Það er mikilvægt að gefast ekki upp þó að blása kunni á móti. Þolgæði og stefnufesta er mikilvæg í öllu enda leiðir hringlandaháttur ekki til neins þótt hann kunni að vera heillandi og freistandi á ýmsum stundum í lífinu. Öllum er auðvitað leyfilegt að vera á báðum áttum og það kemur fyrir besta fólk. Auk þess er misskilningur ákveðinn skilningur hjá mörgum og ef einhver vill halda í hann þá er það velkomið því hver er sæll í sinni trú. Er það ekki?
Kristin trú leggur mikla áherslu á staðfestu. Vera ekki hálfvolg í trúnni og ekki með neinar varajátningar eins og það er stundum kallað. Staðfestan getur birst í miklum pælingum um trúna sem eru mjög svo skiljanlegar og nauðsynlegar eða þá í bókstafstrú sem er dálítið öngstræti í nútímanum. Pælingarnar geta valdið því að hitastigið í heilabúinu rís í hæstu hæðir eða sígur niður fyrir frostmark.
Ekkert er gefið.
En boðskapur jóla er:
„Yður er í dag frelsari fæddur.“
Svo er það hvers og eins að túlka hér og nú hvað það merki fyrir líf hans eða hennar – eða hvort það merki nokkuð umfram huggulega jólahátíð.
En þessi litla saga hér fyrir neðan getur verið okkur umhugsunarefni í ljósi þess sem að ofan sagði:
Einu sinni voru tvær kerlingar á bæ, og hófst önnur þeirra upp úr eins manns hljóði um jólaleytið eftir lestur og sagði við hina kerlinguna:
„Hvað hét hún móðir hans Jesús?“
„Og hún hét Máríá,“ sagði hin.
„Og ekki hét hún Máríá.“
„Og hvað hét hún þá?“ sagði hin.
„Og veiztu ekki hvað móðir hans Jesús hét? Hún hét Finna.“
„Finna?“ sagði hin.
„Víst hét hún Finna. Heyrðirðu ekki, hvað var sungið í sálminum: Í því húsi ungan svein og hans móðir finna. Hét hún þá ekki Finna?“Kerlingin lét aldrei af sínu máli, að hún hefði heitið Finna, og séu þær ekki dauðar, eru þær að deila um þetta enn í dag.
Þjóðsaga: Hvað hét hún móðir hans Jesú? Úr bókinni: Jólavaka, safnrit úr íslenskum bókmenntum, Jóhannes úr Kötlum gaf út. Reykjavík 1945, bls. 76.
Það er mikilvægt að gefast ekki upp þó að blása kunni á móti. Þolgæði og stefnufesta er mikilvæg í öllu enda leiðir hringlandaháttur ekki til neins þótt hann kunni að vera heillandi og freistandi á ýmsum stundum í lífinu. Öllum er auðvitað leyfilegt að vera á báðum áttum og það kemur fyrir besta fólk. Auk þess er misskilningur ákveðinn skilningur hjá mörgum og ef einhver vill halda í hann þá er það velkomið því hver er sæll í sinni trú. Er það ekki?
Kristin trú leggur mikla áherslu á staðfestu. Vera ekki hálfvolg í trúnni og ekki með neinar varajátningar eins og það er stundum kallað. Staðfestan getur birst í miklum pælingum um trúna sem eru mjög svo skiljanlegar og nauðsynlegar eða þá í bókstafstrú sem er dálítið öngstræti í nútímanum. Pælingarnar geta valdið því að hitastigið í heilabúinu rís í hæstu hæðir eða sígur niður fyrir frostmark.
Ekkert er gefið.
En boðskapur jóla er:
„Yður er í dag frelsari fæddur.“
Svo er það hvers og eins að túlka hér og nú hvað það merki fyrir líf hans eða hennar – eða hvort það merki nokkuð umfram huggulega jólahátíð.
En þessi litla saga hér fyrir neðan getur verið okkur umhugsunarefni í ljósi þess sem að ofan sagði:
Einu sinni voru tvær kerlingar á bæ, og hófst önnur þeirra upp úr eins manns hljóði um jólaleytið eftir lestur og sagði við hina kerlinguna:
„Hvað hét hún móðir hans Jesús?“
„Og hún hét Máríá,“ sagði hin.
„Og ekki hét hún Máríá.“
„Og hvað hét hún þá?“ sagði hin.
„Og veiztu ekki hvað móðir hans Jesús hét? Hún hét Finna.“
„Finna?“ sagði hin.
„Víst hét hún Finna. Heyrðirðu ekki, hvað var sungið í sálminum: Í því húsi ungan svein og hans móðir finna. Hét hún þá ekki Finna?“Kerlingin lét aldrei af sínu máli, að hún hefði heitið Finna, og séu þær ekki dauðar, eru þær að deila um þetta enn í dag.
Þjóðsaga: Hvað hét hún móðir hans Jesú? Úr bókinni: Jólavaka, safnrit úr íslenskum bókmenntum, Jóhannes úr Kötlum gaf út. Reykjavík 1945, bls. 76.