Kirkjublaðið.is sá aðra sýningu á leikriti Þjóðleikhússins, Jólaboð, í gærkvöldi. Það er nýr leikhópur sem axlar sýninguna og gerir það með glæsibrag. Eitt af því sem við Íslendingar getum verið stoltir af er hvað við eigum framúrskarandi leikara.
Allt gengur hratt og örugglega fyrir sig á sviðinu og leikararnir liprir og fatast hvergi. Sýningin er bráðfyndin og húmorinn flottur en þó liggur undir alvörufull undiralda sem áhorfendur skynja vel.
Í sýningunni er hlaupið yfir aðfangadagskvöld í lífi einnar fjölskyldu í nokkrar kynslóðir frá því í byrjun 19. aldar. Helstu stórviðburðir aldarinnar koma fram við jólaborðið á aðfangadagskvöld. Kreppan, síðari heimsstyrjöldin og þróun í atvinnuháttum eins og sjávarútvegi en fjölskyldan byggir afkomu sína í fyrstu á útgerð. Svo koma önnur tímabil eins og blómaskeiðið með hippunum og síðan snjallsímabyltingin. Allri þessari samfélagsþróun og meiru til koma leikararnir til skila með frábærum hætti enda er þar hver stórleikarinn á sínum stað.
Aldarfarið kemur vel út með einföldum og snjöllum hætti eins og í húsmóðurinni sem var að bugast enda allur undirbúningur jólanna hvíldi á henni en karlpeningurinn kom hvergi nálægt og tók ekki einu sinni eftir því. Með seiglu reynir fjölskyldan að halda í hefð aðfangadagskvöldsins og það tekst þó að nýr tími sé aðsópsmikill. Hefðin birtist skýrt í borðhaldinu á aðfangadagskvöldi og sálminum Hátíð fer að höndum ein þó að móður hins hrakningslega nútímaunglings sem fastur er í símaskjánum finnist það ekki meika sens.
Leikarahópnum tekst firnavel að koma til skila í leiftrum andrúmslofti ákveðinna tímabila og hvernig kynslóðirnar hverfa sjónum. Sérstaklega var öldrun leikin afspyrnuvel og sannfærandi þegar einstaka fjölskyldumeðlimir fóru að berja nestið og gengu svo álútir þvert yfir sviðið og inn í eilífðina. Síðan tók fulltrúi næstu kynslóðar sér sæti þess horfna við jólaborðið. Fulltrúar nýju kynslóðanna voru hver öðrum litríkari.
Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Örn Garðarsson og hann hefur skrifað handritið ásamt Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Leikararnir eru í hópi okkar bestu: Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Örn Árnason.
Jólaboðið byggir á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder.
Kirkjublaðið.is hvetur alla til að sjá þessa fallegu og skemmtilegu leiksýningu. Hún er sálarbætandi á dimmum og köldum nóvemberdögum, andinn lyftist upp, bros leikur um varir og hlátur fyllir sálina.
Kirkjublaðið.is sá aðra sýningu á leikriti Þjóðleikhússins, Jólaboð, í gærkvöldi. Það er nýr leikhópur sem axlar sýninguna og gerir það með glæsibrag. Eitt af því sem við Íslendingar getum verið stoltir af er hvað við eigum framúrskarandi leikara.
Allt gengur hratt og örugglega fyrir sig á sviðinu og leikararnir liprir og fatast hvergi. Sýningin er bráðfyndin og húmorinn flottur en þó liggur undir alvörufull undiralda sem áhorfendur skynja vel.
Í sýningunni er hlaupið yfir aðfangadagskvöld í lífi einnar fjölskyldu í nokkrar kynslóðir frá því í byrjun 19. aldar. Helstu stórviðburðir aldarinnar koma fram við jólaborðið á aðfangadagskvöld. Kreppan, síðari heimsstyrjöldin og þróun í atvinnuháttum eins og sjávarútvegi en fjölskyldan byggir afkomu sína í fyrstu á útgerð. Svo koma önnur tímabil eins og blómaskeiðið með hippunum og síðan snjallsímabyltingin. Allri þessari samfélagsþróun og meiru til koma leikararnir til skila með frábærum hætti enda er þar hver stórleikarinn á sínum stað.
Aldarfarið kemur vel út með einföldum og snjöllum hætti eins og í húsmóðurinni sem var að bugast enda allur undirbúningur jólanna hvíldi á henni en karlpeningurinn kom hvergi nálægt og tók ekki einu sinni eftir því. Með seiglu reynir fjölskyldan að halda í hefð aðfangadagskvöldsins og það tekst þó að nýr tími sé aðsópsmikill. Hefðin birtist skýrt í borðhaldinu á aðfangadagskvöldi og sálminum Hátíð fer að höndum ein þó að móður hins hrakningslega nútímaunglings sem fastur er í símaskjánum finnist það ekki meika sens.
Leikarahópnum tekst firnavel að koma til skila í leiftrum andrúmslofti ákveðinna tímabila og hvernig kynslóðirnar hverfa sjónum. Sérstaklega var öldrun leikin afspyrnuvel og sannfærandi þegar einstaka fjölskyldumeðlimir fóru að berja nestið og gengu svo álútir þvert yfir sviðið og inn í eilífðina. Síðan tók fulltrúi næstu kynslóðar sér sæti þess horfna við jólaborðið. Fulltrúar nýju kynslóðanna voru hver öðrum litríkari.
Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Örn Garðarsson og hann hefur skrifað handritið ásamt Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Leikararnir eru í hópi okkar bestu: Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Örn Árnason.
Jólaboðið byggir á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder.
Kirkjublaðið.is hvetur alla til að sjá þessa fallegu og skemmtilegu leiksýningu. Hún er sálarbætandi á dimmum og köldum nóvemberdögum, andinn lyftist upp, bros leikur um varir og hlátur fyllir sálina.