Sigurðar Guðmundssonar málara er minnst um þessar mundir og er það vel en 150 ár eru liðin frá andláti hans. Hann andaðist 7. september 1874 í sjúkrahúsi Reykjavíkur.

Sigurður fæddist 1833 á Hellulandi í Hegranesi í Skagafirði og myndlistarhæfileikar hans komu snemma fram. Hann fór utan til Kaupmannahafnar 1849 til að læra húsamálun en hugur hans stóð ekki til þess og hvarf frá þeirri iðju eftir rúma viku. Velvildarmenn hans komu honum í kynni við listamenn og sáu þeir hvað í unga manninum bjó. Fór svo að hann komst í Akademíuna í Kaupmannahöfn 1851. Námið sóttist honum vel og hann var studdur til þess af ýmsum, meðal annars Jóni forseta Sigurðssyni (1811-1879). Heim kominn til Íslands settist hann að í Reykjavík. Sigurður hafði í hyggju að gerast sögumálari í anda dönsku gullaldarmálara 19. aldar. Saga Íslands átti jafnan hug hans eins og áhugi hans á stofnun Forngripasafnsins sýnir sem og hugmyndir hans um íslenska þjóðbúninginn. Ekki gekk þetta eftir enda jarðvegur hér á landi lítt fýsilegur fyrir listamenn og málaralist fjarri mörgum. Sigurður málaði leiktjöld við leikrit Matthíasar Jochumssonar (1835-1920), Útilegumenn, og Hellismenn eftir Indriða Einarsson (1851-1939). Hann kom einnig að því að skreyta og undirbúa konungsveisluna á Þingvöllum í tilefni 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar 1874, sama ár og hann lést.[1]

Sigurður málari lagði sinn skerf til íslensku kirkjunnar með því að mála altaristöflur en dýrt var fyrir fátækar kirkjur að kaupa þær frá útlöndum. Það gerði hann sakir fátæktar sinnar og sá fram á að geta jafnvel framfleytt sér við þá iðju ásamt því að mála mannamyndir. En það brast á vissan hátt. Þó að hann sjálfur byrjaði af kappi þá fjaraði undan vegna þess að:

„Altaristöflurnar borguðust seint og illa, eins og gengur, og Sigurður gafst upp á þeim, varð tómlátur við málun þeirra, svo að kirkjunnar menn urðu óþolinmóðir að bíða og brugðu honum um leti.“[2]

Hann hafði í sjálfu sér ekki áhuga á þessum starfa sínum og var svo sem ekkert að fela það. Í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar (1931-1913) skrifar hann til dæmis:

„Ég hef nú lengi einungis verið að mála altaristöflur, og það aldeilis mechanískt. Því ekki borgar sig að hafa of mikið við það (ég verð fyrst og fremst að bjarga lífinu).“[3] Þessi listiðja hans var honum því ákveðinn kross og „fjærst mínu skapi að mála af öllu.“[4] En hann hafði þó huggun gegn þessum harmi listamannsins og það álit á sjálfum sér að þessar töflur „verði ögn skárri en töflur þær, sem tíðkazt hafa hingað til hér á landi. Maður verður að hugga sig við, ef maður getur gert litla framför í einhverju.“[5]

Sigurður málari var þó ekki eini málarinn sem nánast neyddist til að mála altaristöflur eftir öðrum myndum. Margir höfðu þurft að feta þann veg fyrr og síðar. Fjöldi eftirmynda af frægri kvöldmáltíðarmynd Leonardos da Vincis (1452-1519) ber þess merki. Bæði nafnlausir málarar og aðrir undir nafni spreyttu sig á henni. Jafnaldri hans svo að segja, Arngrímur Gíslason (1829-1887), málaði margar altaristöflur. Hann hafði málaraaðstöðu í kirkjunni á Völlum í Svarfaðardal og segir frá því að í eitt sinn hafi fyrirmynd hans verið litlaus prentmynd og sjálfur valdi hann litina.[6] Sjálfur málaði Sigurður þó í dómkirkjunni í Reykjavík eftir altaristöflunni þar og er til mynd af honum þar sem Sigfús Eymundsson (1837-1911) tók.[7] Nokkrir seinni tíma málarar máluðu eftirmyndir eins og Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) og Brynjólfur Þórðarson (1896-1938).

„Sigurður hafði þann hátt, þegar hann málaði altaristöflur, að mynda þær að nokkru leyti eftir altaristöflunni í Reykjavíkurdómkirkju, en bregða þó nokkuð út af um Kristsmyndina og breyta smávegis öðru í myndinni.“[8]

Þessi háttur hans við málun altaristaflna varð þess valdandi að séra Jóni Auðuns (1905-1981) skrifaði svo í bók sína um Sigurð málara: „Þess vegna er lítið frumlegt við þessar myndir, og engin eftirmynd þeirra tekin í þessa bók. Hann málaði þessar myndir einungis vegna þess, að hann varð að lifa af einhverju.“[9]

En hvað um það. Nokkrar kirkjur eru með altaristöflu úr smiðju Sigurðar málara og eru stoltar af því. Þær bera með sér ákveðinn þátt úr menningarsögunni og segja frá því að þessi fátæki listamaður, sem var nú kallaður sjéní, hafi þurft að mála þær sakir fátæktar sinnar. Þó að sumar þeirra hafi verið málaðar af ólund þá eru kirkjurnar þakklátar fyrir að þessi ágæti listamaður hafi fest þær á léreft eftir sjálfri altaristöflu dómkirkjunnar í Reykjavík og jafnvel þó að hann tæki sér stundum bessaleyfi listamálarans og bætti í eða felldi úr.

Eftirmyndir af töflu G. T. Wegeners (1817-1877) í dómkirkjunni í Reykjavík eftir Sigurð málara eru meðal annars í þessum kirkjum: Álftaneskirkju á Mýrum, Akraneskirkju, Lágafellskirkju, Kálfartjarnarkirkju, Hvalsneskirkju, Kirkjuvogskirkju, Strandarkirkju, Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð, Stóradalkirkju undir Eyjafjöllum og Reynskirkja í Mýrdal. [10]

Þrátt fyrir allt ætti kirkjan að þakka þessa samfylgd Sigurðar málara þó að á ýmsu hafi gengið í henni. Sigurður málari reyndist nefnilega þegar öllu er á botninn hvolft vera mikill menningarfrömuður á Íslandi sem þakka ber fyrir.

Kirkjublaðið.is bendir á öflugan vef um Sigurð málara.

Þá kom út bók í ritröð (nr. 47) Þjóðminjasafns Íslands, sem heitir: Málarinn og menningarsköpun – Sigurður Guðmundsson 1858-1874, í ritstjórn Karls Aspelund og Terry Gunnell. Mikið rit, 583 bls. En útgáfuárs er ekki getið – líklega 2017. Þar er altarismynda Sigurðar ekki getið og ekki ná þær marki til að komast í myndasafn bókarinnar frekar en í bók séra Jóns Auðuns 1950.

Hér má sjá þrjár altaristöflur Sigurðar málara – á þeim sést munur þó báðar séu eftirmyndir töflunnar í dómkirkjunni í Reykjavík:

 

Strandarkirkja - 1865

Strandarkirkja – frá 1865

Kirkjuvogskirkja í Höfnum – frá 1865

Lágafellskirkja – frá 1873

Altaristaflan í Dómkirkjunni í Reykjavík frá 1847 – því miður glampar á myndina en síðar verður bætt úr með betri mynd

Heimildir:

[1] Sigurður Guðmundsson, málari – Sigurdurmalari (hi.is) Sótt 7. september 2024.

[2] Sjá: Lárus Sigurbjörnsson, „Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan,“ Skírnir, 120. árg., 1. tbl., (1946): 21. –(Nmgr. hjá Lárusi nr. 21).

[3] Jón Auðuns, Sigurður málari, (Reykjavík: Leiftur 1950), ekkert blaðsíðutal.

[4] Jón Auðuns, Sigurður málari, (Reykjavík: Leiftur 1950), ekkert blaðsíðutal.

[5] Jón Auðuns, Sigurður málari, (Reykjavík: Leiftur 1950), ekkert blaðsíðutal.

[6] Kristján Eldjárn, Arngrímur málari (Reykjavík: Iðunn, 1983), 157.

[7] Matthías Þórðarson, „Skýrsla um viðbót við Forngripasafnið og þau söfn, er því eru sameinuð, árið 1909,“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 25. árg. 1910, 87.

[8] Sjá: Lárus Sigurbjörnsson, „Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan,“ Skírnir, 120. árg., 1. tbl., (1946): 21.

[9] Jón Auðuns, Sigurður málari, (Reykjavík: Leiftur 1950), ekkert blaðsíðutal.

[10] Kirkjur Íslands, 18. bindi, Dómkirkjan o.fl. kirkjur, (Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands o.fl.), bls. 124, nmgr. 135.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sigurðar Guðmundssonar málara er minnst um þessar mundir og er það vel en 150 ár eru liðin frá andláti hans. Hann andaðist 7. september 1874 í sjúkrahúsi Reykjavíkur.

Sigurður fæddist 1833 á Hellulandi í Hegranesi í Skagafirði og myndlistarhæfileikar hans komu snemma fram. Hann fór utan til Kaupmannahafnar 1849 til að læra húsamálun en hugur hans stóð ekki til þess og hvarf frá þeirri iðju eftir rúma viku. Velvildarmenn hans komu honum í kynni við listamenn og sáu þeir hvað í unga manninum bjó. Fór svo að hann komst í Akademíuna í Kaupmannahöfn 1851. Námið sóttist honum vel og hann var studdur til þess af ýmsum, meðal annars Jóni forseta Sigurðssyni (1811-1879). Heim kominn til Íslands settist hann að í Reykjavík. Sigurður hafði í hyggju að gerast sögumálari í anda dönsku gullaldarmálara 19. aldar. Saga Íslands átti jafnan hug hans eins og áhugi hans á stofnun Forngripasafnsins sýnir sem og hugmyndir hans um íslenska þjóðbúninginn. Ekki gekk þetta eftir enda jarðvegur hér á landi lítt fýsilegur fyrir listamenn og málaralist fjarri mörgum. Sigurður málaði leiktjöld við leikrit Matthíasar Jochumssonar (1835-1920), Útilegumenn, og Hellismenn eftir Indriða Einarsson (1851-1939). Hann kom einnig að því að skreyta og undirbúa konungsveisluna á Þingvöllum í tilefni 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar 1874, sama ár og hann lést.[1]

Sigurður málari lagði sinn skerf til íslensku kirkjunnar með því að mála altaristöflur en dýrt var fyrir fátækar kirkjur að kaupa þær frá útlöndum. Það gerði hann sakir fátæktar sinnar og sá fram á að geta jafnvel framfleytt sér við þá iðju ásamt því að mála mannamyndir. En það brast á vissan hátt. Þó að hann sjálfur byrjaði af kappi þá fjaraði undan vegna þess að:

„Altaristöflurnar borguðust seint og illa, eins og gengur, og Sigurður gafst upp á þeim, varð tómlátur við málun þeirra, svo að kirkjunnar menn urðu óþolinmóðir að bíða og brugðu honum um leti.“[2]

Hann hafði í sjálfu sér ekki áhuga á þessum starfa sínum og var svo sem ekkert að fela það. Í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar (1931-1913) skrifar hann til dæmis:

„Ég hef nú lengi einungis verið að mála altaristöflur, og það aldeilis mechanískt. Því ekki borgar sig að hafa of mikið við það (ég verð fyrst og fremst að bjarga lífinu).“[3] Þessi listiðja hans var honum því ákveðinn kross og „fjærst mínu skapi að mála af öllu.“[4] En hann hafði þó huggun gegn þessum harmi listamannsins og það álit á sjálfum sér að þessar töflur „verði ögn skárri en töflur þær, sem tíðkazt hafa hingað til hér á landi. Maður verður að hugga sig við, ef maður getur gert litla framför í einhverju.“[5]

Sigurður málari var þó ekki eini málarinn sem nánast neyddist til að mála altaristöflur eftir öðrum myndum. Margir höfðu þurft að feta þann veg fyrr og síðar. Fjöldi eftirmynda af frægri kvöldmáltíðarmynd Leonardos da Vincis (1452-1519) ber þess merki. Bæði nafnlausir málarar og aðrir undir nafni spreyttu sig á henni. Jafnaldri hans svo að segja, Arngrímur Gíslason (1829-1887), málaði margar altaristöflur. Hann hafði málaraaðstöðu í kirkjunni á Völlum í Svarfaðardal og segir frá því að í eitt sinn hafi fyrirmynd hans verið litlaus prentmynd og sjálfur valdi hann litina.[6] Sjálfur málaði Sigurður þó í dómkirkjunni í Reykjavík eftir altaristöflunni þar og er til mynd af honum þar sem Sigfús Eymundsson (1837-1911) tók.[7] Nokkrir seinni tíma málarar máluðu eftirmyndir eins og Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) og Brynjólfur Þórðarson (1896-1938).

„Sigurður hafði þann hátt, þegar hann málaði altaristöflur, að mynda þær að nokkru leyti eftir altaristöflunni í Reykjavíkurdómkirkju, en bregða þó nokkuð út af um Kristsmyndina og breyta smávegis öðru í myndinni.“[8]

Þessi háttur hans við málun altaristaflna varð þess valdandi að séra Jóni Auðuns (1905-1981) skrifaði svo í bók sína um Sigurð málara: „Þess vegna er lítið frumlegt við þessar myndir, og engin eftirmynd þeirra tekin í þessa bók. Hann málaði þessar myndir einungis vegna þess, að hann varð að lifa af einhverju.“[9]

En hvað um það. Nokkrar kirkjur eru með altaristöflu úr smiðju Sigurðar málara og eru stoltar af því. Þær bera með sér ákveðinn þátt úr menningarsögunni og segja frá því að þessi fátæki listamaður, sem var nú kallaður sjéní, hafi þurft að mála þær sakir fátæktar sinnar. Þó að sumar þeirra hafi verið málaðar af ólund þá eru kirkjurnar þakklátar fyrir að þessi ágæti listamaður hafi fest þær á léreft eftir sjálfri altaristöflu dómkirkjunnar í Reykjavík og jafnvel þó að hann tæki sér stundum bessaleyfi listamálarans og bætti í eða felldi úr.

Eftirmyndir af töflu G. T. Wegeners (1817-1877) í dómkirkjunni í Reykjavík eftir Sigurð málara eru meðal annars í þessum kirkjum: Álftaneskirkju á Mýrum, Akraneskirkju, Lágafellskirkju, Kálfartjarnarkirkju, Hvalsneskirkju, Kirkjuvogskirkju, Strandarkirkju, Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð, Stóradalkirkju undir Eyjafjöllum og Reynskirkja í Mýrdal. [10]

Þrátt fyrir allt ætti kirkjan að þakka þessa samfylgd Sigurðar málara þó að á ýmsu hafi gengið í henni. Sigurður málari reyndist nefnilega þegar öllu er á botninn hvolft vera mikill menningarfrömuður á Íslandi sem þakka ber fyrir.

Kirkjublaðið.is bendir á öflugan vef um Sigurð málara.

Þá kom út bók í ritröð (nr. 47) Þjóðminjasafns Íslands, sem heitir: Málarinn og menningarsköpun – Sigurður Guðmundsson 1858-1874, í ritstjórn Karls Aspelund og Terry Gunnell. Mikið rit, 583 bls. En útgáfuárs er ekki getið – líklega 2017. Þar er altarismynda Sigurðar ekki getið og ekki ná þær marki til að komast í myndasafn bókarinnar frekar en í bók séra Jóns Auðuns 1950.

Hér má sjá þrjár altaristöflur Sigurðar málara – á þeim sést munur þó báðar séu eftirmyndir töflunnar í dómkirkjunni í Reykjavík:

 

Strandarkirkja - 1865

Strandarkirkja – frá 1865

Kirkjuvogskirkja í Höfnum – frá 1865

Lágafellskirkja – frá 1873

Altaristaflan í Dómkirkjunni í Reykjavík frá 1847 – því miður glampar á myndina en síðar verður bætt úr með betri mynd

Heimildir:

[1] Sigurður Guðmundsson, málari – Sigurdurmalari (hi.is) Sótt 7. september 2024.

[2] Sjá: Lárus Sigurbjörnsson, „Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan,“ Skírnir, 120. árg., 1. tbl., (1946): 21. –(Nmgr. hjá Lárusi nr. 21).

[3] Jón Auðuns, Sigurður málari, (Reykjavík: Leiftur 1950), ekkert blaðsíðutal.

[4] Jón Auðuns, Sigurður málari, (Reykjavík: Leiftur 1950), ekkert blaðsíðutal.

[5] Jón Auðuns, Sigurður málari, (Reykjavík: Leiftur 1950), ekkert blaðsíðutal.

[6] Kristján Eldjárn, Arngrímur málari (Reykjavík: Iðunn, 1983), 157.

[7] Matthías Þórðarson, „Skýrsla um viðbót við Forngripasafnið og þau söfn, er því eru sameinuð, árið 1909,“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 25. árg. 1910, 87.

[8] Sjá: Lárus Sigurbjörnsson, „Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan,“ Skírnir, 120. árg., 1. tbl., (1946): 21.

[9] Jón Auðuns, Sigurður málari, (Reykjavík: Leiftur 1950), ekkert blaðsíðutal.

[10] Kirkjur Íslands, 18. bindi, Dómkirkjan o.fl. kirkjur, (Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands o.fl.), bls. 124, nmgr. 135.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir