni er eftir danska listmálarann Carl Heinrich Bloch (1834-1890). Efni hennar er Emmausförin. Eftirmynd af þessari töflu er að finna í Fáskrúðarbakkakirkju í Eyja- og Miklaholtshreppi í Staðastaðarprestakalli og hún er eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938), listamálara, sem gerði tíu eftirmyndir af verkum þessa danska málara. Hún er eina eftirmyndin af þessu verki i íslenskri kirkju en Brynjólfur gerði nokkrar eftirmyndir af verkum hans í íslenskar kirkjur á sínum tíma.

Hörup er annað þorp sem liggur svo að segja við hliðina á Løderup. Þar er og að finna frummynd af frægu verki Carls H. Bloch, Kristur huggar (Cristus Consolator), frá 1875. Því miður var sú kirkja lokuð þegar Kirkjublaðið.is kom þar að. Eftirmyndir þeirrar myndar er að finna í nokkrum kirkjum á Íslandi, meðal annars í Garpsdalskirkju og Flateyrarkirkju í Vestfjarðaprófastsdæmi og þær gerði fyrrnefndur Brynjólfur. Aðrar eftirmyndir þess verks eru eftir danska málara og suma ókunna. Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) gerði þó eftirmynd þessarar myndar sem er að finna Höskuldsstaðakirkju; máluð 1910. Þá er að finna stóra eftirmynd þessarar töflu í Fríkirkjunni í Reykjavík eftir danskan listamálara sem er ókunnur.

Altaristaflan í Fáskrúðarbakkakirkju er eftirmynd af verki Blochs

Yfir altari Fáskrúðarbakkakirkju í Vesturlandsprófastsdæmi sem vígð var 1936 er eftirmynd altaristöflu sem Brynjólfur Þórðarson gerði 1938 eftir mynd Carl H. Blochs: Kristur í Emmaus. Olía á striga. Frummynd þessa verks gerði Bloch 1878 og hana er að finna í Løderup-kirkju á Skáni. Stærð frummyndar: 2,60 x 2,00 cm. Stærð eftirmyndar: 137 x 108 cm. Olía á striga. Ekki er vitað eftir hvaða fyrirmynd Brynjólfur fór við gerð altaristöflunnar. Hann hefur sett fangamark sitt á myndina í hægra horn: „BÞ – COPY.“ Ekkert ártal er á myndinni. Carl H. Bloch setti nafn sitt á töfluna í Løderup-kirkju og ártalið 1878.

Það er alltaf sérstök upplifun að standa frammi fyrir frummynd verks eftir að hafa þekkt eftirmyndina lengi eins og ritstjóri Kirkjublaðsins.is sem þjónaði Fáskrúðarbakkakirkju í rúman áratug og hafði altaristöfluna fyrir framan sig í helgihaldinu. Taflan er vissulega í klassískum biblíusagnastíl, mjúk og falleg, í henni heitir litir og djúpir. Nokkur litamunur er á eftirmyndinni frá frummyndinni. Slíkt er þó alltaf háð túlkun og tilfinningum. Stærð frummyndarinnar gerir hana vitaskuld sterkari í boðun þar sem hún er allbreið og býður fram eins og opinn faðm. Eftirmyndin er hins vegar svo að hæð hennar samsvarar mjög vel breiddinni. Um stærð eftirmyndarinnar má svo segja að hún falli mjög vel að litlu sveitakirkjunni á Fáskrúðarbakka.

Bloch fékkst við frásagnamyndir úr lífi Jesú þar sem stefin voru Jesús skírður í Jórdan; lækningaverk; Fjallræðustef, ein mynd af Jesú með þyrnikórónu; ein krossfestingarmynd og Jesús tekinn af krossinum; upprisumyndir og Emmausförin. Myndir hans voru mjög vinsælar og fjöldi eftirmynda var gerður af þeim og þær flestar er að finna í dönskum kirkjum.

Frummyndin frá 1878

Eftirmyndin frá 1938

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Eftirmyndir af mörgum frægum listaverkum prýða íslenskar kirkjur.

Kirkjublaðið.is varð þeirrar ánægju aðnjótandi í gær að bera augum frummynd altaristöflu í þorpskirkju á Skáni. Íslenska eftirmynd þeirrar töflu er að finna í íslenskri sveitakirkju á Snæfellsnesi.

Á Skáni er lítið þorp sem heitir Løderup. Altaristaflan í þorpskirkjunni er eftir danska listmálarann Carl Heinrich Bloch (1834-1890). Efni hennar er Emmausförin. Eftirmynd af þessari töflu er að finna í Fáskrúðarbakkakirkju í Eyja- og Miklaholtshreppi í Staðastaðarprestakalli og hún er eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938), listamálara, sem gerði tíu eftirmyndir af verkum þessa danska málara. Hún er eina eftirmyndin af þessu verki i íslenskri kirkju en Brynjólfur gerði nokkrar eftirmyndir af verkum hans í íslenskar kirkjur á sínum tíma.

Hörup er annað þorp sem liggur svo að segja við hliðina á Løderup. Þar er og að finna frummynd af frægu verki Carls H. Bloch, Kristur huggar (Cristus Consolator), frá 1875. Því miður var sú kirkja lokuð þegar Kirkjublaðið.is kom þar að. Eftirmyndir þeirrar myndar er að finna í nokkrum kirkjum á Íslandi, meðal annars í Garpsdalskirkju og Flateyrarkirkju í Vestfjarðaprófastsdæmi og þær gerði fyrrnefndur Brynjólfur. Aðrar eftirmyndir þess verks eru eftir danska málara og suma ókunna. Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) gerði þó eftirmynd þessarar myndar sem er að finna Höskuldsstaðakirkju; máluð 1910. Þá er að finna stóra eftirmynd þessarar töflu í Fríkirkjunni í Reykjavík eftir danskan listamálara sem er ókunnur.

Altaristaflan í Fáskrúðarbakkakirkju er eftirmynd af verki Blochs

Yfir altari Fáskrúðarbakkakirkju í Vesturlandsprófastsdæmi sem vígð var 1936 er eftirmynd altaristöflu sem Brynjólfur Þórðarson gerði 1938 eftir mynd Carl H. Blochs: Kristur í Emmaus. Olía á striga. Frummynd þessa verks gerði Bloch 1878 og hana er að finna í Løderup-kirkju á Skáni. Stærð frummyndar: 2,60 x 2,00 cm. Stærð eftirmyndar: 137 x 108 cm. Olía á striga. Ekki er vitað eftir hvaða fyrirmynd Brynjólfur fór við gerð altaristöflunnar. Hann hefur sett fangamark sitt á myndina í hægra horn: „BÞ – COPY.“ Ekkert ártal er á myndinni. Carl H. Bloch setti nafn sitt á töfluna í Løderup-kirkju og ártalið 1878.

Það er alltaf sérstök upplifun að standa frammi fyrir frummynd verks eftir að hafa þekkt eftirmyndina lengi eins og ritstjóri Kirkjublaðsins.is sem þjónaði Fáskrúðarbakkakirkju í rúman áratug og hafði altaristöfluna fyrir framan sig í helgihaldinu. Taflan er vissulega í klassískum biblíusagnastíl, mjúk og falleg, í henni heitir litir og djúpir. Nokkur litamunur er á eftirmyndinni frá frummyndinni. Slíkt er þó alltaf háð túlkun og tilfinningum. Stærð frummyndarinnar gerir hana vitaskuld sterkari í boðun þar sem hún er allbreið og býður fram eins og opinn faðm. Eftirmyndin er hins vegar svo að hæð hennar samsvarar mjög vel breiddinni. Um stærð eftirmyndarinnar má svo segja að hún falli mjög vel að litlu sveitakirkjunni á Fáskrúðarbakka.

Bloch fékkst við frásagnamyndir úr lífi Jesú þar sem stefin voru Jesús skírður í Jórdan; lækningaverk; Fjallræðustef, ein mynd af Jesú með þyrnikórónu; ein krossfestingarmynd og Jesús tekinn af krossinum; upprisumyndir og Emmausförin. Myndir hans voru mjög vinsælar og fjöldi eftirmynda var gerður af þeim og þær flestar er að finna í dönskum kirkjum.

Frummyndin frá 1878

Eftirmyndin frá 1938

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir