Á kirkjubekknum síðasta sunnudag eftir þrettánda 2023
Sit og kyrri hugann.
Horfi á logana flökta.
Hneigi höfðuð og hlusta á þögnina
áður en orgelið hljómar.Syng, hlusta, bið.
Presturinn fer með okkur upp tvö á fjöll.
Fjallið sem Móse kleif og höfuð hans varð uppljómað af ljóma Guðs.
Fjallið sem Jesús ummyndaðist á og klæði hans urðu fannhvít og skínandi.Guð sýnir lærisveinum sínum skínandi andlit sitt í Kristi.
Geng upp að altarinu.
Þigg brotið brauð og blessað vín.Geri skál með lófum mínum.
Tek á móti blessunarorðunum.
Helli blessuninni yfir höfuðið.
Hún streymir niður líkama minn og umlykur mig.
Hún fylgir mér út í hversdaginn.Bara að blessunin sem ég þigg
berist líka til þeirra sem ég mæti í dag.
Á kirkjubekknum síðasta sunnudag eftir þrettánda 2023
Sit og kyrri hugann.
Horfi á logana flökta.
Hneigi höfðuð og hlusta á þögnina
áður en orgelið hljómar.Syng, hlusta, bið.
Presturinn fer með okkur upp tvö á fjöll.
Fjallið sem Móse kleif og höfuð hans varð uppljómað af ljóma Guðs.
Fjallið sem Jesús ummyndaðist á og klæði hans urðu fannhvít og skínandi.Guð sýnir lærisveinum sínum skínandi andlit sitt í Kristi.
Geng upp að altarinu.
Þigg brotið brauð og blessað vín.Geri skál með lófum mínum.
Tek á móti blessunarorðunum.
Helli blessuninni yfir höfuðið.
Hún streymir niður líkama minn og umlykur mig.
Hún fylgir mér út í hversdaginn.Bara að blessunin sem ég þigg
berist líka til þeirra sem ég mæti í dag.