Manneskjan er furðulegt fyrirbæri. Elskuleg og grimm. Sturluð eins og styrjaldir bera vott um. Snjöll eins og sífellt fleiri mannkynsbætandi tækniundur sýna.

En höfuð eru hættuleg í augum margra. Í þeim býr vitundin og höfuðeinkenni (afsakið orðfærið) persónunnar.

Í forsetakosningum eru margir sendir til höfuðs öllum frambjóðendum. Það er ískyggileg aðferð í baráttunni og enginn er saklaus í þeim herbúðum.

Þetta er maðurinn í öllum sínum myndum.

Afhöggvið höfuð er tákn um að einhverju sé lokið – augljóslega lífi viðkomandi sem bar höfuðið á öxlum sér – enda þótt sagnir séu til um að Skotadrottningin María Stúart hafi hreyft varir sínar eftir að höfuð hennar skildist frá bol og hélt þar með áfram bæn sinni. Annað dæmi þar sem kímni er skotið inn í frásögnina er þegar Kári Sölmundarson sneiddi af höfuðið Kols þar sem sá síðarnefndi var að telja silfurpeninga og nefndi höfuðið töluna tíu þegar það „fauk af bolnum.“

Mannshöfuð eru vinsæl í listasögunni frá ýmsum sjónarhornum og þá ekki síst þegar þau eru afhöggvin enda er þar býsna myndræn dramatík á ferð – og óhugnanleg. Ekki bara í listasögunni heldur og í bókmenntunum, hvort heldur trúarlegum eða veraldlegum.

Frægustu mannshöfuðin í trúartextum kristninnar eru höfuð Golíats sem Davíð konungur sneiddi af og höfuð Jóhannesar skírara. En þau eru fleiri. Þeim hafa verið gerð skil af listamönnum og einkum höfði Jóhannesar sem komst á silfurfat. Mikilvægt var þegar maður hafði verið sleginn af að fara sem fyrst með höfuðið og sýna það. Það var ákveðið sigurtákn og merki um röskleika í anda kjörorðs Póstsins: „Afhendum pakkann samdægurs.“

Eitt frægasta biblíumálverkið frá barokktímanum er eftir ítölsku listakonuna Artemesia Gentileschi (1593-1656) sem sýnir morðið á assýríska hershöfðingjanum Hólófernes en frá honum er sagt í Júdítarbók (tilheyrir hulduritum Gamla testamentisins og eru í biblíuútgáfunni frá 2007). Assýríukonungur skipaði honum svo að þeim sem sýndu honum mótþróa skyldi hann ekki sýna neina „vægð heldur ofurselja þá dauða og ránum um allt land…“ (2.10). Hólófernes er táknmynd valds og kúgunar. Listakonan gerði tvær myndir með þessu sama stefi. Það er sú seinni sem hér er rædd en hún er frá 1620.

Þetta verk er meistarastykki Gentileschi svo ekki sé meira sagt þar sem farið er með snilldarbrag í samspil birtuskila og skuggadýptar. Listaverkið felur ekki aðeins í sér túlkun á biblíutexta og örlögum harðstjórans heldur ekki síður hugrekki kvenna. Listakonan stígur sjálf á myndflötinn ásamt aðstoðarkonu sinni, þernunni í sögunni. Gentileschi var dóttir listmálara og lærði af föður sínum. Hún sótti líka menntun hjá öðrum listmálara sem var kunningi föður hennar. Sá beitti hana harðræði og nauðgaði henni þegar hún var átján ára og var sýknaður af ofbeldisverkinu. Saga hinnar hugrökku Júdítar talaði til hennar og með raunsæislegu listaverkinu tjáði hún tilfinningar sínar og galt fyrir ódæði nauðgarans sem var í engu betri en yfirhershöfðinginn Hólófernes.

Ásjóna Júdítar (lesist: Gentileschi) á myndinni ber með sér kyrran svip, öruggan og einbeittan, eins og andlit dómara sem komist hefur að réttlátri niðurstöðu. Hún grípur í hárflóka hershöfðingjans og heldur vinstri hönd hans fastri. Upp úr miðjum myndfleti rís hönd ódæðismannsins sem dauðinn grípur senn. Augu hans eru fyllt dauðageig. Aðstoðarkonan gengur og rösklega til síns verks og lætur ekkert hreyfa við sér. Blóð hans spýtist úr hálsinum og á hendur þeirra þegar egghvasst sverðið leggst í holdið. Hólófernes hefur fengið makleg málagjöld og allar kúgaðar konur hafa séð sig í þessu listaverki.

Margir hafa líka bent á að það hafi líka verið annað sem Gentileschi vildi koma til skila í verki sínu. Listakonan vissi mætavel að hún stóð ekki karlmálurum í listinni að baki þó að þeim væri hampað af yfirstétt og listaspekingum. Með verki sínu bendi hún á hvaða örlög bíði harðstjórnar listaelítu samtímans og allt blóð verði tekið úr henni. Verkið hafi auk þess hleypt táknrænum kjarki í öll þau sem kúguð eru af harðstjórum hvort heldur sé á heimili eða vinnustað.

Konur hafa ætíð stundað list í sögu mannkynsins. Þær gáfu sig að listinni í skugga karlanna sem fannst fátt til verka þeirra koma. Þess vegna var þeim bannað að sækja listaakademíurnar – máttu hins vegar sitja naktar fyrir. Auðvitað. Annars var hlutverk þeirra í hjónabandinu eða klausturvist. En listhneigðar konur létu þetta ekki aftra sér frá því að sinna listinni né heldur þó að list þeirra nyti ekki sannmælis þótt betri væri en karlanna. Sumar brugðu á það ráð að láta sem svo að verk þeirra væru gerð af körlum. Þetta viðhorf átti eftir að breytast þó að það tæki aldir.

Drottinn deyddi hann með kvenmannshendi, er fyrirsögnin og sótt í trúartextann. Þar er talað niður til hinnar hugrökku Júdítar. Það var ekki karlmannlegt að falla fyrir hendi konu heldur aumkunarvert. Niðurlæging. Eða eins og presturinn sem brást klökkur við þegar kona gaf kost á sér til prestsembættis fyrir hálfri öld: „Hef ég þá verið að vinna kvenmannsverk alla mína ævi?“

Kvenmannshöndin átti hins vegar eftir að fá hægt og bítandi uppreist æru þó að enn sé þeirri baráttu alls ekki lokið. Nú er ekki í sviðljósinu aðeins listakonan Gentieschi sem Júdít heldur og hin ókunna þerna sem við sjáum alls staðar í samfélagi okkar. Stétt vinnukvenna hóf nefnilega fyrir nokkru aftur innreið sína í samfélagið til að vinna nauðsynleg störf sem smánarlaun eru greidd fyrir.

Textinn sem verkið byggir á:

Er nú allir voru gengnir út og ekki nokkur maður eftir í svefnhúsinu, hvorki lágur né hár, gekk Júdít að hvílu Hólofernesar og bað í hljóði: „Drottinn, Guð alls máttar. Lít á þessari stundu í náð á það verk sem hönd mín vinnur Jerúsalem til vegsemdar. Nú er stundin runnin upp. Kom arfleifð þinni til hjálpar. Lát það sem ég hyggst fyrir verða tortímingu óvinanna sem ráðist hafa á okkur.“
Síðan gekk Júdít að rúmstólpanum við höfðalagið á rúmi Hólofernesar, tók sverð hans sem hékk þar, studdi sig við rúmið, greip í hár hans og sagði: „Styrktu mig, Drottinn, Guð Ísraels, á þessari stundu.“ Hjó hún síðan tvívegis af öllum kröftum í háls honum og sneið höfuðið af. Því næst velti hún bolnum niður úr rúminu og tók flugnanetið af rúmstoðunum. Gekk hún síðan strax út og fékk þernu sinni höfuð Hólofernesar sem lét það í malpoka hennar.
Síðan gengu þær báðar saman út, eins og þær voru vanar, til bæna. …

Þá hrópaði Júdít hárri röddu:

„Þetta er höfuð Hólofernesar, yfirhershöfðingja hers Assýríumanna. …  Drottinn deyddi hann með kvenmannshendi. Svo sannarlega sem Drottinn lifir, hann sem hefur verndað mig á veginum sem ég gekk, þá var það útlit mitt sem tældi manninn til glötunar en enga synd drýgði hann með mér til flekkunar mér eða vanvirðu.“

Júdítarbók 13. 4-10; 14, 15-16

Saga Júdítar hefur orðið mörgum listamönnum innblástur og hér fyrir neðan má sjá nokkur verk sem byggja á sögu hennar þar sem örlög Hólófernusar eru í forgrunni.

Hér má sjá stutt listamyndband um verkið (enskt tal og enskur texti).

Caravaggio (1571-1610), Júdít hálsheggur Hólófernes

Botticelli (1445-1510), Júdít með höfuð Hólófernusar

Donatello (1386-1466), Júdít

 

 

 

 

Giovanni Baglione, (1566-1643) 
Júdít með höfuð Hólófernusar

 

 

Jans Sanders van Hemessen (1500-1566), Júdít með höfuð Hólófernusar

 

 

Lúkas Cranach hinn eldri (1472- 1553), Júdít með höfuð Hólófernusar 

Franz Stuck (1863-1928), Júdít

Gustav Klimt (1862-1918), Júdít með höfuð Hólófernusar

 

Kehinde Wiley (f. 1977)
Júdít og Hólófernus

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Manneskjan er furðulegt fyrirbæri. Elskuleg og grimm. Sturluð eins og styrjaldir bera vott um. Snjöll eins og sífellt fleiri mannkynsbætandi tækniundur sýna.

En höfuð eru hættuleg í augum margra. Í þeim býr vitundin og höfuðeinkenni (afsakið orðfærið) persónunnar.

Í forsetakosningum eru margir sendir til höfuðs öllum frambjóðendum. Það er ískyggileg aðferð í baráttunni og enginn er saklaus í þeim herbúðum.

Þetta er maðurinn í öllum sínum myndum.

Afhöggvið höfuð er tákn um að einhverju sé lokið – augljóslega lífi viðkomandi sem bar höfuðið á öxlum sér – enda þótt sagnir séu til um að Skotadrottningin María Stúart hafi hreyft varir sínar eftir að höfuð hennar skildist frá bol og hélt þar með áfram bæn sinni. Annað dæmi þar sem kímni er skotið inn í frásögnina er þegar Kári Sölmundarson sneiddi af höfuðið Kols þar sem sá síðarnefndi var að telja silfurpeninga og nefndi höfuðið töluna tíu þegar það „fauk af bolnum.“

Mannshöfuð eru vinsæl í listasögunni frá ýmsum sjónarhornum og þá ekki síst þegar þau eru afhöggvin enda er þar býsna myndræn dramatík á ferð – og óhugnanleg. Ekki bara í listasögunni heldur og í bókmenntunum, hvort heldur trúarlegum eða veraldlegum.

Frægustu mannshöfuðin í trúartextum kristninnar eru höfuð Golíats sem Davíð konungur sneiddi af og höfuð Jóhannesar skírara. En þau eru fleiri. Þeim hafa verið gerð skil af listamönnum og einkum höfði Jóhannesar sem komst á silfurfat. Mikilvægt var þegar maður hafði verið sleginn af að fara sem fyrst með höfuðið og sýna það. Það var ákveðið sigurtákn og merki um röskleika í anda kjörorðs Póstsins: „Afhendum pakkann samdægurs.“

Eitt frægasta biblíumálverkið frá barokktímanum er eftir ítölsku listakonuna Artemesia Gentileschi (1593-1656) sem sýnir morðið á assýríska hershöfðingjanum Hólófernes en frá honum er sagt í Júdítarbók (tilheyrir hulduritum Gamla testamentisins og eru í biblíuútgáfunni frá 2007). Assýríukonungur skipaði honum svo að þeim sem sýndu honum mótþróa skyldi hann ekki sýna neina „vægð heldur ofurselja þá dauða og ránum um allt land…“ (2.10). Hólófernes er táknmynd valds og kúgunar. Listakonan gerði tvær myndir með þessu sama stefi. Það er sú seinni sem hér er rædd en hún er frá 1620.

Þetta verk er meistarastykki Gentileschi svo ekki sé meira sagt þar sem farið er með snilldarbrag í samspil birtuskila og skuggadýptar. Listaverkið felur ekki aðeins í sér túlkun á biblíutexta og örlögum harðstjórans heldur ekki síður hugrekki kvenna. Listakonan stígur sjálf á myndflötinn ásamt aðstoðarkonu sinni, þernunni í sögunni. Gentileschi var dóttir listmálara og lærði af föður sínum. Hún sótti líka menntun hjá öðrum listmálara sem var kunningi föður hennar. Sá beitti hana harðræði og nauðgaði henni þegar hún var átján ára og var sýknaður af ofbeldisverkinu. Saga hinnar hugrökku Júdítar talaði til hennar og með raunsæislegu listaverkinu tjáði hún tilfinningar sínar og galt fyrir ódæði nauðgarans sem var í engu betri en yfirhershöfðinginn Hólófernes.

Ásjóna Júdítar (lesist: Gentileschi) á myndinni ber með sér kyrran svip, öruggan og einbeittan, eins og andlit dómara sem komist hefur að réttlátri niðurstöðu. Hún grípur í hárflóka hershöfðingjans og heldur vinstri hönd hans fastri. Upp úr miðjum myndfleti rís hönd ódæðismannsins sem dauðinn grípur senn. Augu hans eru fyllt dauðageig. Aðstoðarkonan gengur og rösklega til síns verks og lætur ekkert hreyfa við sér. Blóð hans spýtist úr hálsinum og á hendur þeirra þegar egghvasst sverðið leggst í holdið. Hólófernes hefur fengið makleg málagjöld og allar kúgaðar konur hafa séð sig í þessu listaverki.

Margir hafa líka bent á að það hafi líka verið annað sem Gentileschi vildi koma til skila í verki sínu. Listakonan vissi mætavel að hún stóð ekki karlmálurum í listinni að baki þó að þeim væri hampað af yfirstétt og listaspekingum. Með verki sínu bendi hún á hvaða örlög bíði harðstjórnar listaelítu samtímans og allt blóð verði tekið úr henni. Verkið hafi auk þess hleypt táknrænum kjarki í öll þau sem kúguð eru af harðstjórum hvort heldur sé á heimili eða vinnustað.

Konur hafa ætíð stundað list í sögu mannkynsins. Þær gáfu sig að listinni í skugga karlanna sem fannst fátt til verka þeirra koma. Þess vegna var þeim bannað að sækja listaakademíurnar – máttu hins vegar sitja naktar fyrir. Auðvitað. Annars var hlutverk þeirra í hjónabandinu eða klausturvist. En listhneigðar konur létu þetta ekki aftra sér frá því að sinna listinni né heldur þó að list þeirra nyti ekki sannmælis þótt betri væri en karlanna. Sumar brugðu á það ráð að láta sem svo að verk þeirra væru gerð af körlum. Þetta viðhorf átti eftir að breytast þó að það tæki aldir.

Drottinn deyddi hann með kvenmannshendi, er fyrirsögnin og sótt í trúartextann. Þar er talað niður til hinnar hugrökku Júdítar. Það var ekki karlmannlegt að falla fyrir hendi konu heldur aumkunarvert. Niðurlæging. Eða eins og presturinn sem brást klökkur við þegar kona gaf kost á sér til prestsembættis fyrir hálfri öld: „Hef ég þá verið að vinna kvenmannsverk alla mína ævi?“

Kvenmannshöndin átti hins vegar eftir að fá hægt og bítandi uppreist æru þó að enn sé þeirri baráttu alls ekki lokið. Nú er ekki í sviðljósinu aðeins listakonan Gentieschi sem Júdít heldur og hin ókunna þerna sem við sjáum alls staðar í samfélagi okkar. Stétt vinnukvenna hóf nefnilega fyrir nokkru aftur innreið sína í samfélagið til að vinna nauðsynleg störf sem smánarlaun eru greidd fyrir.

Textinn sem verkið byggir á:

Er nú allir voru gengnir út og ekki nokkur maður eftir í svefnhúsinu, hvorki lágur né hár, gekk Júdít að hvílu Hólofernesar og bað í hljóði: „Drottinn, Guð alls máttar. Lít á þessari stundu í náð á það verk sem hönd mín vinnur Jerúsalem til vegsemdar. Nú er stundin runnin upp. Kom arfleifð þinni til hjálpar. Lát það sem ég hyggst fyrir verða tortímingu óvinanna sem ráðist hafa á okkur.“
Síðan gekk Júdít að rúmstólpanum við höfðalagið á rúmi Hólofernesar, tók sverð hans sem hékk þar, studdi sig við rúmið, greip í hár hans og sagði: „Styrktu mig, Drottinn, Guð Ísraels, á þessari stundu.“ Hjó hún síðan tvívegis af öllum kröftum í háls honum og sneið höfuðið af. Því næst velti hún bolnum niður úr rúminu og tók flugnanetið af rúmstoðunum. Gekk hún síðan strax út og fékk þernu sinni höfuð Hólofernesar sem lét það í malpoka hennar.
Síðan gengu þær báðar saman út, eins og þær voru vanar, til bæna. …

Þá hrópaði Júdít hárri röddu:

„Þetta er höfuð Hólofernesar, yfirhershöfðingja hers Assýríumanna. …  Drottinn deyddi hann með kvenmannshendi. Svo sannarlega sem Drottinn lifir, hann sem hefur verndað mig á veginum sem ég gekk, þá var það útlit mitt sem tældi manninn til glötunar en enga synd drýgði hann með mér til flekkunar mér eða vanvirðu.“

Júdítarbók 13. 4-10; 14, 15-16

Saga Júdítar hefur orðið mörgum listamönnum innblástur og hér fyrir neðan má sjá nokkur verk sem byggja á sögu hennar þar sem örlög Hólófernusar eru í forgrunni.

Hér má sjá stutt listamyndband um verkið (enskt tal og enskur texti).

Caravaggio (1571-1610), Júdít hálsheggur Hólófernes

Botticelli (1445-1510), Júdít með höfuð Hólófernusar

Donatello (1386-1466), Júdít

 

 

 

 

Giovanni Baglione, (1566-1643) 
Júdít með höfuð Hólófernusar

 

 

Jans Sanders van Hemessen (1500-1566), Júdít með höfuð Hólófernusar

 

 

Lúkas Cranach hinn eldri (1472- 1553), Júdít með höfuð Hólófernusar 

Franz Stuck (1863-1928), Júdít

Gustav Klimt (1862-1918), Júdít með höfuð Hólófernusar

 

Kehinde Wiley (f. 1977)
Júdít og Hólófernus

Viltu deila þessari grein með fleirum?