Jólin kalla fram gjafir og svo hefur verið um aldir. Vitringar í helgisögn jóla færðu gjafir barninu sem fæddist í Betlehem. Barnið gaf heiminum von og framtíð þegar það óx úr grasi. Gaf líf og frelsi.

Við horfum út til heimsins í gegnum okkar líkamlegu augu og þreifum á heiminum með höndum okkar. Er það aðeins heimurinn? Hvað með þann heim sem hrærist í höfði okkar og við getum ekki hönd á fest né séð með eigin augum? Það gerist nefnilega meira í einu mannshöfði en í heilum heimi. Og þar búa ótrúlegir möguleikar.

Sú gjöf sem er á færi hvers manns að gefa er að gefa af sjálfum sér. Allir menn hafa eitthvað fram að færa og eitthvað jákvætt í huga og hendi sem glatt getur aðra. Það vill nefnilega gleymast í darraðardansinum í kringum efnisleg gæði að til er nokkuð sem kallast andleg gæði. Að sönnu eru efnisleg gæði sum hver nauðsynleg í hófi en drjúgur hluti þeirra telst til gerviþarfa. Það er að sjálfsögðu ákvörðun hvers og eins í hve miklum mæli hann lætur hin efnislegu gæði stjórna lífi sínu og hugsun. Efnisleg gæði verða tímanum að bráð og veita ekki til langframa þá svölun sem þeim var ætlað í upphafi. En andleg gæði standa traustum fótum, já og kristin gæði standa í raun á gullfótum.

Góðhugur fylgir öllum gjöfum hvort heldur þær eru andlegar eða efnislegar. Sá sem gefur af sjálfum sér gefur mikið þó að ekki sé nema hlýr hugur og umhyggjusöm hugsun – og slíkt er ekki ónýtt þegar eitthvað mótdrægt hendir. Gjafir sem menn taka úr eigin hugskoti eru kannski ekki ætíð metnar sem skyldi en sú er reynslan að þegar fram líða stundir þá standa þær upp úr. Ef þú hlustar á náunga þinn sem er í raunum staddur er gjöf þín fólgin í einlægri hlustun og vinsamlegu viðmóti, skilningi og návist.

Í höfðum okkar býr margt og meðal annars góðhugur. Leggjum þann jákvæða huga góðmennsku og bæna til þeirra sem næst standa. En ekkert kemur þó af sjálfu sér – því má ekki gleyma. Rækta verður huga sinn á jákvæðum nótum, gleyma ekki mætti bænarinnar, stunda fyrirbæn og blessa alla í huga og sál. Þessir þættir eru þegar dýpst er skoðað sam-mennskir og sýna okkur hve trúin er samofin því að vera manneskja af holdi og blóði í efnislegum heimi.

Jóladagsmorgunn er engum morgni líkur. Þá eru jólin sjálf komin og umvefja allt. Ekkert skyggir á þau og við manneskjurnar hvílum í þeim hvort sem við erum með bók í hönd, leikfang eða annasaman fjölskyldudag í augsýn þar sem góðhugur og væntumþykja skína úr augum allra. Það eru jólin. Bestu gjafirnar.

Jólin kalla fram von heimsins bæði á trúarlegum forsendum sem og veraldlegum, von um betra mannlíf sem á rætur í siðferðisboðskap kristinnar trúar. Það er gjöf til mannkyns  sem hver og einn á hlut í. Mikilvægt er að fara vel með þann hlut og ávaxta hann með því að fleyta honum áfram í kærleika til náungans.

Á jóladagsmorgni hvers og eins er að sjálfsögðu óskað gleðilegra jóla!

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Jólin kalla fram gjafir og svo hefur verið um aldir. Vitringar í helgisögn jóla færðu gjafir barninu sem fæddist í Betlehem. Barnið gaf heiminum von og framtíð þegar það óx úr grasi. Gaf líf og frelsi.

Við horfum út til heimsins í gegnum okkar líkamlegu augu og þreifum á heiminum með höndum okkar. Er það aðeins heimurinn? Hvað með þann heim sem hrærist í höfði okkar og við getum ekki hönd á fest né séð með eigin augum? Það gerist nefnilega meira í einu mannshöfði en í heilum heimi. Og þar búa ótrúlegir möguleikar.

Sú gjöf sem er á færi hvers manns að gefa er að gefa af sjálfum sér. Allir menn hafa eitthvað fram að færa og eitthvað jákvætt í huga og hendi sem glatt getur aðra. Það vill nefnilega gleymast í darraðardansinum í kringum efnisleg gæði að til er nokkuð sem kallast andleg gæði. Að sönnu eru efnisleg gæði sum hver nauðsynleg í hófi en drjúgur hluti þeirra telst til gerviþarfa. Það er að sjálfsögðu ákvörðun hvers og eins í hve miklum mæli hann lætur hin efnislegu gæði stjórna lífi sínu og hugsun. Efnisleg gæði verða tímanum að bráð og veita ekki til langframa þá svölun sem þeim var ætlað í upphafi. En andleg gæði standa traustum fótum, já og kristin gæði standa í raun á gullfótum.

Góðhugur fylgir öllum gjöfum hvort heldur þær eru andlegar eða efnislegar. Sá sem gefur af sjálfum sér gefur mikið þó að ekki sé nema hlýr hugur og umhyggjusöm hugsun – og slíkt er ekki ónýtt þegar eitthvað mótdrægt hendir. Gjafir sem menn taka úr eigin hugskoti eru kannski ekki ætíð metnar sem skyldi en sú er reynslan að þegar fram líða stundir þá standa þær upp úr. Ef þú hlustar á náunga þinn sem er í raunum staddur er gjöf þín fólgin í einlægri hlustun og vinsamlegu viðmóti, skilningi og návist.

Í höfðum okkar býr margt og meðal annars góðhugur. Leggjum þann jákvæða huga góðmennsku og bæna til þeirra sem næst standa. En ekkert kemur þó af sjálfu sér – því má ekki gleyma. Rækta verður huga sinn á jákvæðum nótum, gleyma ekki mætti bænarinnar, stunda fyrirbæn og blessa alla í huga og sál. Þessir þættir eru þegar dýpst er skoðað sam-mennskir og sýna okkur hve trúin er samofin því að vera manneskja af holdi og blóði í efnislegum heimi.

Jóladagsmorgunn er engum morgni líkur. Þá eru jólin sjálf komin og umvefja allt. Ekkert skyggir á þau og við manneskjurnar hvílum í þeim hvort sem við erum með bók í hönd, leikfang eða annasaman fjölskyldudag í augsýn þar sem góðhugur og væntumþykja skína úr augum allra. Það eru jólin. Bestu gjafirnar.

Jólin kalla fram von heimsins bæði á trúarlegum forsendum sem og veraldlegum, von um betra mannlíf sem á rætur í siðferðisboðskap kristinnar trúar. Það er gjöf til mannkyns  sem hver og einn á hlut í. Mikilvægt er að fara vel með þann hlut og ávaxta hann með því að fleyta honum áfram í kærleika til náungans.

Á jóladagsmorgni hvers og eins er að sjálfsögðu óskað gleðilegra jóla!

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir