Í dag er siðbótardagurinn, 31. október. Þá er þess minnst að um kvöldið þennan dag árið 1517 hafi siðbót Marteins Lúthers hafist þegar hann birti harða gagnrýni á kirkju sína í 95 liðum og þá einkum á söluprang hennar og hugmyndir um hreinsunareldinn.
Það eru sem sé 505 ár liðin frá þessum sögulega atburði.
Stundum segir fólk að siðbótin eigi að vera sístæð: „Ecclesia reformata, semper reformanda. Þannig hljóðar latneski frasinn sem gripið er til á góðum stundum með ábúðarfullum svip en hann útleggst: „Kirkjan siðbætt og í sífelldri siðbót.“ Í ljósi þessara orða er ekki fráleitt að nefna nokkur atriði í anda Lúthers (að minnsta kosti aðferðar hans!) sem taka mætti til athugunar í okkar kirkju. Lesandi kann að vera á allt öðru máli hvað þessa punkta snertir. Hann vill jafnvel fækka þeim eða fjölga. Eða ekki sjá þá.
Ekki væri fráleitt að siðbótardagurinn væri árlega helgaður siðbót í hverjum söfnuði þar sem fólk kæmi saman og segði hug sinn um hverju mætti breyta og hvað mætti bæta í annars góðu safnaðarstarfi.
Siðbótardagurinn á einmitt að vera hvatning til að gera betur en sitja ekki sem fastast í gömlu fari.
Hvað væri þá helst að nefna? Til dæmis þetta:
-
Kirkjan geri rækilegt átak á landsvísu til að kynna allt það starf sem fram fer í söfnuðum landsins.
-
Kirkjan verði lýðræðisvædd og þá er einkum átt við kirkjuþing þjóðkirkjunnar – öllu þjóðkirkjufólki verði gefinn kostur á að kjósa til kirkjuþings.
-
Kirkjan margefli safnaðarstarf sitt frá því sem nú er. Einkum þarf að huga að kirkjusamverum fyrir fólk á aldrinum 30-50 ára. Barna- og æskulýðsstarf verði í kirkjunum alla daga vikunnar. Þeim sóknum sem ekki sinna barna- og æskulýðsstarfi (og sérstaklega hinum stærri) verði veitt tiltal. Vígðir þjónar kirkjunnar komi sjálfir í auknum mæli að barna- og æskulýðsstarfi.
-
Allar sóknir með fimmtíu sóknarbörn og fleiri hafi heimasíðu eða Feisbókarsíðu. Kirkjan verði virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Instagram og Feisbók.
-
Biskup verði sýnilegur á samfélagsmiðlum og skrifi daglega trúarlegan pistil (300 orð) á vef kirkjunnar.
-
Messa þjóðkirkjunnar verði tekin til rækilegrar endurskoðunar og málfar hennar uppfært til nútímans. Hið sama er að segja um helgisiðaform einstakra athafna. Sérstaklega skal losa lútherska þjóðkirkju við latneska messutónið í prestsvígslum enda á messan öll að vera á móðurmáli safnaðarins.
-
Prédikun í kirkjunni færist yfir í samtalsform um textann milli prédikara og safnaðar.
-
Söfnuður og vígðir þjóna sýni fyrirmynd í samstarfi á jafnréttisgrundvelli. Titlatogið, séra, frú og herra, skal aflagt enda eru allir jafnir í kirkjunni og þurfa ekki að marka sér sérstöðu.
-
Kirkjan leggi áherslu á að hún starfi sem sjálfstætt trúfélag í fjölmenningarsamfélagi en hafi jafnframt skyldum að gegna við alla landsmenn og það marki ábyrgðarmikla sérstöðu hennar umfram önnur trúfélög.
-
Vígðir þjónar kirkjunnar hætti að taka greiðslur fyrir utansóknarstörf eins og skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Hver þjónn sjái um sínar sóknir í þessu en sé ekki á hlaupum sóknarenda á milli til að sinna þessari þjónustu sem hefur í sumum tilvikum áhrif á þrótt hans eða hennar til almennra safnaðarstarfa í eigin sókn.
Kirkjublaðið.is óskar lesendum sínum gleðilegs siðbótardags!
