Þegar ég var staddur í Vilníus, höfuðborg Litháen fyrir nokkrum árum, rakst ég á litla tréstyttu af Jesú þar sem hann situr með hönd undir vanga. Hann er með þyrnikórónu á höfði sér og svipur hans ögn óræður.

Ég stóðst ekki mátið og keypti svona Jesústyttu og setti hana í gluggakistuna hjá mér þar sem hún er enn. Við fyrstu sýn kemur þessi mynd fyrir sjónir sem tákn fyrir hinn dapra Jesú. Þann sem horfir áhyggjufullum augum mót þjáningu og þrautum; finnur sér samastað hjá fólki rauna og sorga. Stundum sýnist hann vera vonlaus á svipinn og jafnvel uppgefinn. Hvorki er hann harður á svip eða hýr. Með engan svip? Kannski ögn háðskur? Eða lesa augu þess sem á horfir svip sinn og líðan úr svip hans? Svipbrigði eru hluti af tungumáli líkamans. Þau þekkjum við öll og getum lesið. Svipbrigði eru skilaboð um líðan.

Eftir því sem ég leit oftar á tréstyttuna af meistaranum frá Nasaret þar sem hann sat með granna hönd undir kinn fór sú hugsun að leita á mig að þessi Jesús gæti einnig rímað við svip hins hugsandi manns.

Meistarinn frá Nasaret er hugsi. Hann situr og hugsar vegna þess að með orðum sínum og dæmisögum er hann að fá áheyrandann til þess að gera hið sama. Það er ekki alltaf auðvelt að skilja það sem hann segir og þaðan af síður skýrt hvernig við getum tileinkað okkur það í okkar eigin veruleika á 21. öld. En sennilega er það einmitt hvatning til kristins fólks að finna út úr því hvernig það verður gert.

Þessi litli Jesús sem situr í gluggakistunni minni er hugsi á svip vegna þess að það getur tekið á að þurfa að fylgja sannfæringu sinni, innsæi og tilfinningum þvert á það sem öðrum finnst. Þetta á líka við um okkur. Við tökumst á við allar tilfinningar og tilvistarspurningar í ljósi trúarinnar. Áhyggjur, sorgir, gleði og eftirvæntingu. Ótta við lífið og dauðann. Þessar spurningar eru við hvert fótmál okkar og við getum ekki flúið þær. Við erum stödd í miðju heimsins hvar sem við erum og alltaf sjáum við eina af grundvallarspurningum lífsins renna á litríku flettiskilti hugans: Hvað ert þú að gera hér? Þessi spurning og svörin mörgu næra trúarvitund mannsins. Tilvistarspurningarnar enduróma ekki bara í huga okkar heldur í allri menningunni. Alls staðar þar sem maðurinn er.

Kannski var Jesús sjálfur að hugsa þetta: Hvað er ég að gera hér?

Við erum stödd á þessari lífsgöngu til að takast á við öll verkefni lífsins sem blasa við okkur. Þau sem gleðja hugann, fylla hann von og sælu. Láta þakklætið rísa upp í huga okkar eins og eldsúlu. En lífið vefur okkur líka inn í erfiðleika sem við sjáum ekki alltaf fram úr. Vonleysið læsir klónum í okkur. Við hugsum hvað sé til ráða og heyrum kannski hljóma á aðventunni hvatningarorð hans um að vera ekki áhyggjufull og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Það er umhugsunarefni alla daga.

Þessa fullyrðingu má lesa úr kristinni trú: Allt sem við gerum, allt sem við fáumst við á líðandi stund verður að taka mið af því að við eigum upphaf okkar og endi í góðum Guði. Já, þess Guðs sem kristnir trúartextar vitna um og hugur hans birtist í Jesú Kristi.

Óendanleg elska býðst til að móta alla okkar hugsun. Auglit okkar á heiminn á að vera auglit elskunnar sem leitar fyrst og fremst að hinu fagra og góða í öllum aðstæðum. Kærleikanum sem er ofar öllu.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þegar ég var staddur í Vilníus, höfuðborg Litháen fyrir nokkrum árum, rakst ég á litla tréstyttu af Jesú þar sem hann situr með hönd undir vanga. Hann er með þyrnikórónu á höfði sér og svipur hans ögn óræður.

Ég stóðst ekki mátið og keypti svona Jesústyttu og setti hana í gluggakistuna hjá mér þar sem hún er enn. Við fyrstu sýn kemur þessi mynd fyrir sjónir sem tákn fyrir hinn dapra Jesú. Þann sem horfir áhyggjufullum augum mót þjáningu og þrautum; finnur sér samastað hjá fólki rauna og sorga. Stundum sýnist hann vera vonlaus á svipinn og jafnvel uppgefinn. Hvorki er hann harður á svip eða hýr. Með engan svip? Kannski ögn háðskur? Eða lesa augu þess sem á horfir svip sinn og líðan úr svip hans? Svipbrigði eru hluti af tungumáli líkamans. Þau þekkjum við öll og getum lesið. Svipbrigði eru skilaboð um líðan.

Eftir því sem ég leit oftar á tréstyttuna af meistaranum frá Nasaret þar sem hann sat með granna hönd undir kinn fór sú hugsun að leita á mig að þessi Jesús gæti einnig rímað við svip hins hugsandi manns.

Meistarinn frá Nasaret er hugsi. Hann situr og hugsar vegna þess að með orðum sínum og dæmisögum er hann að fá áheyrandann til þess að gera hið sama. Það er ekki alltaf auðvelt að skilja það sem hann segir og þaðan af síður skýrt hvernig við getum tileinkað okkur það í okkar eigin veruleika á 21. öld. En sennilega er það einmitt hvatning til kristins fólks að finna út úr því hvernig það verður gert.

Þessi litli Jesús sem situr í gluggakistunni minni er hugsi á svip vegna þess að það getur tekið á að þurfa að fylgja sannfæringu sinni, innsæi og tilfinningum þvert á það sem öðrum finnst. Þetta á líka við um okkur. Við tökumst á við allar tilfinningar og tilvistarspurningar í ljósi trúarinnar. Áhyggjur, sorgir, gleði og eftirvæntingu. Ótta við lífið og dauðann. Þessar spurningar eru við hvert fótmál okkar og við getum ekki flúið þær. Við erum stödd í miðju heimsins hvar sem við erum og alltaf sjáum við eina af grundvallarspurningum lífsins renna á litríku flettiskilti hugans: Hvað ert þú að gera hér? Þessi spurning og svörin mörgu næra trúarvitund mannsins. Tilvistarspurningarnar enduróma ekki bara í huga okkar heldur í allri menningunni. Alls staðar þar sem maðurinn er.

Kannski var Jesús sjálfur að hugsa þetta: Hvað er ég að gera hér?

Við erum stödd á þessari lífsgöngu til að takast á við öll verkefni lífsins sem blasa við okkur. Þau sem gleðja hugann, fylla hann von og sælu. Láta þakklætið rísa upp í huga okkar eins og eldsúlu. En lífið vefur okkur líka inn í erfiðleika sem við sjáum ekki alltaf fram úr. Vonleysið læsir klónum í okkur. Við hugsum hvað sé til ráða og heyrum kannski hljóma á aðventunni hvatningarorð hans um að vera ekki áhyggjufull og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Það er umhugsunarefni alla daga.

Þessa fullyrðingu má lesa úr kristinni trú: Allt sem við gerum, allt sem við fáumst við á líðandi stund verður að taka mið af því að við eigum upphaf okkar og endi í góðum Guði. Já, þess Guðs sem kristnir trúartextar vitna um og hugur hans birtist í Jesú Kristi.

Óendanleg elska býðst til að móta alla okkar hugsun. Auglit okkar á heiminn á að vera auglit elskunnar sem leitar fyrst og fremst að hinu fagra og góða í öllum aðstæðum. Kærleikanum sem er ofar öllu.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir