Í dag eru 150 ár liðin frá fæðingu þess manns sem gjarnan hefur verið kallaður fyrsti arkitekt Íslendinga. Rögnvaldur Ágúst Ólafsson fæddist 5. desember 1874 að Ytri-Húsum í Dýrafirði. Hann lést í Hafnarfirði 17. febrúar 1917; ókvæntur og barnlaus.
Hann teiknaði fjölmargar kirkjur hér á landi og því er svo sannarlega við hæfi að minnast brautryðjendastarfs hans á þessum vettvangi. Af þeim rúmlega þrjátíu kirkjum sem hann teiknaði eru langflestar enn í notkun.
Rögnvaldur hélt til Kaupmannahafnar til að læra húsagerðarlist en varð að hverfa frá námi 1904 vegna þess að hann hafði smitast af berklum.
Hér heima biðu hans fjölmörg verkefni og naut hann menntunar sinnar þó ekki hefði hann lokið prófi. Hann gerðist ráðunautur stjórnarinnar um opinberar byggingar en það starf var fyrsti vísir að embætti húsameistara ríkisins. Þá kenndi hann við Iðnskólann húsateikningu, kom að stofnun Verkfræðingafélags Íslands og hafði forystu um ýmsar nýjungar í skipulagsmálum.
Rögnvaldur teiknaði fjölda kirkna hér á landi og hafði ánægju af því enda var hann mjög trúaður maður.
Hvaða kirkjur teiknaði Rögnvaldur?
Timburkirkjur:
Hrepphólakirkja, teiknuð 1902, fauk ári síðar og endurbyggð 1909, aðeins breytt.
Hjarðarholt – teiknuð 1903 og byggð 1904. Krosskirkja.
Hvanneyrarkirkja, byggð 1905. Gotneskur stíll.
Húsavíkurkirkja 1907.
Gufudalskirkja, byggð 1908.
Brjánslækjarkirkja, byggð 1908.
Hólskirkja í Bolungarvík, byggð 1908.
Stóra-Núpskirkja 1909.
Kotstrandarkirkja 1909 (meðhöfundur Samúel Jónsson).
Grindavíkurkirkja hin eldri 1909.
Bræðratungukirkja í Biskupstungum, 1911.
Breiðabólsstaðarkirkja í Fljótshlíð 1912.
Akureyjarkirkja í Landeyjum 1912, eftir sömu teikningu og Grindavíkurkirkja hin eldri.
Þá kom Rögnvaldur að breytingum á nokkrum timburkirkjum: hann teiknaði stækkun og innréttingar í Fríkirkjuna í Reykjavík (1904-1905); teiknaði nýjan turn á Þingvallakirkju og breytti henni eins og hún lítur út í dag; teiknaði nýjan turn á Hrunakirkju og breytti einnig útliti hennar.
Rögnvaldur var brautryðjandi hér á landi í því að nota steinsteypu við kirkjubyggingar. Alls urðu steinsteypukirkjur hans 15 að tölu og tvær þeirra eru horfnar.
Steinsteyptar kirkjur:
Fyrsta steinsteypukirkja hans var Bíldudalskirkja, byggð árið 1905.
Kollafjarðarneskirkja á Ströndum reis árið 1909.
Reyðarfjarðarkirkja 1910.
Þingeyrarkirkja 1910.
Vatnsfjarðarkirkja í Ísafjarðardjúpi 1912.
Rípurkirkju teiknaði hann 1913 og var hún reist 1924, breytt frá teikningu hans.
Glaumbæjarkirkju teiknaði hann 1914 og var hún reist 1926, breytt frá teikningu hans.
Hafnarfjarðarkirkja 1914.
Keflavíkurkirkja 1914.
Búðakirkja á Fáskrúðsfirði 1914.
Leirárkirkja í Leirársveit 1914.
Undirfellskirkja í Vatnsdal 1915.
Ólafsfjarðarkirkja 1915, síðasta kirkja hans, og síðar var hún stækkuð.
Bjarnarneskirkja var byggð 1911 og rifin 1973. Hábæjarkirkja í Þykkvabæ var byggð 1914 og rifin 1970.Kirkjur hans eru stílhreinar og fallegar í hlutföllum, samsvara sér vel og ekki mikið skreyttar. Litaval er yfirleitt hófstillt. Þá er smíði þeirra vönduð og allt útlit þeirra ber vott um þroskaðan smekk og góða þekkingu á kristnum gildum (Björn G. Björnsson, Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2016, bls. 27).
Þegar kirkjunöfnin hér að ofan eru rauðletruð hefur Kirkjublaðið.is fjallað um hlutaðeigandi guðshús sem kirkjur mánaðarins. Nóg er að smella á kirkjuheitið og þá koma ýmsar upplýsingar fram um kirkjuna.
Auk kirkna teiknaði Rögnvaldur fjölmörg hús. Nefna má gamla Kennaraskólann við Laufásveg, Pósthúsið í Reykjavík, Sóleyjargötu 1 (skrifstofa forseta Íslands, Staðastaður), Tjarnargötu 18 og 22, Stýrimannastíg 10, Hafnarstræti 4 (sem er nú mjög breytt), Búnaðarfélagshúsið/Iðnskólann við Lækjargötu 14a þar sem nú er safnaðarheimili Dómkirkjunnar, og Edinborgarhúsið á Ísafirði, Barnaskólann á Siglufirði, Vestmannaeyjum og á Álftanesi. Þá berklahælið Vífilsstaði þar sem hann lést. Þetta eru aðeins örfá dæmi um hús sem Rögnvaldur teiknaði. Hann var ótrúlega afkastamikill þegar haft er í huga að starfsferill hans stóð aðeins yfir í tólf ár og hann andaðist á 43. aldursári.
Heimildir:
Björn G. Björnsson, Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans. (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2016).
„Rögnvaldur Ólafsson“, húsameistari, Morgunblaðið, 16. febrúar 1917.
Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár, (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1951, bls. 184).
Í dag eru 150 ár liðin frá fæðingu þess manns sem gjarnan hefur verið kallaður fyrsti arkitekt Íslendinga. Rögnvaldur Ágúst Ólafsson fæddist 5. desember 1874 að Ytri-Húsum í Dýrafirði. Hann lést í Hafnarfirði 17. febrúar 1917; ókvæntur og barnlaus.
Hann teiknaði fjölmargar kirkjur hér á landi og því er svo sannarlega við hæfi að minnast brautryðjendastarfs hans á þessum vettvangi. Af þeim rúmlega þrjátíu kirkjum sem hann teiknaði eru langflestar enn í notkun.
Rögnvaldur hélt til Kaupmannahafnar til að læra húsagerðarlist en varð að hverfa frá námi 1904 vegna þess að hann hafði smitast af berklum.
Hér heima biðu hans fjölmörg verkefni og naut hann menntunar sinnar þó ekki hefði hann lokið prófi. Hann gerðist ráðunautur stjórnarinnar um opinberar byggingar en það starf var fyrsti vísir að embætti húsameistara ríkisins. Þá kenndi hann við Iðnskólann húsateikningu, kom að stofnun Verkfræðingafélags Íslands og hafði forystu um ýmsar nýjungar í skipulagsmálum.
Rögnvaldur teiknaði fjölda kirkna hér á landi og hafði ánægju af því enda var hann mjög trúaður maður.
Hvaða kirkjur teiknaði Rögnvaldur?
Timburkirkjur:
Hrepphólakirkja, teiknuð 1902, fauk ári síðar og endurbyggð 1909, aðeins breytt.
Hjarðarholt – teiknuð 1903 og byggð 1904. Krosskirkja.
Hvanneyrarkirkja, byggð 1905. Gotneskur stíll.
Húsavíkurkirkja 1907.
Gufudalskirkja, byggð 1908.
Brjánslækjarkirkja, byggð 1908.
Hólskirkja í Bolungarvík, byggð 1908.
Stóra-Núpskirkja 1909.
Kotstrandarkirkja 1909 (meðhöfundur Samúel Jónsson).
Grindavíkurkirkja hin eldri 1909.
Bræðratungukirkja í Biskupstungum, 1911.
Breiðabólsstaðarkirkja í Fljótshlíð 1912.
Akureyjarkirkja í Landeyjum 1912, eftir sömu teikningu og Grindavíkurkirkja hin eldri.
Þá kom Rögnvaldur að breytingum á nokkrum timburkirkjum: hann teiknaði stækkun og innréttingar í Fríkirkjuna í Reykjavík (1904-1905); teiknaði nýjan turn á Þingvallakirkju og breytti henni eins og hún lítur út í dag; teiknaði nýjan turn á Hrunakirkju og breytti einnig útliti hennar.
Rögnvaldur var brautryðjandi hér á landi í því að nota steinsteypu við kirkjubyggingar. Alls urðu steinsteypukirkjur hans 15 að tölu og tvær þeirra eru horfnar.
Steinsteyptar kirkjur:
Fyrsta steinsteypukirkja hans var Bíldudalskirkja, byggð árið 1905.
Kollafjarðarneskirkja á Ströndum reis árið 1909.
Reyðarfjarðarkirkja 1910.
Þingeyrarkirkja 1910.
Vatnsfjarðarkirkja í Ísafjarðardjúpi 1912.
Rípurkirkju teiknaði hann 1913 og var hún reist 1924, breytt frá teikningu hans.
Glaumbæjarkirkju teiknaði hann 1914 og var hún reist 1926, breytt frá teikningu hans.
Hafnarfjarðarkirkja 1914.
Keflavíkurkirkja 1914.
Búðakirkja á Fáskrúðsfirði 1914.
Leirárkirkja í Leirársveit 1914.
Undirfellskirkja í Vatnsdal 1915.
Ólafsfjarðarkirkja 1915, síðasta kirkja hans, og síðar var hún stækkuð.
Bjarnarneskirkja var byggð 1911 og rifin 1973. Hábæjarkirkja í Þykkvabæ var byggð 1914 og rifin 1970.Kirkjur hans eru stílhreinar og fallegar í hlutföllum, samsvara sér vel og ekki mikið skreyttar. Litaval er yfirleitt hófstillt. Þá er smíði þeirra vönduð og allt útlit þeirra ber vott um þroskaðan smekk og góða þekkingu á kristnum gildum (Björn G. Björnsson, Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2016, bls. 27).
Þegar kirkjunöfnin hér að ofan eru rauðletruð hefur Kirkjublaðið.is fjallað um hlutaðeigandi guðshús sem kirkjur mánaðarins. Nóg er að smella á kirkjuheitið og þá koma ýmsar upplýsingar fram um kirkjuna.
Auk kirkna teiknaði Rögnvaldur fjölmörg hús. Nefna má gamla Kennaraskólann við Laufásveg, Pósthúsið í Reykjavík, Sóleyjargötu 1 (skrifstofa forseta Íslands, Staðastaður), Tjarnargötu 18 og 22, Stýrimannastíg 10, Hafnarstræti 4 (sem er nú mjög breytt), Búnaðarfélagshúsið/Iðnskólann við Lækjargötu 14a þar sem nú er safnaðarheimili Dómkirkjunnar, og Edinborgarhúsið á Ísafirði, Barnaskólann á Siglufirði, Vestmannaeyjum og á Álftanesi. Þá berklahælið Vífilsstaði þar sem hann lést. Þetta eru aðeins örfá dæmi um hús sem Rögnvaldur teiknaði. Hann var ótrúlega afkastamikill þegar haft er í huga að starfsferill hans stóð aðeins yfir í tólf ár og hann andaðist á 43. aldursári.
Heimildir:
Björn G. Björnsson, Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans. (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2016).
„Rögnvaldur Ólafsson“, húsameistari, Morgunblaðið, 16. febrúar 1917.
Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár, (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1951, bls. 184).