Hvers megnar mannlegur hugur andspænis spurningunni um Guð?
Menn hafa glímt við þessa spurningu allt frá því að sögur hófust. Svörin eru mörg og bera svip síns tíma, endurspegla braut hugsunar mannsins og einlæga viðleitni hins spurula.
Mörgum kann að þykja á stundum að Guð hafi verið hrakinn úr heimi mannsins. Maðurinn sé orðinn myndugur og hann þurfi ekki lengur að hafa hjálpardekk við hugsun sína – hver tíð og tími hefur sína falsbjörg – Guð er leystur af hólmi, hann er sagður tilheyra liðinni tíð og eigi takmarkað erindi við heiminn. Þó kann að vera nytsemd í honum þá mönnum fellur eitthvað til rauna eða þá dauði kveður dyra. Mönnum er ljóst að heimsins blíða er fallvölt: Fölnar fold, fyrnist allt og mæðist, hold er mold, hverju sem að klæðist.
Maðurinn hefur leyst býsna margar ráðgátur sem veröldin geymir. Áður fyrr sat Guð einn að speki heimsins og hann var oft hið dularfulla svar sem greiddi úr flækjum heims og manns á leiksviði lífins. Spratt fram og leysti málið.
Maðurinn var og er í heiminum – og hugur hans er forvitinn – sköpunarverkið svalar fróðleiksfýsn hans. Og hann braust úr viðjum vanþekkingar á undrum lífsins þó ekki svo að skilja að hann hafi verið í einhverri samkeppni við skaparann. En hann skilur ekki allt. Honum er það ekki gefið – jafnvel þótt hann kunni að vera eitursnjall.
Stundum er reyndar sagt að að maðurinn hafi gleymt því að gjörvöll náttúran þylur skaparanum dýrðarlofgjörð. Hann tekur að lúta eigin snillisvörum – gleymir jafnvel að hann er bundinn á klafa duftsins – hugsunin um hið dauðlega hold er drambsamt gjörðist er öllum kunn.
Þetta er maðurinn. Hann ræktar dómgreind sína til að skapa sér skoðun á flestum málum og smíðar hugsjónir. Hann notar meðal annars orð til að koma hugsunum sínum áleiðis. Orðin eru höfuðfarvegur hans. Orðin umlykja hann – tungumálið á hann frá blautu barnsbeini og hann lærir það til þess að rata um þennan dularfulla heim. Hvað er mannlegt líf án orða? Hvernig er mannlegt líf án Guðs? Hugsun hvílir á tungumálinu – hugsun er framkölluð í orðum eins og er oftast skýr og falleg – og stundum getur hún líka verið hreyfð og óskýr. Við höfum öll lent í þeim ógöngum að finna ekki rétt orð yfir það sem við ætlum að lýsa og segja frá. Það er náttúrlega búið að segja okkur að til séu orð yfir allt sem er hugsað á íslensku en það er nú ekki alveg rétt. Svo vitum við að orð eru ekki heldur ætíð tæmandi tjáningarform fyrir hugsun mannsins. Aðrir farvegir geta verið snúnari og flóknari.
En hvernig getur maðurinn hugsað um Guð öðruvísi en í orðum? Sú var tíð að Guð var runninn svo að segja mönnum í blóð og merg og það hvarflaði ekki að þeim að sú hugsun væri óskýr eða tilgangslaus og ætti ekki erindi við heiminn. Heimsmynd þeirra fól hann í sér, hann var upphaf og endir alls; lausnarsvar við öllum spurningum mannsins. Menn fyrri tíða gerðu sér þó vissulega grein fyrir ákveðnum takmörkunum eins og lesa má til dæmis út úr þessum orðum spádómsbókar Jesaja 55.8-9:
Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir
og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn.
Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni
eru mínir vegir hærri yðar vegum
og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum.
Það var og er djúp staðfest milli hugsunar mannsins og þess sem er í raun og veru Guð. En maðurinn leitar. Hann er leitandi vera í dularfullum heimi. Margt fólk finnur hjá sér einhvers konar þrá eftir því sem kallað er guð eða almætti; þrá eftir að kynnast því afli sem kallað hefur lífið fram. Þessi leit hefur klæðst ýmsum búningum í trúarbrögðum mannkyns.
Kristin trú er leið sem reynst hefur mörgum vel. Hún staðhæfir að skapari heimsins hafi opinberast í Jesú Kristi og gengið hér um á jörðu – hann hafi íklæðst holdi. Trúin kemur af boðun – boðun sem er heyrð. Kristin trú segir sögu sem mótar hugsun viðtakandans sem hlýðir á hana. Menn lesa frásagnir um opinberun Guðs í heiminum í Biblíunni. Bæn er samtal í orðum við þann er lífið gaf; bæn er íhugun. Kristinn maður veit að hann getur nálgast Guð vegna þess að Jesús Kristur birtir hann á einstæðan hátt: kemur til manna.
Um það fjalla jólin sem eru handan við hornið.
Hvers megnar mannlegur hugur andspænis spurningunni um Guð?
Menn hafa glímt við þessa spurningu allt frá því að sögur hófust. Svörin eru mörg og bera svip síns tíma, endurspegla braut hugsunar mannsins og einlæga viðleitni hins spurula.
Mörgum kann að þykja á stundum að Guð hafi verið hrakinn úr heimi mannsins. Maðurinn sé orðinn myndugur og hann þurfi ekki lengur að hafa hjálpardekk við hugsun sína – hver tíð og tími hefur sína falsbjörg – Guð er leystur af hólmi, hann er sagður tilheyra liðinni tíð og eigi takmarkað erindi við heiminn. Þó kann að vera nytsemd í honum þá mönnum fellur eitthvað til rauna eða þá dauði kveður dyra. Mönnum er ljóst að heimsins blíða er fallvölt: Fölnar fold, fyrnist allt og mæðist, hold er mold, hverju sem að klæðist.
Maðurinn hefur leyst býsna margar ráðgátur sem veröldin geymir. Áður fyrr sat Guð einn að speki heimsins og hann var oft hið dularfulla svar sem greiddi úr flækjum heims og manns á leiksviði lífins. Spratt fram og leysti málið.
Maðurinn var og er í heiminum – og hugur hans er forvitinn – sköpunarverkið svalar fróðleiksfýsn hans. Og hann braust úr viðjum vanþekkingar á undrum lífsins þó ekki svo að skilja að hann hafi verið í einhverri samkeppni við skaparann. En hann skilur ekki allt. Honum er það ekki gefið – jafnvel þótt hann kunni að vera eitursnjall.
Stundum er reyndar sagt að að maðurinn hafi gleymt því að gjörvöll náttúran þylur skaparanum dýrðarlofgjörð. Hann tekur að lúta eigin snillisvörum – gleymir jafnvel að hann er bundinn á klafa duftsins – hugsunin um hið dauðlega hold er drambsamt gjörðist er öllum kunn.
Þetta er maðurinn. Hann ræktar dómgreind sína til að skapa sér skoðun á flestum málum og smíðar hugsjónir. Hann notar meðal annars orð til að koma hugsunum sínum áleiðis. Orðin eru höfuðfarvegur hans. Orðin umlykja hann – tungumálið á hann frá blautu barnsbeini og hann lærir það til þess að rata um þennan dularfulla heim. Hvað er mannlegt líf án orða? Hvernig er mannlegt líf án Guðs? Hugsun hvílir á tungumálinu – hugsun er framkölluð í orðum eins og er oftast skýr og falleg – og stundum getur hún líka verið hreyfð og óskýr. Við höfum öll lent í þeim ógöngum að finna ekki rétt orð yfir það sem við ætlum að lýsa og segja frá. Það er náttúrlega búið að segja okkur að til séu orð yfir allt sem er hugsað á íslensku en það er nú ekki alveg rétt. Svo vitum við að orð eru ekki heldur ætíð tæmandi tjáningarform fyrir hugsun mannsins. Aðrir farvegir geta verið snúnari og flóknari.
En hvernig getur maðurinn hugsað um Guð öðruvísi en í orðum? Sú var tíð að Guð var runninn svo að segja mönnum í blóð og merg og það hvarflaði ekki að þeim að sú hugsun væri óskýr eða tilgangslaus og ætti ekki erindi við heiminn. Heimsmynd þeirra fól hann í sér, hann var upphaf og endir alls; lausnarsvar við öllum spurningum mannsins. Menn fyrri tíða gerðu sér þó vissulega grein fyrir ákveðnum takmörkunum eins og lesa má til dæmis út úr þessum orðum spádómsbókar Jesaja 55.8-9:
Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir
og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn.
Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni
eru mínir vegir hærri yðar vegum
og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum.
Það var og er djúp staðfest milli hugsunar mannsins og þess sem er í raun og veru Guð. En maðurinn leitar. Hann er leitandi vera í dularfullum heimi. Margt fólk finnur hjá sér einhvers konar þrá eftir því sem kallað er guð eða almætti; þrá eftir að kynnast því afli sem kallað hefur lífið fram. Þessi leit hefur klæðst ýmsum búningum í trúarbrögðum mannkyns.
Kristin trú er leið sem reynst hefur mörgum vel. Hún staðhæfir að skapari heimsins hafi opinberast í Jesú Kristi og gengið hér um á jörðu – hann hafi íklæðst holdi. Trúin kemur af boðun – boðun sem er heyrð. Kristin trú segir sögu sem mótar hugsun viðtakandans sem hlýðir á hana. Menn lesa frásagnir um opinberun Guðs í heiminum í Biblíunni. Bæn er samtal í orðum við þann er lífið gaf; bæn er íhugun. Kristinn maður veit að hann getur nálgast Guð vegna þess að Jesús Kristur birtir hann á einstæðan hátt: kemur til manna.
Um það fjalla jólin sem eru handan við hornið.