Kirkjublaðið.is vekur athygli á því að út er komin öðru sinni bók sr. Karls Sigurbjörnssonar (1947-2024) biskups, Dag í senn. Þetta er aukin útgáfa og endurbætt af hálfu höfundar.

Dag í senn hefur notið fádæma vinsælda af kristnum trúarbókum frá því að hún kom út 2019. Eins og fyrri útgáfan er bókin í vönduðu kiljuformi, þykk og efnismikil. Hún geymir stutta hugleiðingu fyrir hvern dag ársins.

Sr. Karl var frábærlega vel ritfær maður og texti hans var skýr og gagnorður, einlægur og hlýr. Hann var einkar fundvís á stef sem hann tengdi við ritningartexta dagsins með snjöllum hætti og þar sem bæði alvara og kímni voru notuð til að koma boðskapnum á framfæri. Hugleiðingarnar eru fyrir nútímafólk og sviðið er hversdagsleikinn í öllu sínu veldi með gleði sinni og alvöru. Höfundur tekur öruggum höndum um lesandann og leiðir hann stutta stund í hverri hugleiðingu svo hann geti gengið styrkari skrefum út í lífið. Þá er hann líka persónulegur og slær á létta strengi sem hæfa efni og aðstæðum, úr æsku sinni eða af öðrum æviskeiðum.

Sr. Karl var afkastamikill höfundur kristinna bókmennta af ýmsu tagi bæði áður en hann varð biskup, þann tíma sem hann sat á biskupsstóli, og eftir að hann settist í helgan stein. Það kom vel fram á sunnudaginn þegar guðsþjónusta var höfð um hönd í Kópavogskirkju þar sem hans var minnst sérstaklega. Sálmar eftir sr. Karl og föður hans, sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, voru sungnir og nokkur laganna voru eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Ættingjar og vinir lásu lestrana og fluttu hina almennu kirkjubæn sem sr. Karl hafði tekið saman. Náinn samstarfsmaður sr. Karls, biskupsritari hans, sr. Þorvaldur Karl Helgason, prédikaði. Sr. Sigurður Arnarson, tengdasonur sr. Karls, þjónaði fyrir altari. Barnabarn hans lék á saxafón og frænka hans á fiðlu. Félagar úr kór Kópavogskirkju sáu um sönginn undir stjórn Elísu Elíasdóttur. Að lokinni guðsþjónustunni var gengið í safnaðarheimili kirkjunnar til að hlýða á stutta dagskrá sem tileinkuð var sr. Karli. Sr. Sveinn Valgeirsson, dómkirkjuprestur, sagði frá kynnum sínum af sr. Karli, og sr. Hreinn Hákonarson sagði frá þýðingu Karls á nýútkominni bók sem Kirkjublaðið.is fjallaði um fyrir nokkru. Þá kynnti Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, bókina Dag í senn og sagði líka frá áratugalöngum kynnum þeirra sr. Karls. Í lokin flutti Kristín Guðjónsdóttir, ekkja sr. Karls, ávarp og þakkaði öllum fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til þessarar stundar sem heppnaðist svona prýðilega.

Langborðið með bókunum

Þegar komið var inn í anddyri safnaðarheimilisins mátti sjá á langborði bækur þær sem sr. Karl hafði ýmist samið, þýtt eða komið að með einum eða öðrum hætti. Þetta voru ríflega fjörutíu bækur og sýna hve starfsamur hann var alla tíð á ritvellinum samhliða annasömum prests- og biskupsstörfum. Lét ekki verk úr hendi falla. Hann er sá biskupa í samtíð okkar sem hefur verið hvað ötulastur í útgáfu bóka til að fræða almenning og presta enda var honum ljóst að mikilvægi fræðslunnar skipti sköpum fyrir allt starf kirkjunnar.

Niðurstaða:

Dag í senn er sígild bók handa nútímafólki sem vill lesa stuttan og hnitmiðaðan texta til andlegrar uppbyggingar. Höfundi tekst vel að grípa lesandann í fyrstu línum og halda honum við efnið til enda. Það er list og lesandinn kann að meta það og finnur strax eftir lesturinn að hann er betur í stakk búinn að takast á við verkefni dagsins og spurningar um lífið og tilveruna.

Skálholtsútgáfan, gefur bókina út. Umbrot og hönnun var í umsjón Brynjólfs Ólasonar. Bókin er prentuð hjá GPS Group í Bosníu-Hersegóvínu og er 540 bls.

Myndir frá samverunni í safnaðarheimilinu Borgum

Fjöldi manns sótti guðsþjónustuna í Kópavogskirkju og stundina í safnaðarheimilinu Borgum

Þau komu meðal annarra að þjónustunni í kirkjunni

Edda Möller, kynnti bókina Dag í senn, en hún starfaði um áratugaskeið með sr. Karli 

Kristín Guðjónsdóttir flutti stutt ávarp

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is vekur athygli á því að út er komin öðru sinni bók sr. Karls Sigurbjörnssonar (1947-2024) biskups, Dag í senn. Þetta er aukin útgáfa og endurbætt af hálfu höfundar.

Dag í senn hefur notið fádæma vinsælda af kristnum trúarbókum frá því að hún kom út 2019. Eins og fyrri útgáfan er bókin í vönduðu kiljuformi, þykk og efnismikil. Hún geymir stutta hugleiðingu fyrir hvern dag ársins.

Sr. Karl var frábærlega vel ritfær maður og texti hans var skýr og gagnorður, einlægur og hlýr. Hann var einkar fundvís á stef sem hann tengdi við ritningartexta dagsins með snjöllum hætti og þar sem bæði alvara og kímni voru notuð til að koma boðskapnum á framfæri. Hugleiðingarnar eru fyrir nútímafólk og sviðið er hversdagsleikinn í öllu sínu veldi með gleði sinni og alvöru. Höfundur tekur öruggum höndum um lesandann og leiðir hann stutta stund í hverri hugleiðingu svo hann geti gengið styrkari skrefum út í lífið. Þá er hann líka persónulegur og slær á létta strengi sem hæfa efni og aðstæðum, úr æsku sinni eða af öðrum æviskeiðum.

Sr. Karl var afkastamikill höfundur kristinna bókmennta af ýmsu tagi bæði áður en hann varð biskup, þann tíma sem hann sat á biskupsstóli, og eftir að hann settist í helgan stein. Það kom vel fram á sunnudaginn þegar guðsþjónusta var höfð um hönd í Kópavogskirkju þar sem hans var minnst sérstaklega. Sálmar eftir sr. Karl og föður hans, sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, voru sungnir og nokkur laganna voru eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Ættingjar og vinir lásu lestrana og fluttu hina almennu kirkjubæn sem sr. Karl hafði tekið saman. Náinn samstarfsmaður sr. Karls, biskupsritari hans, sr. Þorvaldur Karl Helgason, prédikaði. Sr. Sigurður Arnarson, tengdasonur sr. Karls, þjónaði fyrir altari. Barnabarn hans lék á saxafón og frænka hans á fiðlu. Félagar úr kór Kópavogskirkju sáu um sönginn undir stjórn Elísu Elíasdóttur. Að lokinni guðsþjónustunni var gengið í safnaðarheimili kirkjunnar til að hlýða á stutta dagskrá sem tileinkuð var sr. Karli. Sr. Sveinn Valgeirsson, dómkirkjuprestur, sagði frá kynnum sínum af sr. Karli, og sr. Hreinn Hákonarson sagði frá þýðingu Karls á nýútkominni bók sem Kirkjublaðið.is fjallaði um fyrir nokkru. Þá kynnti Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, bókina Dag í senn og sagði líka frá áratugalöngum kynnum þeirra sr. Karls. Í lokin flutti Kristín Guðjónsdóttir, ekkja sr. Karls, ávarp og þakkaði öllum fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til þessarar stundar sem heppnaðist svona prýðilega.

Langborðið með bókunum

Þegar komið var inn í anddyri safnaðarheimilisins mátti sjá á langborði bækur þær sem sr. Karl hafði ýmist samið, þýtt eða komið að með einum eða öðrum hætti. Þetta voru ríflega fjörutíu bækur og sýna hve starfsamur hann var alla tíð á ritvellinum samhliða annasömum prests- og biskupsstörfum. Lét ekki verk úr hendi falla. Hann er sá biskupa í samtíð okkar sem hefur verið hvað ötulastur í útgáfu bóka til að fræða almenning og presta enda var honum ljóst að mikilvægi fræðslunnar skipti sköpum fyrir allt starf kirkjunnar.

Niðurstaða:

Dag í senn er sígild bók handa nútímafólki sem vill lesa stuttan og hnitmiðaðan texta til andlegrar uppbyggingar. Höfundi tekst vel að grípa lesandann í fyrstu línum og halda honum við efnið til enda. Það er list og lesandinn kann að meta það og finnur strax eftir lesturinn að hann er betur í stakk búinn að takast á við verkefni dagsins og spurningar um lífið og tilveruna.

Skálholtsútgáfan, gefur bókina út. Umbrot og hönnun var í umsjón Brynjólfs Ólasonar. Bókin er prentuð hjá GPS Group í Bosníu-Hersegóvínu og er 540 bls.

Myndir frá samverunni í safnaðarheimilinu Borgum

Fjöldi manns sótti guðsþjónustuna í Kópavogskirkju og stundina í safnaðarheimilinu Borgum

Þau komu meðal annarra að þjónustunni í kirkjunni

Edda Möller, kynnti bókina Dag í senn, en hún starfaði um áratugaskeið með sr. Karli 

Kristín Guðjónsdóttir flutti stutt ávarp

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir