Það eru nokkrar sýningar eftir á kvikmyndinni Sterben (e. Dying) í BíóParadís – hún er með enskum texta. Leikstjóri myndarinnar er Matthias Glasner.
Þýsku kvikmyndaverðlaunin komu í hlut þessarar myndar 2024 og hún hlaut silfurbjörninn fyrir besta handritið á kvikmyndahátíðinni Berlinale sama ár.
Kirkjublaðið.is vekur athygli á þessari mynd vegna þess að hún er meistarastykki sem rýnir í mannlífið með eftirtektarverðum hætti. Þetta er löng mynd, þriggja tíma veisla af samskiptum fólks sem er ólíkt en þó líkt um sumt. Í raun og veru kvika lífsins. Engin væmni hér á ferð í grátbroslegum hversdeginum né heldur ískur í lífskvörninni. Aðeins ilmandi og brakandi ferskt núið.
Enda þótt persónur myndarinnar glími við sjálfar sig, lifandi og dauða drauga, á vettvangi dagsins þá skarast líf þeirra allra með ýmsum hætti og stundum hryssingslegum og döprum, já og sálarangistarfullum eins og gengur. Hjartahlý kímmin er aldrei langt undan og gefur persónum myndarinnar ákveðið lífseldsneyti á skrykkjóttu ferðalagi.
Þetta eru lífsmyndir sem skjótast stundum upp á sýningartjald hversdagsins og koma engum í sjálfu sér á óvart því að vitað er að lífið er ljúfsár ferð um einkennilegar slóðir.
Auðvitað er ekki hægt að lýsa þriggja klukkustunda mynd í fáum orðum. En það er kannski hægt að ýta við lesendum svo þeir lyfti augum sínum upp úr amstri hversdagsins og yfir á hvíta tjaldið.
Samskipti í önnum hversdagsins eru gefandi en þau geta líka tekið toll af sálarhrófinu. Sem betur ganga þessi samskipti yfirleitt vel fyrir sig og hugur mannfólksins fyllist þakklæti yfir því.
Þessi kvikmynd segir frá samskiptum. Segir frá fjöldskyldu. Átökum. Lífi og dauða. Ást, vináttu og fegurð. Eða: hún segir frá lífinu.
Faðir Toms, aðalpersónunnar, er umkomulaus í eigin heimi á hjúkrunarheimili. Heimsóknir eru sjaldgæfar en himnasæla þegar einhver lítur við þó að þær staldri stutt við í minni hans. Móðir Toms sinnir eiginmanninum þó að hún standi vart undir sjálfri sér enda sjálf helsjúk kona. Hún er með athyglisverða tilfinningalega klakahúð þegar hún segir syni sínum frá því að henni hafi aldrei þótt neitt til hans koma. Á milli þeirra er himinn og haf sem er komið snilldarlega vel til skila í fínustu blæbrigðum leiksins. Hún ræðir yfirvofandi dauða sinn af yfirvegun og án nokkurs sársauka.
En sonurinn, Tom, tónlistarstjóri í Berlín, og fæst við að stjórna unglingasinfóníuhljómsveit sem flytur verkið Sterben eftir vin hans, tónskáldið Bernard, þunglyndan og kenjóttan en fastan fyrir þegar við á. Samband þeirra er flókið og ekki síður samband Toms við fyrrum unnustu sína en hann hefur gengist undir það hlutverk að vera staðgöngufaðir hjá henni. Inn í sögufléttuna er svo ofið sturluðu samlífi systur Toms, sem er hin ósýnilega tannlæknaklíníkdama en þó heldur betur sýnileg, og tannlæknisins Sebastíans. Samband þeirra er snilldarleg tragíkómedía sem er hjartnæm. Þeir kaflar eru kannski yfirgengilegir en falla vel að heildarmyndfrásögninni þar sem allt er nánast leyfilegt í tilfinningum og samskiptum. En enginn hleypur undan ábyrgðinni svo auðveldlega.
Þungamiðja myndarinnar er hinn skyldurækni og greiðfúsi Tom og samskipti hans við fjölskyldu og vini. Hápunkturinn er þegar hann stendur andspænis tilverufræðilegum múrvegg þegar vinur hans, tónskáldið sem samdi Sterben, biður hann um aðstoð við að deyja. Það eru í senn átakanleg atriði en sett í skiljanlegt samhengi. Þrungin tilfinningu harms og ástarvináttu.
Lokaatriði myndarinnar er óvænt og fyllt gleði og hamingju. Það hreyfir svo sannarlega við áhorfendum þegar tónlistarflutningur á verki tónskáldsins látna, Bernards, tekst framúrskarandi vel. Á vissan hátt upprisa, dauðinn fæddi líf.
Myndin er skipuð þýsku einvalaliði en með aðalhlutverkið, Tom, fer Lars Eidinger.
Er hægt að draga einhvern lærdóm af myndinni? Sýna ást og umhyggju, segja hug sinn hreint út, umbera aðra og kannski ekki síst sjálfa/n sig. Lífið er stutt sinfónía samskipta við fólk og tilfinningar stjórna býsna miklu.
Sem sé. Kirkjublaðið.is mælir með þessari mynd sem áhuga hafa á lífinu og tilverunni í öllum víddum sínum. Og þó myndin sé löng þá heldur hún áhorfandanum algerlega við efnið.
Hér er sýnishorn úr myndinni sem nær þó að stutt sé að fanga æðaslátt myndarinnar, Sterben.
Og annað sýnishorn hér.
Það þriðja hér.
Hér geta lesendur kynnt sér sýningartíma kvikmyndarinnar Sterben (e. Dying).
Það eru nokkrar sýningar eftir á kvikmyndinni Sterben (e. Dying) í BíóParadís – hún er með enskum texta. Leikstjóri myndarinnar er Matthias Glasner.
Þýsku kvikmyndaverðlaunin komu í hlut þessarar myndar 2024 og hún hlaut silfurbjörninn fyrir besta handritið á kvikmyndahátíðinni Berlinale sama ár.
Kirkjublaðið.is vekur athygli á þessari mynd vegna þess að hún er meistarastykki sem rýnir í mannlífið með eftirtektarverðum hætti. Þetta er löng mynd, þriggja tíma veisla af samskiptum fólks sem er ólíkt en þó líkt um sumt. Í raun og veru kvika lífsins. Engin væmni hér á ferð í grátbroslegum hversdeginum né heldur ískur í lífskvörninni. Aðeins ilmandi og brakandi ferskt núið.
Enda þótt persónur myndarinnar glími við sjálfar sig, lifandi og dauða drauga, á vettvangi dagsins þá skarast líf þeirra allra með ýmsum hætti og stundum hryssingslegum og döprum, já og sálarangistarfullum eins og gengur. Hjartahlý kímmin er aldrei langt undan og gefur persónum myndarinnar ákveðið lífseldsneyti á skrykkjóttu ferðalagi.
Þetta eru lífsmyndir sem skjótast stundum upp á sýningartjald hversdagsins og koma engum í sjálfu sér á óvart því að vitað er að lífið er ljúfsár ferð um einkennilegar slóðir.
Auðvitað er ekki hægt að lýsa þriggja klukkustunda mynd í fáum orðum. En það er kannski hægt að ýta við lesendum svo þeir lyfti augum sínum upp úr amstri hversdagsins og yfir á hvíta tjaldið.
Samskipti í önnum hversdagsins eru gefandi en þau geta líka tekið toll af sálarhrófinu. Sem betur ganga þessi samskipti yfirleitt vel fyrir sig og hugur mannfólksins fyllist þakklæti yfir því.
Þessi kvikmynd segir frá samskiptum. Segir frá fjöldskyldu. Átökum. Lífi og dauða. Ást, vináttu og fegurð. Eða: hún segir frá lífinu.
Faðir Toms, aðalpersónunnar, er umkomulaus í eigin heimi á hjúkrunarheimili. Heimsóknir eru sjaldgæfar en himnasæla þegar einhver lítur við þó að þær staldri stutt við í minni hans. Móðir Toms sinnir eiginmanninum þó að hún standi vart undir sjálfri sér enda sjálf helsjúk kona. Hún er með athyglisverða tilfinningalega klakahúð þegar hún segir syni sínum frá því að henni hafi aldrei þótt neitt til hans koma. Á milli þeirra er himinn og haf sem er komið snilldarlega vel til skila í fínustu blæbrigðum leiksins. Hún ræðir yfirvofandi dauða sinn af yfirvegun og án nokkurs sársauka.
En sonurinn, Tom, tónlistarstjóri í Berlín, og fæst við að stjórna unglingasinfóníuhljómsveit sem flytur verkið Sterben eftir vin hans, tónskáldið Bernard, þunglyndan og kenjóttan en fastan fyrir þegar við á. Samband þeirra er flókið og ekki síður samband Toms við fyrrum unnustu sína en hann hefur gengist undir það hlutverk að vera staðgöngufaðir hjá henni. Inn í sögufléttuna er svo ofið sturluðu samlífi systur Toms, sem er hin ósýnilega tannlæknaklíníkdama en þó heldur betur sýnileg, og tannlæknisins Sebastíans. Samband þeirra er snilldarleg tragíkómedía sem er hjartnæm. Þeir kaflar eru kannski yfirgengilegir en falla vel að heildarmyndfrásögninni þar sem allt er nánast leyfilegt í tilfinningum og samskiptum. En enginn hleypur undan ábyrgðinni svo auðveldlega.
Þungamiðja myndarinnar er hinn skyldurækni og greiðfúsi Tom og samskipti hans við fjölskyldu og vini. Hápunkturinn er þegar hann stendur andspænis tilverufræðilegum múrvegg þegar vinur hans, tónskáldið sem samdi Sterben, biður hann um aðstoð við að deyja. Það eru í senn átakanleg atriði en sett í skiljanlegt samhengi. Þrungin tilfinningu harms og ástarvináttu.
Lokaatriði myndarinnar er óvænt og fyllt gleði og hamingju. Það hreyfir svo sannarlega við áhorfendum þegar tónlistarflutningur á verki tónskáldsins látna, Bernards, tekst framúrskarandi vel. Á vissan hátt upprisa, dauðinn fæddi líf.
Myndin er skipuð þýsku einvalaliði en með aðalhlutverkið, Tom, fer Lars Eidinger.
Er hægt að draga einhvern lærdóm af myndinni? Sýna ást og umhyggju, segja hug sinn hreint út, umbera aðra og kannski ekki síst sjálfa/n sig. Lífið er stutt sinfónía samskipta við fólk og tilfinningar stjórna býsna miklu.
Sem sé. Kirkjublaðið.is mælir með þessari mynd sem áhuga hafa á lífinu og tilverunni í öllum víddum sínum. Og þó myndin sé löng þá heldur hún áhorfandanum algerlega við efnið.
Hér er sýnishorn úr myndinni sem nær þó að stutt sé að fanga æðaslátt myndarinnar, Sterben.
Og annað sýnishorn hér.
Það þriðja hér.
Hér geta lesendur kynnt sér sýningartíma kvikmyndarinnar Sterben (e. Dying).