Nú stendur yfir glæsileg sýning á nokkrum íslenskum handritum í húsi íslenskunnar, Eddu. Sýningin kallast Heimur í orðum. Þar geta gestir sett sig inn í samfélagið sem skóp þennan mikla menningararf og skoðað handritin sem Íslendingar eru stoltir af. Allir sem tök hafa á ættu að sjá þessa mögnuðu sýningu í þessum nýju og fallegu húsakynnum.
Á sýningunni má meðal annars sjá Skarðsbók Jónsbókar en aðalmyndin með þessari umfjöllun er af einni blaðsíðu hennar. Þetta er skírnarmynd við upphaf textans úr Kristnirétti Árna biskups Þorlákssonar. Ekkert miðaldahandrit íslenskt er jafn veglega skreytt og þetta og er skírnarmyndin ein af fimmtán myndum (sögustöfum) þess. Seinasti hluti handritsins var skrifaður 1363 eftir því sem þar má lesa. Miðaldahandrit tilgreina aldrei ritunartíma sinn og því eru þessar upplýsingar í handritinu einstakar.
Kirkjublaðið.is beindi einkum sjónum sínum að Flateyjarbók sem er mest allra íslenskra handrita bæði að stærð og þykkt. Lesa má á fyrstu blaðsíðu nöfn þeirra sem skrifuðu hana og fyrir hvern en þess háttar formáli er einstakur í íslenskum miðaldahandritum. Bókin er rituð 1387-1394 og er 225 blöð.
Sögusvið Flateyjarbókar teygir sig til Rússlands í austri og Ameríku í vestri. Sögur Noregskonunga mynda kjarna bókarinnar en þar eru einnig margir Íslendingaþættir, sögur af Orkneyjajörlum, Færeyingum og ferðum til Grænlands og Vínlands, auk kvæða og annála
Á þessu ári hefur 350. ártíðar Hallgríms Péturssonar (1614-1674) verið minnst með ýmsum hætti. Handrit Flateyjarbókar minnir á skáldprestinn með þeim hætti sem nú skal greina:
Þormóður Torfason (1636-1719), sagnaritari konungs, bað Brynjólf Sveinsson (1605-1675), biskup, að semja skýringar við fornar vísur í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók. Brynjólfur færðist undan verkinu meðal annars vegna veikinda dóttur sinnar, Ragnheiðar (1641-1663). Hann bað séra Hallgrím um að semja skýringarnar því að honum treysti hann fullkomlega til verksins. Brynjólfur skrifaði Þormóði bréf 1663 og greindi honum frá þessu (sjá: Andvari 1913, bls. 134-137) og þar segir meðal annars:
Skýringar Hallgríms við vísurnar eru til og varðveittar í eiginhandarriti hans.
Þessu er sjálfsagt að halda til haga þegar handrit Flateyjarbókar er sýnt almenningi. Tilvalið hefði verið að sýna eiginhandarrit Hallgríms með vísnaskýringunum við hlið Flateyjarbókar í tilefni 350. ártíðar hans.
Nú stendur yfir glæsileg sýning á nokkrum íslenskum handritum í húsi íslenskunnar, Eddu. Sýningin kallast Heimur í orðum. Þar geta gestir sett sig inn í samfélagið sem skóp þennan mikla menningararf og skoðað handritin sem Íslendingar eru stoltir af. Allir sem tök hafa á ættu að sjá þessa mögnuðu sýningu í þessum nýju og fallegu húsakynnum.
Á sýningunni má meðal annars sjá Skarðsbók Jónsbókar en aðalmyndin með þessari umfjöllun er af einni blaðsíðu hennar. Þetta er skírnarmynd við upphaf textans úr Kristnirétti Árna biskups Þorlákssonar. Ekkert miðaldahandrit íslenskt er jafn veglega skreytt og þetta og er skírnarmyndin ein af fimmtán myndum (sögustöfum) þess. Seinasti hluti handritsins var skrifaður 1363 eftir því sem þar má lesa. Miðaldahandrit tilgreina aldrei ritunartíma sinn og því eru þessar upplýsingar í handritinu einstakar.
Kirkjublaðið.is beindi einkum sjónum sínum að Flateyjarbók sem er mest allra íslenskra handrita bæði að stærð og þykkt. Lesa má á fyrstu blaðsíðu nöfn þeirra sem skrifuðu hana og fyrir hvern en þess háttar formáli er einstakur í íslenskum miðaldahandritum. Bókin er rituð 1387-1394 og er 225 blöð.
Sögusvið Flateyjarbókar teygir sig til Rússlands í austri og Ameríku í vestri. Sögur Noregskonunga mynda kjarna bókarinnar en þar eru einnig margir Íslendingaþættir, sögur af Orkneyjajörlum, Færeyingum og ferðum til Grænlands og Vínlands, auk kvæða og annála
Á þessu ári hefur 350. ártíðar Hallgríms Péturssonar (1614-1674) verið minnst með ýmsum hætti. Handrit Flateyjarbókar minnir á skáldprestinn með þeim hætti sem nú skal greina:
Þormóður Torfason (1636-1719), sagnaritari konungs, bað Brynjólf Sveinsson (1605-1675), biskup, að semja skýringar við fornar vísur í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók. Brynjólfur færðist undan verkinu meðal annars vegna veikinda dóttur sinnar, Ragnheiðar (1641-1663). Hann bað séra Hallgrím um að semja skýringarnar því að honum treysti hann fullkomlega til verksins. Brynjólfur skrifaði Þormóði bréf 1663 og greindi honum frá þessu (sjá: Andvari 1913, bls. 134-137) og þar segir meðal annars:
Skýringar Hallgríms við vísurnar eru til og varðveittar í eiginhandarriti hans.
Þessu er sjálfsagt að halda til haga þegar handrit Flateyjarbókar er sýnt almenningi. Tilvalið hefði verið að sýna eiginhandarrit Hallgríms með vísnaskýringunum við hlið Flateyjarbókar í tilefni 350. ártíðar hans.