„Þótt sannleikurinn sé varnarlaus og láti alltaf í minni pokann í beinum átökum við valdhafa hverju sinni býr hann yfir ákveðnum styrk. Sama hversu mikið valdhafar leggja sig fram þá geta þeir ekki með nokkru móti uppgötvað eða skapað sannfærandi staðgengil fyrir hann. Sannfæringarmáttur og ofbeldi geta tortímt sannleikanum en ekki komið í hans stað. Og þetta á einnig við um röklegan og trúarlegan sannleika þótt það sé kannski ekki augljósara þegar um er að ræða staðreyndasannleika.“ (Úr bókinni Af ást til heimsins, eftir Hannah Arendt, greinin: Sannleikur og stjórnmál, Guðrún Eva Mínervudóttir þýddi, Reykjavík 2011, bls. 158-159. – Hannah Arendt (1906-1975), þýskur Gyðingur sem flýði til Bandaríkjanna 1941. Heimspekingur og pólitískur samfélagsrýnir. Hún er talin vera með athyglisverðustu heimspekingum 20. aldar.)

Við stöndum andspænis alls konar þrautum í lífinu.

Heimurinn stendur andspænis alls konar þrautum eins og voðaverkum og stríðshörmungum í Úkraínu og Gasa.

Sumar leysum við auðveldlega og skilum lausninni hreykin á svip. Aðrar glímum við lengi við svo kaldur svitinn bogar af okkur. Lausnin kemur kannski skyndilega eða hægt og bítandi og við verðum nokkuð roggin með okkur eftir djúpar pælingar. En svo eru þær þrautir sem við fáum engan botn í sama hvað við streitumst mikið við að leysa. Aftur og aftur komum við að þeim en lausnin lætur alltaf á sér standa. Hvorki rökhugsun né innsæi dugar til að koma auga á lausnina. Og stundum verðum við önug og pirruð út í okkur sjálf og sjálfsálit okkar lækkar ískyggilega mikið.

Í einu spekirita Gamla testamentisins má lesa þetta:

„Ég virti fyrir mér þá þraut sem Guð hefur fengið mönnunum að þreyta sig á. Allt hefur hann gert hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefur hann lagt í brjóst þeirra en maðurinn fær ekki skilið að fullu það verk sem Guð vinnur. Ég sá að ekkert hugnast þeim betur en að vera glaðir og njóta lífsins meðan það endist. En að matast, drekka og gleðjast af öllu erfiði sínu, einnig það er Guðs gjöf.
Ég komst að raun um að allt sem Guð gerir stendur að eilífu, við það er engu að bæta og af því verður ekkert tekið. Guð hefur hagað því svo til þess að menn virtu hann.
“ (Prédikarinn 3.10-14.)

Lífið er í huga margra þraut eða gáta. Og menn á öllum öldum hafa glímt við þessa þraut og reynt að finna svar við henni. Lausnirnar hafa verið margar og koma fram í heimspeki, trúarbrögðum og stjórnmálum. Þær koma fram í sögum og söngvum, í lífi fólks og skoðunum. Lausnirnar eru ýmist afdráttarlausar eða fljótandi og loftkenndar. Allt eru það þó einhvers konar lausnir.

Lausnir trúarinnar á þrautinni eru ævafornar en þó í fullu gildi. Allt sem Guð gerir stendur að eilífu og maðurinn á að njóta þess sem gott er. Maðurinn skilur ekki Guð og mun aldrei skilja hann til fullnustu vegna þess einfaldlega að hann er höfundur lífsins og stendur manninum miklu framar í öllu. Kristin trú fullyrðir að Guð hafi birst heiminum í Jesú frá Nasaret, Jesú Kristi.

Líf meistarans frá Nasaret hefur orðið mönnum umhugsunarefni. Orð hans hafa mótað hugsun og samfélag á öllum öldum. Kærleikur hans er þar efstur á blaði og hann hefur líka orðið mönnum þraut og þeir hafa ekki skilið hann né heldur iðkað hann með þeim hætti sem vera ber. Hörmungar á öllum stríðsvöllum heimsins bera vott um það – fólki á öllum aldri er slátrað. Þannig er maðurinn og svo er að sjá sem hann hafi tekið hangandi hendi við friðnum úr hendi meistarans frá Nasaret sem sagði: Minn frið gef ég yður. 

Hvort skyldi nú vera þrautaminna að lifa í friði og kærleika við alla menn eða drepa fólk í nafni sálarlausra valdhafa?

Sannleikurinn hefur styrk þó að hann sé varnarlaus og ekkert getur komið í hans stað né þess er sagði: Ég er sannleikurinn og lífið. Það er sannleikur trúarinnar eins og fram kemur í tilvitnuninni í Hannah Arendt hér að ofan.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

„Þótt sannleikurinn sé varnarlaus og láti alltaf í minni pokann í beinum átökum við valdhafa hverju sinni býr hann yfir ákveðnum styrk. Sama hversu mikið valdhafar leggja sig fram þá geta þeir ekki með nokkru móti uppgötvað eða skapað sannfærandi staðgengil fyrir hann. Sannfæringarmáttur og ofbeldi geta tortímt sannleikanum en ekki komið í hans stað. Og þetta á einnig við um röklegan og trúarlegan sannleika þótt það sé kannski ekki augljósara þegar um er að ræða staðreyndasannleika.“ (Úr bókinni Af ást til heimsins, eftir Hannah Arendt, greinin: Sannleikur og stjórnmál, Guðrún Eva Mínervudóttir þýddi, Reykjavík 2011, bls. 158-159. – Hannah Arendt (1906-1975), þýskur Gyðingur sem flýði til Bandaríkjanna 1941. Heimspekingur og pólitískur samfélagsrýnir. Hún er talin vera með athyglisverðustu heimspekingum 20. aldar.)

Við stöndum andspænis alls konar þrautum í lífinu.

Heimurinn stendur andspænis alls konar þrautum eins og voðaverkum og stríðshörmungum í Úkraínu og Gasa.

Sumar leysum við auðveldlega og skilum lausninni hreykin á svip. Aðrar glímum við lengi við svo kaldur svitinn bogar af okkur. Lausnin kemur kannski skyndilega eða hægt og bítandi og við verðum nokkuð roggin með okkur eftir djúpar pælingar. En svo eru þær þrautir sem við fáum engan botn í sama hvað við streitumst mikið við að leysa. Aftur og aftur komum við að þeim en lausnin lætur alltaf á sér standa. Hvorki rökhugsun né innsæi dugar til að koma auga á lausnina. Og stundum verðum við önug og pirruð út í okkur sjálf og sjálfsálit okkar lækkar ískyggilega mikið.

Í einu spekirita Gamla testamentisins má lesa þetta:

„Ég virti fyrir mér þá þraut sem Guð hefur fengið mönnunum að þreyta sig á. Allt hefur hann gert hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefur hann lagt í brjóst þeirra en maðurinn fær ekki skilið að fullu það verk sem Guð vinnur. Ég sá að ekkert hugnast þeim betur en að vera glaðir og njóta lífsins meðan það endist. En að matast, drekka og gleðjast af öllu erfiði sínu, einnig það er Guðs gjöf.
Ég komst að raun um að allt sem Guð gerir stendur að eilífu, við það er engu að bæta og af því verður ekkert tekið. Guð hefur hagað því svo til þess að menn virtu hann.
“ (Prédikarinn 3.10-14.)

Lífið er í huga margra þraut eða gáta. Og menn á öllum öldum hafa glímt við þessa þraut og reynt að finna svar við henni. Lausnirnar hafa verið margar og koma fram í heimspeki, trúarbrögðum og stjórnmálum. Þær koma fram í sögum og söngvum, í lífi fólks og skoðunum. Lausnirnar eru ýmist afdráttarlausar eða fljótandi og loftkenndar. Allt eru það þó einhvers konar lausnir.

Lausnir trúarinnar á þrautinni eru ævafornar en þó í fullu gildi. Allt sem Guð gerir stendur að eilífu og maðurinn á að njóta þess sem gott er. Maðurinn skilur ekki Guð og mun aldrei skilja hann til fullnustu vegna þess einfaldlega að hann er höfundur lífsins og stendur manninum miklu framar í öllu. Kristin trú fullyrðir að Guð hafi birst heiminum í Jesú frá Nasaret, Jesú Kristi.

Líf meistarans frá Nasaret hefur orðið mönnum umhugsunarefni. Orð hans hafa mótað hugsun og samfélag á öllum öldum. Kærleikur hans er þar efstur á blaði og hann hefur líka orðið mönnum þraut og þeir hafa ekki skilið hann né heldur iðkað hann með þeim hætti sem vera ber. Hörmungar á öllum stríðsvöllum heimsins bera vott um það – fólki á öllum aldri er slátrað. Þannig er maðurinn og svo er að sjá sem hann hafi tekið hangandi hendi við friðnum úr hendi meistarans frá Nasaret sem sagði: Minn frið gef ég yður. 

Hvort skyldi nú vera þrautaminna að lifa í friði og kærleika við alla menn eða drepa fólk í nafni sálarlausra valdhafa?

Sannleikurinn hefur styrk þó að hann sé varnarlaus og ekkert getur komið í hans stað né þess er sagði: Ég er sannleikurinn og lífið. Það er sannleikur trúarinnar eins og fram kemur í tilvitnuninni í Hannah Arendt hér að ofan.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir