Föstudagurinn langi er dramatískasti dagurinn í kristinni trú.

Í trúnni kallast þessi dagur á við páskadag, sem er kjarni fagnaðarerindisins: upprisan.

Þessi vegur að fagnaðarerindinu er snúinn hjá mörgum. Guð er kærleikur, er gjarnan sagt, og því spurt hvernig þessi aftaka Jesú frá Nasaret geti samrýmst kærleika hans. Kenning trúarinnar er sú að meistarinn frá Nasaret hafi orðið að ganga þennan píslar- og hryllingsveg í þágu mannkyns. Einn tók á sig sök allra. Guð kærleikans og réttlætisins hafi krafist þess til þess að öllu réttlæti væri fullnægt. Þetta stendur dálítið í nútímamönnum og þeir sjá ekki neitt samband þarna á milli. Réttlætistilfinning flestra segir að enginn eigi að taka á sig sök annarra. Í þessu tilviki er sökin hins vegar samkvæmt trúnni sök alls mannkyns, það er að segja allt frá því að Adam og Eva gengu gegn vilja almættisins í garðinum forðum daga. Þetta stendur í mörgum eins og eplabiti í hálsi ekki síður en fórnardauði Krists.

Njarðvíkurkirkja – sígild krossfestingarmynd – altaristafla eftir Magnús Á. Árnason (1894-1980), listmálara

Föstudagurinn langi er hjúpaður Passíusálmalestri og rétttrúnaðarguðfræði sálmaskáldsins. Sálmarnir eru trúar- og bókmenntaarfur sem kirkjustarf á þessum degi snýst um og þeir eru lesnir og sungnir. Þeir standa í raun og veru fyrir liðinn tíma og eru fjarri flestum nútímamönnum nema sem bókmenntaverk og túlkun trúarskáldsins á sögu smiðsins mikla, Jesú frá Nasaret. Engu að síður gegna þeir mikilvægu hlutverki hjá mörgum í persónulegri trúariðkun sem iðulega er vitnað um á þessum degi. Það er athyglisvert að fylgjast með þessari sterku kirkjuhefð í kringum Passíusálmana.

Meginstef Passíusálmanna er hinn þjáði Kristur og píslarganga hans sem lesandinn er kallaður til að fylgjast með – og jafnvel samsama sig með – enda var hann hæddur til heiðurs honum (P 14.24). Þó að þjáning guðsonarins sé þungmeitluð, enda hann hörmungum hlaðinn (P 23.7) og lesandinn einlægt dreginn þar á vettvang, þá er fagnaðarerindið aldrei undan: dásemdarkraftur dauða hans (P 45.13) hríslast um hann sem siðferðilegur umbótakraftur. Upprisan er kjarni trúarinnar og grafirnar opnast hljóta því krossfestur Kristur sigraði dauðann (P 46.9).

Öll nútímaguðfræði er gleymd og grafin þennan dag – er bara hjóm. Gamall tími lútherskrar rétttrúnaðarguðfræði 17. aldar á sviðið um stund og er gott skjól gegn nöprum vindkviðum nútímans. Svo kemur hinn hversdagslegi dagur guðfræðinnar með timburmönnun 17. aldarinnar.

Engu að síður er nútímaðurinn dálítið spyrjandi um þennan lykildag kristinnar trúar. Skyldi engan undra því fórn er aftarlega á to do-listanum á ísskápshurðinni og margur er með það mottó að í lífsháska bjargi hver sjálfum sér.

Kristur á krossinum hefur verið viðfangsefni listamanna um aldir. Heilög kvöldmáltíð, krossfesting og upprisan voru langalgengustu myndstefin í listaverkum sem prýddu kirkjur fyrr á öldum. Önnur myndstef úr kristnum trúarritum sóttu að þessum sígildu stefjum. Sérstaklega létu krossfestingarmyndir undan og kannski var ástæðan sú að þessi atburður vafðist fyrir fólki eftir því sem ár og dagar liðu. Eða með öðrum orðum: menn skildu ekki hið trúarlega samhengi og skyldi enginn undrast það í sjálfu sér.

Trúin kemur oft hastarlega í flasið á mönnum og knýr stundum á um svör hvort þessu tiltekna trúaratriði eða hinu sé trúað eða ekki. Og trúin ein sögð vera lykillinn að leyndardómum lífsins og því hendir margur hana á lofti án þess að vera viss um eitt né neitt. Söfnuðirnir eru svo leiddir í gegnum fornar trúarjátningar til að öllu sé til skila haldið. Þær eru vissulega varajátningar hjá býsna mörgum og við því er ekkert að gera – segja má að það sé eitt af mörgum einkennum sameiginlegra trúarjátninga. Mönnum er svo sem frjálst að trúa hverju sem er. Það er svo hlutverk kirkjunnar þjóna að útskýra trúna með vitrænum hætti og koma öllu sæmilega heim og saman í því mikla púsluspili.

Alexamenos tilbiður guð sinn – veggjakrot á Palatine-hæð í Róm – höfuð hins krossfesta er höfuð af asna eða múldýri – frá 3. öld

Fyrsta krossfestingarmyndin er háðungarmynd frá 240 þar sem Kristur á krossinum er sýndur með höfuð asna og við hana stendur: Alexamenos tilbiður Guð sinn. Þessi mynd dró vel fram skilningsleysi á því sem trúin boðaði – og sá harði nagli og snjalli postuli, Páll, afgreiddi málið með sínum hætti sem margir guldu jáyrði við, og skrifaði til sinna manna í Korintuborg: „Þess vegna ákvað Guð að boða það sem er heimska í augum manna og frelsa þá sem trúa. …. Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari“ (1. Korintubréf 1. 21, 25).

Kristið fólk nýtti krossinn ekki sem tákn á fyrstu öldum vegna þess að hann var aftökutæki rómverska ríkisins. Þegar hætt var að taka fólk af lífi í rómverska keisaradæminu á 5. öld með krossfestingu fór vegur krossins vaxandi sem tákns hjá kristnum söfnuðum. Krossmörk sem skreytingar hafa þó fundist á steinkistum frá 3. öld.

Síðan hefur krossinn sem tákn farið sigurför um heiminn. Tákn um hvort tveggja, þjáningu og sigur. Kross kristinna manna er þó ekki aðeins sigurtákn heldur og almennt dauðatákn.

Kross sem tákn þjáningar hefur verið fært yfir á hörmungar styrjalda og slátrun á mannfólki: Gaza, Úkraína, Súdan – svo nýleg dæmi séu nefnd. Þannig birtist krossinn í nútímanum sem firnasterkt tákn sem bæði hefur trúarlega og veraldlega skírskotun. Hann birtist bæði sem trúarlegt og pólitískt tákn – von og þjáning. Krossinn var pólitískt aftökutæki, yfirlýsing rómverska heimsveldisins um að réttlæti hefði verið fullnægt með aftöku þeirra sem krossfestir voru.

Krossinn er enn trúarlegt tákn og pólitískt.

Krossfestingarmynd listamannsins Banksy er pólitísk. Kristur heldur á innkaupapokum sem eru tákn neyslusamfélagsins. Bakgrunnurinn er steingrár múrveggur. Krossinn sem Kristur er á verður áhorfandinn að ímynda sér – svart blóð rennur og í pokunum má sjá varning sem er vandlega innpakkaður. Það sér í rauðröndóttan stafabrjóstsykur og í höfuð á Mikka mús, tuskudýri. Kannski má lesa úr myndinni reiði listamannsins yfir því að neysluhyggjan hafi yfirtekið kristin gildi eins og kærleika og samúð með öðru fólki eða með náunganum svo notað sé biblíulegt orðfæri. Kristur er boginn og þjáður undan byrði sinni sem þegn í neyslusamfélaginu og finnur til með öðrum sem eru þrælar neyslunnar. Öll neysla og umbúðir hennar veita stundargleði en er síðan rokin út í veður og vind. Hverju skilar neysludýrkunin? Óhamingju og þjáningu – og rekur kærleikann á brott.

 

Steini harðara er hjartað það,
sem heyrir um Jesú pínu,
gefur sig þó þar ekki að,
ann meir gjálífi sínu.
Kann nokkuð svoddan kalt hugskot
Kristí dauða að hafa not?
Guð stjórni geði mínu.
(Passíusálmur 46.4)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Föstudagurinn langi er dramatískasti dagurinn í kristinni trú.

Í trúnni kallast þessi dagur á við páskadag, sem er kjarni fagnaðarerindisins: upprisan.

Þessi vegur að fagnaðarerindinu er snúinn hjá mörgum. Guð er kærleikur, er gjarnan sagt, og því spurt hvernig þessi aftaka Jesú frá Nasaret geti samrýmst kærleika hans. Kenning trúarinnar er sú að meistarinn frá Nasaret hafi orðið að ganga þennan píslar- og hryllingsveg í þágu mannkyns. Einn tók á sig sök allra. Guð kærleikans og réttlætisins hafi krafist þess til þess að öllu réttlæti væri fullnægt. Þetta stendur dálítið í nútímamönnum og þeir sjá ekki neitt samband þarna á milli. Réttlætistilfinning flestra segir að enginn eigi að taka á sig sök annarra. Í þessu tilviki er sökin hins vegar samkvæmt trúnni sök alls mannkyns, það er að segja allt frá því að Adam og Eva gengu gegn vilja almættisins í garðinum forðum daga. Þetta stendur í mörgum eins og eplabiti í hálsi ekki síður en fórnardauði Krists.

Njarðvíkurkirkja – sígild krossfestingarmynd – altaristafla eftir Magnús Á. Árnason (1894-1980), listmálara

Föstudagurinn langi er hjúpaður Passíusálmalestri og rétttrúnaðarguðfræði sálmaskáldsins. Sálmarnir eru trúar- og bókmenntaarfur sem kirkjustarf á þessum degi snýst um og þeir eru lesnir og sungnir. Þeir standa í raun og veru fyrir liðinn tíma og eru fjarri flestum nútímamönnum nema sem bókmenntaverk og túlkun trúarskáldsins á sögu smiðsins mikla, Jesú frá Nasaret. Engu að síður gegna þeir mikilvægu hlutverki hjá mörgum í persónulegri trúariðkun sem iðulega er vitnað um á þessum degi. Það er athyglisvert að fylgjast með þessari sterku kirkjuhefð í kringum Passíusálmana.

Meginstef Passíusálmanna er hinn þjáði Kristur og píslarganga hans sem lesandinn er kallaður til að fylgjast með – og jafnvel samsama sig með – enda var hann hæddur til heiðurs honum (P 14.24). Þó að þjáning guðsonarins sé þungmeitluð, enda hann hörmungum hlaðinn (P 23.7) og lesandinn einlægt dreginn þar á vettvang, þá er fagnaðarerindið aldrei undan: dásemdarkraftur dauða hans (P 45.13) hríslast um hann sem siðferðilegur umbótakraftur. Upprisan er kjarni trúarinnar og grafirnar opnast hljóta því krossfestur Kristur sigraði dauðann (P 46.9).

Öll nútímaguðfræði er gleymd og grafin þennan dag – er bara hjóm. Gamall tími lútherskrar rétttrúnaðarguðfræði 17. aldar á sviðið um stund og er gott skjól gegn nöprum vindkviðum nútímans. Svo kemur hinn hversdagslegi dagur guðfræðinnar með timburmönnun 17. aldarinnar.

Engu að síður er nútímaðurinn dálítið spyrjandi um þennan lykildag kristinnar trúar. Skyldi engan undra því fórn er aftarlega á to do-listanum á ísskápshurðinni og margur er með það mottó að í lífsháska bjargi hver sjálfum sér.

Kristur á krossinum hefur verið viðfangsefni listamanna um aldir. Heilög kvöldmáltíð, krossfesting og upprisan voru langalgengustu myndstefin í listaverkum sem prýddu kirkjur fyrr á öldum. Önnur myndstef úr kristnum trúarritum sóttu að þessum sígildu stefjum. Sérstaklega létu krossfestingarmyndir undan og kannski var ástæðan sú að þessi atburður vafðist fyrir fólki eftir því sem ár og dagar liðu. Eða með öðrum orðum: menn skildu ekki hið trúarlega samhengi og skyldi enginn undrast það í sjálfu sér.

Trúin kemur oft hastarlega í flasið á mönnum og knýr stundum á um svör hvort þessu tiltekna trúaratriði eða hinu sé trúað eða ekki. Og trúin ein sögð vera lykillinn að leyndardómum lífsins og því hendir margur hana á lofti án þess að vera viss um eitt né neitt. Söfnuðirnir eru svo leiddir í gegnum fornar trúarjátningar til að öllu sé til skila haldið. Þær eru vissulega varajátningar hjá býsna mörgum og við því er ekkert að gera – segja má að það sé eitt af mörgum einkennum sameiginlegra trúarjátninga. Mönnum er svo sem frjálst að trúa hverju sem er. Það er svo hlutverk kirkjunnar þjóna að útskýra trúna með vitrænum hætti og koma öllu sæmilega heim og saman í því mikla púsluspili.

Alexamenos tilbiður guð sinn – veggjakrot á Palatine-hæð í Róm – höfuð hins krossfesta er höfuð af asna eða múldýri – frá 3. öld

Fyrsta krossfestingarmyndin er háðungarmynd frá 240 þar sem Kristur á krossinum er sýndur með höfuð asna og við hana stendur: Alexamenos tilbiður Guð sinn. Þessi mynd dró vel fram skilningsleysi á því sem trúin boðaði – og sá harði nagli og snjalli postuli, Páll, afgreiddi málið með sínum hætti sem margir guldu jáyrði við, og skrifaði til sinna manna í Korintuborg: „Þess vegna ákvað Guð að boða það sem er heimska í augum manna og frelsa þá sem trúa. …. Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari“ (1. Korintubréf 1. 21, 25).

Kristið fólk nýtti krossinn ekki sem tákn á fyrstu öldum vegna þess að hann var aftökutæki rómverska ríkisins. Þegar hætt var að taka fólk af lífi í rómverska keisaradæminu á 5. öld með krossfestingu fór vegur krossins vaxandi sem tákns hjá kristnum söfnuðum. Krossmörk sem skreytingar hafa þó fundist á steinkistum frá 3. öld.

Síðan hefur krossinn sem tákn farið sigurför um heiminn. Tákn um hvort tveggja, þjáningu og sigur. Kross kristinna manna er þó ekki aðeins sigurtákn heldur og almennt dauðatákn.

Kross sem tákn þjáningar hefur verið fært yfir á hörmungar styrjalda og slátrun á mannfólki: Gaza, Úkraína, Súdan – svo nýleg dæmi séu nefnd. Þannig birtist krossinn í nútímanum sem firnasterkt tákn sem bæði hefur trúarlega og veraldlega skírskotun. Hann birtist bæði sem trúarlegt og pólitískt tákn – von og þjáning. Krossinn var pólitískt aftökutæki, yfirlýsing rómverska heimsveldisins um að réttlæti hefði verið fullnægt með aftöku þeirra sem krossfestir voru.

Krossinn er enn trúarlegt tákn og pólitískt.

Krossfestingarmynd listamannsins Banksy er pólitísk. Kristur heldur á innkaupapokum sem eru tákn neyslusamfélagsins. Bakgrunnurinn er steingrár múrveggur. Krossinn sem Kristur er á verður áhorfandinn að ímynda sér – svart blóð rennur og í pokunum má sjá varning sem er vandlega innpakkaður. Það sér í rauðröndóttan stafabrjóstsykur og í höfuð á Mikka mús, tuskudýri. Kannski má lesa úr myndinni reiði listamannsins yfir því að neysluhyggjan hafi yfirtekið kristin gildi eins og kærleika og samúð með öðru fólki eða með náunganum svo notað sé biblíulegt orðfæri. Kristur er boginn og þjáður undan byrði sinni sem þegn í neyslusamfélaginu og finnur til með öðrum sem eru þrælar neyslunnar. Öll neysla og umbúðir hennar veita stundargleði en er síðan rokin út í veður og vind. Hverju skilar neysludýrkunin? Óhamingju og þjáningu – og rekur kærleikann á brott.

 

Steini harðara er hjartað það,
sem heyrir um Jesú pínu,
gefur sig þó þar ekki að,
ann meir gjálífi sínu.
Kann nokkuð svoddan kalt hugskot
Kristí dauða að hafa not?
Guð stjórni geði mínu.
(Passíusálmur 46.4)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir