Ungi blaðamaðurinn var settur í að sjá um spurningu dagsins. Hann sinnti því af áhuga og ákvað að leggja eina trúarlega spurningu fyrir í hinum margrómaða dálki blaðsins: Fólk á förnum vegi. Hann hætti sér þó ekki lengra en út á næstu strætóstoppustöð:

„Hvað gerðist á uppstigningardegi?“
„Ég skil ekki orðið,“ svaraði framhaldsskólaneminn í hvítum strigaskóm.
„Jesús sveif upp til himna,“ svaraði ung stúlka í bleikum skóm og hafði verið í Vindáshlíð.
„Var það ekki eitthvað í Íslandssögunni?“ svaraði stafkarl í óburstuðum skóm.
„Uppsteikingardegi? Fyrstu frönsku kartöflurnar steiktar?“ svaraði handboltaþjálfarinn í fjaðurskóm.
„Fyrsta flugvélin fundin upp?“ svaraði eldri karlmaður í spariskóm.
„Guð, ég bara man það ekki – er þetta ekki eitthvað úr biblíusögunum?“ svaraði fljótmælt kona í bandaskóm.
„Ertu að djóka í mér?“ sagði ung kona í hnallaskóm.
„Frelsarinn steig upp til himna,“ svaraði kona með bros á vör í gulum gúmmískóm.

Síðan bætti ungi blaðamaðurinn við spurningu: „Í hvernig skóm var frelsarinn þegar hann steig upp til himna?“

Framhaldsskólaneminn í hvítum strigaskóm: „Var hann ekki bara berfættur?“
Vindáshlíðarstúlkan í bleikum skóm: „Ég held hann hafi verið í Jesúskóm.“
Stafkarl í óburstuðum skóm: „Skóm sem hafa minnt á sauðskinnskó, held ég.“
Handboltaþjálfarinn í fjaðurskóm: „Það hafa verið markaskór heldur betur.“
Eldri karlmaður í spariskóm: „Var hann nokkuð í skóm á krossinum?“
Fljótmælt kona í bandaskóm: „Jesús, ég hef bara ekki hugmynd. Var hann virkilega í skóm?“
Unga konan í hnallaskóm: „Shoes?“
Konan með bros á vör í gulum gúmmískóm: „Ég held hann hafi skilið skóna eftir svo við gætum farið í þá.“

Ungi blaðamaðurinn þakkaði þeim fyrir svörin. Í þann mund sem hann var að fara kom strætisvagnastjórinn í dyrnar og hélt á skóm og spurði: „Eigið þið þessa skó?“ Þau hristu höfuðið og sum hlógu við. „Einhver hefur hefur skilið þá eftir í vagninum.“ Svo virti strætisvagnastjórinn skóna fyrir sér og sagði lágt við sjálfan sig: „Þessir líka fínu skór. Kannski eru þetta sjömílnaskórnir sem amma mín talaði stundum um.“
„Hvað verður um þessa skó?“ spurði ungi blaðamaðurinn forvitinn.
„Þeir fara í óskilamuni,“ svaraði strætisvagnastjórinn án þess að hika og settist svo undir stýri. Kallaði svo úr stýrishúsinu: „Kannski verða þeir aldrei sóttir en þú veist af þeim hjá okkur.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ungi blaðamaðurinn var settur í að sjá um spurningu dagsins. Hann sinnti því af áhuga og ákvað að leggja eina trúarlega spurningu fyrir í hinum margrómaða dálki blaðsins: Fólk á förnum vegi. Hann hætti sér þó ekki lengra en út á næstu strætóstoppustöð:

„Hvað gerðist á uppstigningardegi?“
„Ég skil ekki orðið,“ svaraði framhaldsskólaneminn í hvítum strigaskóm.
„Jesús sveif upp til himna,“ svaraði ung stúlka í bleikum skóm og hafði verið í Vindáshlíð.
„Var það ekki eitthvað í Íslandssögunni?“ svaraði stafkarl í óburstuðum skóm.
„Uppsteikingardegi? Fyrstu frönsku kartöflurnar steiktar?“ svaraði handboltaþjálfarinn í fjaðurskóm.
„Fyrsta flugvélin fundin upp?“ svaraði eldri karlmaður í spariskóm.
„Guð, ég bara man það ekki – er þetta ekki eitthvað úr biblíusögunum?“ svaraði fljótmælt kona í bandaskóm.
„Ertu að djóka í mér?“ sagði ung kona í hnallaskóm.
„Frelsarinn steig upp til himna,“ svaraði kona með bros á vör í gulum gúmmískóm.

Síðan bætti ungi blaðamaðurinn við spurningu: „Í hvernig skóm var frelsarinn þegar hann steig upp til himna?“

Framhaldsskólaneminn í hvítum strigaskóm: „Var hann ekki bara berfættur?“
Vindáshlíðarstúlkan í bleikum skóm: „Ég held hann hafi verið í Jesúskóm.“
Stafkarl í óburstuðum skóm: „Skóm sem hafa minnt á sauðskinnskó, held ég.“
Handboltaþjálfarinn í fjaðurskóm: „Það hafa verið markaskór heldur betur.“
Eldri karlmaður í spariskóm: „Var hann nokkuð í skóm á krossinum?“
Fljótmælt kona í bandaskóm: „Jesús, ég hef bara ekki hugmynd. Var hann virkilega í skóm?“
Unga konan í hnallaskóm: „Shoes?“
Konan með bros á vör í gulum gúmmískóm: „Ég held hann hafi skilið skóna eftir svo við gætum farið í þá.“

Ungi blaðamaðurinn þakkaði þeim fyrir svörin. Í þann mund sem hann var að fara kom strætisvagnastjórinn í dyrnar og hélt á skóm og spurði: „Eigið þið þessa skó?“ Þau hristu höfuðið og sum hlógu við. „Einhver hefur hefur skilið þá eftir í vagninum.“ Svo virti strætisvagnastjórinn skóna fyrir sér og sagði lágt við sjálfan sig: „Þessir líka fínu skór. Kannski eru þetta sjömílnaskórnir sem amma mín talaði stundum um.“
„Hvað verður um þessa skó?“ spurði ungi blaðamaðurinn forvitinn.
„Þeir fara í óskilamuni,“ svaraði strætisvagnastjórinn án þess að hika og settist svo undir stýri. Kallaði svo úr stýrishúsinu: „Kannski verða þeir aldrei sóttir en þú veist af þeim hjá okkur.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?