Í dag er siðbótardagurinn, 31. október. Þá er þess minnst að um kvöldið þennan dag árið 1517 hafi siðbót Marteins Lúthers hafist þegar hann birti harða gagnrýni á kirkju sína í 95 liðum og þá einkum á söluprang hennar og hugmyndir um hreinsunareldinn.
Það eru sem sé 505 ár liðin frá þessum sögulega atburði.
Stundum segir fólk að siðbótin eigi að vera sístæð: „Ecclesia reformata, semper reformanda. Þannig hljóðar latneski frasinn sem gripið er til á góðum stundum með ábúðarfullum svip en hann útleggst: „Kirkjan siðbætt og í sífelldri siðbót.“ Í ljósi þessara orða er ekki fráleitt að nefna nokkur atriði í anda Lúthers (að minnsta kosti aðferðar hans!) sem taka mætti til athugunar í okkar kirkju. Lesandi kann að vera á allt öðru máli hvað þessa punkta snertir. Hann vill jafnvel fækka þeim eða fjölga. Eða ekki sjá þá.
Ekki væri fráleitt að siðbótardagurinn væri árlega helgaður siðbót í hverjum söfnuði þar sem fólk kæmi saman og segði hug sinn um hverju mætti breyta og hvað mætti bæta í annars góðu safnaðarstarfi.
Siðbótardagurinn á einmitt að vera hvatning til að gera betur en sitja ekki sem fastast í gömlu fari.
Hvað væri þá helst að nefna? Til dæmis þetta:
-
Kirkjan geri rækilegt átak á landsvísu til að kynna allt það starf sem fram fer í söfnuðum landsins.
-
Kirkjan verði lýðræðisvædd og þá er einkum átt við kirkjuþing þjóðkirkjunnar – öllu þjóðkirkjufólki verði gefinn kostur á að kjósa til kirkjuþings.
-
Kirkjan margefli safnaðarstarf sitt frá því sem nú er. Einkum þarf að huga að kirkjusamverum fyrir fólk á aldrinum 30-50 ára. Barna- og æskulýðsstarf verði í kirkjunum alla daga vikunnar. Þeim sóknum sem ekki sinna barna- og æskulýðsstarfi (og sérstaklega hinum stærri) verði veitt tiltal. Vígðir þjónar kirkjunnar komi sjálfir í auknum mæli að barna- og æskulýðsstarfi.
-
Allar sóknir með fimmtíu sóknarbörn og fleiri hafi heimasíðu eða Feisbókarsíðu. Kirkjan verði virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Instagram og Feisbók.
-
Biskup verði sýnilegur á samfélagsmiðlum og skrifi daglega trúarlegan pistil (300 orð) á vef kirkjunnar.
-
Messa þjóðkirkjunnar verði tekin til rækilegrar endurskoðunar og málfar hennar uppfært til nútímans. Hið sama er að segja um helgisiðaform einstakra athafna. Sérstaklega skal losa lútherska þjóðkirkju við latneska messutónið í prestsvígslum enda á messan öll að vera á móðurmáli safnaðarins.
-
Prédikun í kirkjunni færist yfir í samtalsform um textann milli prédikara og safnaðar.
-
Söfnuður og vígðir þjóna sýni fyrirmynd í samstarfi á jafnréttisgrundvelli. Titlatogið, séra, frú og herra, skal aflagt enda eru allir jafnir í kirkjunni og þurfa ekki að marka sér sérstöðu.
-
Kirkjan leggi áherslu á að hún starfi sem sjálfstætt trúfélag í fjölmenningarsamfélagi en hafi jafnframt skyldum að gegna við alla landsmenn og það marki ábyrgðarmikla sérstöðu hennar umfram önnur trúfélög.
-
Vígðir þjónar kirkjunnar hætti að taka greiðslur fyrir utansóknarstörf eins og skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Hver þjónn sjái um sínar sóknir í þessu en sé ekki á hlaupum sóknarenda á milli til að sinna þessari þjónustu sem hefur í sumum tilvikum áhrif á þrótt hans eða hennar til almennra safnaðarstarfa í eigin sókn.
Kirkjublaðið.is óskar lesendum sínum gleðilegs siðbótardags!