Ef einhver tími er heppilegur til að taka sjálfum sér tak þá er það sumarbyrjun. Vetrardrungi er að baki og heróp náttúrunnar ómar: „Sækið fram!“ Sjálf náttúran hefur svarað kalli sínu að vanda og hvert sem auga lítur má sjá grænum bjarma bregða fyrir. Lífið brýst fram og jafnvel á snauðum mel lyftir veikburða jurt kolli mót sólu.

Náttúran getur hvort tveggja verið blíð og hörð í samskiptum við mennina. Stundum taka menn svo stórt upp í sig og segja að náttúran sé siðblind. Hún fari sínu fram og þyrmi engum í hamförum sínum. Aðrir segja rangt að tala um náttúruna sem siðblinda þar sem hún sé ekki einstaklingur, manneskja, heldur bundin í eðli sínu og kunni í raun ekki skilsmun á góðu og slæmu. Hún bara er. Einstaklingur sem er siðblindur veit yfirleitt muninn á réttu og röngu. Hann áttar sig vel á afleiðingum illra og sjálfselskufullra gjörða sinna.

Íþróttir eru góðar æfingar í samskiptum því þær reyna á samvinnu leikmanna en gefa þeim líka tækifæri til að njóta sín sem einstaklingar. Þar eru reglur sem menn kunna og ef ágreiningsmál koma upp og til þess er dómarinn. En iðulega kemur það fyrir að leikmenn – og áhorfendur – eru ósáttir við dómarann. Ekki þýðir að deila við dómarann – það vita allir.

En leikurinn er skemmtilegur og leikmennirnir vilja að hann gangi vel fyrir sig.

Lífið er skemmtilegt og þátttakendur þess vilja að það gangi vel fyrir sig.

Náttúran er skemmtileg og hana ber að virða svo allt fari vel.

Upplausn blasir alltaf við þegar gengið er gegn leikreglum hvort heldur í íþróttum eða í lífinu.

Upplausn er óreiða sem enginn hefur stjórn á. Þegar upplausn í mannlegum samskiptum gerir vart við sig notar margur tækifærið til að hygla sjálfum sér. Upplausnin nærir um stund óbeislaða sjálfselsku mannsins og hann telur jafnvel að lífið sé ætlað honum einum. Náttúran sé til fyrir hann og engan annan. Hann sætir lagi gagnvart henni því að hún er dálítið berskjölduð svo ekki sé meira sagt og hugvit mannsins býsna drjúgt. En eins og í íþróttum og mannlegu félagi þar sem reglur eru uppistaða góðra samskipta þá þarf að fara eftir reglum í samskiptum við náttúruna.

En lög og reglur gefa okkur einmitt tækifæri til að sýna hvað í okkur býr. Hvort við getum farið eftir þeim í samfélagi manna og unnið með öðru fólki. Enginn leikur fer fram án reglna. Og reglurnar gera það kleift að allir geti tekið þátt í leiknum. Ef reglur eru brotnar fá menn áminningu, gula spjaldið eða jafnvel það rauða.

Skráðar reglur sem óskráðar eru til orðnar svo allt gangi eins snurðulaust fyrir sig og hægt er. Auðvitað geta sumar reglur verið umdeilanlegar og þá er að ræða þær og finna lausn. Engin regla verður til af sjálfri sér. Það er alltaf einhver ástæða fyrir því að regla verður til og stundum er hún kannski sett í fljótræði eða tímabundið. En það er ástæða fyrir því og ef þarf að breyta henni þá er nauðsynlegt að færa rök fyrir því. Leikreglur í íþróttum hafa ekki breyst mikið í gegnum tíðina vegna þess að þær hafa gefist vel. Þannig er reyndar um flestar reglur sem verða til í leik og starfi.

Náttúran fer að sínum lögmálum og reglum. Kannski langar okkur til að breyta þeim – og menn hafa reynt það með misjöfnum árangri. Þegar við göngum gegn lögmálum og reglum náttúrunnar í skefjalausri sjálfselsku skrikar okkur herfilega fótur. Það ber kannski ekki mikið á því í fyrstu en smám saman kemur það í ljós að betur var látið ógert en gert.

Við erum hluti náttúrunnar og þar er hver maður hertur sem í eldi væri og líka umvafinn hlýju og ástúð. Þannig gengur náttúran fyrir sig. Íþróttir reyna líka á hvern mann – en sá hinn sami finnur líka hlýju og ástúð frá félögum sínum í leiknum vegna þess að menn vinna saman og gera sitt besta. Mannleg samskipti kalla alla jafna fram það besta í manneskjunum.

Semsé: Samskipti, íþróttir og náttúra eiga margt sameiginlegt.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ef einhver tími er heppilegur til að taka sjálfum sér tak þá er það sumarbyrjun. Vetrardrungi er að baki og heróp náttúrunnar ómar: „Sækið fram!“ Sjálf náttúran hefur svarað kalli sínu að vanda og hvert sem auga lítur má sjá grænum bjarma bregða fyrir. Lífið brýst fram og jafnvel á snauðum mel lyftir veikburða jurt kolli mót sólu.

Náttúran getur hvort tveggja verið blíð og hörð í samskiptum við mennina. Stundum taka menn svo stórt upp í sig og segja að náttúran sé siðblind. Hún fari sínu fram og þyrmi engum í hamförum sínum. Aðrir segja rangt að tala um náttúruna sem siðblinda þar sem hún sé ekki einstaklingur, manneskja, heldur bundin í eðli sínu og kunni í raun ekki skilsmun á góðu og slæmu. Hún bara er. Einstaklingur sem er siðblindur veit yfirleitt muninn á réttu og röngu. Hann áttar sig vel á afleiðingum illra og sjálfselskufullra gjörða sinna.

Íþróttir eru góðar æfingar í samskiptum því þær reyna á samvinnu leikmanna en gefa þeim líka tækifæri til að njóta sín sem einstaklingar. Þar eru reglur sem menn kunna og ef ágreiningsmál koma upp og til þess er dómarinn. En iðulega kemur það fyrir að leikmenn – og áhorfendur – eru ósáttir við dómarann. Ekki þýðir að deila við dómarann – það vita allir.

En leikurinn er skemmtilegur og leikmennirnir vilja að hann gangi vel fyrir sig.

Lífið er skemmtilegt og þátttakendur þess vilja að það gangi vel fyrir sig.

Náttúran er skemmtileg og hana ber að virða svo allt fari vel.

Upplausn blasir alltaf við þegar gengið er gegn leikreglum hvort heldur í íþróttum eða í lífinu.

Upplausn er óreiða sem enginn hefur stjórn á. Þegar upplausn í mannlegum samskiptum gerir vart við sig notar margur tækifærið til að hygla sjálfum sér. Upplausnin nærir um stund óbeislaða sjálfselsku mannsins og hann telur jafnvel að lífið sé ætlað honum einum. Náttúran sé til fyrir hann og engan annan. Hann sætir lagi gagnvart henni því að hún er dálítið berskjölduð svo ekki sé meira sagt og hugvit mannsins býsna drjúgt. En eins og í íþróttum og mannlegu félagi þar sem reglur eru uppistaða góðra samskipta þá þarf að fara eftir reglum í samskiptum við náttúruna.

En lög og reglur gefa okkur einmitt tækifæri til að sýna hvað í okkur býr. Hvort við getum farið eftir þeim í samfélagi manna og unnið með öðru fólki. Enginn leikur fer fram án reglna. Og reglurnar gera það kleift að allir geti tekið þátt í leiknum. Ef reglur eru brotnar fá menn áminningu, gula spjaldið eða jafnvel það rauða.

Skráðar reglur sem óskráðar eru til orðnar svo allt gangi eins snurðulaust fyrir sig og hægt er. Auðvitað geta sumar reglur verið umdeilanlegar og þá er að ræða þær og finna lausn. Engin regla verður til af sjálfri sér. Það er alltaf einhver ástæða fyrir því að regla verður til og stundum er hún kannski sett í fljótræði eða tímabundið. En það er ástæða fyrir því og ef þarf að breyta henni þá er nauðsynlegt að færa rök fyrir því. Leikreglur í íþróttum hafa ekki breyst mikið í gegnum tíðina vegna þess að þær hafa gefist vel. Þannig er reyndar um flestar reglur sem verða til í leik og starfi.

Náttúran fer að sínum lögmálum og reglum. Kannski langar okkur til að breyta þeim – og menn hafa reynt það með misjöfnum árangri. Þegar við göngum gegn lögmálum og reglum náttúrunnar í skefjalausri sjálfselsku skrikar okkur herfilega fótur. Það ber kannski ekki mikið á því í fyrstu en smám saman kemur það í ljós að betur var látið ógert en gert.

Við erum hluti náttúrunnar og þar er hver maður hertur sem í eldi væri og líka umvafinn hlýju og ástúð. Þannig gengur náttúran fyrir sig. Íþróttir reyna líka á hvern mann – en sá hinn sami finnur líka hlýju og ástúð frá félögum sínum í leiknum vegna þess að menn vinna saman og gera sitt besta. Mannleg samskipti kalla alla jafna fram það besta í manneskjunum.

Semsé: Samskipti, íþróttir og náttúra eiga margt sameiginlegt.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir