Þögn er dálítið merkilegt fyrirbæri sem er vel þess virði að gefa góðan gaum að.

Nútíminn virðist ekki vera heppilegur staður fyrir þögnina því svo er að sjá og heyra að ekki sé alls staðar friður fyrir orðum og tónum. Hvers kyns hljóð sækja að okkur úr ýmsum áttum og reyna að ná athygli okkar. Hljóð nútímans sækja að okkur nær sleitulaust og eru í mörgum tilvikum okkur samgróin. Kannski eru menn nútímans bara hræddir við þögnina og leitast þess vegna við að fylla hana upp og telja sig vera öruggari fyrir vikið. Seint verður sennilega sagt að nútímamaðurinn sé maður þagnarinnar.

Oft er sagt að það sé list að kunna að þegja og að þögnin sé iðulega býsna gott svar. Orð geta verið hættuleg og sérstaklega þegar þau eru misskilin en slíkt hendir oft. Ekki er betra þegar tekið er óljóst til orða svo ekki skilst og jafnvel ekki einu sinni hægt að skjóta sér á bak við misskilning. Við vitum svo sem öll hvernig við eigum að þegja en vitum ekki hins vegar alltaf hvenær það er heppilegast og þess vegna skerst stundum í odda milli mannfólksins.

En þögn er sjaldan eða aldrei hlutlaus. Þögn getur til dæmis verið svar við einhverju sem er sagt, já eina rétta svarið sem hægt er að gefa og líka það ranga. Hún getur verið beitt svar og líka sljótt; mörgum finnst óþolandi ef þeim er svarað með þögn. Það er líka mikilvægt að skilja þögnina, að túlka hana rétt og er hún í raun ekki frábrugðin orðum hvað það snertir.

Á sama hátt og orð geta verið list þá er þögn list Grískur spekingur saga líka eitt sinn að sá sem vissi ekki hvenær hann ætti að þegja næði aldrei tökum á ræðusnilld. List þagnarinnar er nokkuð sem við ættum að temja okkur í ríkari mæli.

Í þögninni horfir manneskjan oft á sjálfa sig – hlustar á innra lif sitt og skoðar samskipti sín við aðra út frá því. Þögnin getur reynst gott ráð til að byggja upp sjálfsmynd sína því þá trufla hvorki okkar eigin orð né annarra. Margir halda að þeir þurfi ætíð að tala í návist annarra en svo er að sjálfsögðu ekki. Þó má ekki misskilja þessi orð svo að verið sé mæla með einhverjum drumbshætti. Ekkert má ganga út í öfgar því þær endurspegla veikleika. Sá sem byggir sig upp segir öllum sálaröfgum stríð á hendur. Hófleg þögn er það sem máli skiptir og sama er að segja um þögn sem manneskjan hefur fulla stjórn á.

Í daglegum samskiptum er þögn jafn mikilvæg og orð þó svo það virðist oft fara fram hjá okkur. Eitt er víst að það sem maður segir ekki getur enginn haft eftir manni. Við getum líka tjáð tilfinningar okkar í þögn. Öll þekkjum við að talað er um að þögn geti veri ísköld og nöpur. En hún getur líka verið sem blæðandi sár. Einnig hlý og umfaðmandi þegar fá orð eru til eins og þegar sorg knýr dyra.

Í þögninni varðveitum við mörg leyndarmál hugans. Hún geymir innsta kjarna hverrar manneskju sem engum kemur í raun og veru við. Sjálf okkar er hjúpað djúpri þögn og það íhugum við líka í þögn. Sjálfsskoðun er mikilvæg í nútímanum vegna þess að svo margir vilja eiga okkur og skoða, hugsa fyrir okkar og vera inni á sálargafli hjá okkur með orðaflaumi og tónaflóði. Þögnin verndar okkur og styður í daglegu lífi. Hún þroskar okkur.

Bæn er ýmist þögul eða bundin í orð og tóna. Þögul bæn er líkust á sem streymir yfir bakka sína hægt og ákveðið, hana fær ekkert stöðvað. Þögul bæn er kröftug bæn sem kemur úr innstu hugarfylgsnum manneskjunnar, einlæg og djúp. Okkur getur orðið fótaskortur á tungunni eins og sagt er en ólíklegt er að svo hendi okkur í þögninni. Því ættum við að hyggja betur að því að biðja án orða og láta tilfinningar ráða för í þögninni. Þögul bæn getur nefnilega sýnt okkur hvað öll orð eru dýrmæt og hversu það getur verið óskynsamlegt að nota þau í óhófi og gleyma jafnvel merkingu þeirra í öllu málæðinu.

Þögn og orð eru gersemar.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þögn er dálítið merkilegt fyrirbæri sem er vel þess virði að gefa góðan gaum að.

Nútíminn virðist ekki vera heppilegur staður fyrir þögnina því svo er að sjá og heyra að ekki sé alls staðar friður fyrir orðum og tónum. Hvers kyns hljóð sækja að okkur úr ýmsum áttum og reyna að ná athygli okkar. Hljóð nútímans sækja að okkur nær sleitulaust og eru í mörgum tilvikum okkur samgróin. Kannski eru menn nútímans bara hræddir við þögnina og leitast þess vegna við að fylla hana upp og telja sig vera öruggari fyrir vikið. Seint verður sennilega sagt að nútímamaðurinn sé maður þagnarinnar.

Oft er sagt að það sé list að kunna að þegja og að þögnin sé iðulega býsna gott svar. Orð geta verið hættuleg og sérstaklega þegar þau eru misskilin en slíkt hendir oft. Ekki er betra þegar tekið er óljóst til orða svo ekki skilst og jafnvel ekki einu sinni hægt að skjóta sér á bak við misskilning. Við vitum svo sem öll hvernig við eigum að þegja en vitum ekki hins vegar alltaf hvenær það er heppilegast og þess vegna skerst stundum í odda milli mannfólksins.

En þögn er sjaldan eða aldrei hlutlaus. Þögn getur til dæmis verið svar við einhverju sem er sagt, já eina rétta svarið sem hægt er að gefa og líka það ranga. Hún getur verið beitt svar og líka sljótt; mörgum finnst óþolandi ef þeim er svarað með þögn. Það er líka mikilvægt að skilja þögnina, að túlka hana rétt og er hún í raun ekki frábrugðin orðum hvað það snertir.

Á sama hátt og orð geta verið list þá er þögn list Grískur spekingur saga líka eitt sinn að sá sem vissi ekki hvenær hann ætti að þegja næði aldrei tökum á ræðusnilld. List þagnarinnar er nokkuð sem við ættum að temja okkur í ríkari mæli.

Í þögninni horfir manneskjan oft á sjálfa sig – hlustar á innra lif sitt og skoðar samskipti sín við aðra út frá því. Þögnin getur reynst gott ráð til að byggja upp sjálfsmynd sína því þá trufla hvorki okkar eigin orð né annarra. Margir halda að þeir þurfi ætíð að tala í návist annarra en svo er að sjálfsögðu ekki. Þó má ekki misskilja þessi orð svo að verið sé mæla með einhverjum drumbshætti. Ekkert má ganga út í öfgar því þær endurspegla veikleika. Sá sem byggir sig upp segir öllum sálaröfgum stríð á hendur. Hófleg þögn er það sem máli skiptir og sama er að segja um þögn sem manneskjan hefur fulla stjórn á.

Í daglegum samskiptum er þögn jafn mikilvæg og orð þó svo það virðist oft fara fram hjá okkur. Eitt er víst að það sem maður segir ekki getur enginn haft eftir manni. Við getum líka tjáð tilfinningar okkar í þögn. Öll þekkjum við að talað er um að þögn geti veri ísköld og nöpur. En hún getur líka verið sem blæðandi sár. Einnig hlý og umfaðmandi þegar fá orð eru til eins og þegar sorg knýr dyra.

Í þögninni varðveitum við mörg leyndarmál hugans. Hún geymir innsta kjarna hverrar manneskju sem engum kemur í raun og veru við. Sjálf okkar er hjúpað djúpri þögn og það íhugum við líka í þögn. Sjálfsskoðun er mikilvæg í nútímanum vegna þess að svo margir vilja eiga okkur og skoða, hugsa fyrir okkar og vera inni á sálargafli hjá okkur með orðaflaumi og tónaflóði. Þögnin verndar okkur og styður í daglegu lífi. Hún þroskar okkur.

Bæn er ýmist þögul eða bundin í orð og tóna. Þögul bæn er líkust á sem streymir yfir bakka sína hægt og ákveðið, hana fær ekkert stöðvað. Þögul bæn er kröftug bæn sem kemur úr innstu hugarfylgsnum manneskjunnar, einlæg og djúp. Okkur getur orðið fótaskortur á tungunni eins og sagt er en ólíklegt er að svo hendi okkur í þögninni. Því ættum við að hyggja betur að því að biðja án orða og láta tilfinningar ráða för í þögninni. Þögul bæn getur nefnilega sýnt okkur hvað öll orð eru dýrmæt og hversu það getur verið óskynsamlegt að nota þau í óhófi og gleyma jafnvel merkingu þeirra í öllu málæðinu.

Þögn og orð eru gersemar.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?