Bókin Frumherjar – tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900, eftir Björn Georg Björnsson, kom nú út fyrir jólin.

Björn hefur sent frá sér bækur um frumherja í húsagerð hér á landi eða þá Rögnvald Ágúst Ólafsson og Einar Erlendsson. Kannski hefur bókin um Rögnvald vakið mesta athygli hjá kirkjufólki því hann teiknaði fjölmargar kirkjur og fjallaði Kirkjublaðið.is um hann nýlega á 150. ártíð hans. Allar eru þessar bækur gefnar út undir heitinu Frumherjar og eru í sama broti. Bækurnar eru einnig byggðar allar upp á sama hátt. Bókartexti er knappur og skýr en myndir af húsum meistaranna vega þar lang mest en þar er líka að finna myndir úr einkalífi þeirra. Í upphafi hvers kafla um húsameistarana er gagnyrt æviágrip þeirra á einni blaðsíðu – persónusaga þeirra hvers og eins forvitnileg. Síðan koma myndirnar. Í bókarlok eru svo samandregnar ýmsar upplýsingar eins og upplýsingar um ljósmyndir, heimildir og yfirlit yfir starfsævi frumherjanna tíu í árum talið.

Þessir tíu frumherjar áttu það flestir sammerkt að koma utan af landsbyggðinni. Höfðu lært smíðar og sitthvað fleira. Bættu við sig námi hér í bænum og héldu svo utan til frekara náms. Urðu byggingameistarar og fimm þeirra fengu réttindi sem arkitektar. Þetta voru menn sem ýmist smíðuðu sjálfir hús eða stýrðu byggingum húsa eftir teikningum annarra, og teiknuðu sjálfir hús.

Það er sérstaklega fróðlegt og skemmtilegt að lesa um einstaka hús sem þessir menn hafa teiknað og í sumum tilvikum byggt. Þetta eru hús sem hafa borið fyrir augu lesenda án þess að þeir velti því fyrir sér hver hafi teiknað. Hús sem mörg hver setja sterkan svip á borgina og eru gróinn hluti hennar. Mörg þeirra glæsihús sem enn standa en önnur hafa horfið. Nöfn þessara húsameistara eru fáum kunn enda var lengi vel svo að Guðjón Samúelsson (1887-1950), sá ágæti maður, var eini húsameistarinn í huga Íslendinga. En auðvitað voru þeir fleiri þó að Guðjón væri í þeirri kjöraðstöðu að vera húsameistari ríkisins.

Flestar húsamyndanna hefur hefur höfundur tekið. Það eru góðar myndir og mörg sjónarhornin skemmtileg.

Sumir þessara tíu húsameistara sem bókin fjallar um teiknuðu kirkjur. Þorleifur Eyjólfsson (1896-1968) er höfundur Hjallakirkju í Ölfusi. Hann teiknaði líka Tjarnargötu 4, þar sem móttökusalur biskups Íslands er. Kaupangskirkja í Eyjafirði er teiknuð af Sveinbirni Jónssyni (1869-1985) sem var frumkvöðull, til dæmis með r-byggingarsteininn og setti meðal annars á fót Ofnasmiðjuna. Hann teiknaði líka húsið sem breytt var í Péturskirkju þeirra kaþólsku á Akureyri. Sigmundur Halldórsson (1898-1964) teiknaði Vindáshlíð í Kjós.

Landakotskirkja (Kristskirkja) í Reykjavík – teiknuð með turnspíru sem aldrei kom – Samvinnan – mars 1929

Einn frumherjanna, Jens Eyjólfsson (1879-1959), stýrði byggingu Landakotskirkju eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar og segir að hann hafi ráðið mestu um það að engin turnspíra var sett á hana – höfundur telur hins vegar líklegra að fjármagn til byggingarinnr hafi verið uppurið. Bygging kirkjunnar var fremur flókin en Jens leysti öll tæknileg vandamál sem komu upp enda var hann hugmyndaríkur og verksnjall. Hann var stöndugur maður og gaf Landakotskirkju tvær kirkjuklukkur. Sjálfur teiknaði Jens stóra gotneska kirkju sem rísa átti í Selási við Rauðavatn en þar átti hann væna landspildu. Það átti að vera sjómannakirkja en hún reis aldrei. Aðeins tilraunasúla í landi Seláss sem lengi stóð þar. Hann sagði frá þessum fyrirætlunum sínum í Sjómannadagsblaðinu 1950. Hugmynd hans var sú að varpa ljósi úr kirkjuturninum út á Faxaflóa og kirkjan yrði nokkurs konar viti. Þetta var stórhuga maður! Skipuð var fjáröflunarnefnd og kort gefið út af fyrirhugaðri kirkju til að afla fjár.

Þessar bækur Björns eru mikill fengur fyrir öll þau sem unna menningu, sögu, kirkju, og fögrum listum.

Það er Hið íslenska bókmenntafélag sem gefur umrædda bók út og er hún 269 blaðsíður.

Bækur Björns G. Björnssonar:

               

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Bókin Frumherjar – tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900, eftir Björn Georg Björnsson, kom nú út fyrir jólin.

Björn hefur sent frá sér bækur um frumherja í húsagerð hér á landi eða þá Rögnvald Ágúst Ólafsson og Einar Erlendsson. Kannski hefur bókin um Rögnvald vakið mesta athygli hjá kirkjufólki því hann teiknaði fjölmargar kirkjur og fjallaði Kirkjublaðið.is um hann nýlega á 150. ártíð hans. Allar eru þessar bækur gefnar út undir heitinu Frumherjar og eru í sama broti. Bækurnar eru einnig byggðar allar upp á sama hátt. Bókartexti er knappur og skýr en myndir af húsum meistaranna vega þar lang mest en þar er líka að finna myndir úr einkalífi þeirra. Í upphafi hvers kafla um húsameistarana er gagnyrt æviágrip þeirra á einni blaðsíðu – persónusaga þeirra hvers og eins forvitnileg. Síðan koma myndirnar. Í bókarlok eru svo samandregnar ýmsar upplýsingar eins og upplýsingar um ljósmyndir, heimildir og yfirlit yfir starfsævi frumherjanna tíu í árum talið.

Þessir tíu frumherjar áttu það flestir sammerkt að koma utan af landsbyggðinni. Höfðu lært smíðar og sitthvað fleira. Bættu við sig námi hér í bænum og héldu svo utan til frekara náms. Urðu byggingameistarar og fimm þeirra fengu réttindi sem arkitektar. Þetta voru menn sem ýmist smíðuðu sjálfir hús eða stýrðu byggingum húsa eftir teikningum annarra, og teiknuðu sjálfir hús.

Það er sérstaklega fróðlegt og skemmtilegt að lesa um einstaka hús sem þessir menn hafa teiknað og í sumum tilvikum byggt. Þetta eru hús sem hafa borið fyrir augu lesenda án þess að þeir velti því fyrir sér hver hafi teiknað. Hús sem mörg hver setja sterkan svip á borgina og eru gróinn hluti hennar. Mörg þeirra glæsihús sem enn standa en önnur hafa horfið. Nöfn þessara húsameistara eru fáum kunn enda var lengi vel svo að Guðjón Samúelsson (1887-1950), sá ágæti maður, var eini húsameistarinn í huga Íslendinga. En auðvitað voru þeir fleiri þó að Guðjón væri í þeirri kjöraðstöðu að vera húsameistari ríkisins.

Flestar húsamyndanna hefur hefur höfundur tekið. Það eru góðar myndir og mörg sjónarhornin skemmtileg.

Sumir þessara tíu húsameistara sem bókin fjallar um teiknuðu kirkjur. Þorleifur Eyjólfsson (1896-1968) er höfundur Hjallakirkju í Ölfusi. Hann teiknaði líka Tjarnargötu 4, þar sem móttökusalur biskups Íslands er. Kaupangskirkja í Eyjafirði er teiknuð af Sveinbirni Jónssyni (1869-1985) sem var frumkvöðull, til dæmis með r-byggingarsteininn og setti meðal annars á fót Ofnasmiðjuna. Hann teiknaði líka húsið sem breytt var í Péturskirkju þeirra kaþólsku á Akureyri. Sigmundur Halldórsson (1898-1964) teiknaði Vindáshlíð í Kjós.

Landakotskirkja (Kristskirkja) í Reykjavík – teiknuð með turnspíru sem aldrei kom – Samvinnan – mars 1929

Einn frumherjanna, Jens Eyjólfsson (1879-1959), stýrði byggingu Landakotskirkju eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar og segir að hann hafi ráðið mestu um það að engin turnspíra var sett á hana – höfundur telur hins vegar líklegra að fjármagn til byggingarinnr hafi verið uppurið. Bygging kirkjunnar var fremur flókin en Jens leysti öll tæknileg vandamál sem komu upp enda var hann hugmyndaríkur og verksnjall. Hann var stöndugur maður og gaf Landakotskirkju tvær kirkjuklukkur. Sjálfur teiknaði Jens stóra gotneska kirkju sem rísa átti í Selási við Rauðavatn en þar átti hann væna landspildu. Það átti að vera sjómannakirkja en hún reis aldrei. Aðeins tilraunasúla í landi Seláss sem lengi stóð þar. Hann sagði frá þessum fyrirætlunum sínum í Sjómannadagsblaðinu 1950. Hugmynd hans var sú að varpa ljósi úr kirkjuturninum út á Faxaflóa og kirkjan yrði nokkurs konar viti. Þetta var stórhuga maður! Skipuð var fjáröflunarnefnd og kort gefið út af fyrirhugaðri kirkju til að afla fjár.

Þessar bækur Björns eru mikill fengur fyrir öll þau sem unna menningu, sögu, kirkju, og fögrum listum.

Það er Hið íslenska bókmenntafélag sem gefur umrædda bók út og er hún 269 blaðsíður.

Bækur Björns G. Björnssonar:

               

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir