Það er svo ótal margt sem sækir að okkur nútímamönnum og stundum vitum við ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Margir vilja eiga hug okkar og tíma. Eiga líf okkar. Við heyjum oft baráttu við það eitt að fá að vera við sjálf sem getur stundum verið þó nokkurt púsluspil. Samfélag líðandi stundar er hávært og æði oft svo aðgangshart að við lútum í lægra haldi og stöndumst ekki þá orrahríð sem dynur yfir. Svo er að sjá sem allt verði að markaðsvöru í nútímanum. Sjálfsrækt og mannrækt, hollt líferni og öflugur andi eru sem hverjar aðrar vörur sem hægt er að fá keyptar og eru oft á tíðum auglýstar kröftuglega svo enginn kemst undan því að heyra hvað gera skuli svo lífið verði farsælt – og friðsælt.
Já, menn spyrja oft um frið í samfélagi manna. Það er svo að sjá sem margvísleg átök og ófriður fylgi okkur mönnum á lífsleiðinni. Saga mannkynsins er mikil átakasaga og iðulega skelfileg. Mannfórnir í stríðsátökum sem eru daglega í fréttum eru þyngri en tárum taki. Hver vill senda barn sitt á vígvöllinn? Er það ekki sturlun?
Þrátt fyrir stríðsátök hér og þar í veröldinni þá fylgir manneskjunni líka friður og sátt, bjartsýni og hlýja. Hjálpfýsi og velvilji í garð þeirra sem standa höllum fæti.
Mannshugurinn er á stundum sem ólgandi haf og þar rísa háar og miklar öldur. Allar öldur sem rísa falla að landi fyrr eða síðar og brimaldan getur orðið mikil og þung. Fátt er mönnum betra en að heyra nið sjávar eða standa á ströndu. Niðurinn þagnar aldrei og ströndin er sem dregin lína, já sem landamæri lands og sjávar, markalína sem allir menn sjá að skýrt er mörkuð.
Maðurinn hefur gott af því að sjá að það eru dregin skýr mörk og hlusta á raddir náttúrunnar. Hefja augu sín til fjalla, sjá sól á himni og tungl, finna hlýja geisla sólar og napran vind eins og þann sem tók í okkur nú á dögunum þó að sumar væri samkvæmt dagatalinu. Maðurinn er staddur í veröld sem lýtur ákveðnum lögmálum og þau verða ekki rofin heldur standa í innri rósemd sinni og segja okkur að lífið gangi ekki án þeirra. Það er regla í gangverki náttúrunnar og meira að segja í hegðun eldgosa.
Allt þetta geymir mynd sem menn geta lært þó nokkuð mikið af. Samfélag nútímans er á ferð og flugi og þar virðist enginn unna sér hvíldar. Stundum er þetta kallað dansinn í kringum gullkálfinn – eða sjálfumgleði mannsins og sjálfsupphafning. Aðrir hafa jafnvel kallað hávaðasaman nútímann hámark firringarinnar sem merkir að maðurinn sé kominn langt frá sjálfum sér og þekki ekki lengur sjálfan sig í þessum heimi – hann sé orðinn eins konar þræll vinnu sinnar og þess sem kallast lífsins gæði. Hann hafi glatað innri friði og sé staddur í miðjum ófriði – ófriði við sjálfan sig og hafi týnt sjálfum sér í kröppum dansi.
En í þessu efni eins og svo mörgu öðru er mikilvægast að hver maður skoði huga sinn yfirvegað í kyrrð og rósemd. Leiti innri friðar með sjálfum sér. Leiti jafnvægis.
Innri friður er ákveðið jafnvægi þar sem menn horfa raunsæjum augum á sjálfa sig og líf sitt. Hvað vil ég með lífi mínu? Hvernig fæ ég því best varið? Hvernig vil ég að aðrir njóti lífsins með mér? Innri friður er ákveðin sátt hvers manns um eigin lífsstefnu sem til heilla horfir fyrir hann sjálfan og aðra. Innri friður dregur vissulega oft dám af því besta og meitlaðasta sem til hefur orðið í sögu mannsandans. Fagrar hugsjónir geta verið mönnum sem stefnuljós til innri friðar.
Trú kemur hér líka við sögu og hún er veigamikil leiðarstjarna til innri friðar. Minn frið gef ég ykkur, sagði meistarinn frá Nasaret. Hann gekk hér um á jörðu og gerði öðrum mönnum gott og lét skoðanir samtíma síns ekki trufla sig. Líf hans mótaðist af innri friði sem getur verið okkur gæfurík fyrirmynd sem annað í lífi hans.
Það er svo ótal margt sem sækir að okkur nútímamönnum og stundum vitum við ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Margir vilja eiga hug okkar og tíma. Eiga líf okkar. Við heyjum oft baráttu við það eitt að fá að vera við sjálf sem getur stundum verið þó nokkurt púsluspil. Samfélag líðandi stundar er hávært og æði oft svo aðgangshart að við lútum í lægra haldi og stöndumst ekki þá orrahríð sem dynur yfir. Svo er að sjá sem allt verði að markaðsvöru í nútímanum. Sjálfsrækt og mannrækt, hollt líferni og öflugur andi eru sem hverjar aðrar vörur sem hægt er að fá keyptar og eru oft á tíðum auglýstar kröftuglega svo enginn kemst undan því að heyra hvað gera skuli svo lífið verði farsælt – og friðsælt.
Já, menn spyrja oft um frið í samfélagi manna. Það er svo að sjá sem margvísleg átök og ófriður fylgi okkur mönnum á lífsleiðinni. Saga mannkynsins er mikil átakasaga og iðulega skelfileg. Mannfórnir í stríðsátökum sem eru daglega í fréttum eru þyngri en tárum taki. Hver vill senda barn sitt á vígvöllinn? Er það ekki sturlun?
Þrátt fyrir stríðsátök hér og þar í veröldinni þá fylgir manneskjunni líka friður og sátt, bjartsýni og hlýja. Hjálpfýsi og velvilji í garð þeirra sem standa höllum fæti.
Mannshugurinn er á stundum sem ólgandi haf og þar rísa háar og miklar öldur. Allar öldur sem rísa falla að landi fyrr eða síðar og brimaldan getur orðið mikil og þung. Fátt er mönnum betra en að heyra nið sjávar eða standa á ströndu. Niðurinn þagnar aldrei og ströndin er sem dregin lína, já sem landamæri lands og sjávar, markalína sem allir menn sjá að skýrt er mörkuð.
Maðurinn hefur gott af því að sjá að það eru dregin skýr mörk og hlusta á raddir náttúrunnar. Hefja augu sín til fjalla, sjá sól á himni og tungl, finna hlýja geisla sólar og napran vind eins og þann sem tók í okkur nú á dögunum þó að sumar væri samkvæmt dagatalinu. Maðurinn er staddur í veröld sem lýtur ákveðnum lögmálum og þau verða ekki rofin heldur standa í innri rósemd sinni og segja okkur að lífið gangi ekki án þeirra. Það er regla í gangverki náttúrunnar og meira að segja í hegðun eldgosa.
Allt þetta geymir mynd sem menn geta lært þó nokkuð mikið af. Samfélag nútímans er á ferð og flugi og þar virðist enginn unna sér hvíldar. Stundum er þetta kallað dansinn í kringum gullkálfinn – eða sjálfumgleði mannsins og sjálfsupphafning. Aðrir hafa jafnvel kallað hávaðasaman nútímann hámark firringarinnar sem merkir að maðurinn sé kominn langt frá sjálfum sér og þekki ekki lengur sjálfan sig í þessum heimi – hann sé orðinn eins konar þræll vinnu sinnar og þess sem kallast lífsins gæði. Hann hafi glatað innri friði og sé staddur í miðjum ófriði – ófriði við sjálfan sig og hafi týnt sjálfum sér í kröppum dansi.
En í þessu efni eins og svo mörgu öðru er mikilvægast að hver maður skoði huga sinn yfirvegað í kyrrð og rósemd. Leiti innri friðar með sjálfum sér. Leiti jafnvægis.
Innri friður er ákveðið jafnvægi þar sem menn horfa raunsæjum augum á sjálfa sig og líf sitt. Hvað vil ég með lífi mínu? Hvernig fæ ég því best varið? Hvernig vil ég að aðrir njóti lífsins með mér? Innri friður er ákveðin sátt hvers manns um eigin lífsstefnu sem til heilla horfir fyrir hann sjálfan og aðra. Innri friður dregur vissulega oft dám af því besta og meitlaðasta sem til hefur orðið í sögu mannsandans. Fagrar hugsjónir geta verið mönnum sem stefnuljós til innri friðar.
Trú kemur hér líka við sögu og hún er veigamikil leiðarstjarna til innri friðar. Minn frið gef ég ykkur, sagði meistarinn frá Nasaret. Hann gekk hér um á jörðu og gerði öðrum mönnum gott og lét skoðanir samtíma síns ekki trufla sig. Líf hans mótaðist af innri friði sem getur verið okkur gæfurík fyrirmynd sem annað í lífi hans.