Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann hljóp að manninum sem hafði verið sleginn niður og spurði hvort kalla ætti til sjúkrabíl. Maðurinn umlaði eitthvað óskýrt og honum skildist að það væri nei. Tók svo ákveðið undir handlegg hans, reisti hann varlega upp og hvæsti svo grimmilega á sökudólginn sem stóð álengdar og fylgdist óttasleginn með. Fórnarlambið bað hann að vera rólegan og stundi af sársauka. Hélt um kjálkann og sagði svo lágum rómum að best væri að fara og faðma mannhundinn. Það væri sterkasti leikurinn í þessari stöðu. Væri miskunnarverk. Ekki vegna þess sem hann hefði gert heldur gæti kærleiksríkt faðmlagið brætt kalt hjarta hans.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann hljóp að manninum sem hafði verið sleginn niður og spurði hvort kalla ætti til sjúkrabíl. Maðurinn umlaði eitthvað óskýrt og honum skildist að það væri nei. Tók svo ákveðið undir handlegg hans, reisti hann varlega upp og hvæsti svo grimmilega á sökudólginn sem stóð álengdar og fylgdist óttasleginn með. Fórnarlambið bað hann að vera rólegan og stundi af sársauka. Hélt um kjálkann og sagði svo lágum rómum að best væri að fara og faðma mannhundinn. Það væri sterkasti leikurinn í þessari stöðu. Væri miskunnarverk. Ekki vegna þess sem hann hefði gert heldur gæti kærleiksríkt faðmlagið brætt kalt hjarta hans.