Á síðasta kirkjuþingi sem hófst í byrjun september og verður framhaldið í nóvembermánuði var samþykkt mjög mikilvægt mál sem snýr að þjóðkirkjunni. Það var rammalöggjöf um þjóðkirkjuna sem verður lögð fyrir alþingi og vonandi samþykkt. Þegar og ef frumvarpið verður samþykkt á alþingi falla úr gildi lögin frá 1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.
Þjóðkirkjufrumvarpið var samþykkt samhljóða af öllum nefndum þingsins og öllum kirkjuþingsmönnum. Það eru tímamót í sjálfu sér að allir séu á einu máli enda þótt það hafi komið fyrir áður. Samhljóða samþykki segir líka að fólk vilji að mál nái fram að ganga án þess að gera ágreining um einstök atriði. Það telur samstöðuna mikilvægari heldur en þá nauðsyn að viðra ólíkar skoðanir eða túlkanir og efna til umræðna um þær. Grundvallarlög um þjóðkirkjuna eru nefnilega ekki ólík hjartanu – og það getur slegið á ýmsum hraða. Besti takturinn er þó jafn og öruggur.
Í frumvarpinu er kemur fram nýtt heiti á þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan á Íslandi, og er það orðalag sótt til stjórnarskrárinnar. Núverandi lagaheiti er íslenska þjóðkirkjan.
Samband ríkis og kirkju kemur skýrt fram í þessu frumvarpi. Þar er vísað til stjórnarskrárákvæðisins og kirkjujarðasamkomulagsins með viðbótum. Þar liggur hið fræga samband meðal annars – samband sem verður ekki slitið að fullu fyrr en alþingi telur sig ekki þurfa að setja nein sérstök lög sem snúa að skipulagi og starfi kirkjunnar. Sambandsslit er þróunarferli og þetta er stórt skref í þá átt – stærsta skrefið verður þá ef og þegar stjórnarskrárákvæðinu verður hrundi úr stjórnarskránni.
Síðan tekur ríkisvaldið, alþingi, að sér að kveða á um nokkur grundvallaratriði í frumvarpinu en allt annað er lagt í hendur kirkjuþings sem er æðsta valdastofnun kirkjunnar. Mestu máli skiptir fjárstjórnarvaldið sem þjóðkirkjan fær. Fjármunir skipta miklu máli og þeir eru iðulega afl þeirra hluta sem gera skal enda þótt þeir ráði ekki öllu um niðurstöðuna.
Athyglisvert nýmæli í þessu frumvarpi er sú lögformlega skylda sem lögð verður á kirkjuna sem er sú samkvæmt 4. gr. frumvarpsins:
„Þjóðkirkjunni ber að halda úti kirkjulegri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni.“
Þetta er athyglisverð lagagrein. Ríkisvaldi setur þessa skyldur á herðar kirkjurnar að halda úti þjónustu um allt land og að tryggja að menn geti notið hennar. Áður var þetta orðað svo: „Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni…“
Þjónusta kirkjunnar er svo skilgreind í grundvallaratriðum í skýringum við 4. gr. frumvarpsins. Þar kemur meðal annars fram: „Meginþættir kirkjulegrar þjónustu eru helgihald, þ.e. guðsþjónustur og aðrar helgiathafnir, skírnir, fermingar, hjónavígslur, útfarir, trúfræðsla og kærleiksþjónusta.“ Síðan er vikið að annarri víðtækari kirkjulegri þjónustu sem er iðulega veitt við ákveðnar aðstæður, til dæmis þegar svo kallað almannavarnarástand myndast í samfélaginu.
Segja má að með þessari nýju grein sé undirstrikað að þessi tiltekna stofnun sé þjóðkirkja. Öll tvímæli eru tekin af því að hún sé eitthvað annað. Þetta setur kirkjuna í þá stöðu að hún verður ætíð að gæta þess að allir landsmenn njóti þjónustu hennar. Sú þjónusta hlýtur að verða svipuð frá einum stað til annars. Auðvitað er hægt að þjónusta afskekkta söfnuði gegnum netið en það hlýtur aðeins að verða í undantekningartilvikum. Eins og kunnugt er hefur kórónuveirufaraldur kallað fram streymi og útsendingar frá kirkjum til safnaðarmeðlima – það er tímabundið ástand. En spennandi verður að sjá hvernig 4. greinin verður túlkuð þegar og ef kemur til þess að fækka prestum, sameina sóknir. En söm er skylda þjóðkirkjunnar að þjóna landinu öllu.
Vald kirkjuþings er ekki aðeins aukið með því að það fær fjárstjórnarvald í hendur heldur er og verður allt skipulag kirkjunnar í höndum þess. Innra skipulagið er það sem mestu skiptir, prestaköll og sóknir, starf kirkjunnar úti í söfnuðunum og svo stjórnsýsla kirkjunnar.
Fróðlegt verður að fylgjast með umræðu á alþingi þegar dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram. Ekki er vitað hvenær það verður. Þetta er síðasta þing fyrir haustkosningar 2021.
Á síðasta kirkjuþingi sem hófst í byrjun september og verður framhaldið í nóvembermánuði var samþykkt mjög mikilvægt mál sem snýr að þjóðkirkjunni. Það var rammalöggjöf um þjóðkirkjuna sem verður lögð fyrir alþingi og vonandi samþykkt. Þegar og ef frumvarpið verður samþykkt á alþingi falla úr gildi lögin frá 1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.
Þjóðkirkjufrumvarpið var samþykkt samhljóða af öllum nefndum þingsins og öllum kirkjuþingsmönnum. Það eru tímamót í sjálfu sér að allir séu á einu máli enda þótt það hafi komið fyrir áður. Samhljóða samþykki segir líka að fólk vilji að mál nái fram að ganga án þess að gera ágreining um einstök atriði. Það telur samstöðuna mikilvægari heldur en þá nauðsyn að viðra ólíkar skoðanir eða túlkanir og efna til umræðna um þær. Grundvallarlög um þjóðkirkjuna eru nefnilega ekki ólík hjartanu – og það getur slegið á ýmsum hraða. Besti takturinn er þó jafn og öruggur.
Í frumvarpinu er kemur fram nýtt heiti á þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan á Íslandi, og er það orðalag sótt til stjórnarskrárinnar. Núverandi lagaheiti er íslenska þjóðkirkjan.
Samband ríkis og kirkju kemur skýrt fram í þessu frumvarpi. Þar er vísað til stjórnarskrárákvæðisins og kirkjujarðasamkomulagsins með viðbótum. Þar liggur hið fræga samband meðal annars – samband sem verður ekki slitið að fullu fyrr en alþingi telur sig ekki þurfa að setja nein sérstök lög sem snúa að skipulagi og starfi kirkjunnar. Sambandsslit er þróunarferli og þetta er stórt skref í þá átt – stærsta skrefið verður þá ef og þegar stjórnarskrárákvæðinu verður hrundi úr stjórnarskránni.
Síðan tekur ríkisvaldið, alþingi, að sér að kveða á um nokkur grundvallaratriði í frumvarpinu en allt annað er lagt í hendur kirkjuþings sem er æðsta valdastofnun kirkjunnar. Mestu máli skiptir fjárstjórnarvaldið sem þjóðkirkjan fær. Fjármunir skipta miklu máli og þeir eru iðulega afl þeirra hluta sem gera skal enda þótt þeir ráði ekki öllu um niðurstöðuna.
Athyglisvert nýmæli í þessu frumvarpi er sú lögformlega skylda sem lögð verður á kirkjuna sem er sú samkvæmt 4. gr. frumvarpsins:
„Þjóðkirkjunni ber að halda úti kirkjulegri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni.“
Þetta er athyglisverð lagagrein. Ríkisvaldi setur þessa skyldur á herðar kirkjurnar að halda úti þjónustu um allt land og að tryggja að menn geti notið hennar. Áður var þetta orðað svo: „Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni…“
Þjónusta kirkjunnar er svo skilgreind í grundvallaratriðum í skýringum við 4. gr. frumvarpsins. Þar kemur meðal annars fram: „Meginþættir kirkjulegrar þjónustu eru helgihald, þ.e. guðsþjónustur og aðrar helgiathafnir, skírnir, fermingar, hjónavígslur, útfarir, trúfræðsla og kærleiksþjónusta.“ Síðan er vikið að annarri víðtækari kirkjulegri þjónustu sem er iðulega veitt við ákveðnar aðstæður, til dæmis þegar svo kallað almannavarnarástand myndast í samfélaginu.
Segja má að með þessari nýju grein sé undirstrikað að þessi tiltekna stofnun sé þjóðkirkja. Öll tvímæli eru tekin af því að hún sé eitthvað annað. Þetta setur kirkjuna í þá stöðu að hún verður ætíð að gæta þess að allir landsmenn njóti þjónustu hennar. Sú þjónusta hlýtur að verða svipuð frá einum stað til annars. Auðvitað er hægt að þjónusta afskekkta söfnuði gegnum netið en það hlýtur aðeins að verða í undantekningartilvikum. Eins og kunnugt er hefur kórónuveirufaraldur kallað fram streymi og útsendingar frá kirkjum til safnaðarmeðlima – það er tímabundið ástand. En spennandi verður að sjá hvernig 4. greinin verður túlkuð þegar og ef kemur til þess að fækka prestum, sameina sóknir. En söm er skylda þjóðkirkjunnar að þjóna landinu öllu.
Vald kirkjuþings er ekki aðeins aukið með því að það fær fjárstjórnarvald í hendur heldur er og verður allt skipulag kirkjunnar í höndum þess. Innra skipulagið er það sem mestu skiptir, prestaköll og sóknir, starf kirkjunnar úti í söfnuðunum og svo stjórnsýsla kirkjunnar.
Fróðlegt verður að fylgjast með umræðu á alþingi þegar dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram. Ekki er vitað hvenær það verður. Þetta er síðasta þing fyrir haustkosningar 2021.