Út er komin ljóðabókin Eitt andartak og höfundur hennar er Halla Jónsdóttir, hugmyndasagnfræðingur. Það er Skálholtsútgáfan sem gefur bókina út sem er 80 blaðsíður að lengd.

Ljóðabókin skiptist í fjóra hluta sem bera heitin Traust, Von, Þakklæti og Friður himinsins.

Ljóð Höllu eru áhrifamikil í einfaldleika sínum. Orðin renna mjúklega um blaðsíðurnar og öll ljóðin eru hlaðin djúpri merkingu, ýmist með einföldum tilvísunum til hins hversdagslega lífs eða til æðri máttarvalda. Hugsun þeirra er meitluð og hnitmiðuð en lesandi verður ekki var við það því að hvert ljóð er svo fagurlega ort og innri hugsanir skáldkonunnar streyma sem lygn á.

Ljóðin bera trú höfundar vitni. Hún er hógvær og einlæg í ljóðum sínum. Sér sinn eigin vanmátt en sækir traustan styrk sinn í trúna.

Mörg ljóðanna eru eins og samtöl vinkonu við almættið, einlæg samtöl og skáldkonan talar lágum rómi í ljóðunum og hlustar vandlega án þess að grípa framm í. Samtölin eru ekki löng heldur standa þau yfir í svo að segja í eitt andartak en búa svo um sig í hugsun lesandans sem íhugar visku þeirra og finnur samhljóm með skáldinu. Þannig verður hið verufræðilega andartak ljóðskáldsins og lesandans eitt um stundarsakir. Ljóð Höllu hafa áhrif því að þau eru full af visku og kærleika til manna og elsku til lífsins.

Traust hennar til Guðs er sem rauður þráður í ljóðunum og hún veit að í andstreymi lífsins er engum að treysta nema honum. Hún setur von sína á hann einan og til hans streymir þakklæti og lotning þegar friður himinsins stígur til jarðar í lífi manns og heims.

í kyrrðinni
kemur þú
hljóðlega
ég hvísla
nafn þitt
þú ert hjá mér
hugurinn kyrrist
þú sem reytir
illgresi
hjartans
hlúir
að blómunum
færir mér
yl kærleika þíns
og leggur mig
í vöggu náðarinnar

(bls. 13)

Hversdagurinn er fullur af atvikum sem sum hver eru alvarleg og manneskjan stendur oft ráðalaus gagnvart þeim. En mestu máli skiptir að geta sýnt samlíðun og kærleika sem vekur bænir í huganum:

bý á númer 7
heyri oft
í þyrlunni á leið
á pallinn
við sjúkrahúsið
fæ þá hnút í magann
en nú hefur hnúturinn
breyst
í bæn
um hjálp
og bænin  flýgur
með öllum bænunum
úr hinum húsunum
eins og fiðrildi

(bls. 26)

Annað ljóð endurómar líka þetta andartak sem allir þekkja:

kveiki á kerti
fyrir þau sem syrgja

á öðru fyrir þeim
sem hugga þau

þriðja kertið
þarf að loga lengst
því það er fyrir þau
sem enginn huggar

(bls. 47)

Manneskjan lifir í hversdeginum og það kemur mjög víða fram í ljóðum Höllu. Hversdagurinn er vettvangur manneskjunnar og færir henni það sem bæði er súrt og sætt. Ljóðskáldið horfir til þess jákvæða sem dagurinn gefur og auðsýnir þakklæti því að það hversdagslegasta getur verið sem hátíð:

þakklát
á fallegum  degi
það eru
einföldu hlutirnir
í lífinu
sem eru dýrmætir
bros barns
ilmur af
nýbökuðu brauði
geislar sólar
óvæntir
endurfundir
falleg orð
frá góðu fólki

hef notið alls þessa
í dag
þvílík gæfa

(bls. 60)

Ljóð Höllu eru líka sálusorgun. Hér er það vitur kona, trúuð og kærleiksrík, sem talar inn í ólíkar aðstæður sem margur kannast við. Orð hennar koma ró á hugann og eru græðandi, fyllt von og þakklæti, og byggja upp huga þeirra sem þurfa á sálusorgun að halda. Ljóðabók Höllu er því upplagt að gauka að manneskjum sem glíma við sitthvað sem sækir á hugann og veldur erfiðleikum. Lestur ljóðanna bætir andlega líðan og vekur bjartsýna von þó svalt sé í lofti.

Ljóðabókin Eitt andartak er ein af þessum ljóðabókum sem er tilvalin fyrir safnaðarstarf. Oft hefur verið bent á það á þessum vettvangi Kirkjublaðsins.is hve ljóð geta verið gott efni fyrir safnaðarfólk að ræða og lesa saman. Ljóðaformið er nefnilega alveg einstakur farvegur fyrir hugsanir fólks og tilfinningar. Trúarleg ljóð eins þau sem ljóðabók Höllu geymir opna nýjar gáttir í huga lesandans og greiða leið hans í andlegri leit og styrkja bænalífið. Mörg ljóðanna má líta á sem ljóðabænir sem lesandi getur gert að sínum og bætt sjálfur við ef hann kýs svo.

Halla starfaði á vettvangi þjóðkirkjunnar í fjöldamörg ár. Var fræðslustjóri þjóðkirkjunnar og kenndi á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við ljóðagerð frá unglingsárum og ljóð hennar hafa birst víða en þetta er hennar fyrsta ljóðabók.

Niðurstaða:
Ljóðabókin Eitt andartak er ein af þessum ljóðabókum sem á erindi til allra. Ljóðin græða huga og sál. Boðskapur ljóðanna er markviss og hlýr þar sem umhyggja og kærleikur ráða för. Ljóðskáldið og lesandi heilsast eitt andartak og oft kannast sá síðarnefndi við það sem skáldið talar um og finnur hvernig það hreyfir við honum til góðs og bætir andlega líðan hans. Ljóðabókin Eitt andartak ætti að vera til í hverju húsi.

Halla Jónsdóttir hefur sent frá sér frábæra ljóðabók og mannbætandi  – mynd: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Út er komin ljóðabókin Eitt andartak og höfundur hennar er Halla Jónsdóttir, hugmyndasagnfræðingur. Það er Skálholtsútgáfan sem gefur bókina út sem er 80 blaðsíður að lengd.

Ljóðabókin skiptist í fjóra hluta sem bera heitin Traust, Von, Þakklæti og Friður himinsins.

Ljóð Höllu eru áhrifamikil í einfaldleika sínum. Orðin renna mjúklega um blaðsíðurnar og öll ljóðin eru hlaðin djúpri merkingu, ýmist með einföldum tilvísunum til hins hversdagslega lífs eða til æðri máttarvalda. Hugsun þeirra er meitluð og hnitmiðuð en lesandi verður ekki var við það því að hvert ljóð er svo fagurlega ort og innri hugsanir skáldkonunnar streyma sem lygn á.

Ljóðin bera trú höfundar vitni. Hún er hógvær og einlæg í ljóðum sínum. Sér sinn eigin vanmátt en sækir traustan styrk sinn í trúna.

Mörg ljóðanna eru eins og samtöl vinkonu við almættið, einlæg samtöl og skáldkonan talar lágum rómi í ljóðunum og hlustar vandlega án þess að grípa framm í. Samtölin eru ekki löng heldur standa þau yfir í svo að segja í eitt andartak en búa svo um sig í hugsun lesandans sem íhugar visku þeirra og finnur samhljóm með skáldinu. Þannig verður hið verufræðilega andartak ljóðskáldsins og lesandans eitt um stundarsakir. Ljóð Höllu hafa áhrif því að þau eru full af visku og kærleika til manna og elsku til lífsins.

Traust hennar til Guðs er sem rauður þráður í ljóðunum og hún veit að í andstreymi lífsins er engum að treysta nema honum. Hún setur von sína á hann einan og til hans streymir þakklæti og lotning þegar friður himinsins stígur til jarðar í lífi manns og heims.

í kyrrðinni
kemur þú
hljóðlega
ég hvísla
nafn þitt
þú ert hjá mér
hugurinn kyrrist
þú sem reytir
illgresi
hjartans
hlúir
að blómunum
færir mér
yl kærleika þíns
og leggur mig
í vöggu náðarinnar

(bls. 13)

Hversdagurinn er fullur af atvikum sem sum hver eru alvarleg og manneskjan stendur oft ráðalaus gagnvart þeim. En mestu máli skiptir að geta sýnt samlíðun og kærleika sem vekur bænir í huganum:

bý á númer 7
heyri oft
í þyrlunni á leið
á pallinn
við sjúkrahúsið
fæ þá hnút í magann
en nú hefur hnúturinn
breyst
í bæn
um hjálp
og bænin  flýgur
með öllum bænunum
úr hinum húsunum
eins og fiðrildi

(bls. 26)

Annað ljóð endurómar líka þetta andartak sem allir þekkja:

kveiki á kerti
fyrir þau sem syrgja

á öðru fyrir þeim
sem hugga þau

þriðja kertið
þarf að loga lengst
því það er fyrir þau
sem enginn huggar

(bls. 47)

Manneskjan lifir í hversdeginum og það kemur mjög víða fram í ljóðum Höllu. Hversdagurinn er vettvangur manneskjunnar og færir henni það sem bæði er súrt og sætt. Ljóðskáldið horfir til þess jákvæða sem dagurinn gefur og auðsýnir þakklæti því að það hversdagslegasta getur verið sem hátíð:

þakklát
á fallegum  degi
það eru
einföldu hlutirnir
í lífinu
sem eru dýrmætir
bros barns
ilmur af
nýbökuðu brauði
geislar sólar
óvæntir
endurfundir
falleg orð
frá góðu fólki

hef notið alls þessa
í dag
þvílík gæfa

(bls. 60)

Ljóð Höllu eru líka sálusorgun. Hér er það vitur kona, trúuð og kærleiksrík, sem talar inn í ólíkar aðstæður sem margur kannast við. Orð hennar koma ró á hugann og eru græðandi, fyllt von og þakklæti, og byggja upp huga þeirra sem þurfa á sálusorgun að halda. Ljóðabók Höllu er því upplagt að gauka að manneskjum sem glíma við sitthvað sem sækir á hugann og veldur erfiðleikum. Lestur ljóðanna bætir andlega líðan og vekur bjartsýna von þó svalt sé í lofti.

Ljóðabókin Eitt andartak er ein af þessum ljóðabókum sem er tilvalin fyrir safnaðarstarf. Oft hefur verið bent á það á þessum vettvangi Kirkjublaðsins.is hve ljóð geta verið gott efni fyrir safnaðarfólk að ræða og lesa saman. Ljóðaformið er nefnilega alveg einstakur farvegur fyrir hugsanir fólks og tilfinningar. Trúarleg ljóð eins þau sem ljóðabók Höllu geymir opna nýjar gáttir í huga lesandans og greiða leið hans í andlegri leit og styrkja bænalífið. Mörg ljóðanna má líta á sem ljóðabænir sem lesandi getur gert að sínum og bætt sjálfur við ef hann kýs svo.

Halla starfaði á vettvangi þjóðkirkjunnar í fjöldamörg ár. Var fræðslustjóri þjóðkirkjunnar og kenndi á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við ljóðagerð frá unglingsárum og ljóð hennar hafa birst víða en þetta er hennar fyrsta ljóðabók.

Niðurstaða:
Ljóðabókin Eitt andartak er ein af þessum ljóðabókum sem á erindi til allra. Ljóðin græða huga og sál. Boðskapur ljóðanna er markviss og hlýr þar sem umhyggja og kærleikur ráða för. Ljóðskáldið og lesandi heilsast eitt andartak og oft kannast sá síðarnefndi við það sem skáldið talar um og finnur hvernig það hreyfir við honum til góðs og bætir andlega líðan hans. Ljóðabókin Eitt andartak ætti að vera til í hverju húsi.

Halla Jónsdóttir hefur sent frá sér frábæra ljóðabók og mannbætandi  – mynd: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir