Á aðfangadegi jóli 2024

Hin heilaga fjölskylda með dýrlingnum Katrínu frá Alexandríu, eftir Lavina Fontana (1552-1614)

Ítalska endurreisnarlistakonan Lavinia Fontana (1552-1614) var meðal fremstu endurreisnarmálara í hópi kvenna og mjög eftirsóttur málari. Faðir hennar var listmálari og lærði hún af honum en annars voru þröngar skorður settar fyrir listmenntun kvenna á þessum tíma.

Jesúbarnið á þessari mynd er ekki neinn hvítvoðungur þar sem hann situr í allgóðum holdum á hvítleitum púða með dúski á. Móðir hans heldur blessandi höndum yfir honum og Jósef horfir á. Nú kann einhver að spyrja hver sé þessi kona vinstra megin á myndinni? Það er dýrlingurinn Katrín frá Alexandríu frá 4. öld. Hún gerðist kristin kona en var dæmd til dauða í Róm vegna trúar sinnar og sett á gaddahjólið til að brjóta í henni beinin. Um leið og hún snerti hjólið mölbrotnaði það. Síðan hefur gaddahjólið verið tákn Katrínar eins og á þessari helgimynd – en píslarvætti beið hennar síðar eða árið 305 en hún var fædd um 287. Katrín krýpur á myndinni og sýnir Jesúbarninu lotningu og þar með trú sína og auðmýkt. Myndin er í mjúkum jarðarlitum og frá henni streymir hlýja og kærleikur en þó er minnt á þjáninguna til þess að myndin verði ekki að sykurkvoðu.

Jólagetraun
Á myndinni sést líka sjálfsmynd listakonunnar ef vel er að gáð. Það var algengur siður hjá endurreisnar- og barokkmálurum að skjóta inn í verk sín sjálfsmyndum. Sjálfsmyndin í þessu tilviki rennur vel saman við verkið og truflar ekki það sem listakonan er að segja með því. Fonanta birtist í sjálfsmyndinni bæði sem listamaður og sem áhorfandi. Sérð þú, lesandi góður, sjálfsmyndina eftir að hafa skoðað alla myndina?

Jólin eru friðarhátíð í augum kristinna manna. Engu að síður geisar stríð víða í veröldinni og kristið fólk er enn ofsótt fyrir trú sína og líflátið. Því má ekki gleyma og allra síst á jólum. Ekki heldur má láta stríðshörmungar heimsins kæfa jólagleðina því að heimurinn á sér framtíð sem Guðssonurinn stendur fyrir.

Kirkjublaðið.is óskar lesendum síðum gleðilegra jóla, friðar og blessunar!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Á aðfangadegi jóli 2024

Hin heilaga fjölskylda með dýrlingnum Katrínu frá Alexandríu, eftir Lavina Fontana (1552-1614)

Ítalska endurreisnarlistakonan Lavinia Fontana (1552-1614) var meðal fremstu endurreisnarmálara í hópi kvenna og mjög eftirsóttur málari. Faðir hennar var listmálari og lærði hún af honum en annars voru þröngar skorður settar fyrir listmenntun kvenna á þessum tíma.

Jesúbarnið á þessari mynd er ekki neinn hvítvoðungur þar sem hann situr í allgóðum holdum á hvítleitum púða með dúski á. Móðir hans heldur blessandi höndum yfir honum og Jósef horfir á. Nú kann einhver að spyrja hver sé þessi kona vinstra megin á myndinni? Það er dýrlingurinn Katrín frá Alexandríu frá 4. öld. Hún gerðist kristin kona en var dæmd til dauða í Róm vegna trúar sinnar og sett á gaddahjólið til að brjóta í henni beinin. Um leið og hún snerti hjólið mölbrotnaði það. Síðan hefur gaddahjólið verið tákn Katrínar eins og á þessari helgimynd – en píslarvætti beið hennar síðar eða árið 305 en hún var fædd um 287. Katrín krýpur á myndinni og sýnir Jesúbarninu lotningu og þar með trú sína og auðmýkt. Myndin er í mjúkum jarðarlitum og frá henni streymir hlýja og kærleikur en þó er minnt á þjáninguna til þess að myndin verði ekki að sykurkvoðu.

Jólagetraun
Á myndinni sést líka sjálfsmynd listakonunnar ef vel er að gáð. Það var algengur siður hjá endurreisnar- og barokkmálurum að skjóta inn í verk sín sjálfsmyndum. Sjálfsmyndin í þessu tilviki rennur vel saman við verkið og truflar ekki það sem listakonan er að segja með því. Fonanta birtist í sjálfsmyndinni bæði sem listamaður og sem áhorfandi. Sérð þú, lesandi góður, sjálfsmyndina eftir að hafa skoðað alla myndina?

Jólin eru friðarhátíð í augum kristinna manna. Engu að síður geisar stríð víða í veröldinni og kristið fólk er enn ofsótt fyrir trú sína og líflátið. Því má ekki gleyma og allra síst á jólum. Ekki heldur má láta stríðshörmungar heimsins kæfa jólagleðina því að heimurinn á sér framtíð sem Guðssonurinn stendur fyrir.

Kirkjublaðið.is óskar lesendum síðum gleðilegra jóla, friðar og blessunar!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir