Kunnastur er Pétur postuli í trúarsögunni fyrir það að hafa afneitað meistara sínum í þrígang. Hann iðraðist þess innilega.
En hefðasagan segir að hann hafi goldið lífi sínu fyrir trúna árið 64. Hann taldi það ekki sæma sér að verða krossfestur með sama hætti og meistarinn og bað því um að hann yrði settur öfugur á krossinn. Sá kross kallast síðan Péturskross.
Nú er Pétur postuli í heimsfréttunum. Að minnsta kosti finnst hinu virðulega blaði, The Daily Telegraph, vera tilefni til að fjalla um hann í blaðinu í dag.
Hvers vegna?
Þau eru mörg listaverkin þar sem Pétur postuli kemur við sögu sem aðalviðfangsefnið. Listamenn á öllum tímum hafa spreytt sig við að túlka líf hans og tekist misjafnlega til eins og gengur.
Ítalski barokklistamaðurinn Rutilio Manetti málaði listaverk og einbeitti sér að þeim atburði þegar Pétur postuli var handtekinn af rómverskum hermönnum. Verkið heitir einfaldlega Handtaka heilags Péturs.
Þessu listaverki var stolið úr kastala nokkrum á Ítalíu fyrir rúmum áratug. Þjófarnir gerðu sér lítið fyrir og skáru verkið úr rammanum en sú aðferð er einföld og skjótvirk. Í stað listaverksins var sett upp ljósprentuð eftirmynd þess. Listaverkið er metið á hundruð þúsunda evra. Þá var málverkinu komið í viðgerð því það hafði laskast í meðförum þjófanna. Eftir að verkið var lagað var það sent til sérfræðings í forvörslu. Kyndill var kominn í listaverkið í vinstra horn og er ekki vitað hvernig á því stendur en hann var ekki þar áður að sögn sumra.
Síðan skaut málverkinu upp á sýningu og fylgdi sögunni að það kæmi úr safni ítalsks listfræðings og stjórnmálamanns, Vittorio Sgarbi. Hann gegnir núna stöðu undirmenningarmálaráðherra í ítölsku ríkisstjórninni undir forsæti Giorgia Meloni.
Þetta hefur valdið nokkrum usla. Vittorio Sgarbi er kunnur listaverkasafnari og áhrifamikill maður í heimi listanna. Hann var til dæmis sýningarstjóri ítölsku deildarinnar á Feneyska tvíæringnum árið 2011.
Hvernig stóð á því að verkið var komið í hús hjá herra Sgarbi?
Sgarbi sagðist hafa fundið listaverkið í húsi einu sem Innocentius X., páfi, hefði dvalist í á sumrin á 17. öld. Móðir hans hefði keypt þetta hús aldamótaárið 2000. Hann sagði að það verk sem stolið hefði verið á sínum tíma hefði verið eftirmynd verksins og hún væri léleg, frá 19. öld. Frummyndina ætti hann og það væri augljóst mál. Í vinstra horni væri kyndill sem ekki væri á því verki sem stolið hefði verið úr kastalanum. Kyndillinn væri ekki nein viðbót. Hann hefði verið ásakaður um að hafa látið sérfræðing koma kyndlinum fyrir til að villa mönnum sýn um hvaða málverk þetta væri. Þannig geta kyndlar hvort tveggja lýst upp og vísað veg eða leitt aðra inn í myrkur. Auk þess ásakaði hann sérfræðinginn í forvörslu um að bera til sín hefndarhug vegna vangoldinnar greiðslu. Þá vísaði hann á bug þeim sögusögnum að vinur hans hefði verið á vappi í kastalanum nokkrum vikum áður en verkinu var stolið þaðan.
Málið er enn óupplýst.
Þetta sérkennilega mál vekur athygli vegna þess að í hlut á frægur maður þar sem Sgarbi er annars vegar. Svo er það náttúrlega postulinn Pétur sem gefur kristnu fólki tækifæri til að íhuga sögu hans. Sjálfur málarinn, Manetti, telst ekki vera með frægari málurum þó góður sé. Hann málaði fjöldann allan af trúarlegum myndum fyrir einstaklinga og kirkjur.
Kunnastur er Pétur postuli í trúarsögunni fyrir það að hafa afneitað meistara sínum í þrígang. Hann iðraðist þess innilega.
En hefðasagan segir að hann hafi goldið lífi sínu fyrir trúna árið 64. Hann taldi það ekki sæma sér að verða krossfestur með sama hætti og meistarinn og bað því um að hann yrði settur öfugur á krossinn. Sá kross kallast síðan Péturskross.
Nú er Pétur postuli í heimsfréttunum. Að minnsta kosti finnst hinu virðulega blaði, The Daily Telegraph, vera tilefni til að fjalla um hann í blaðinu í dag.
Hvers vegna?
Þau eru mörg listaverkin þar sem Pétur postuli kemur við sögu sem aðalviðfangsefnið. Listamenn á öllum tímum hafa spreytt sig við að túlka líf hans og tekist misjafnlega til eins og gengur.
Ítalski barokklistamaðurinn Rutilio Manetti málaði listaverk og einbeitti sér að þeim atburði þegar Pétur postuli var handtekinn af rómverskum hermönnum. Verkið heitir einfaldlega Handtaka heilags Péturs.
Þessu listaverki var stolið úr kastala nokkrum á Ítalíu fyrir rúmum áratug. Þjófarnir gerðu sér lítið fyrir og skáru verkið úr rammanum en sú aðferð er einföld og skjótvirk. Í stað listaverksins var sett upp ljósprentuð eftirmynd þess. Listaverkið er metið á hundruð þúsunda evra. Þá var málverkinu komið í viðgerð því það hafði laskast í meðförum þjófanna. Eftir að verkið var lagað var það sent til sérfræðings í forvörslu. Kyndill var kominn í listaverkið í vinstra horn og er ekki vitað hvernig á því stendur en hann var ekki þar áður að sögn sumra.
Síðan skaut málverkinu upp á sýningu og fylgdi sögunni að það kæmi úr safni ítalsks listfræðings og stjórnmálamanns, Vittorio Sgarbi. Hann gegnir núna stöðu undirmenningarmálaráðherra í ítölsku ríkisstjórninni undir forsæti Giorgia Meloni.
Þetta hefur valdið nokkrum usla. Vittorio Sgarbi er kunnur listaverkasafnari og áhrifamikill maður í heimi listanna. Hann var til dæmis sýningarstjóri ítölsku deildarinnar á Feneyska tvíæringnum árið 2011.
Hvernig stóð á því að verkið var komið í hús hjá herra Sgarbi?
Sgarbi sagðist hafa fundið listaverkið í húsi einu sem Innocentius X., páfi, hefði dvalist í á sumrin á 17. öld. Móðir hans hefði keypt þetta hús aldamótaárið 2000. Hann sagði að það verk sem stolið hefði verið á sínum tíma hefði verið eftirmynd verksins og hún væri léleg, frá 19. öld. Frummyndina ætti hann og það væri augljóst mál. Í vinstra horni væri kyndill sem ekki væri á því verki sem stolið hefði verið úr kastalanum. Kyndillinn væri ekki nein viðbót. Hann hefði verið ásakaður um að hafa látið sérfræðing koma kyndlinum fyrir til að villa mönnum sýn um hvaða málverk þetta væri. Þannig geta kyndlar hvort tveggja lýst upp og vísað veg eða leitt aðra inn í myrkur. Auk þess ásakaði hann sérfræðinginn í forvörslu um að bera til sín hefndarhug vegna vangoldinnar greiðslu. Þá vísaði hann á bug þeim sögusögnum að vinur hans hefði verið á vappi í kastalanum nokkrum vikum áður en verkinu var stolið þaðan.
Málið er enn óupplýst.
Þetta sérkennilega mál vekur athygli vegna þess að í hlut á frægur maður þar sem Sgarbi er annars vegar. Svo er það náttúrlega postulinn Pétur sem gefur kristnu fólki tækifæri til að íhuga sögu hans. Sjálfur málarinn, Manetti, telst ekki vera með frægari málurum þó góður sé. Hann málaði fjöldann allan af trúarlegum myndum fyrir einstaklinga og kirkjur.