Kirkjublaðið.is rakst fyrir nokkru á forvitnilega bók í danskri bókabúð. Höfundur hennar er Peter Brandt Baumgartner og er sérfræðingur í samskiptamálum sem hefur starfað á kirkjulegum vettvangi. Hún heitir: På vej mod en undrende folkekirke – Kommunikation sem eksistentielt mødested og kom út á þessu ári – 158 bls. Það er forlagið Eksistensen sem gefur út.

Bókin talar inn í íslenskt kirkjulíf þó að grunnur hennar sé vitaskuld danskur. Margt er líkt með íslenskri þjóðkirkju og þeirri dönsku þó að margt skilji þær líka að. Þess vegna á efni bókarinnar fullt erindi til íslenskra lesenda.

Í bókinni veltir höfundur fyrir sér með hvaða hætti kirkjan, og þá danska þjóðkirkjan, geti komið erindi sínu á framfæri á samkeppnismarkaði lífsskoðana sem hefur aldrei verið jafn líflegur og nú. Hann fullyrðir að hefð og trú hafi misst vægi sitt í nútímanum sem má vissulega taka undir. Þess vegna sé mikilvægt fyrir kirkjuna að ná til nútímafólks sem hrist hefur af sér hefðir og telur trúmál ekki skipta miklu máli. Samskipti, tungumál og hvers kyns boðmiðlun, séu því viðfangsefni sem kirkjan verði að taka til endurskoðunar.

Sjá megi ótvíræð merki um gjá milli kirkjunnar og samfélagsins vegna þess að tungutakið sé framandi sem og sá andblær sem fylgir fornum textum og túlkunum á þeim. Samskipti geta nefnilega lagt grunn að mannlífstorgi þar sem fólk kemur saman í gleði og sorg. Kirkjan eigi að vera mannlífstorg þar sem einstaklingarnir séu öruggir og umfram allt frjálsir.

Í bók sinni horfir höfundur einkum fram á veginn og telur að hún geti því komið kirkjufólki að notum eða m.ö.o. kirkjustjórn, prestum, djáknum, sóknarnefndarfólki og öllum þeim er áhuga hafa á málefninu.

Segja má að höfundur flytji ekki neinn stóran sannleika í þessum málum. Hins vegar dregur hann fram fjölmarga mikilvæga þætti sem öll þau er að kirkjulegum samskiptum og boðskiptum, boðun og fræðslu, ættu að velta fyrir sér.

Þjóðkirkja er með fjölda presta og djákna á sínum vegum sem hafa það hlutverk að flytja ákveðinn boðskap til fólks. Mikilvægt er því að starfsfólkið sem fæst við þetta spyrji sjálft sig hvaða leiðir séu árangursríkastar. Prédikunin er kunnasta form boðunar kirkjunnar og það sem á undir högg að sækja í nútímanum. Margir góðir prédikarar finnast meðal kirkjufólks, vígðir sem óvígðir, og kannski enn fleiri sem eiga í vandræðum með þessa boðunarleið af ýmsum ástæðum. Þessi orð má þó ekki skilja svo að prédikunin sé á útleið. Þvert á móti leggur höfundur áherslu á að í samskiptamálum verði allar leiðir að vera til. Hefðbundin guðsþjónusta muni seint víkja enda þótt mörg önnur form hennar hafi komið til sögunnar sem sé mjög jákvætt. En prédikun hefðbundinnar guðsþjónustu er þar fastur liður sem lítt eða ekkert verði við hróflað.

Kirkjan verði að temja sér fjölbreyttari samskipti ætli hún sér að ná út fyrir raðir sinna trúföstu félaga. Þau sem fyrir utan standa kunna mörg hver ekki við hið kennivaldslega yfirbragð prédikunarinnar – sama á við mörg þeirra er á kirkjubekkjum sitja. Lýðræðislegt samfélag byggir nefnilega á samtali sem prédikunin býður ekki upp á nema um sé að ræða samtalsprédikun sem margir kannast við.

Samskiptin snúast annars vegar um hvernig kirkjan kemur til móts við söfnuðinn og hins vegar gagnvart þeim sem standa þar fyrir utan. Höfundur dregur enga dul á að mikið starf hafi verið unnið innan margra safnaða með það að markmiði að ná betur til safnaðarfólks sem og þeirra sem utan standa. Öll sú viðleitni veltur auðvitað á atorku og áhuga þeirra sem þar eru í forsvari. Það er ekki nýtt að markaður lífsskoðana sé mikill um sig – svo hefur sennilega verið á öllum tímum. En kirkjan  kom sér mjög vel fyrir á þeim markaði og fáir sem gátu ógnað stöðu hennar. Það er breytt.

Kirkjan stendur frammi fyrir nýjum veruleika sem hún verður að takast á við án þess þó að glata erindi sínu. Aldrei sem nú sé það henni mikilvægara að koma til áheyrenda sinna af hógværð og skilningi á aðstæðum þeirra. Menningarlegur bakgrunnur þeirra sem bæði sitja á kirkjubekkjum og þeirra er utan standa og hlýða á er misjafn og gerir kröfur til prédikara/ræðumanna um innsæi og mannlegan skilning.

Í þessu sambandi talar höfundur um þriðja rýmið eða þriðju víddina þar sem þau er taka á móti boðskapnum flétta saman eigin lífi, sögu sinni og bakgrunni, í ljósi þess sem sagt er. Þá getur höfundur einnig um það sem kalla mætti samskiptarof og felst í því að prédikari eða ræðumaður sé svo innmúraður og innvígður (svo notað sé frægt orðalag) í kirkjuhugsun að þegar hann talar utan kirkjusamfélagsins er hann enn með kirkjuna á herðum sér og tungutak hennar í hæstu hæðum, skilur hann áheyrendur sem ekki þekkja til eftir á berangri.

Höfundur fjallar nokkuð rækilega um vanda kristinna trúfélaga sem standa andspænis minnkandi trausti og fækkun í þeirra röðun. Bendir á að samfélagsþróunin hafi verið býsna hröð í þessu efni og þar sé skýringa að leita í sterkari einstaklingshyggju sem og þverrandi tiltrú á ýmsar stofnanir samfélagsins. Allt sé þetta runnið meira og minna úr smiðjum póstmódernismans og verði lítt við ráðið. Dýrkun einstaklinga á sjálfum sér – sem samfélagsmiðlar nútímans ýta undir – gerir nýjar kröfur á hendur kirkjunni. Hver vill að kirkjan ávarpi hann eða hana eftir því sem við á og setji sig inn í aðstæður þeirra sem einstaklinga. Úr vöndu er að ráða og því mikilvægt að kirkjan þekki óskir fólks og væntingar. Fólk hyllist til að nota kirkjuna eftir eigin hentugleikum bæði til að ná meiri dýpt í lífið og sinna andlegri rækt (til dæmis með því að sækja barnamessur/krílamessur) eða í sumum tilvikum til að hafa meira tilstand og tilbreytingu – og eftir atvikum meira fjör. Hér skýtur upp hugtakinu churching alone – kirkja sé sótt af persónulegum ástæðum eingöngu og þar sé einstaklingurinn einn með sjálfum sér og telur kirkjuna vera heppilegan tilverugrunn.

Einstaklingshyggja getur verið af ýmsum toga. Höfundur bendir á að einstaklingshyggja meðal Dana sé ekki eingöngu bundin vitund einstaklingsins um sjálfan sig heldur fléttist inn í hana sterk vitund um að tilheyra fjölskyldu og vinnustað/skóla/ og þjóðerni. Einstaklingshyggjan hvetur til sjálfstæðis gagnvart stofnunum samfélagsins; hvetur til skynsamlegrar gagnrýni á þær. Hver maður telji sig vel færan um að gagnrýna stofnanirnar, gagnrýna til dæmis prédikunina sem stofnun og telja að túlkun þeirra sjálfra geti verið jafnrétt og þess sem prédikar. Þetta verði kirkjan að horfast í augu við og spyrja sig hvernig hún geti tekist á við að skarð sé komið í kenningarvald hennar sem boðað er af prédikunarstólnum á sunnudegi og endranær.

Markaðssamfélag nútímans hefur mikil áhrif á starf kirkjunnar. Sjálf markaðshyggjan tengist verðmati á vörum og þjónustu. Kirkjan stendur andspænis þessum þætti markaðshyggjunnar en verður þó að gæta sín að gera ekki boðskap sinn að söluvöru. Höfundur segir að hér sé vandratað meðalhófið þegar kirkjan heldur út á samkeppnismarkaðinn um að ná athygli fólks. Hver býður best? Manneskjan er að kristnum skilningi ekki viðskiptavinur heldur einstaklingur sem boðin er fylgd meistarans frá Nasaret þar sem kærleikur og fórnfýsi eru aðalsmerkin.

Samskiptasérfræðingar (PR-fólk-almannatenglar) eru stundum ráðnir af söfnuðum og kirkjum tímabundið. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við það í ákveðnum aðstæðum en ætíð verður að gæta sín á sérleika kirkjusamfélagsins. Það er þjónusta. Ekki viðskiptasamband.

Höfundur ræðir að sjálfsögðu um hina nýju rafrænu miðla og notkun þeirra. Þar eru fremstir í flokki Feisbók, Instagram og X (áður Twitter). Heimasíður kirkna og einstaklinga. Ekki skal farið hér yfir það sem hann segir um þátt þessara miðla á tímum kórónuveirufaraldursins. Rafrænn söfnuður sá dagsins ljós og um hann hefur verið margt skrifað. Saga hins rafræna safnaðar verður síðar rituð.

Rafræn kirkja er á vissan hátt kirkja við hliðina á kirkjunni. Hún kemur aldrei í stað hinnar hefðbundnu kirkju þar sem  fólk hittist augliti til auglitis. Líkamleg nánd er mikilvæg í öllum samskiptum mannfólksins. Ekkert kemur í raun og veru í stað hennar: Handaband, bros, faðmlag, etc.

Samfélagsmiðlar nútímans eru þýðingarmikið tækifæri fyrir kirkjuna. Hún hefur stokkið á þessa miðla eins og margar aðrar stofnanir samfélagsins. Nýju miðlarnir krefjast annars konar samskipta og boðunaraðferða en hinir eldri. Þessir nýju miðlar eru að mati höfundar kröfuharðir ef þeir eru nýttir skipulega en ekki af handahófi. Annars konar boðunartónn kemur fram í þeim. Þar er samtalið í fyrirrúmi. Samtal og jafnrétti milli þeirra er ræðast þar við. Á vissan hátt er þar enginn sem hefur kenningarvald og það getur reyndar mörgum íhaldssömum þótt súrt í broti sem halda fast við elligulan sýndarveruleika trúarjátninganna. En skoðanaskiptin byggjast á þekkingu, tilfinningum og væntingum. Samskiptamiðlarnir eru prédikunarstólar hinnar rafrænu kirkju þar sem enginn einn einokar stólinn með einhverri stólræðulegri mærð upp á gamla móðinn.

Höfundur segir þessa miðla vera orðna að stofnun í samfélaginu – sumir segja reyndar stjórnlausa stofnun. Þó að höfundur nefni það ekki þá er til urmull af samsæriskenningum um hverjir stýri veraldarvefnum og einstökum umfangsmiklum og áhrifaríkum samfélagsmiðlum. Það er önnur saga.

Fráleitt hefur kirkjan setið með hendur í kjöltu að mati höfundar þegar rætt er um boðun og samskipti á nýjum tímum. Hann rekur ágætlega fjölmargt sem kirkjur hafa bryddað upp á til að fleyta áfram boðskap sínum. Íslensk kirkja kannast við það allt meira og minna og óþarft að rekja það. Segja má að hugmyndaflugið sé mikið. Margt hefur skilað góðum árangri og skotið rótum í almennu kirkjustarfi. Kirkjurnar hafa ekki gleymt því að mestu máli skiptir að virkja fólk, hvetja til þátttöku og samstarfs. Guðsþjónustan er í brennidepli, kærleiksþjónustan og fræðslan. Þetta eigi líka sinn farveg á nýjum samskiptavettvangi en þó með öðrum hætti. Nýr farvegur er líka svo kröftugur að hann getur umbylt valdapíramída kirkjunnar sem höfundur telur nauðsyn að hrófla við svo ekki sé meira sagt.

Höfundur minnir á að hlutur sálgæslu í starfi kirkjunnar hafi farið vaxandi og sálgæslan hafi verið útvíkkuð. Í því sambandi bendir hann á átak sem Hróarskeldubiskupsdæmi hratt af stað á síðasta ári. Markmið sálgæslunnar væri að koma til móts við manneskjuna þar sem hún væri stödd hverju sinni. Sálgæslan snerist ekki bara um sorg heldur öll tilverufræðileg vandamál og umhugsunarefni sem kunna að skjóta upp kolli. Leitað sé að merkingu í lífinu og margt ungmennið sé í viðjum veraldlegrar fullkomnunarmenningar (nýjustu tæki og tól, og útlit etc.) sem það ráði ekki við. Það sé sálarkreppa sem kirkja sálusorgunarinnar takist á við og líti ekki á viðkomandi sem viðskiptavini heldur sem börn Guðs.

Mörgum gengur erfiðlega að takast á við hefðbundið tungutak kirkjunnar. Það á bæði við mál fornra trúartexta og svo prédikanir. Þetta er ekki nýtt af nálinni. Kirkjan geymir arf menningar og tungumáls og er stolt af því. Á sama tíma og hún stendur vörð um þennan arf verður hún að senda út boðskap sinn með öðru tungutaki sem nær til nýrra kynslóða. Henni sé þörf á að skapa nýjan samtalsgrunn þar sem tilverufræðileg mál eru rædd – kirkjan geti orðið vettvangur þar sem lífsgátan sé brotin til mergjar á máli sem fólk skilur en þó með sterkum rótum og tilvísunum til trúarlegs málfars og hugsunar. Hún á að vera hús samtalsins, eins og höfundur orðar það. Í því húsi á lotningin heima, undrun yfir allri dýrð veraldar ásamt forvitni og leit í nýjum heimi. Og í þessu húsi er sjónum beint að náunganum og þörfum hans. Þetta hús hýsir tilverufræðilegan samskiptagrunn kirkjunnar.

Í lok bókarinnar bendir höfundur á að list kirkjuhúsanna geymi mörg tækifæri til boðunar og samskipta. Sömuleiðis listin í sálmum og sálmasöngurinn sé nánast samtal við skaparann. Listin sem kirkjan geymi séu sem dyr til einhvers sem er stærra og af öðrum heimi.

Meginniðurstaða höfundar er sú að kirkjan sé auðug af samskiptaleiðum og hún verði að notfæra sér þær af metnaði og framsýni. Hún verði að halda í hefðina en samtímis að taka fagnandi öllum nýjum aðferðum sem leiði til góðs. Samskiptaleiðir kirkjunnar eigi sannarlega að mótast af guðfræði, samtali, opnu viðmóti og tilverufræðilegri nálgun. Hún verður að tala mannamál og ekki vera valdsmannsleg né heldur vera föst í kenningavef hvort heldur nýslegnum eða fornum sem húsaskúmur væri.

Í stuttu máli:

Umrædd bók er holl lesning öllum þeim er láta kirkjumál sig skipta og hafa velt vöngum yfir leiðum til boðunar og samskipta innan kirkjunnar. Margar leiðir eru farnar og ræddar í bókinni og þung áhersla á mikilvægi nýrra leiða til að ná til fólks án þess þó að varpa fyrir róða gömlum og grónum aðferðum við boðun fagnaðarerindisins eins og hinnar hefðbundnu guðsþjónustu. Kirkjan stendur anspænis nýjum tímum og til þess að daga ekki uppi sem hvert annað nátttröll verður hún að halda vöku sinni og auka snerpu sína í öllum samskiptum og boðskiptum. Kirkjublaðið.is las þessa bók af ánægju og festi þessa punkta á blað að lestri loknum. Hugsanlega kann eitthvað að vera ofsagt og annað jafnvel vansagt eins og gjarnan vill verða þegar fjallað er um bækur sem lesnar eru í skyndi. Þá vill Kirkjublaðið.is benda á þetta ágæta forlag, Eksistensen, sem gefur bókina út en þar má finna margar bækur sem höfða til kirkjufólks. Látið ekki dönskuna hræða ykkur – hún er auðlesnari en margur heldur og hið skemmtilegasta mál.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is rakst fyrir nokkru á forvitnilega bók í danskri bókabúð. Höfundur hennar er Peter Brandt Baumgartner og er sérfræðingur í samskiptamálum sem hefur starfað á kirkjulegum vettvangi. Hún heitir: På vej mod en undrende folkekirke – Kommunikation sem eksistentielt mødested og kom út á þessu ári – 158 bls. Það er forlagið Eksistensen sem gefur út.

Bókin talar inn í íslenskt kirkjulíf þó að grunnur hennar sé vitaskuld danskur. Margt er líkt með íslenskri þjóðkirkju og þeirri dönsku þó að margt skilji þær líka að. Þess vegna á efni bókarinnar fullt erindi til íslenskra lesenda.

Í bókinni veltir höfundur fyrir sér með hvaða hætti kirkjan, og þá danska þjóðkirkjan, geti komið erindi sínu á framfæri á samkeppnismarkaði lífsskoðana sem hefur aldrei verið jafn líflegur og nú. Hann fullyrðir að hefð og trú hafi misst vægi sitt í nútímanum sem má vissulega taka undir. Þess vegna sé mikilvægt fyrir kirkjuna að ná til nútímafólks sem hrist hefur af sér hefðir og telur trúmál ekki skipta miklu máli. Samskipti, tungumál og hvers kyns boðmiðlun, séu því viðfangsefni sem kirkjan verði að taka til endurskoðunar.

Sjá megi ótvíræð merki um gjá milli kirkjunnar og samfélagsins vegna þess að tungutakið sé framandi sem og sá andblær sem fylgir fornum textum og túlkunum á þeim. Samskipti geta nefnilega lagt grunn að mannlífstorgi þar sem fólk kemur saman í gleði og sorg. Kirkjan eigi að vera mannlífstorg þar sem einstaklingarnir séu öruggir og umfram allt frjálsir.

Í bók sinni horfir höfundur einkum fram á veginn og telur að hún geti því komið kirkjufólki að notum eða m.ö.o. kirkjustjórn, prestum, djáknum, sóknarnefndarfólki og öllum þeim er áhuga hafa á málefninu.

Segja má að höfundur flytji ekki neinn stóran sannleika í þessum málum. Hins vegar dregur hann fram fjölmarga mikilvæga þætti sem öll þau er að kirkjulegum samskiptum og boðskiptum, boðun og fræðslu, ættu að velta fyrir sér.

Þjóðkirkja er með fjölda presta og djákna á sínum vegum sem hafa það hlutverk að flytja ákveðinn boðskap til fólks. Mikilvægt er því að starfsfólkið sem fæst við þetta spyrji sjálft sig hvaða leiðir séu árangursríkastar. Prédikunin er kunnasta form boðunar kirkjunnar og það sem á undir högg að sækja í nútímanum. Margir góðir prédikarar finnast meðal kirkjufólks, vígðir sem óvígðir, og kannski enn fleiri sem eiga í vandræðum með þessa boðunarleið af ýmsum ástæðum. Þessi orð má þó ekki skilja svo að prédikunin sé á útleið. Þvert á móti leggur höfundur áherslu á að í samskiptamálum verði allar leiðir að vera til. Hefðbundin guðsþjónusta muni seint víkja enda þótt mörg önnur form hennar hafi komið til sögunnar sem sé mjög jákvætt. En prédikun hefðbundinnar guðsþjónustu er þar fastur liður sem lítt eða ekkert verði við hróflað.

Kirkjan verði að temja sér fjölbreyttari samskipti ætli hún sér að ná út fyrir raðir sinna trúföstu félaga. Þau sem fyrir utan standa kunna mörg hver ekki við hið kennivaldslega yfirbragð prédikunarinnar – sama á við mörg þeirra er á kirkjubekkjum sitja. Lýðræðislegt samfélag byggir nefnilega á samtali sem prédikunin býður ekki upp á nema um sé að ræða samtalsprédikun sem margir kannast við.

Samskiptin snúast annars vegar um hvernig kirkjan kemur til móts við söfnuðinn og hins vegar gagnvart þeim sem standa þar fyrir utan. Höfundur dregur enga dul á að mikið starf hafi verið unnið innan margra safnaða með það að markmiði að ná betur til safnaðarfólks sem og þeirra sem utan standa. Öll sú viðleitni veltur auðvitað á atorku og áhuga þeirra sem þar eru í forsvari. Það er ekki nýtt að markaður lífsskoðana sé mikill um sig – svo hefur sennilega verið á öllum tímum. En kirkjan  kom sér mjög vel fyrir á þeim markaði og fáir sem gátu ógnað stöðu hennar. Það er breytt.

Kirkjan stendur frammi fyrir nýjum veruleika sem hún verður að takast á við án þess þó að glata erindi sínu. Aldrei sem nú sé það henni mikilvægara að koma til áheyrenda sinna af hógværð og skilningi á aðstæðum þeirra. Menningarlegur bakgrunnur þeirra sem bæði sitja á kirkjubekkjum og þeirra er utan standa og hlýða á er misjafn og gerir kröfur til prédikara/ræðumanna um innsæi og mannlegan skilning.

Í þessu sambandi talar höfundur um þriðja rýmið eða þriðju víddina þar sem þau er taka á móti boðskapnum flétta saman eigin lífi, sögu sinni og bakgrunni, í ljósi þess sem sagt er. Þá getur höfundur einnig um það sem kalla mætti samskiptarof og felst í því að prédikari eða ræðumaður sé svo innmúraður og innvígður (svo notað sé frægt orðalag) í kirkjuhugsun að þegar hann talar utan kirkjusamfélagsins er hann enn með kirkjuna á herðum sér og tungutak hennar í hæstu hæðum, skilur hann áheyrendur sem ekki þekkja til eftir á berangri.

Höfundur fjallar nokkuð rækilega um vanda kristinna trúfélaga sem standa andspænis minnkandi trausti og fækkun í þeirra röðun. Bendir á að samfélagsþróunin hafi verið býsna hröð í þessu efni og þar sé skýringa að leita í sterkari einstaklingshyggju sem og þverrandi tiltrú á ýmsar stofnanir samfélagsins. Allt sé þetta runnið meira og minna úr smiðjum póstmódernismans og verði lítt við ráðið. Dýrkun einstaklinga á sjálfum sér – sem samfélagsmiðlar nútímans ýta undir – gerir nýjar kröfur á hendur kirkjunni. Hver vill að kirkjan ávarpi hann eða hana eftir því sem við á og setji sig inn í aðstæður þeirra sem einstaklinga. Úr vöndu er að ráða og því mikilvægt að kirkjan þekki óskir fólks og væntingar. Fólk hyllist til að nota kirkjuna eftir eigin hentugleikum bæði til að ná meiri dýpt í lífið og sinna andlegri rækt (til dæmis með því að sækja barnamessur/krílamessur) eða í sumum tilvikum til að hafa meira tilstand og tilbreytingu – og eftir atvikum meira fjör. Hér skýtur upp hugtakinu churching alone – kirkja sé sótt af persónulegum ástæðum eingöngu og þar sé einstaklingurinn einn með sjálfum sér og telur kirkjuna vera heppilegan tilverugrunn.

Einstaklingshyggja getur verið af ýmsum toga. Höfundur bendir á að einstaklingshyggja meðal Dana sé ekki eingöngu bundin vitund einstaklingsins um sjálfan sig heldur fléttist inn í hana sterk vitund um að tilheyra fjölskyldu og vinnustað/skóla/ og þjóðerni. Einstaklingshyggjan hvetur til sjálfstæðis gagnvart stofnunum samfélagsins; hvetur til skynsamlegrar gagnrýni á þær. Hver maður telji sig vel færan um að gagnrýna stofnanirnar, gagnrýna til dæmis prédikunina sem stofnun og telja að túlkun þeirra sjálfra geti verið jafnrétt og þess sem prédikar. Þetta verði kirkjan að horfast í augu við og spyrja sig hvernig hún geti tekist á við að skarð sé komið í kenningarvald hennar sem boðað er af prédikunarstólnum á sunnudegi og endranær.

Markaðssamfélag nútímans hefur mikil áhrif á starf kirkjunnar. Sjálf markaðshyggjan tengist verðmati á vörum og þjónustu. Kirkjan stendur andspænis þessum þætti markaðshyggjunnar en verður þó að gæta sín að gera ekki boðskap sinn að söluvöru. Höfundur segir að hér sé vandratað meðalhófið þegar kirkjan heldur út á samkeppnismarkaðinn um að ná athygli fólks. Hver býður best? Manneskjan er að kristnum skilningi ekki viðskiptavinur heldur einstaklingur sem boðin er fylgd meistarans frá Nasaret þar sem kærleikur og fórnfýsi eru aðalsmerkin.

Samskiptasérfræðingar (PR-fólk-almannatenglar) eru stundum ráðnir af söfnuðum og kirkjum tímabundið. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við það í ákveðnum aðstæðum en ætíð verður að gæta sín á sérleika kirkjusamfélagsins. Það er þjónusta. Ekki viðskiptasamband.

Höfundur ræðir að sjálfsögðu um hina nýju rafrænu miðla og notkun þeirra. Þar eru fremstir í flokki Feisbók, Instagram og X (áður Twitter). Heimasíður kirkna og einstaklinga. Ekki skal farið hér yfir það sem hann segir um þátt þessara miðla á tímum kórónuveirufaraldursins. Rafrænn söfnuður sá dagsins ljós og um hann hefur verið margt skrifað. Saga hins rafræna safnaðar verður síðar rituð.

Rafræn kirkja er á vissan hátt kirkja við hliðina á kirkjunni. Hún kemur aldrei í stað hinnar hefðbundnu kirkju þar sem  fólk hittist augliti til auglitis. Líkamleg nánd er mikilvæg í öllum samskiptum mannfólksins. Ekkert kemur í raun og veru í stað hennar: Handaband, bros, faðmlag, etc.

Samfélagsmiðlar nútímans eru þýðingarmikið tækifæri fyrir kirkjuna. Hún hefur stokkið á þessa miðla eins og margar aðrar stofnanir samfélagsins. Nýju miðlarnir krefjast annars konar samskipta og boðunaraðferða en hinir eldri. Þessir nýju miðlar eru að mati höfundar kröfuharðir ef þeir eru nýttir skipulega en ekki af handahófi. Annars konar boðunartónn kemur fram í þeim. Þar er samtalið í fyrirrúmi. Samtal og jafnrétti milli þeirra er ræðast þar við. Á vissan hátt er þar enginn sem hefur kenningarvald og það getur reyndar mörgum íhaldssömum þótt súrt í broti sem halda fast við elligulan sýndarveruleika trúarjátninganna. En skoðanaskiptin byggjast á þekkingu, tilfinningum og væntingum. Samskiptamiðlarnir eru prédikunarstólar hinnar rafrænu kirkju þar sem enginn einn einokar stólinn með einhverri stólræðulegri mærð upp á gamla móðinn.

Höfundur segir þessa miðla vera orðna að stofnun í samfélaginu – sumir segja reyndar stjórnlausa stofnun. Þó að höfundur nefni það ekki þá er til urmull af samsæriskenningum um hverjir stýri veraldarvefnum og einstökum umfangsmiklum og áhrifaríkum samfélagsmiðlum. Það er önnur saga.

Fráleitt hefur kirkjan setið með hendur í kjöltu að mati höfundar þegar rætt er um boðun og samskipti á nýjum tímum. Hann rekur ágætlega fjölmargt sem kirkjur hafa bryddað upp á til að fleyta áfram boðskap sínum. Íslensk kirkja kannast við það allt meira og minna og óþarft að rekja það. Segja má að hugmyndaflugið sé mikið. Margt hefur skilað góðum árangri og skotið rótum í almennu kirkjustarfi. Kirkjurnar hafa ekki gleymt því að mestu máli skiptir að virkja fólk, hvetja til þátttöku og samstarfs. Guðsþjónustan er í brennidepli, kærleiksþjónustan og fræðslan. Þetta eigi líka sinn farveg á nýjum samskiptavettvangi en þó með öðrum hætti. Nýr farvegur er líka svo kröftugur að hann getur umbylt valdapíramída kirkjunnar sem höfundur telur nauðsyn að hrófla við svo ekki sé meira sagt.

Höfundur minnir á að hlutur sálgæslu í starfi kirkjunnar hafi farið vaxandi og sálgæslan hafi verið útvíkkuð. Í því sambandi bendir hann á átak sem Hróarskeldubiskupsdæmi hratt af stað á síðasta ári. Markmið sálgæslunnar væri að koma til móts við manneskjuna þar sem hún væri stödd hverju sinni. Sálgæslan snerist ekki bara um sorg heldur öll tilverufræðileg vandamál og umhugsunarefni sem kunna að skjóta upp kolli. Leitað sé að merkingu í lífinu og margt ungmennið sé í viðjum veraldlegrar fullkomnunarmenningar (nýjustu tæki og tól, og útlit etc.) sem það ráði ekki við. Það sé sálarkreppa sem kirkja sálusorgunarinnar takist á við og líti ekki á viðkomandi sem viðskiptavini heldur sem börn Guðs.

Mörgum gengur erfiðlega að takast á við hefðbundið tungutak kirkjunnar. Það á bæði við mál fornra trúartexta og svo prédikanir. Þetta er ekki nýtt af nálinni. Kirkjan geymir arf menningar og tungumáls og er stolt af því. Á sama tíma og hún stendur vörð um þennan arf verður hún að senda út boðskap sinn með öðru tungutaki sem nær til nýrra kynslóða. Henni sé þörf á að skapa nýjan samtalsgrunn þar sem tilverufræðileg mál eru rædd – kirkjan geti orðið vettvangur þar sem lífsgátan sé brotin til mergjar á máli sem fólk skilur en þó með sterkum rótum og tilvísunum til trúarlegs málfars og hugsunar. Hún á að vera hús samtalsins, eins og höfundur orðar það. Í því húsi á lotningin heima, undrun yfir allri dýrð veraldar ásamt forvitni og leit í nýjum heimi. Og í þessu húsi er sjónum beint að náunganum og þörfum hans. Þetta hús hýsir tilverufræðilegan samskiptagrunn kirkjunnar.

Í lok bókarinnar bendir höfundur á að list kirkjuhúsanna geymi mörg tækifæri til boðunar og samskipta. Sömuleiðis listin í sálmum og sálmasöngurinn sé nánast samtal við skaparann. Listin sem kirkjan geymi séu sem dyr til einhvers sem er stærra og af öðrum heimi.

Meginniðurstaða höfundar er sú að kirkjan sé auðug af samskiptaleiðum og hún verði að notfæra sér þær af metnaði og framsýni. Hún verði að halda í hefðina en samtímis að taka fagnandi öllum nýjum aðferðum sem leiði til góðs. Samskiptaleiðir kirkjunnar eigi sannarlega að mótast af guðfræði, samtali, opnu viðmóti og tilverufræðilegri nálgun. Hún verður að tala mannamál og ekki vera valdsmannsleg né heldur vera föst í kenningavef hvort heldur nýslegnum eða fornum sem húsaskúmur væri.

Í stuttu máli:

Umrædd bók er holl lesning öllum þeim er láta kirkjumál sig skipta og hafa velt vöngum yfir leiðum til boðunar og samskipta innan kirkjunnar. Margar leiðir eru farnar og ræddar í bókinni og þung áhersla á mikilvægi nýrra leiða til að ná til fólks án þess þó að varpa fyrir róða gömlum og grónum aðferðum við boðun fagnaðarerindisins eins og hinnar hefðbundnu guðsþjónustu. Kirkjan stendur anspænis nýjum tímum og til þess að daga ekki uppi sem hvert annað nátttröll verður hún að halda vöku sinni og auka snerpu sína í öllum samskiptum og boðskiptum. Kirkjublaðið.is las þessa bók af ánægju og festi þessa punkta á blað að lestri loknum. Hugsanlega kann eitthvað að vera ofsagt og annað jafnvel vansagt eins og gjarnan vill verða þegar fjallað er um bækur sem lesnar eru í skyndi. Þá vill Kirkjublaðið.is benda á þetta ágæta forlag, Eksistensen, sem gefur bókina út en þar má finna margar bækur sem höfða til kirkjufólks. Látið ekki dönskuna hræða ykkur – hún er auðlesnari en margur heldur og hið skemmtilegasta mál.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir