Þessa helgi stendur Skálholtshátíð yfir og sem fyrr er margt forvitnilegt á dagskrá.

Í Skálholti hefur kristin trú ætíð verið sveipuð íslenskri menningu og hvoru tveggja gert hátt undir höfði.

Við lifum síðkristna tíma í þeirri merkingu að almenn trú er á undanhaldi enda þótt nokkur velvilji sé til menningarhlutverks kirkjunnar ef svo má segja.

Í Skálholti hefur trú og menning ætíð verið samstiga. Það endurspeglast til dæmis þegar boðið er í menningarveislu í helgihaldi, tónum og tali. Þjóðkirkjan stígur fram með þeim hætti að fáir efast um sögulega krafta hennar og hún blæs öðrum í brjóst virðingu fyrir henni og vekur marga til umhugsunar um hvort hlutverk hennar eigi ekki að skipta meira máli í samfélaginu en nú er.

Hátíð er til heilla, eins og sagt er, en mesta hátíðin er þó hversdagurinn sem hver og einn tekur þátt í. Skálholtshátíðin skýst prúð og sögufróð inn í þennan hversdagsleika og opnar dyr sínar fyrir öllum og býður til menningarveislu í tali og tónum, samfélags- og ánægjustunda á votviðrasömu sumri.

Skálholtsstaður er listaverk sögunnar og geymir marga gersemina sem þjóðin á og enginn annar. Þess vegna eiga allir Skálholt og ættu því að vitja þessarar eignar sinnar á Skálholtshátíð eigi þeir heimangengt.

Kirkjublaðið.is vekur sérstaka athygli á málstofu á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar um sr. Karl Sigurbjörnsson (1947-2024), biskup, sem hefst kl. 13.00.

Dagskrá málstofunnar er sem hér segir:

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson flytur erindi um sr. Karl sem hann nefnir: „Boðberi trúar í lífi og starfi.“

Sunginn verður sálmur eftir Karl biskup Sigurbjörnsson.

Hjónin Einar Karl Haraldsson og Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, flytja erindi um nálægð hans og áhrif í listum innan kirkjunnar.

Málstofustjóri: Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.

Skálholtshátíð hefur verið haldin í 75 ár – sú fyrsta var 1949.

 

Í Skálholtsdómkirkju þar sem trú og menning mætast                                                                                      

Messudálkur Morgunblaðsins stendur alltaf fyrir sínu – skjáskot 20. júlí 2024

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þessa helgi stendur Skálholtshátíð yfir og sem fyrr er margt forvitnilegt á dagskrá.

Í Skálholti hefur kristin trú ætíð verið sveipuð íslenskri menningu og hvoru tveggja gert hátt undir höfði.

Við lifum síðkristna tíma í þeirri merkingu að almenn trú er á undanhaldi enda þótt nokkur velvilji sé til menningarhlutverks kirkjunnar ef svo má segja.

Í Skálholti hefur trú og menning ætíð verið samstiga. Það endurspeglast til dæmis þegar boðið er í menningarveislu í helgihaldi, tónum og tali. Þjóðkirkjan stígur fram með þeim hætti að fáir efast um sögulega krafta hennar og hún blæs öðrum í brjóst virðingu fyrir henni og vekur marga til umhugsunar um hvort hlutverk hennar eigi ekki að skipta meira máli í samfélaginu en nú er.

Hátíð er til heilla, eins og sagt er, en mesta hátíðin er þó hversdagurinn sem hver og einn tekur þátt í. Skálholtshátíðin skýst prúð og sögufróð inn í þennan hversdagsleika og opnar dyr sínar fyrir öllum og býður til menningarveislu í tali og tónum, samfélags- og ánægjustunda á votviðrasömu sumri.

Skálholtsstaður er listaverk sögunnar og geymir marga gersemina sem þjóðin á og enginn annar. Þess vegna eiga allir Skálholt og ættu því að vitja þessarar eignar sinnar á Skálholtshátíð eigi þeir heimangengt.

Kirkjublaðið.is vekur sérstaka athygli á málstofu á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar um sr. Karl Sigurbjörnsson (1947-2024), biskup, sem hefst kl. 13.00.

Dagskrá málstofunnar er sem hér segir:

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson flytur erindi um sr. Karl sem hann nefnir: „Boðberi trúar í lífi og starfi.“

Sunginn verður sálmur eftir Karl biskup Sigurbjörnsson.

Hjónin Einar Karl Haraldsson og Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, flytja erindi um nálægð hans og áhrif í listum innan kirkjunnar.

Málstofustjóri: Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.

Skálholtshátíð hefur verið haldin í 75 ár – sú fyrsta var 1949.

 

Í Skálholtsdómkirkju þar sem trú og menning mætast                                                                                      

Messudálkur Morgunblaðsins stendur alltaf fyrir sínu – skjáskot 20. júlí 2024

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir