Það er mikilvægt að styrkja líkama og sál. Auðvelt er að þjálfa líkamann með ýmsu móti og leiðir til þess eru fjölmargar. Á öllum tímum hafa menn sinnt líkamsþjálfun. Við þekkjum öll hina fornu setningu: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Margir íslenskir fornmenn voru miklir íþróttamenn og af mörgum frægum má nefna þá Gretti Ásmundarson og  Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda. Grettir synti til lands úr Drangey og varðist vel. Gunnar var syndur sem selur og gat stokkið hæð sína í fullum herklæðum. Þetta voru kappar miklir og mörgum fyrirmynd í hreysti og drengskap.

Fyrr á tímum þurftu menn ekki á sérstakri líkamsþjálfun á að halda því að hún kom með daglaunavinnu þeirra. Flestir fornkappar voru þrátt fyrir vígamennsku bændur og þurftu að vinna hörðum höndum með einföldum tækjum og tólum enda þótt þeir hefðu húskarla. Störf verkamanna, bænda og sjómanna styrktu líkama þeirra fyrr á árum og fór jafnframt ekki alltaf vel með hann. Ný tækni hefur auðvitað gert störf þeirra léttari en þó alls ekki útrýmt erfiði vinnunnar.

En það þarf ekki bara að þjálfa líkamann. Maðurinn er meira en líkaminn. Hann er sál – eða hugur. Hann er andleg vera í líkama. Það er mikilvægt að þjálfa hugann og þar eru margar leiðir færar.

Til er forn bæn sem þjálfar á vissan hátt hvort tveggja í senn, huga og líkama. Þessi bæn er kennd við Patrek nokkurn sem var helgur maður á Írlandi. Hann er verndardýrlingur Írlands. Patrekur var uppi á 5. öld (390-461?) og fæddur í Bretlandi. Hann boðaði kristna trú á Írlandi og víðar. Patrekur skrifaði sjálfsævisögu sína en þar segir hann meðal annars:

„Ég er þannig fyrst og fremst afdalamaður, útlagi, sem greinilega er fáfróður og veit ekki hvernig á að búa til framtíðar. En ég veit þó að minnsta kosti með algjörri vissu, að áður en ég gerðist auðmjúkur var ég líkur steini sem lá djúpt í mýrinni. Þá kom hann sem er máttugur í miskunn sinni og lyfti mér upp, tók mig hátt á loft og setti mig efst á garðinn. Og þaðan ætti ég að hrópa hátt upp yfir mig og þakka Drottni fyrir hans miklu velgjörðir hér í heimi og um aldir alda – velgjörðir sem hugur mannsins fær ekki metið að verðleikum.“ (Játningar heilags Patreks, 12. kafli).

Þá skrifaði hann frægt bréf og mótmælti í því þrælasölu á Bretlandseyjum. Ekki er vitað hvenær hann dó né heldur hvar hann er grafinn. Fjöldi kirkna er helgaður honum og meðal annars höfuðkirkjan í heimsborginni New York.

Talið er að írskir munkar hafi fyrstir numið land á Íslandi. Frá þeim höfum við nöfn eins Patreksfjörður og Papey.

Hér fyrir neðan er bæn heilags Patreks í einföldu formi. Lestu hana vel og reyndu síðan að fara eftir leiðbeiningum hennar. Gerðu þetta eins oft og þú telur þörf á. Gott er að gera þessa æfingu fyrir svefninn og eins þegar vaknað er að morgni. – Stattu þar sem þú hefur nægilegt rými til að rétta út hendur og teygja úr þér.

Um leið og þú segir orð bænarinnar hreyfir þú þig á ákveðinn hátt. Hreyfingin á að hjálpa þér að finna áhrif orðanna. Farðu upphátt með bænina (eða í hljóði), hægt og rólega svo þú gefir hverri hreyfingu sinn tíma. Ekkert liggur á.

 Guð er fyrir ofan mig

Teygðu vel úr þér og lyftu höndum upp, hafðu lófana flata.

Guð er fyrir neðan mig

Hnipraðu þig saman og leggðu lófana við gólfið. Þú getur líka staðið og haft hendur meðfram síðum og látið lófa snúa niður.

Guð er fyrir framan mig

Réttu handleggina beint fram og lyftu síðan höndum upp frá úlnlið eins og þær snerti ósýnilegan vegg.

Guð er fyrir aftan mig

Hafðu hendur fyrir aftan bak og styð flötum lófum við ímyndaðan vegg.

Guð er hjá mér

Krossleggðu handleggi þína við olnboga á brjósti þínu eins og þú bregðir skildi fyrir framan þig.

Endurtaktu þessa æfingu nokkrum sinnum þar til hún verður þér töm. Í lokin geturðu farið með Faðirvorið.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

 Það er mikilvægt að styrkja líkama og sál. Auðvelt er að þjálfa líkamann með ýmsu móti og leiðir til þess eru fjölmargar. Á öllum tímum hafa menn sinnt líkamsþjálfun. Við þekkjum öll hina fornu setningu: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Margir íslenskir fornmenn voru miklir íþróttamenn og af mörgum frægum má nefna þá Gretti Ásmundarson og  Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda. Grettir synti til lands úr Drangey og varðist vel. Gunnar var syndur sem selur og gat stokkið hæð sína í fullum herklæðum. Þetta voru kappar miklir og mörgum fyrirmynd í hreysti og drengskap.

Fyrr á tímum þurftu menn ekki á sérstakri líkamsþjálfun á að halda því að hún kom með daglaunavinnu þeirra. Flestir fornkappar voru þrátt fyrir vígamennsku bændur og þurftu að vinna hörðum höndum með einföldum tækjum og tólum enda þótt þeir hefðu húskarla. Störf verkamanna, bænda og sjómanna styrktu líkama þeirra fyrr á árum og fór jafnframt ekki alltaf vel með hann. Ný tækni hefur auðvitað gert störf þeirra léttari en þó alls ekki útrýmt erfiði vinnunnar.

En það þarf ekki bara að þjálfa líkamann. Maðurinn er meira en líkaminn. Hann er sál – eða hugur. Hann er andleg vera í líkama. Það er mikilvægt að þjálfa hugann og þar eru margar leiðir færar.

Til er forn bæn sem þjálfar á vissan hátt hvort tveggja í senn, huga og líkama. Þessi bæn er kennd við Patrek nokkurn sem var helgur maður á Írlandi. Hann er verndardýrlingur Írlands. Patrekur var uppi á 5. öld (390-461?) og fæddur í Bretlandi. Hann boðaði kristna trú á Írlandi og víðar. Patrekur skrifaði sjálfsævisögu sína en þar segir hann meðal annars:

„Ég er þannig fyrst og fremst afdalamaður, útlagi, sem greinilega er fáfróður og veit ekki hvernig á að búa til framtíðar. En ég veit þó að minnsta kosti með algjörri vissu, að áður en ég gerðist auðmjúkur var ég líkur steini sem lá djúpt í mýrinni. Þá kom hann sem er máttugur í miskunn sinni og lyfti mér upp, tók mig hátt á loft og setti mig efst á garðinn. Og þaðan ætti ég að hrópa hátt upp yfir mig og þakka Drottni fyrir hans miklu velgjörðir hér í heimi og um aldir alda – velgjörðir sem hugur mannsins fær ekki metið að verðleikum.“ (Játningar heilags Patreks, 12. kafli).

Þá skrifaði hann frægt bréf og mótmælti í því þrælasölu á Bretlandseyjum. Ekki er vitað hvenær hann dó né heldur hvar hann er grafinn. Fjöldi kirkna er helgaður honum og meðal annars höfuðkirkjan í heimsborginni New York.

Talið er að írskir munkar hafi fyrstir numið land á Íslandi. Frá þeim höfum við nöfn eins Patreksfjörður og Papey.

Hér fyrir neðan er bæn heilags Patreks í einföldu formi. Lestu hana vel og reyndu síðan að fara eftir leiðbeiningum hennar. Gerðu þetta eins oft og þú telur þörf á. Gott er að gera þessa æfingu fyrir svefninn og eins þegar vaknað er að morgni. – Stattu þar sem þú hefur nægilegt rými til að rétta út hendur og teygja úr þér.

Um leið og þú segir orð bænarinnar hreyfir þú þig á ákveðinn hátt. Hreyfingin á að hjálpa þér að finna áhrif orðanna. Farðu upphátt með bænina (eða í hljóði), hægt og rólega svo þú gefir hverri hreyfingu sinn tíma. Ekkert liggur á.

 Guð er fyrir ofan mig

Teygðu vel úr þér og lyftu höndum upp, hafðu lófana flata.

Guð er fyrir neðan mig

Hnipraðu þig saman og leggðu lófana við gólfið. Þú getur líka staðið og haft hendur meðfram síðum og látið lófa snúa niður.

Guð er fyrir framan mig

Réttu handleggina beint fram og lyftu síðan höndum upp frá úlnlið eins og þær snerti ósýnilegan vegg.

Guð er fyrir aftan mig

Hafðu hendur fyrir aftan bak og styð flötum lófum við ímyndaðan vegg.

Guð er hjá mér

Krossleggðu handleggi þína við olnboga á brjósti þínu eins og þú bregðir skildi fyrir framan þig.

Endurtaktu þessa æfingu nokkrum sinnum þar til hún verður þér töm. Í lokin geturðu farið með Faðirvorið.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir