Undanfarið hefur verið fjallað dálítið um aukinn kirkjuáhuga meðal ungs fólks og þá hafa strákar verið fyrst og fremst nefndir. Áhuginn er tilkominn að mestu leyti vegna áhrifa miðla á borð við TikTok og Instagram. Þessir miðlar eru eins og frumskógur og þar er nánast hægt að finna allt á milli himins og jarðar.
Fjöldi áhrifavalda fyllir flokka sem kenna sig við trúarlega þanka af hinum og þessum uppruna. Og hver getur svo sem túlkað fyrir án þess að spyrja kóng eða prest en aðrir fleyta íhaldssömum túlkunum áfram þar sem bókstafstrú er mátturinn og dýrðin og karlremba fylgir með í anda feðraveldis. Þá eru alltaf einhverjir þarna inni á milli sem eru snortnir trúarlegri brjálsemi.
Þetta er sem sé fjölskrúðugt markaðstorg trúar og lífsskoðana – og Mammón er náttúrlega alltaf þarna á vakt með bankareikningsnúmerið sitt.
Erfitt getur verið að greina á milli þess sem eitthvert vit er í og þess sem er trúðsleikur.
En kristin trú hefur oftast verið fljót að grípa tækninýjungar á lofti til að boða fagnaðarerindið. Það er vel. Einstaklingar og söfnuðir nýta sér tæknina og auðvitað leikur hún í höndum unga fólksins eins og svo margt annað.
Það þarf kjark og hugvit til að koma boðskap fram í snarhasti – þú hefur kannski hálfa mínútu eða þrjár. Stutt prédikun eða öllu heldur hugleiðingarorð skjótast út og það er oftast talað hratt og af sannfæringarkrafti. Sumir segja í hendingskasti frá trú sinni meðan aðrir reyna að svara einhverjum trúarlegum spurningum með spekingslegum svip þó að glampi vits sé í daufara lagi. Menn varpa fram bæn, syngja og skoða trúna og guðdóminn út frá spaugilegum sjónarhornum. Allt er leyfilegt burtséð frá því hversu gagnlegt það kann að vera – enda hverjum kemur það svo sem við?
Ekki er kannski ljóst á þessari stundu hver verða afdrif þeirra sem kynnst hafa kristinni trú í þessari tækniveröld töframiðlanna þegar þeir setjast á kirkjubekk. Guðsþjónustan sem miðill er kannski fyrsta kastið sem martröð í hugum þeirra sem gengið hafa til fylgis við einhvers konar kristna hugmyndafræði. Það tekur tíma að venjast forminu og gleyma hamaganginum í heimi TikTok og Instagram, þeirrar þindarlausu göngu að hlusta og horfa – eða sýna viðbrögð.
En mikilvægt er að taka vel á móti þeim sem hafa farið í gegnum þessa miðlakvörn nútímans. Umfaðma þau eins og fólk sem komist hefur af úr sjávarháska. Lífið er nefnilega ekki svarthvítt heldur á þar allt litrófið heima.
Hér eru nokkur sýnishorn úr þessum herbúðum:
Undanfarið hefur verið fjallað dálítið um aukinn kirkjuáhuga meðal ungs fólks og þá hafa strákar verið fyrst og fremst nefndir. Áhuginn er tilkominn að mestu leyti vegna áhrifa miðla á borð við TikTok og Instagram. Þessir miðlar eru eins og frumskógur og þar er nánast hægt að finna allt á milli himins og jarðar.
Fjöldi áhrifavalda fyllir flokka sem kenna sig við trúarlega þanka af hinum og þessum uppruna. Og hver getur svo sem túlkað fyrir án þess að spyrja kóng eða prest en aðrir fleyta íhaldssömum túlkunum áfram þar sem bókstafstrú er mátturinn og dýrðin og karlremba fylgir með í anda feðraveldis. Þá eru alltaf einhverjir þarna inni á milli sem eru snortnir trúarlegri brjálsemi.
Þetta er sem sé fjölskrúðugt markaðstorg trúar og lífsskoðana – og Mammón er náttúrlega alltaf þarna á vakt með bankareikningsnúmerið sitt.
Erfitt getur verið að greina á milli þess sem eitthvert vit er í og þess sem er trúðsleikur.
En kristin trú hefur oftast verið fljót að grípa tækninýjungar á lofti til að boða fagnaðarerindið. Það er vel. Einstaklingar og söfnuðir nýta sér tæknina og auðvitað leikur hún í höndum unga fólksins eins og svo margt annað.
Það þarf kjark og hugvit til að koma boðskap fram í snarhasti – þú hefur kannski hálfa mínútu eða þrjár. Stutt prédikun eða öllu heldur hugleiðingarorð skjótast út og það er oftast talað hratt og af sannfæringarkrafti. Sumir segja í hendingskasti frá trú sinni meðan aðrir reyna að svara einhverjum trúarlegum spurningum með spekingslegum svip þó að glampi vits sé í daufara lagi. Menn varpa fram bæn, syngja og skoða trúna og guðdóminn út frá spaugilegum sjónarhornum. Allt er leyfilegt burtséð frá því hversu gagnlegt það kann að vera – enda hverjum kemur það svo sem við?
Ekki er kannski ljóst á þessari stundu hver verða afdrif þeirra sem kynnst hafa kristinni trú í þessari tækniveröld töframiðlanna þegar þeir setjast á kirkjubekk. Guðsþjónustan sem miðill er kannski fyrsta kastið sem martröð í hugum þeirra sem gengið hafa til fylgis við einhvers konar kristna hugmyndafræði. Það tekur tíma að venjast forminu og gleyma hamaganginum í heimi TikTok og Instagram, þeirrar þindarlausu göngu að hlusta og horfa – eða sýna viðbrögð.
En mikilvægt er að taka vel á móti þeim sem hafa farið í gegnum þessa miðlakvörn nútímans. Umfaðma þau eins og fólk sem komist hefur af úr sjávarháska. Lífið er nefnilega ekki svarthvítt heldur á þar allt litrófið heima.
Hér eru nokkur sýnishorn úr þessum herbúðum: