Margt er í boði á höfuðborgarsvæðinu í menningarmálum þessa helgina. Úr vöndu getur verið að ráða hvað skuli skoða.
Þau sem vilja draga ferskt loft að sér og skjótast úr miðborgarösinni geta haldið upp að þeim merka stað í borginni sem heitir Korpúlfsstaðir.
Þar getur gustað vel bæði í kringum golfáhugafólk og ekki síður listunnendur.
Kirkjublaðið.is vekur athygli á einstaklega athyglisverðri textílsýningu á Korpúlfsstöðum sem lýkur nú um helgina. Sýningin er á vegum Textílfélagsins sem fagnar um þessar mundir hálfrar aldar afmæli sínu.
Einhver kann að spyrja: Hvað er nú textíll?
Orðið textíll er komið af latneska orðinu texere sem þýðir að vefa saman. Sama er að segja um orðið texti. Textíll nær yfir list og handiðnað sem framleiddur er úr þráðum. Stundum er jafnvel talað um þráðarlist. Af textíl eru svo leidd orðin: textílhönnuður, textílhönnun, textílmennt og textíllistamaður.
Eitt textílverkanna á sýningunni sem vakti sérstaka athygli Kirkjublaðsins.is ber heitið Altaristafla. Mynd af henni fylgir sem opnumynd þessarar umfjöllunar. Textíllistakonan sem gerði töfluna heitir Edda Mac (f. 1987).
Altaristaflan er bútasaumsverk úr bómull. Stærð: 56x90x2 cm og unnið á þessu ári. Fyrir miðju verksins er andlit og í kringum það eru augljóslega geislar. Sínum hvorum megin eru hringir og þar fyrir neðan stíga út úr verkinu fígúrur sem gætu verið englar.
Hlöðuloftið er ákaflega heillandi sýningarsalur. Það er stórt og hlýlegt. Já, heyilmur liðinna tíða finnst enn ef nefið leitar vel. Stórkostlegt hvað húsakynni geta nýst vel sem konunglegir listsalir sem hugsaðir voru fyrir allt annað. Auðvitað má segja að hey sé dýrðlegt út af fyrir sig – í því býr ilmur náttúrunnar og kraftur. En hvað um það.
Textíll er einkum listvettvangur kvenna og þar hafa konur getið sér góðan orðstír um aldir. Íslenskar kirkjur geyma svo að segja allar textíllistaverk eftir konur – til dæmis altarisdúka og hökla. Á þessari sýningu eru öll verkin eftir konur utan eitt.
Á sýningunni eru 57 verk félagsmanna en þeir eru rúmlega hundrað talsins. Sýningarstjóri er Ægis Zita. Sýningin er opin frá 14.00-18.00 um helgina. Henni lýkur sem sé á morgun og því eru síðustu forvöð að sjá hana.
Hlöðuloftið er einstaklega heppilegur sýningarsalur fyrir textílverk. Hér njóta sín há verk og mikil um sig án þess að þrengt sé að þeim. Lítil verk falla líka vel inn í rýmið og njóta sín kröftuglega í sambýli við hin stærri. Þegar sýningarsalur tekur svo vel utan um listaverkin koma þau til listunnandans með enn meiri krafti en ella svo ekki sé talað um gleði.
Hér má sjá nokkur listaverk á þessari fallegu og öflugu sýningu.
Margt er í boði á höfuðborgarsvæðinu í menningarmálum þessa helgina. Úr vöndu getur verið að ráða hvað skuli skoða.
Þau sem vilja draga ferskt loft að sér og skjótast úr miðborgarösinni geta haldið upp að þeim merka stað í borginni sem heitir Korpúlfsstaðir.
Þar getur gustað vel bæði í kringum golfáhugafólk og ekki síður listunnendur.
Kirkjublaðið.is vekur athygli á einstaklega athyglisverðri textílsýningu á Korpúlfsstöðum sem lýkur nú um helgina. Sýningin er á vegum Textílfélagsins sem fagnar um þessar mundir hálfrar aldar afmæli sínu.
Einhver kann að spyrja: Hvað er nú textíll?
Orðið textíll er komið af latneska orðinu texere sem þýðir að vefa saman. Sama er að segja um orðið texti. Textíll nær yfir list og handiðnað sem framleiddur er úr þráðum. Stundum er jafnvel talað um þráðarlist. Af textíl eru svo leidd orðin: textílhönnuður, textílhönnun, textílmennt og textíllistamaður.
Eitt textílverkanna á sýningunni sem vakti sérstaka athygli Kirkjublaðsins.is ber heitið Altaristafla. Mynd af henni fylgir sem opnumynd þessarar umfjöllunar. Textíllistakonan sem gerði töfluna heitir Edda Mac (f. 1987).
Altaristaflan er bútasaumsverk úr bómull. Stærð: 56x90x2 cm og unnið á þessu ári. Fyrir miðju verksins er andlit og í kringum það eru augljóslega geislar. Sínum hvorum megin eru hringir og þar fyrir neðan stíga út úr verkinu fígúrur sem gætu verið englar.
Hlöðuloftið er ákaflega heillandi sýningarsalur. Það er stórt og hlýlegt. Já, heyilmur liðinna tíða finnst enn ef nefið leitar vel. Stórkostlegt hvað húsakynni geta nýst vel sem konunglegir listsalir sem hugsaðir voru fyrir allt annað. Auðvitað má segja að hey sé dýrðlegt út af fyrir sig – í því býr ilmur náttúrunnar og kraftur. En hvað um það.
Textíll er einkum listvettvangur kvenna og þar hafa konur getið sér góðan orðstír um aldir. Íslenskar kirkjur geyma svo að segja allar textíllistaverk eftir konur – til dæmis altarisdúka og hökla. Á þessari sýningu eru öll verkin eftir konur utan eitt.
Á sýningunni eru 57 verk félagsmanna en þeir eru rúmlega hundrað talsins. Sýningarstjóri er Ægis Zita. Sýningin er opin frá 14.00-18.00 um helgina. Henni lýkur sem sé á morgun og því eru síðustu forvöð að sjá hana.
Hlöðuloftið er einstaklega heppilegur sýningarsalur fyrir textílverk. Hér njóta sín há verk og mikil um sig án þess að þrengt sé að þeim. Lítil verk falla líka vel inn í rýmið og njóta sín kröftuglega í sambýli við hin stærri. Þegar sýningarsalur tekur svo vel utan um listaverkin koma þau til listunnandans með enn meiri krafti en ella svo ekki sé talað um gleði.
Hér má sjá nokkur listaverk á þessari fallegu og öflugu sýningu.