Þegar horft er yfir svið heimsins þar sem stríð geisar vaknar reiðin í brjóstum margra. Reiði yfir því að manneskjurnar skuli ekki vera þroskaðri en raun ber vitni. Þar sem eina ráðið er að drepa fólk, sprengja, tortíma umhverfinu og leggja í auðn. Það nær náttúrlega ekki nokkurri átt að skjóta eldflaugum og sprengjum yfir borgir og sveitir svo ekki sé talað um dróna sem réttnefndir eru drýslar. Æða með eyðandi eldi gegn mannfólki og móður jörð. Hvað gengur eiginlega að mannkyninu?

Það er ekki furða að réttlát reiði vakni hjá venjulegu fólki og það spyrji hvernig í fjáranum sé hægt að stöðva þennan djöfulgang.

Já, reiðin sýður í fólki en fátt er hægt að gera til að hafa áhrif sem máli skiptir á atburðarásina og fyrir vikið sest vonleysið við hliðina á reiðinni. Þó að reiðin leysi ekki úr vanda þá er hún nauðsynleg manneskjunum svo þær missi ekki tök á sjálfum sér.

Grátlegast er að það skuli vera hin stórkostlega lífvera, maðurinn, sem skipuleggur hörmungarnar og manndrápin.

Þessi orð kalla á vangaveltur um ýmsar hliðar reiðinnar sem vert er að gefa gaum að.

Maðurinn er lífvera sem ofinn er úr tilfinningum sem stjórna lífi hans í smáu sem stóru. Tilfinningar fylgja okkur frá fyrstu tíð og við lærum að þekkja þær og okkur er kennt að stýra þeim að því marki sem það er hægt. Tilfinningar sem bærast í brjóstum okkar breytast og þroskast með æviárum okkar – sumar jafnvel blómgast meðan aðrar dofna. Garður tilfinninganna er fjölskrúðugur og hann verður að rækta svo fegurstu tilfinningar mannsins fái að njóta sín.

Reiðitilfinninguna þekkja allir og hafa misgóða stjórn á henni eins og svo sem öðrum tilfinningum. Hún er sú tilfinning sem er mest sýnileg allt frá blautu barnsbeini. Barnið orgar af reiði og skynsemin virðist víðs fjarri að mati hinna fullorðnu sem átta sig ekki á því hvað það er sem vakið hefur reiði þess. Liggur beinast við að tilfinning óheftrar sjálfselsku ryðjist fram í sálarfylgsnum barnsins í búningi reiðinnar því fátt er sjálfhverfara en barn sem á eftir að læra að það eru fleiri í heiminum en það. Þó er sjálfselskan nauðsynleg að vissu marki því hún hefur stundum bjargað lífi.

Margt getur sem sé vakið reiði í manneskjunni hvort heldur hún er barn eða fullorðin. Oftast er það þó vissa eða grunur um að vera beittur óréttlæti sem kveikir reiðineistann og þannig verður reiðin varðmaður réttlætisins. Og þar með nauðsynleg. Réttláta reiði kannast allir við og telja hana mikinn kost.

Réttlát reiði á sér andhverfu sem er hin rangláta reiði og hún á rót sína í misskilningi og yfirgangi. Ranglát reiði getur verið hluti af líkamlegu sem andlegu ofbeldi. Sá sem er í gini ranglátrar reiði getur stjórnað umhverfi sínu með fólsku og lætur finna fyrir því að fari ekki allt eftir vilja hans þá sé reiði hans að mæta.

Flestir menn hafa stjórn á reiði sinni. Þeir þekkja hana og vita hvenær hún rís upp til andmæla. Henni er í hóf stillt og henni er beitt til þess að það sem er rétt og gott nái fram að ganga.

Þess vegna er nú reiðin nauðsynleg í heiminum.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þegar horft er yfir svið heimsins þar sem stríð geisar vaknar reiðin í brjóstum margra. Reiði yfir því að manneskjurnar skuli ekki vera þroskaðri en raun ber vitni. Þar sem eina ráðið er að drepa fólk, sprengja, tortíma umhverfinu og leggja í auðn. Það nær náttúrlega ekki nokkurri átt að skjóta eldflaugum og sprengjum yfir borgir og sveitir svo ekki sé talað um dróna sem réttnefndir eru drýslar. Æða með eyðandi eldi gegn mannfólki og móður jörð. Hvað gengur eiginlega að mannkyninu?

Það er ekki furða að réttlát reiði vakni hjá venjulegu fólki og það spyrji hvernig í fjáranum sé hægt að stöðva þennan djöfulgang.

Já, reiðin sýður í fólki en fátt er hægt að gera til að hafa áhrif sem máli skiptir á atburðarásina og fyrir vikið sest vonleysið við hliðina á reiðinni. Þó að reiðin leysi ekki úr vanda þá er hún nauðsynleg manneskjunum svo þær missi ekki tök á sjálfum sér.

Grátlegast er að það skuli vera hin stórkostlega lífvera, maðurinn, sem skipuleggur hörmungarnar og manndrápin.

Þessi orð kalla á vangaveltur um ýmsar hliðar reiðinnar sem vert er að gefa gaum að.

Maðurinn er lífvera sem ofinn er úr tilfinningum sem stjórna lífi hans í smáu sem stóru. Tilfinningar fylgja okkur frá fyrstu tíð og við lærum að þekkja þær og okkur er kennt að stýra þeim að því marki sem það er hægt. Tilfinningar sem bærast í brjóstum okkar breytast og þroskast með æviárum okkar – sumar jafnvel blómgast meðan aðrar dofna. Garður tilfinninganna er fjölskrúðugur og hann verður að rækta svo fegurstu tilfinningar mannsins fái að njóta sín.

Reiðitilfinninguna þekkja allir og hafa misgóða stjórn á henni eins og svo sem öðrum tilfinningum. Hún er sú tilfinning sem er mest sýnileg allt frá blautu barnsbeini. Barnið orgar af reiði og skynsemin virðist víðs fjarri að mati hinna fullorðnu sem átta sig ekki á því hvað það er sem vakið hefur reiði þess. Liggur beinast við að tilfinning óheftrar sjálfselsku ryðjist fram í sálarfylgsnum barnsins í búningi reiðinnar því fátt er sjálfhverfara en barn sem á eftir að læra að það eru fleiri í heiminum en það. Þó er sjálfselskan nauðsynleg að vissu marki því hún hefur stundum bjargað lífi.

Margt getur sem sé vakið reiði í manneskjunni hvort heldur hún er barn eða fullorðin. Oftast er það þó vissa eða grunur um að vera beittur óréttlæti sem kveikir reiðineistann og þannig verður reiðin varðmaður réttlætisins. Og þar með nauðsynleg. Réttláta reiði kannast allir við og telja hana mikinn kost.

Réttlát reiði á sér andhverfu sem er hin rangláta reiði og hún á rót sína í misskilningi og yfirgangi. Ranglát reiði getur verið hluti af líkamlegu sem andlegu ofbeldi. Sá sem er í gini ranglátrar reiði getur stjórnað umhverfi sínu með fólsku og lætur finna fyrir því að fari ekki allt eftir vilja hans þá sé reiði hans að mæta.

Flestir menn hafa stjórn á reiði sinni. Þeir þekkja hana og vita hvenær hún rís upp til andmæla. Henni er í hóf stillt og henni er beitt til þess að það sem er rétt og gott nái fram að ganga.

Þess vegna er nú reiðin nauðsynleg í heiminum.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir