Orðið leikmaður er gallagripur og sérstaklega í nútímanum. Það var kunnasti siðbótarguðfræðingur 20. aldar, Karl Barth (1886-1968), sem sagði það eitt versta orð sem hefði verið gripið til í kirkjunni og ætti að banna.[1] Orðið felur í sér að leikmenn standi skör lægra en kennilýðurinn. Sr. Karl Sigurbjörnsson (f. 1947), biskup, sagði í Hirðisbréfi sínu að orðið væri oft vandræðalegt og „hálfvegis niðrandi á stundum“ enda þótt það hafi verið sæmdarheiti í upphafi.[2]
Pétur Sigurgeirsson (1919-2010), biskup, kvað skýrt upp úr um það í Hirðisbréfi sínu hvað í orðinu leikmenn fælist en þar væri „um að ræða sjálfa kirkjuna, fólkið sem byggir upp safnaðarstarfið, líf kirkjunnar.“[3] Þetta var vel mælt.
Annar íslenskur guðfræðingur hafði þetta að segja um leikmennina:
„Leikmenn eiga að elska og virða kennimenn sína, færa sjer kostgæfilega í nyt fræðslu þeirra, hlýðnast fúslega áminningum þeirra og viðvörunum, og styðja að því eptir megni, að þeir geti unnið verk köllunar sinnar með gleði og góðum árangri.“ [4]
Þetta mætti túlka sem svo að orðið leikmaður hafi verið notað sem valdatæki innan kirkjunnar og hafi átt að sýna klerkavaldi auðsveipni.
Þau sem flokkuð eru sem leikmenn eru hámenntuð á ýmsum sviðum enda þótt þau hafi ekki lært guðfræði í háskóla; eru trúað fólk og vel að sér á flestum sviðum. Fjölmörg þeirra eru með mikla reynslu úr starfi kirkjunnar á heimavettvangi og gegna þar forystuhlutverkum.
Það vekur líka athygli að seint virðist ætla að ganga að breyta orðinu leikmaður yfir í kynhlutlaust orð innan kirkjunnar enda þótt þjóðkirkjan hafi samþykkt málfar beggja kynja á sínum tíma og hvetji til þess að það sé viðhaft og er röksemdin sú að kynhlutleysi styrki jafnréttisbaráttu. Þetta leysist sjálfkrafa með orðinu kirkjufólk.
Kirkjuþing hefur sett starfsreglur um leikmannastefnu og gilda þær til 1. júní næstkomandi. Þar er ekki að finna skilgreiningu á orðinu leikmaður en samkvæmt þeim á leikmannastefnan að: „Fjalla um málefni leikmanna, hlutverk og störf sókna og sóknarnefnda, svo og um starf kristilegra félagasamtaka og aðra þjónustu kirkjunnar við söfnuði landsins.“ Hlutverk hennar er allvíðtækt þar sem hún kemur sameiginlega fram fyrir hönd þessa fólks gagnvart ýmsum stofnunum kirkju og samfélags.
En eru „málefni leikmanna“ ekki nátengd öllum málum sem aðrir fjalla um í kirkjunni og ætti því að ræða í einni málstofu kirkjufólksins, vígðra og óvígðra?
Leikmannastefnan er hins vegar ekki frjáls því að hún kemur ekki saman nema biskup boði til hennar og þá í samstarfi við leikmannaráð. Breytingar verða hugsanlega gerðar á leikmannastefnu með því að sameina hana Sóknarsambandi Íslands. – Leikmannaskólinn dagaði uppi á sínum tíma – hefði átt að breyta honum í Kirkjuskóla kirkjunnar, endurmenntunarstofnun fyrir vígða sem óvígða.
Hér er hins vegar lagt til að orðið kirkjufólk verði notað um vígða þjóna kirkjunnar sem og hið óvígða þjóðkirkjufólk. Eða með öðrum orðum að hætt verði að stúka fólk í sundur eftir því hvort það er vígt eða óvígt og kosið verði til kirkjuþings í einni kjördeild. En það síðastnefnda er nú önnur saga.
Tilvísanir
[1] John Mc Ginley. The Church of Tomorrow, London: SPCK, 2023, bls. 102 (nmgr. 7).
[2] Karl Sigurbjörnsson. Í birtu náðarinnar – Hirðisbréf til íslensku kirkjunnar, Reykjavík: Skálholtsútgáfan, 2001, bls. 114-115.
[3] Pétur Sigurgeirsson. Kirkjan öllum opin – Hirðisbréf til presta og safnana á Íslandi, Reykjavík: Biskupsembættið, 1986, bls. 75.
[4 Helgi Hálfdánarson. Kristilegur barnalærdómur eptir lutherskri kenningu, Kaupmannahöfn: Gyldendalske Boghandel. – Nordisk Forlag, 1924, tólfta prentun, bls. 97. (Í daglegu tali kallað Helgakver).
Orðið leikmaður er gallagripur og sérstaklega í nútímanum. Það var kunnasti siðbótarguðfræðingur 20. aldar, Karl Barth (1886-1968), sem sagði það eitt versta orð sem hefði verið gripið til í kirkjunni og ætti að banna.[1] Orðið felur í sér að leikmenn standi skör lægra en kennilýðurinn. Sr. Karl Sigurbjörnsson (f. 1947), biskup, sagði í Hirðisbréfi sínu að orðið væri oft vandræðalegt og „hálfvegis niðrandi á stundum“ enda þótt það hafi verið sæmdarheiti í upphafi.[2]
Pétur Sigurgeirsson (1919-2010), biskup, kvað skýrt upp úr um það í Hirðisbréfi sínu hvað í orðinu leikmenn fælist en þar væri „um að ræða sjálfa kirkjuna, fólkið sem byggir upp safnaðarstarfið, líf kirkjunnar.“[3] Þetta var vel mælt.
Annar íslenskur guðfræðingur hafði þetta að segja um leikmennina:
„Leikmenn eiga að elska og virða kennimenn sína, færa sjer kostgæfilega í nyt fræðslu þeirra, hlýðnast fúslega áminningum þeirra og viðvörunum, og styðja að því eptir megni, að þeir geti unnið verk köllunar sinnar með gleði og góðum árangri.“ [4]
Þetta mætti túlka sem svo að orðið leikmaður hafi verið notað sem valdatæki innan kirkjunnar og hafi átt að sýna klerkavaldi auðsveipni.
Þau sem flokkuð eru sem leikmenn eru hámenntuð á ýmsum sviðum enda þótt þau hafi ekki lært guðfræði í háskóla; eru trúað fólk og vel að sér á flestum sviðum. Fjölmörg þeirra eru með mikla reynslu úr starfi kirkjunnar á heimavettvangi og gegna þar forystuhlutverkum.
Það vekur líka athygli að seint virðist ætla að ganga að breyta orðinu leikmaður yfir í kynhlutlaust orð innan kirkjunnar enda þótt þjóðkirkjan hafi samþykkt málfar beggja kynja á sínum tíma og hvetji til þess að það sé viðhaft og er röksemdin sú að kynhlutleysi styrki jafnréttisbaráttu. Þetta leysist sjálfkrafa með orðinu kirkjufólk.
Kirkjuþing hefur sett starfsreglur um leikmannastefnu og gilda þær til 1. júní næstkomandi. Þar er ekki að finna skilgreiningu á orðinu leikmaður en samkvæmt þeim á leikmannastefnan að: „Fjalla um málefni leikmanna, hlutverk og störf sókna og sóknarnefnda, svo og um starf kristilegra félagasamtaka og aðra þjónustu kirkjunnar við söfnuði landsins.“ Hlutverk hennar er allvíðtækt þar sem hún kemur sameiginlega fram fyrir hönd þessa fólks gagnvart ýmsum stofnunum kirkju og samfélags.
En eru „málefni leikmanna“ ekki nátengd öllum málum sem aðrir fjalla um í kirkjunni og ætti því að ræða í einni málstofu kirkjufólksins, vígðra og óvígðra?
Leikmannastefnan er hins vegar ekki frjáls því að hún kemur ekki saman nema biskup boði til hennar og þá í samstarfi við leikmannaráð. Breytingar verða hugsanlega gerðar á leikmannastefnu með því að sameina hana Sóknarsambandi Íslands. – Leikmannaskólinn dagaði uppi á sínum tíma – hefði átt að breyta honum í Kirkjuskóla kirkjunnar, endurmenntunarstofnun fyrir vígða sem óvígða.
Hér er hins vegar lagt til að orðið kirkjufólk verði notað um vígða þjóna kirkjunnar sem og hið óvígða þjóðkirkjufólk. Eða með öðrum orðum að hætt verði að stúka fólk í sundur eftir því hvort það er vígt eða óvígt og kosið verði til kirkjuþings í einni kjördeild. En það síðastnefnda er nú önnur saga.
Tilvísanir
[1] John Mc Ginley. The Church of Tomorrow, London: SPCK, 2023, bls. 102 (nmgr. 7).
[2] Karl Sigurbjörnsson. Í birtu náðarinnar – Hirðisbréf til íslensku kirkjunnar, Reykjavík: Skálholtsútgáfan, 2001, bls. 114-115.
[3] Pétur Sigurgeirsson. Kirkjan öllum opin – Hirðisbréf til presta og safnana á Íslandi, Reykjavík: Biskupsembættið, 1986, bls. 75.
[4 Helgi Hálfdánarson. Kristilegur barnalærdómur eptir lutherskri kenningu, Kaupmannahöfn: Gyldendalske Boghandel. – Nordisk Forlag, 1924, tólfta prentun, bls. 97. (Í daglegu tali kallað Helgakver).