Kirkjublaðið birtir með góðfúslegu leyfi forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, ávarp það sem hún flutti 27. október sl. í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hallgrímshátíð

Skjaldarmerki forseta Íslands

Góðir gestir, gleðilega Hallgrímshátíð!

Á þessum fallega degi langar mig að byrja á að þakka þeim sem hafa haft veg og vanda af þessari glæsilegu hátíð. Takk fyrir fallegu tónlistina, takk fyrir predikun séra Þráins sem hitti mig í hjartastað, fyrir góð ávörp og myndarlegt kirkjukaffi Skógarmanna í Vatnaskógi.

Það eru ekki margir íslenskir rithöfundar sem njóta virðingar öldum saman. Ef frá eru taldir höfundar Íslendingasagna, sem við þekkjum ekki með nafni, þá stendur sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson upp úr hvað þetta varðar í bókmenntasögunni.

Þar kemur fleira en eitt til. Sálmar hans, umfram allt Passíusálmarnir, og svo hinn fallegi og þó á vissan hátt einfaldi útfararsálmur, Allt eins og blómstrið eina, hafa lengi verið Íslendingum kærir. Í Ríkisútvarpinu hafa menn heyrt Passíusálmana flutta á páskaföstu áratugum saman. Og svo muna margir að Nóbelsskáldið okkar beindi sjónum að Passíusálmunum og tengdi þá við kristna trú sautjándu aldar sem honum þótti vera á margan hátt öfugsnúin og mörkuð hörmulegu hlutskipti þjóðarinnar. Ólíkt því sem tíðkaðist á þessum tímum, hafði Hallgrímur lag á að skrifa auðskilið mál eins og sést til dæmis í þessari heilræðavísu sem var sungin svo fallega við nýtt lag hér áðan:

Hugsa um það helst og fremst,
sem heiðurinn má næra;
aldrei sá til æru kemst.
sem ekkert gott vill læra.

En það er líka fleira sem hefur rennt stoðum undir hina sterku ímynd Hallgríms, geymt sögu hans og nafn í hjarta Íslendinga. Þar má minnast Guðríðar Símonardóttur, konu hans. Hún var í hópi Íslendinga sem höfðu verið numdir brott í Tyrkjaráninu 1627 en komust svo til Kaupmannahafnar. Hallgrímur hafði staðið sig vel í guðfræðinámi og var fenginn til að segja þeim til í kristindómi þar ytra. Guðríður var talsvert eldri en Hallgrímur og gift öðrum manni þegar þau kynntust en þau áttust síðar og eignuðust börn. Má nærri geta að hún hafi sagt Hallgrími ýmislegt fróðlegt um lífið í Norður-Afríku og um Íslamstrú.

Hallgrímur var fátækur á yngri árum og sumt sem hann orti sem unglingur þótti ótækt og féll í grýttan jarðveg, að minnsta kosti hjá hefðarkonum á Hólum í Hjaltadal. Svo gat það gerst að hann hnýtti í fyrirmenni síðar á ævinni. Hallgrímur varð fróðleiksmaður og hann þekkti til evrópskra samtímabókmennta og mælskufræði. Þó að hann væri bóndi og gengi til útiverka með hjúum sínum var hann afkastamikill höfundur og sendi frá sér auk Passíusálma predikanir og þrjá rímnaflokka auk annars kveðskapar. Þá mun hann hafa samið skýringar á íslenskum fornkvæðum. Sagt er að nær hvern morgun hafi hann ort nokkrar vísur nývaknaður og þannig safnaði hann í sarpinn og betrumbætti þær síðar.

Það er víst óhætt að segja að ferill Hallgríms geti talist nokkuð margþættur. Hann var lærdómsmaður og orðhagur í meira lagi. En hann barðist við fátækt, einkum fyrstu fullorðinsárin, og þó að honum vegnaði betur á Saurbæ í Hvalfirði þá varð hann fyrir því óláni þar að bærinn brann. Svo bættist það við þremur árum síðar að hann sýktist af holdsveiki, hroðalegum smitsjúkdómi, sem enginn kunni að lækna.

Kannski getum við sagt að Hallgrímur hafi með ferli sínum skapað margvíslegar tengingar og byggt brýr. Hann nam kristin fræði en komst einnig í óbeina snertingu við Íslamstrú, hann bjó bæði hér á Íslandi og erlendis, og bjó raunar á nokkrum stöðum á Íslandi. Hann var sálmaskáld en samdi líka gamanmál, heilræðavísur og önnur auðskilin kvæði. Hann hefur með verkum sínum tengt saman kynslóðir og ólík bókmenntaskeið; og jafnframt því sem hann var hálærður menntamaður og skáld var hann erfiðismaður og loks fórnarlamb illvígs sjúkdóms. Kröpp kjör hans og limafallssýki hafa gert hann líkastan píslarvotti í huga margra. Það er sannarlega eitthvað heillandi við Hallgrím Pétursson, mann sem lifði ýmsar hörmungar en lagði þó svo mikilsverðan skerf til íslenskra bókmennta.

Nú þegar liðin eru 350 ár frá andláti Hallgríms Péturssonar minnumst við hans framlags með einlægu þakklæti. Ein er sú heilræðavísa hans sem mér finnst eiga sérlega vel við í dag, hundruðum ára síðar:

Vertu dyggur, trúr og tryggur,
tungu geymdu þína,
við engan styggur né í orðum hryggur,
athuga ræðu mína.

Ég hef um langt skeið verið djúpt hugsi yfir orðræðu samfélagsins og vaxandi ofbeldi og vanlíðan í okkar annars einstaka og samheldna samfélagi. Á tímum sítengingar virðist hafa orðið alvarlegt tengslarof og því aldrei verið mikilvægara að við hugum að þeim tengslum sem skipta okkur sköpum: tengslunum við okkur sjálf, við hvert annað, við náttúruna og við einhvern æðri tilgang. Þetta allt er nauðsynlegt til að styðja við góða andlega og samfélagslega heilsu en síendurtekin og sorgleg atvik hafa átt sér stað í okkar samfélagi á þessu ári og benda til þess að við þurfum að gæta betur að hvoru tveggja. Þar trúi ég að hvert okkar geti haft áhrif, valið að gera kærleikann að okkar eina vopni. Valið að horfast í augu og taka utan um hvert annað og okkar samfélag.

Nú þegar við höldum til kosninga, fyrr en til stóð, og mörg mál brenna á okkur, er ekki síst mikilvægt að hugsa vel hver við veljum að vera, hvað við veljum að segja og skrifa á samfélagsmiðlum sem annars staðar. Ég hvet okkur til að vanda okkur, ræða málin og ráðast ekki á manneskjurnar. Samtalið er þarft og lýðræðið færir okkur bæði réttindi og skyldur. Vöndum okkur og verum unga fólkinu góð fyrirmynd, því orð okkar eru til alls fyrst og þau móta eigin líðan sem og annarra. Megi heilræði Hallgríms Péturssonar vera okkur ofarlega í huga og við öll velja að vera Riddarar kærleikans á tímum sem sárlega þarfnast þess.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið birtir með góðfúslegu leyfi forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, ávarp það sem hún flutti 27. október sl. í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hallgrímshátíð

Skjaldarmerki forseta Íslands

Góðir gestir, gleðilega Hallgrímshátíð!

Á þessum fallega degi langar mig að byrja á að þakka þeim sem hafa haft veg og vanda af þessari glæsilegu hátíð. Takk fyrir fallegu tónlistina, takk fyrir predikun séra Þráins sem hitti mig í hjartastað, fyrir góð ávörp og myndarlegt kirkjukaffi Skógarmanna í Vatnaskógi.

Það eru ekki margir íslenskir rithöfundar sem njóta virðingar öldum saman. Ef frá eru taldir höfundar Íslendingasagna, sem við þekkjum ekki með nafni, þá stendur sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson upp úr hvað þetta varðar í bókmenntasögunni.

Þar kemur fleira en eitt til. Sálmar hans, umfram allt Passíusálmarnir, og svo hinn fallegi og þó á vissan hátt einfaldi útfararsálmur, Allt eins og blómstrið eina, hafa lengi verið Íslendingum kærir. Í Ríkisútvarpinu hafa menn heyrt Passíusálmana flutta á páskaföstu áratugum saman. Og svo muna margir að Nóbelsskáldið okkar beindi sjónum að Passíusálmunum og tengdi þá við kristna trú sautjándu aldar sem honum þótti vera á margan hátt öfugsnúin og mörkuð hörmulegu hlutskipti þjóðarinnar. Ólíkt því sem tíðkaðist á þessum tímum, hafði Hallgrímur lag á að skrifa auðskilið mál eins og sést til dæmis í þessari heilræðavísu sem var sungin svo fallega við nýtt lag hér áðan:

Hugsa um það helst og fremst,
sem heiðurinn má næra;
aldrei sá til æru kemst.
sem ekkert gott vill læra.

En það er líka fleira sem hefur rennt stoðum undir hina sterku ímynd Hallgríms, geymt sögu hans og nafn í hjarta Íslendinga. Þar má minnast Guðríðar Símonardóttur, konu hans. Hún var í hópi Íslendinga sem höfðu verið numdir brott í Tyrkjaráninu 1627 en komust svo til Kaupmannahafnar. Hallgrímur hafði staðið sig vel í guðfræðinámi og var fenginn til að segja þeim til í kristindómi þar ytra. Guðríður var talsvert eldri en Hallgrímur og gift öðrum manni þegar þau kynntust en þau áttust síðar og eignuðust börn. Má nærri geta að hún hafi sagt Hallgrími ýmislegt fróðlegt um lífið í Norður-Afríku og um Íslamstrú.

Hallgrímur var fátækur á yngri árum og sumt sem hann orti sem unglingur þótti ótækt og féll í grýttan jarðveg, að minnsta kosti hjá hefðarkonum á Hólum í Hjaltadal. Svo gat það gerst að hann hnýtti í fyrirmenni síðar á ævinni. Hallgrímur varð fróðleiksmaður og hann þekkti til evrópskra samtímabókmennta og mælskufræði. Þó að hann væri bóndi og gengi til útiverka með hjúum sínum var hann afkastamikill höfundur og sendi frá sér auk Passíusálma predikanir og þrjá rímnaflokka auk annars kveðskapar. Þá mun hann hafa samið skýringar á íslenskum fornkvæðum. Sagt er að nær hvern morgun hafi hann ort nokkrar vísur nývaknaður og þannig safnaði hann í sarpinn og betrumbætti þær síðar.

Það er víst óhætt að segja að ferill Hallgríms geti talist nokkuð margþættur. Hann var lærdómsmaður og orðhagur í meira lagi. En hann barðist við fátækt, einkum fyrstu fullorðinsárin, og þó að honum vegnaði betur á Saurbæ í Hvalfirði þá varð hann fyrir því óláni þar að bærinn brann. Svo bættist það við þremur árum síðar að hann sýktist af holdsveiki, hroðalegum smitsjúkdómi, sem enginn kunni að lækna.

Kannski getum við sagt að Hallgrímur hafi með ferli sínum skapað margvíslegar tengingar og byggt brýr. Hann nam kristin fræði en komst einnig í óbeina snertingu við Íslamstrú, hann bjó bæði hér á Íslandi og erlendis, og bjó raunar á nokkrum stöðum á Íslandi. Hann var sálmaskáld en samdi líka gamanmál, heilræðavísur og önnur auðskilin kvæði. Hann hefur með verkum sínum tengt saman kynslóðir og ólík bókmenntaskeið; og jafnframt því sem hann var hálærður menntamaður og skáld var hann erfiðismaður og loks fórnarlamb illvígs sjúkdóms. Kröpp kjör hans og limafallssýki hafa gert hann líkastan píslarvotti í huga margra. Það er sannarlega eitthvað heillandi við Hallgrím Pétursson, mann sem lifði ýmsar hörmungar en lagði þó svo mikilsverðan skerf til íslenskra bókmennta.

Nú þegar liðin eru 350 ár frá andláti Hallgríms Péturssonar minnumst við hans framlags með einlægu þakklæti. Ein er sú heilræðavísa hans sem mér finnst eiga sérlega vel við í dag, hundruðum ára síðar:

Vertu dyggur, trúr og tryggur,
tungu geymdu þína,
við engan styggur né í orðum hryggur,
athuga ræðu mína.

Ég hef um langt skeið verið djúpt hugsi yfir orðræðu samfélagsins og vaxandi ofbeldi og vanlíðan í okkar annars einstaka og samheldna samfélagi. Á tímum sítengingar virðist hafa orðið alvarlegt tengslarof og því aldrei verið mikilvægara að við hugum að þeim tengslum sem skipta okkur sköpum: tengslunum við okkur sjálf, við hvert annað, við náttúruna og við einhvern æðri tilgang. Þetta allt er nauðsynlegt til að styðja við góða andlega og samfélagslega heilsu en síendurtekin og sorgleg atvik hafa átt sér stað í okkar samfélagi á þessu ári og benda til þess að við þurfum að gæta betur að hvoru tveggja. Þar trúi ég að hvert okkar geti haft áhrif, valið að gera kærleikann að okkar eina vopni. Valið að horfast í augu og taka utan um hvert annað og okkar samfélag.

Nú þegar við höldum til kosninga, fyrr en til stóð, og mörg mál brenna á okkur, er ekki síst mikilvægt að hugsa vel hver við veljum að vera, hvað við veljum að segja og skrifa á samfélagsmiðlum sem annars staðar. Ég hvet okkur til að vanda okkur, ræða málin og ráðast ekki á manneskjurnar. Samtalið er þarft og lýðræðið færir okkur bæði réttindi og skyldur. Vöndum okkur og verum unga fólkinu góð fyrirmynd, því orð okkar eru til alls fyrst og þau móta eigin líðan sem og annarra. Megi heilræði Hallgríms Péturssonar vera okkur ofarlega í huga og við öll velja að vera Riddarar kærleikans á tímum sem sárlega þarfnast þess.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir