Sumir telja að líkami Jesú hafi verið í gröfinni eftir krossfestinguna á föstudeginum fram að upprisunni. Páskadagur er samkvæmt guðspjöllunum upprisudagurinn. En snemma spratt sú hugmynd upp að á laugardeginum hefði Kristur stigið niður til heljar og rataði hún inn í Postullegu trúarjátninguna. Líkami Krists var áfram í gröfinni en andi hans fór til heljar til að leysa réttlátar sálir úr þeirri nöpru vist – það voru þau sem dáið höfðu fyrir upprisu Krists en horft vonaraugum til hans allt sitt líf.

Myndin sem fylgir þessum orðum er talin vera frönsk eða ensk í anda rómanskra helgimynda og er lýsing í handriti frá 12. öld. Kristur er fyrir miðri mynd og heldur á krossi með sigurfána upprisunnar. Hann bjargar Adam og Evu úr gini dýrsins sem stendur fyrir hel en þau skötuhjú eru talin vera þau fyrstu sem hann leysti úr haldi – tekur hægri hönd sinni um úlnlið hægri handar Adams en það er hið guðlega handtak og táknar upprisu til lífs. Adam er heldur horaður eftir vistina og liggur við að telja megi rifbeinin í honum en þó sést nú ekki hvort eitt vanti (það sem notað var til að skapa Evu). Mannfjöldi er í ógnarvíðum kjafti dýrsins og sumir fagna með uppréttum höndum eða klappa af fögnuði. Satan liggur bjargarlaus og bundinn, sigraður, og við hlið hans heimskulegur smádjöfull. Já, og Satan er andlitslaus en sú skoðun er forn að hann sé svo eða með hálft andlit sem er tákn um slægð og sviksemi. Kristur stígur á höggorminn lævísa sem má sín nú einskis. Sólarandlit varpar guðdómlegu ljósi yfir vettvang frelsunarinnar. Fylgdarengill úr efri byggðum heldur á spjóti eða sverði – honum til fulltingis.

Nikódemusarguðspjall, huldurit frá 4. eða 5. öld, segir nokkuð ítarlega frá þessari laugardagsheimsókn Krists til heljar.

Laugardagur fyrir páska hefur alla jafna verið dagur kyrrðarinnar og trúað fólk horft til páskadagsmorguns – til upprisunnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sumir telja að líkami Jesú hafi verið í gröfinni eftir krossfestinguna á föstudeginum fram að upprisunni. Páskadagur er samkvæmt guðspjöllunum upprisudagurinn. En snemma spratt sú hugmynd upp að á laugardeginum hefði Kristur stigið niður til heljar og rataði hún inn í Postullegu trúarjátninguna. Líkami Krists var áfram í gröfinni en andi hans fór til heljar til að leysa réttlátar sálir úr þeirri nöpru vist – það voru þau sem dáið höfðu fyrir upprisu Krists en horft vonaraugum til hans allt sitt líf.

Myndin sem fylgir þessum orðum er talin vera frönsk eða ensk í anda rómanskra helgimynda og er lýsing í handriti frá 12. öld. Kristur er fyrir miðri mynd og heldur á krossi með sigurfána upprisunnar. Hann bjargar Adam og Evu úr gini dýrsins sem stendur fyrir hel en þau skötuhjú eru talin vera þau fyrstu sem hann leysti úr haldi – tekur hægri hönd sinni um úlnlið hægri handar Adams en það er hið guðlega handtak og táknar upprisu til lífs. Adam er heldur horaður eftir vistina og liggur við að telja megi rifbeinin í honum en þó sést nú ekki hvort eitt vanti (það sem notað var til að skapa Evu). Mannfjöldi er í ógnarvíðum kjafti dýrsins og sumir fagna með uppréttum höndum eða klappa af fögnuði. Satan liggur bjargarlaus og bundinn, sigraður, og við hlið hans heimskulegur smádjöfull. Já, og Satan er andlitslaus en sú skoðun er forn að hann sé svo eða með hálft andlit sem er tákn um slægð og sviksemi. Kristur stígur á höggorminn lævísa sem má sín nú einskis. Sólarandlit varpar guðdómlegu ljósi yfir vettvang frelsunarinnar. Fylgdarengill úr efri byggðum heldur á spjóti eða sverði – honum til fulltingis.

Nikódemusarguðspjall, huldurit frá 4. eða 5. öld, segir nokkuð ítarlega frá þessari laugardagsheimsókn Krists til heljar.

Laugardagur fyrir páska hefur alla jafna verið dagur kyrrðarinnar og trúað fólk horft til páskadagsmorguns – til upprisunnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir