I.

Hver morgunn er í sjálfu sér öðrum líkur en þó felur hann eitthvað nýtt í sér sem kemur í ljós þegar hann líður. Nóttin er að baki og nýr dagur leysir hana af hólmi. Opin augu horfa mót því sem er nýtt því dagurinn sem kominn er hefur ekki áður sést. Um leið og hann er kominn er hann á hraðferð til kvöldsins. Hann staldrar í raun og veru stutt við og kannski þess vegna er dýrmætt að nota hann í stað þess að horfa á eftir honum inn í nóttina eins og hann hafi aldrei látið sjá sig.

II.

Þannig er hver dagur eins og lítil spegilmynd af lífinu sem kemur í heiminn. Af lífi mannanna sem koma og fara, kynslóðanna sem streyma eftir djúpum farvegi tímans. Á sama hátt og lífið gerir nánast þá kröfu á hendur mönnunum að þeir aðhafist eitthvað eins gerir dagurinn þá hina sömu kröfu. Svo lengi sem menn hafa heilsu og eru með ráði og rænu ganga þeir út í lífið með það í huga að njóta þess og sinna því sem það býður upp á. Og hver nýr dagur sem bankar upp á í lífi okkar er tilboð um að taka til hendinni. Tilboð um að nota hæfileika, njóta samvista, gera sér dagamun, læra eitthvað nýtt um sjálfan sig og lífið. Reyna að skilja sjálfan sig og lífið – og það er ekki lítið verkefni.

III.

Dagurinn er nýr – og hann kemur – og fer. Og hver maður gengur inn í þennan tíma, mætir honum eins og gömlum kunningja og horfist um leið í augu við sjálfan sig, sér að hver dagur sem kemur og gefur honum tíma tekur líka tíma frá honum um leið og hann hverfur sjónum inn í nóttina. Í raun er hver maður ríkari af reynslu að hverjum degi liðnum en um leið ögn fátækari af þeim tíma sem hann fær til umráða í lífi sínu.

IV.

Allir heimsins dagar búa yfir mörgum gátum sem sumar hverjar geta verið mjög hversdagslegar og auðleystar. Aðrar eru torleystar – og sumar óleysanlegar. Manneskjan er vel úr garði gerð til að leysa flókin verkefni og dularfullar gátur. Hugur hennar er ótrúlega öflugur og snöggur að finna úrræði þegar með þarf. Það er ekki undravert í sjálfu sér að manneskjan hafi farið að líta nokkuð stórum augum á sjálfa sig í heiminum þegar hún komst að raun um hve skynsemin var öflugt verkfæri ásamt hæfileikanum til að álykta – til að draga niðurstöður og lærdóma af ýmsu því sem henti á ferðalaginu um heiminn. Var henni nokkur fremri?

V.

Þrátt fyrir drjúgt sjálfsálit sitt þá finnur manneskjan fyrir takmörkum sínum í heiminum. Þegar hún stendur t.d. við fjallsrætur og heldur upp á fjall og þá því marki er náð fyllist hún stolti yfir því að hafa ekki gefist upp á göngunni þó að hún hafi verið erfið á köflum. En við rætur fjallsins sér hún líka smæð sína og ekki síður þegar hún er komin á fjallsbrún og lítur dali og fjöll. Engin furða að manneskjan spyrji um tengsl sín við þennan heim sem er svo stór og víður en hún svo lítil og viðkvæm. Á hún þennan heim? Getur hún í krafti skynsemi sinnar farið með hann eins og hún sjálf kýs?

VI.

Svo mætti vel slást með í för með þeim sem sagðist hafa sigrað heiminn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

I.

Hver morgunn er í sjálfu sér öðrum líkur en þó felur hann eitthvað nýtt í sér sem kemur í ljós þegar hann líður. Nóttin er að baki og nýr dagur leysir hana af hólmi. Opin augu horfa mót því sem er nýtt því dagurinn sem kominn er hefur ekki áður sést. Um leið og hann er kominn er hann á hraðferð til kvöldsins. Hann staldrar í raun og veru stutt við og kannski þess vegna er dýrmætt að nota hann í stað þess að horfa á eftir honum inn í nóttina eins og hann hafi aldrei látið sjá sig.

II.

Þannig er hver dagur eins og lítil spegilmynd af lífinu sem kemur í heiminn. Af lífi mannanna sem koma og fara, kynslóðanna sem streyma eftir djúpum farvegi tímans. Á sama hátt og lífið gerir nánast þá kröfu á hendur mönnunum að þeir aðhafist eitthvað eins gerir dagurinn þá hina sömu kröfu. Svo lengi sem menn hafa heilsu og eru með ráði og rænu ganga þeir út í lífið með það í huga að njóta þess og sinna því sem það býður upp á. Og hver nýr dagur sem bankar upp á í lífi okkar er tilboð um að taka til hendinni. Tilboð um að nota hæfileika, njóta samvista, gera sér dagamun, læra eitthvað nýtt um sjálfan sig og lífið. Reyna að skilja sjálfan sig og lífið – og það er ekki lítið verkefni.

III.

Dagurinn er nýr – og hann kemur – og fer. Og hver maður gengur inn í þennan tíma, mætir honum eins og gömlum kunningja og horfist um leið í augu við sjálfan sig, sér að hver dagur sem kemur og gefur honum tíma tekur líka tíma frá honum um leið og hann hverfur sjónum inn í nóttina. Í raun er hver maður ríkari af reynslu að hverjum degi liðnum en um leið ögn fátækari af þeim tíma sem hann fær til umráða í lífi sínu.

IV.

Allir heimsins dagar búa yfir mörgum gátum sem sumar hverjar geta verið mjög hversdagslegar og auðleystar. Aðrar eru torleystar – og sumar óleysanlegar. Manneskjan er vel úr garði gerð til að leysa flókin verkefni og dularfullar gátur. Hugur hennar er ótrúlega öflugur og snöggur að finna úrræði þegar með þarf. Það er ekki undravert í sjálfu sér að manneskjan hafi farið að líta nokkuð stórum augum á sjálfa sig í heiminum þegar hún komst að raun um hve skynsemin var öflugt verkfæri ásamt hæfileikanum til að álykta – til að draga niðurstöður og lærdóma af ýmsu því sem henti á ferðalaginu um heiminn. Var henni nokkur fremri?

V.

Þrátt fyrir drjúgt sjálfsálit sitt þá finnur manneskjan fyrir takmörkum sínum í heiminum. Þegar hún stendur t.d. við fjallsrætur og heldur upp á fjall og þá því marki er náð fyllist hún stolti yfir því að hafa ekki gefist upp á göngunni þó að hún hafi verið erfið á köflum. En við rætur fjallsins sér hún líka smæð sína og ekki síður þegar hún er komin á fjallsbrún og lítur dali og fjöll. Engin furða að manneskjan spyrji um tengsl sín við þennan heim sem er svo stór og víður en hún svo lítil og viðkvæm. Á hún þennan heim? Getur hún í krafti skynsemi sinnar farið með hann eins og hún sjálf kýs?

VI.

Svo mætti vel slást með í för með þeim sem sagðist hafa sigrað heiminn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir