Það eru margir sem hafa komið á ferðum sínum til Rómar í Sistínsku kapelluna og séð þar freskuverk ítalska meistarans Michelangelos (1475-1564). Verk hans í hvelfingu kapellunnar og á veggjum hennar eru meðal mestu listaverka endurreisnarinnar.

Í hvelfingu er verk sem sýnir sköpun heimsins og þar er hin fræga mynd sem sýnir bilið milli fingurs Guðs og fingurs mannsins.

Annað verk er líka í kapellunni, Dómsdagur.

Dómsdagsfreskan er á altarisvegg kapellunnar og það gerði Michelangelo ásamt aðstoðarmönnum sínum á árunum 1537 -1541 og sýnir endurkomu Krists, þegar hann kemur til „að dæma lifendur og dauða.“

Þegar verkið var afhjúpað 31. október 1541 var ýmsum prelátum brugðið. Þeim hugnaðist ekki hve margt fólk í verkinu var nakið og auk þess fannst þeim tilfinningar þess vera nokkuð ýktar. Síðar var nektin hulin eða myndum breytt svo hún sæist síður.

Þetta er magnað verk og ferðamaður sem gengur um kapelluna nær ekki að fanga allt það sem verkið hefur upp á að bjóða. Þar geta að líta um 300 manns í verkinu og listsagnfræðingar hafa borið kennsl á býsna marga. Tilfinningar eru allsráðandi í verkinu, líkaminn er ekki falinn og oft er hann groddalegur og ýktur. Verkið hefur þau áhrif á marga að þeim finnst öngþveitið vera yfirþyrmandi – en er von á öðru á jafn miklum tímamótum og dómsdegi?

Jesús Kristur er kjarninn í fresku Michelangelos. Hann er í miðju verksins, vöðvastæltur og ákveðinn á svip, og María guðsmóðir er við hlið hans. Þar má sjá Jóhannes skírara og Pétur postula ásamt fjölda dýrlinga. Englar bera krossinn. Í efri hluta myndarinnar stíga hinir hólpnu til himna meðan hinir fordæmdu hrapa til heljar.

Ítalskur forvörður og listfræðingur, Sara Penco (f. 1969), segist hafa komist að því hvar finna megi Maríu Magdalenu í verkinu. Lengst af var talið að Michelangelo hefði sleppt því að mála hana en þó voru margir efins um það. Til þess hefur enginn borið kennsl á hana en eftir viðamiklar rannsóknir hefur Sara komist að niðurstöðu. Í huga hennar gat það ekki staðist að listamaðurinn hafi litið fram hjá Maríu Magdalenu, þessari merku konu, sem sagan stimplaði sem vændiskonu en hún hefur verið hreinsuð af þeim áburði.

Sara telur að María Magdalena standi til hliðar, eða eiginlega ögn á bak við krossinn, lengst til hægri á myndinni. Hún telur að listamaðurinn dragi fram mikilvægi hennar með hinum gullna lit og ljósu hári. Gulur litur táknar fals, svik, synd og geggjun. Allt var þetta tengt Maríu Magdalenu í sögunni. En það sem mestu máli skiptir er að hún kyssir krossinn. Kristur lítur til hennar ástúðlegum augum. María Magdalena horfir hins vegar í augu þess sem horfir á myndina. Spyr kannski: Hver svíkur hvern?

„En hjá krossi Jesú stóðu móðir hans og móðursystir, María, kona Klópa, og María Magdalena.“ (Jóhannesarguðspjall 19.25).

Hún sá Jesú gefa upp andann:
„Þar voru og konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena…“ (Markúsarguðspjall 15.40

María Magdalena kom að gröf Jesú og sá hann upprisinn, talaði við hann og fór síðan og sagði lærisveinunum frá því:
„María Magdalena kemur og boðar lærisveinunum: „Ég hef séð Drottin.“ Og hún flutti þeim það sem hann hafði sagt henni.“ (Jóhannesarguðspjall 20. 18).

Maríu Magdalenu er getið í öllum guðspjöllunum. Hún var í þeim hópi sem fylgdi Jesú á jarðvistardögum hans og sýndi þann kjark og trúfestu að vera viðstödd krossfestingu hans. Óttslegnir lærisveinarnir fengu fyrst að heyra um upprisu Jesú af hennar vörum.

Hún hefur verið viðfang listamanna á öllum tímum í myndlist, bókmenntum og kvikmyndum.

María Magdalena hefur orðið mörgum konum fyrirmynd í trú, staðfestu og hetjulund.

Sara Penco hefur skrifað bók um niðurstöður sínar og er hún nýkomin út og heitir: Mary Magdalene in Michelangelo´s Judgement

Byggt m.a. á The Daily Telegraph 11. desember 2034 (blaðútgáfan)

Dómsdagsmynd Michelangelos

Dómsdagsmyndin – hægri hluti

Mynd til nánari skýringar, hringur dreginn um andlit Maríu Magdalenu og myndhluti í hægra horni

María Magdalena kyssir krossinn

Ein af myndum hvelfingarinnar, sennilega sú frægasta: Sköpun mannsins

Sjá hér nánar stutt myndband um listaverk Michelangelos, Dómsdag.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það eru margir sem hafa komið á ferðum sínum til Rómar í Sistínsku kapelluna og séð þar freskuverk ítalska meistarans Michelangelos (1475-1564). Verk hans í hvelfingu kapellunnar og á veggjum hennar eru meðal mestu listaverka endurreisnarinnar.

Í hvelfingu er verk sem sýnir sköpun heimsins og þar er hin fræga mynd sem sýnir bilið milli fingurs Guðs og fingurs mannsins.

Annað verk er líka í kapellunni, Dómsdagur.

Dómsdagsfreskan er á altarisvegg kapellunnar og það gerði Michelangelo ásamt aðstoðarmönnum sínum á árunum 1537 -1541 og sýnir endurkomu Krists, þegar hann kemur til „að dæma lifendur og dauða.“

Þegar verkið var afhjúpað 31. október 1541 var ýmsum prelátum brugðið. Þeim hugnaðist ekki hve margt fólk í verkinu var nakið og auk þess fannst þeim tilfinningar þess vera nokkuð ýktar. Síðar var nektin hulin eða myndum breytt svo hún sæist síður.

Þetta er magnað verk og ferðamaður sem gengur um kapelluna nær ekki að fanga allt það sem verkið hefur upp á að bjóða. Þar geta að líta um 300 manns í verkinu og listsagnfræðingar hafa borið kennsl á býsna marga. Tilfinningar eru allsráðandi í verkinu, líkaminn er ekki falinn og oft er hann groddalegur og ýktur. Verkið hefur þau áhrif á marga að þeim finnst öngþveitið vera yfirþyrmandi – en er von á öðru á jafn miklum tímamótum og dómsdegi?

Jesús Kristur er kjarninn í fresku Michelangelos. Hann er í miðju verksins, vöðvastæltur og ákveðinn á svip, og María guðsmóðir er við hlið hans. Þar má sjá Jóhannes skírara og Pétur postula ásamt fjölda dýrlinga. Englar bera krossinn. Í efri hluta myndarinnar stíga hinir hólpnu til himna meðan hinir fordæmdu hrapa til heljar.

Ítalskur forvörður og listfræðingur, Sara Penco (f. 1969), segist hafa komist að því hvar finna megi Maríu Magdalenu í verkinu. Lengst af var talið að Michelangelo hefði sleppt því að mála hana en þó voru margir efins um það. Til þess hefur enginn borið kennsl á hana en eftir viðamiklar rannsóknir hefur Sara komist að niðurstöðu. Í huga hennar gat það ekki staðist að listamaðurinn hafi litið fram hjá Maríu Magdalenu, þessari merku konu, sem sagan stimplaði sem vændiskonu en hún hefur verið hreinsuð af þeim áburði.

Sara telur að María Magdalena standi til hliðar, eða eiginlega ögn á bak við krossinn, lengst til hægri á myndinni. Hún telur að listamaðurinn dragi fram mikilvægi hennar með hinum gullna lit og ljósu hári. Gulur litur táknar fals, svik, synd og geggjun. Allt var þetta tengt Maríu Magdalenu í sögunni. En það sem mestu máli skiptir er að hún kyssir krossinn. Kristur lítur til hennar ástúðlegum augum. María Magdalena horfir hins vegar í augu þess sem horfir á myndina. Spyr kannski: Hver svíkur hvern?

„En hjá krossi Jesú stóðu móðir hans og móðursystir, María, kona Klópa, og María Magdalena.“ (Jóhannesarguðspjall 19.25).

Hún sá Jesú gefa upp andann:
„Þar voru og konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena…“ (Markúsarguðspjall 15.40

María Magdalena kom að gröf Jesú og sá hann upprisinn, talaði við hann og fór síðan og sagði lærisveinunum frá því:
„María Magdalena kemur og boðar lærisveinunum: „Ég hef séð Drottin.“ Og hún flutti þeim það sem hann hafði sagt henni.“ (Jóhannesarguðspjall 20. 18).

Maríu Magdalenu er getið í öllum guðspjöllunum. Hún var í þeim hópi sem fylgdi Jesú á jarðvistardögum hans og sýndi þann kjark og trúfestu að vera viðstödd krossfestingu hans. Óttslegnir lærisveinarnir fengu fyrst að heyra um upprisu Jesú af hennar vörum.

Hún hefur verið viðfang listamanna á öllum tímum í myndlist, bókmenntum og kvikmyndum.

María Magdalena hefur orðið mörgum konum fyrirmynd í trú, staðfestu og hetjulund.

Sara Penco hefur skrifað bók um niðurstöður sínar og er hún nýkomin út og heitir: Mary Magdalene in Michelangelo´s Judgement

Byggt m.a. á The Daily Telegraph 11. desember 2034 (blaðútgáfan)

Dómsdagsmynd Michelangelos

Dómsdagsmyndin – hægri hluti

Mynd til nánari skýringar, hringur dreginn um andlit Maríu Magdalenu og myndhluti í hægra horni

María Magdalena kyssir krossinn

Ein af myndum hvelfingarinnar, sennilega sú frægasta: Sköpun mannsins

Sjá hér nánar stutt myndband um listaverk Michelangelos, Dómsdag.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir