Ljóð eru merkileg fyrirbæri hér í mannheimi. Lesendum er nánast boðið inn í heilabú skáldsins og fá að virða fyrir sér þau listaverk sem þar hanga á veggjum. Og húsakynni eins heilabús geta verið á stærð við plánetu í öðru sólkerfi.

Jarðljós er ljóðabók þar sem orðavön skáldkonan tekur í hönd lesandans og bendir á sitthvað í heiminum sem vert er að festa augu á.

Gerður Kristný er skáldkona sem hefur staðið í fylkingarbrjósti ljóðaformsins í áratugi og þetta er hennar tíunda bók. Hún er á fremsta bekk íslenskra ljóðskálda.

Fátt er sálarkrílinu hollara en að lesa ljóð. Orðmargur nútíminn kæfir ekki ljóðalesandann því að hann kemst strax í samband við höfundinn í ljóðinu þar sem skotið er á hugarspjalli um það sem skáldið fléttaði í búning fárra orða sem eru gulls ígildi. Þessi flétta getur verið úr silkimjúkum þræði ættuðum úr fjarlægum álfum eða grófu hrosshári af aðalshrossi með ættbók af Snæfellsnesi. Það sem mestu skiptir er að hún er lögð fyrir lesandann sem tekur við henni þakklátum huga og kannast við svo margt úr dagsins önn.

Þegar ljóð Gerðar Kristnýjar eru lesin má segja að hátíð sé gengin í garð. Mörg ljóðanna hafa á sér svo ferskan hátíðarblæ að liggur við að lesandinn rétti úr sér í virðingarskyni við efnivið ljóðsins og skáldið sem fer orðhögum höndum um hann. Kurteislegt fas einkennir ljóðin þó ekki með þeim hætti að þau drukkni í innantómu hjali. Þvert á móti ber hvert ljóð á borð lesanda eitthvað sem er meira en bitastætt og kallar á viðbrögð úr bæði skúmaskotum sálarinnar og úr upplýstum hornum þar sem má finna djúpa stóla mælskra álitsgjafa.

Ljóð hennar eru listaperlur og bera mörg með sér ljóma hins sígilda sem kallar lesandann aftur og aftur inn í ljóðaheiminn. Og alltaf ber eitthvað nýtt við ef lesandinn hlustar á skáldið og bregst við. Ljóð eru nefnilega eins og annar skáldskapur sem verður til í neistabilinu í sambandi skálds og lesanda.

Sagan ómar í mörgum ljóðanna, farið er um slóðir fornkappa, gengið um miðbæinn, og sveitin er ekki langt undan – svo dæmi séu nefnd.

Lesandi fer með ljóðskáldinu um miðborgina og auðvitað kemst enginn undan Hallgrímskirkju sem fer um þær slóðir:

Hallgrímskirkja

Hér grófu menn
bein úr dys
bundu í kross
og köstuðu upp á
himininn

gekk úr honum
gríðarkirkja

Menn minntust
smæðar sinnar
og spenntu á sig
þakkargjörðina
(bls. 39)

Þetta ljóð vekur ýmsar hugsanir hjá lesanda og minnir hann á Steinkudys og örlög sakamanna fyrr á tímum.

Það var ömurlegt skemmdarverk þegar listaverk eftir Nínu Sæmundsson, Hafmeyjan, var sprengt í loft upp á sjötta áratug síðustu aldar.

Gerður Kristný yrkir sterkt ljóð um þetta listaverk og listakonuna:

Hafmeyja Nínu Sæm

Hún situr
í Tjörninni miðri
og bíður systra sinna

þær syndi hjá
í gljáandi torfu

ekki að sjá
að henni sé kalt

alein
og engri lík

nema ef vera skyldi
konunni sem skóp hana
(bls. 43)

Öll ljóðskáld fara um tilverufræðilegar slóðir og það liggur við að þau séu skyldug til þess vegna þess að ljóðformið er kjörið til að fást við dularfulla tilveruna sem allir glíma við. Ljóðið þarf ekki mörg orð til að setja í ljóðafyrirlestur um tilveruna sem getur þess vegna jafnast á við þykka og jafnvel torlesna heimspekilega ritgerð um sama efni:

Blíða

Himinsvellið brestur
sólin laugar sveitir
leysir ísa
stuggar burt skuggum

Enn erum við minnt á
að við fæðumst úr myrkri
og hverfum um síðir
þangað aftur

Um stundarsakir
lögum við okkur
að ljósinu            
(bls. 90)

 

Skáldkonan er hrein og bein í ljóðum sínum og laus við alla væmni. Nútímakona sem tekur á móti heiminum eins og hann er. Lagar sig að honum – að minnsta kosti þar sem ljós er að finna.

Sum ljóðanna víkja að liðinni sögu frá fimmta áratug síðustu aldar. Önnur taka á vanda nútímans sem birtist í þrælasölu og örlögum barna í stríðsþjáðum löndum. Heimurinn sem hefur ekki leyft jarðljósinu að loga við fjörðinn.

Síðasta ljóð bókarinnar ber nafnið sem bókin er nefnd eftir: Jarðljós.

Vorið heilsar
með stillum
snjór í bolla
og laut

Þegar gimbur fæðist
með glóandi hnýfla
stingast geislar
ofan í fjörðinn

Óðar stígur upp
flöktandi birta
sem líf leiki
um loftin  
(bls. 91)

Það er svo sannarlega hátíð þegar lömbin fæðast og þau eru sem ljós. Allt ungviði er fagurt, var einu sinni sagt. Og sér í lagi lömbin.

Jarðljós er ein af mörgum ljóðabókum sem hægt er að lesa með fólki í safnaðarstarfi og ræða þau.

Já, það er hátíð þegar ljóðabók kemur út eftir Gerði Kristnýju.

Niðurstaða:
Nýjasta ljóðabók Gerðar Kristnýjar er mjúk ilmandi haustlægð sem tekur utan um lesandann og leiðir um lendur ljóðsins þar sem sköpunarkraftur orða og hugsana heilla. Hér er skáldkona sem enn og aftur sýnir að hún er á fremsta bekk ljóðskálda hér á landi og þó víðar væri leitað. Jarðljós er ljóðabók sem allir ættu að taka sér í hönd þegar haustið kveður og vetur tekur við því að bókin lýsir upp huga og vekur góðar og uppbyggilegar hugsanir. Bók sem færir hátíðarstemningu í hvert hús og hjarta án þess að gleyma lífsnauðsynlegum hversdagsleikanum og erfiðleikum hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ljóð eru merkileg fyrirbæri hér í mannheimi. Lesendum er nánast boðið inn í heilabú skáldsins og fá að virða fyrir sér þau listaverk sem þar hanga á veggjum. Og húsakynni eins heilabús geta verið á stærð við plánetu í öðru sólkerfi.

Jarðljós er ljóðabók þar sem orðavön skáldkonan tekur í hönd lesandans og bendir á sitthvað í heiminum sem vert er að festa augu á.

Gerður Kristný er skáldkona sem hefur staðið í fylkingarbrjósti ljóðaformsins í áratugi og þetta er hennar tíunda bók. Hún er á fremsta bekk íslenskra ljóðskálda.

Fátt er sálarkrílinu hollara en að lesa ljóð. Orðmargur nútíminn kæfir ekki ljóðalesandann því að hann kemst strax í samband við höfundinn í ljóðinu þar sem skotið er á hugarspjalli um það sem skáldið fléttaði í búning fárra orða sem eru gulls ígildi. Þessi flétta getur verið úr silkimjúkum þræði ættuðum úr fjarlægum álfum eða grófu hrosshári af aðalshrossi með ættbók af Snæfellsnesi. Það sem mestu skiptir er að hún er lögð fyrir lesandann sem tekur við henni þakklátum huga og kannast við svo margt úr dagsins önn.

Þegar ljóð Gerðar Kristnýjar eru lesin má segja að hátíð sé gengin í garð. Mörg ljóðanna hafa á sér svo ferskan hátíðarblæ að liggur við að lesandinn rétti úr sér í virðingarskyni við efnivið ljóðsins og skáldið sem fer orðhögum höndum um hann. Kurteislegt fas einkennir ljóðin þó ekki með þeim hætti að þau drukkni í innantómu hjali. Þvert á móti ber hvert ljóð á borð lesanda eitthvað sem er meira en bitastætt og kallar á viðbrögð úr bæði skúmaskotum sálarinnar og úr upplýstum hornum þar sem má finna djúpa stóla mælskra álitsgjafa.

Ljóð hennar eru listaperlur og bera mörg með sér ljóma hins sígilda sem kallar lesandann aftur og aftur inn í ljóðaheiminn. Og alltaf ber eitthvað nýtt við ef lesandinn hlustar á skáldið og bregst við. Ljóð eru nefnilega eins og annar skáldskapur sem verður til í neistabilinu í sambandi skálds og lesanda.

Sagan ómar í mörgum ljóðanna, farið er um slóðir fornkappa, gengið um miðbæinn, og sveitin er ekki langt undan – svo dæmi séu nefnd.

Lesandi fer með ljóðskáldinu um miðborgina og auðvitað kemst enginn undan Hallgrímskirkju sem fer um þær slóðir:

Hallgrímskirkja

Hér grófu menn
bein úr dys
bundu í kross
og köstuðu upp á
himininn

gekk úr honum
gríðarkirkja

Menn minntust
smæðar sinnar
og spenntu á sig
þakkargjörðina
(bls. 39)

Þetta ljóð vekur ýmsar hugsanir hjá lesanda og minnir hann á Steinkudys og örlög sakamanna fyrr á tímum.

Það var ömurlegt skemmdarverk þegar listaverk eftir Nínu Sæmundsson, Hafmeyjan, var sprengt í loft upp á sjötta áratug síðustu aldar.

Gerður Kristný yrkir sterkt ljóð um þetta listaverk og listakonuna:

Hafmeyja Nínu Sæm

Hún situr
í Tjörninni miðri
og bíður systra sinna

þær syndi hjá
í gljáandi torfu

ekki að sjá
að henni sé kalt

alein
og engri lík

nema ef vera skyldi
konunni sem skóp hana
(bls. 43)

Öll ljóðskáld fara um tilverufræðilegar slóðir og það liggur við að þau séu skyldug til þess vegna þess að ljóðformið er kjörið til að fást við dularfulla tilveruna sem allir glíma við. Ljóðið þarf ekki mörg orð til að setja í ljóðafyrirlestur um tilveruna sem getur þess vegna jafnast á við þykka og jafnvel torlesna heimspekilega ritgerð um sama efni:

Blíða

Himinsvellið brestur
sólin laugar sveitir
leysir ísa
stuggar burt skuggum

Enn erum við minnt á
að við fæðumst úr myrkri
og hverfum um síðir
þangað aftur

Um stundarsakir
lögum við okkur
að ljósinu            
(bls. 90)

 

Skáldkonan er hrein og bein í ljóðum sínum og laus við alla væmni. Nútímakona sem tekur á móti heiminum eins og hann er. Lagar sig að honum – að minnsta kosti þar sem ljós er að finna.

Sum ljóðanna víkja að liðinni sögu frá fimmta áratug síðustu aldar. Önnur taka á vanda nútímans sem birtist í þrælasölu og örlögum barna í stríðsþjáðum löndum. Heimurinn sem hefur ekki leyft jarðljósinu að loga við fjörðinn.

Síðasta ljóð bókarinnar ber nafnið sem bókin er nefnd eftir: Jarðljós.

Vorið heilsar
með stillum
snjór í bolla
og laut

Þegar gimbur fæðist
með glóandi hnýfla
stingast geislar
ofan í fjörðinn

Óðar stígur upp
flöktandi birta
sem líf leiki
um loftin  
(bls. 91)

Það er svo sannarlega hátíð þegar lömbin fæðast og þau eru sem ljós. Allt ungviði er fagurt, var einu sinni sagt. Og sér í lagi lömbin.

Jarðljós er ein af mörgum ljóðabókum sem hægt er að lesa með fólki í safnaðarstarfi og ræða þau.

Já, það er hátíð þegar ljóðabók kemur út eftir Gerði Kristnýju.

Niðurstaða:
Nýjasta ljóðabók Gerðar Kristnýjar er mjúk ilmandi haustlægð sem tekur utan um lesandann og leiðir um lendur ljóðsins þar sem sköpunarkraftur orða og hugsana heilla. Hér er skáldkona sem enn og aftur sýnir að hún er á fremsta bekk ljóðskálda hér á landi og þó víðar væri leitað. Jarðljós er ljóðabók sem allir ættu að taka sér í hönd þegar haustið kveður og vetur tekur við því að bókin lýsir upp huga og vekur góðar og uppbyggilegar hugsanir. Bók sem færir hátíðarstemningu í hvert hús og hjarta án þess að gleyma lífsnauðsynlegum hversdagsleikanum og erfiðleikum hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir