Það hefur löngum sagt að margir keppi um sálirnar. Kannski er það aldrei jafn augljóst og nú á dögum. Allir vilja eiga orð við manneskjurnar. Koma sínu á framfæri hvort heldur það er nú vara eða einhverjar skoðanir. Stjórnmálaflokkar, fyrirtæki, félagasamtök, trúfélög og lífsskoðunarfélög. Stjórnmálaflokkarnir banka upp á fyrir kosningar, hringja og senda bæklinga út og suður. Fyrirtæki ýta úr vör átakslotum á litríkum flettiskiltum og klingjandi jólin eru þeim kærkomin. Félagasamtök fara í herferðir og selja álfa og tröll, neyðarkalla og fjaðrir. Alltaf eru einhver tækifæri til að koma stefnu og skoðunum að í markaðskerfi samfélagsins. Kristin trúfélög eiga sínar hátíðir og athafnir. Lífsskoðunarfélögin eiga líka sitt.

Það er samkeppni milli kirkjudeilda um sálirnar. Enginn neitar því.

Trúboð hefur fylgt kristnum félögum frá fyrstu tíð. Enda það innifalið í boðskapnum sjálfum. Fara og segja öðrum frá. Frægastur trúboða er sennilega Páll postuli sem sagður er hafa kristnað Rómaveldi og þó átti hann engan jeppa sem prestur nokkur bað fjárhagsráð um á sínum tíma til að sinna boðunarstarfi sínu en fékk synjun með vísan til árangurs Páls.

Hver hátíð, hver messa, hver kirkjuleg athöfn, er trúboð í sjálfu sér. Þangað koma enda allir af fúsum og frjálsum vilja.

Í kapítalísku samfélagi þarf það svo sem ekki að koma á óvart að trúboð sé sett á bekk með markaðssetningu í búningsklefanum. Boðskapur og umgjörð trúarinnar er frá vissu sjónarhorni sem hver önnur vara sem stendur fólki til boða. Þjóðkirkjan er stærsta trúfélag landsins (stærsta vöruhús landsins með þennan varning í fyrrgreindum skilningi) enn sem komið er – um 60% landsmanna tilheyra henni. Staða hennar er tryggð með stjórnarskrárákvæði sem spurning er hvort verði fellt út ef sú stund kemur að ekki helmingur landsmanna tilheyri henni ekki. Það er önnur saga en þó saga sem verður að gefa gaum að. Staða þjóðkirkjunnar sem fyrirtækis er sterk skyldi maður ætla þar sem í þjónustu hennar eru á annað hundrað launaðir starfsmenn og fjöldi sjálfboðaliða. Á hana er líka sett sú athyglisverða lagaskylda samkvæmt ágætum tímamóta þjóðkirkjulögum frá 2021 „að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni.“ (3. gr.). Nánar aðeins meira um þetta í lokin.

En einstaklingurinn í samfélaginu stendur ekki alveg berskjaldaður andspænis þeim sem vilja selja honum varning, trú eða lífsskoðanir. Margvísleg lög verja einstaklinginn gegn alls konar boðun þó í góðum tilgangi sé; ágengni og yfirtroðslu sem og ýmsar stofnanir samfélagsins.

Þessi athyglisverða fyrirsögn:

 

er úr Morgunblaðinu í dag.

Blaðið vekur athygli á ákvörðunarorðum Fjarskiptastofu í máli þar sem kvartað var undan því að fulltrúar tiltekins trúfélags (sem telur um 600 manns) hringdu í símanúmer sem merkt voru með friðhelgismerki. Kvartendur töldu að trúfélagið væri að stunda „beina markaðssetningu,“ með þessum hringingum.

Trúfélaginu var sennilega nokkur vandi á höndum að svara þessum ásökunum en greip þó engu að síður til varna. Þau sem höfðu hringt í hinn bannhelgu númer hefðu verið „að tjá sína kristnu trú.“ Ekki væri verið að reyna að „snúa fólki til annarrar trúar.“ Það var og. Ekki verður annað sagt en að það sé sérstakt símtal þegar á hinum enda línunnar hefst tjáning hvort heldur á trú eða á gæðum ákveðins varnings. Markmiðið er hvorugt, sagði trúfélagið: að snúa eða að selja. Kannski mætti líta á þetta sem gjörning? Að öllu gamni slepptu þá eru símanúmerin merkt til að vernda einkalíf fólks. Það þýðir að viðkomandi vill ekki heyra frá þeim sem eru að selja eða boða eitthvað. Einstaklingsfrelsið verður að virða í hvívetna.

Viðkomandi trúfélag hélt því fram að innhringjendur hefðu verið í persónulegu boðunarstarfi. Það stóðst ekki skoðun, trúfélagið var að veita „trúarlega  þjónustu.“ Trúboðunarstarfsemin virtist ekki betur en að vera skipulögð og pælt hafði verið í því hvernig væri best að ná sem árangursríkastri símaboðun.

Fjarskiptastofa komst að því í ákvörðunarorðum sínum að þarna hefði verið um að ræða „óumbeðin fjarskipti.“ Það væri verið að vísa til merkingar í símaskrá en henni er: „…ætlað að vernda símnotendur sem þess óska fyrir seljendum vöru og þjónustu sem hyggjast markaðssetja vörur sínar með símhringingum“.

Þessi trúboðsleið er því ólögleg.

Hvað gera trúfélög þegar hallar undan fæti hjá þeim?

Fyrsta skrefið er að ræða málin og brjóta þau til mergjar. Horfast í augu við staðreyndir. Spyrja hvort nauðsyn sé á uppstokkun, breytingum, tilfæringum o.s.frv. Vera sýnileg í samfélaginu og í sambandi við fólk.

Þjóðkirkjan er sterk stofnun þegar litið er til fjárhags hennar – svo fremi að vel sé haldið á þeim spilum og öllu bruðli úthýst. Viðbótarsamningur hennar og ríkisins kveður á um gagngjald fyrir eignir kirkjunnar sem varið er til þess að halda úti fjölda starfsmanna á akrinum og í stjórnsýslu kirkjunnar. Mannauður kirkjunnar er mikill og mikilvægt að hann sé nýttur með skynsamlegum hætti en á því vill vera misbrestur. Allt snýst þetta um skipulag, ráðvendni, samvinnu og framsýni. Enginn má loka sig af og telja sig vita betur en annar. Og telji einhver að á einhverjum upplýsingum sé legið skulu þær þegar í stað dregnar fram. Þannig séð er þjóðkirkjan sem hvert annað fyrirtæki hvað rekstur og skipulag snertir. Starfssvið fyrirtækisins er að mestu ljóst: að boða trú.

„Óumbeðin fjarskipti“ eins og umrætt trúfélag stundaði, eru víti til varnaðar.

Þjóðkirkjan á líka að vera stolt af því sem hún gerir vel. Og segja frá því. Hún sinnir samviskusamlega umbeðinni nálægð – og þá nálægð þekkir þjóðkirkjan vítt og breitt um landið. Það er nálægð sem ætíð verður að leggja alúð og rækt við.

Þjóðkirkjan er líka nokkuð sterk stofnun þegar litið er til þess að 60% landsmanna tilheyra henni. En hana má styrkja. Sú áskorun hvílir fyrst og fremst á allri kirkjustjórninni sem og félagsmönnum.

Ritstjóri Kirkjublaðsins.is skrifaði grein á vef þjóðkirkjunnar í marsmánuði 2018: Nokkrir punktar um kirkju í vanda.  Sú grein á enn við.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það hefur löngum sagt að margir keppi um sálirnar. Kannski er það aldrei jafn augljóst og nú á dögum. Allir vilja eiga orð við manneskjurnar. Koma sínu á framfæri hvort heldur það er nú vara eða einhverjar skoðanir. Stjórnmálaflokkar, fyrirtæki, félagasamtök, trúfélög og lífsskoðunarfélög. Stjórnmálaflokkarnir banka upp á fyrir kosningar, hringja og senda bæklinga út og suður. Fyrirtæki ýta úr vör átakslotum á litríkum flettiskiltum og klingjandi jólin eru þeim kærkomin. Félagasamtök fara í herferðir og selja álfa og tröll, neyðarkalla og fjaðrir. Alltaf eru einhver tækifæri til að koma stefnu og skoðunum að í markaðskerfi samfélagsins. Kristin trúfélög eiga sínar hátíðir og athafnir. Lífsskoðunarfélögin eiga líka sitt.

Það er samkeppni milli kirkjudeilda um sálirnar. Enginn neitar því.

Trúboð hefur fylgt kristnum félögum frá fyrstu tíð. Enda það innifalið í boðskapnum sjálfum. Fara og segja öðrum frá. Frægastur trúboða er sennilega Páll postuli sem sagður er hafa kristnað Rómaveldi og þó átti hann engan jeppa sem prestur nokkur bað fjárhagsráð um á sínum tíma til að sinna boðunarstarfi sínu en fékk synjun með vísan til árangurs Páls.

Hver hátíð, hver messa, hver kirkjuleg athöfn, er trúboð í sjálfu sér. Þangað koma enda allir af fúsum og frjálsum vilja.

Í kapítalísku samfélagi þarf það svo sem ekki að koma á óvart að trúboð sé sett á bekk með markaðssetningu í búningsklefanum. Boðskapur og umgjörð trúarinnar er frá vissu sjónarhorni sem hver önnur vara sem stendur fólki til boða. Þjóðkirkjan er stærsta trúfélag landsins (stærsta vöruhús landsins með þennan varning í fyrrgreindum skilningi) enn sem komið er – um 60% landsmanna tilheyra henni. Staða hennar er tryggð með stjórnarskrárákvæði sem spurning er hvort verði fellt út ef sú stund kemur að ekki helmingur landsmanna tilheyri henni ekki. Það er önnur saga en þó saga sem verður að gefa gaum að. Staða þjóðkirkjunnar sem fyrirtækis er sterk skyldi maður ætla þar sem í þjónustu hennar eru á annað hundrað launaðir starfsmenn og fjöldi sjálfboðaliða. Á hana er líka sett sú athyglisverða lagaskylda samkvæmt ágætum tímamóta þjóðkirkjulögum frá 2021 „að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni.“ (3. gr.). Nánar aðeins meira um þetta í lokin.

En einstaklingurinn í samfélaginu stendur ekki alveg berskjaldaður andspænis þeim sem vilja selja honum varning, trú eða lífsskoðanir. Margvísleg lög verja einstaklinginn gegn alls konar boðun þó í góðum tilgangi sé; ágengni og yfirtroðslu sem og ýmsar stofnanir samfélagsins.

Þessi athyglisverða fyrirsögn:

 

er úr Morgunblaðinu í dag.

Blaðið vekur athygli á ákvörðunarorðum Fjarskiptastofu í máli þar sem kvartað var undan því að fulltrúar tiltekins trúfélags (sem telur um 600 manns) hringdu í símanúmer sem merkt voru með friðhelgismerki. Kvartendur töldu að trúfélagið væri að stunda „beina markaðssetningu,“ með þessum hringingum.

Trúfélaginu var sennilega nokkur vandi á höndum að svara þessum ásökunum en greip þó engu að síður til varna. Þau sem höfðu hringt í hinn bannhelgu númer hefðu verið „að tjá sína kristnu trú.“ Ekki væri verið að reyna að „snúa fólki til annarrar trúar.“ Það var og. Ekki verður annað sagt en að það sé sérstakt símtal þegar á hinum enda línunnar hefst tjáning hvort heldur á trú eða á gæðum ákveðins varnings. Markmiðið er hvorugt, sagði trúfélagið: að snúa eða að selja. Kannski mætti líta á þetta sem gjörning? Að öllu gamni slepptu þá eru símanúmerin merkt til að vernda einkalíf fólks. Það þýðir að viðkomandi vill ekki heyra frá þeim sem eru að selja eða boða eitthvað. Einstaklingsfrelsið verður að virða í hvívetna.

Viðkomandi trúfélag hélt því fram að innhringjendur hefðu verið í persónulegu boðunarstarfi. Það stóðst ekki skoðun, trúfélagið var að veita „trúarlega  þjónustu.“ Trúboðunarstarfsemin virtist ekki betur en að vera skipulögð og pælt hafði verið í því hvernig væri best að ná sem árangursríkastri símaboðun.

Fjarskiptastofa komst að því í ákvörðunarorðum sínum að þarna hefði verið um að ræða „óumbeðin fjarskipti.“ Það væri verið að vísa til merkingar í símaskrá en henni er: „…ætlað að vernda símnotendur sem þess óska fyrir seljendum vöru og þjónustu sem hyggjast markaðssetja vörur sínar með símhringingum“.

Þessi trúboðsleið er því ólögleg.

Hvað gera trúfélög þegar hallar undan fæti hjá þeim?

Fyrsta skrefið er að ræða málin og brjóta þau til mergjar. Horfast í augu við staðreyndir. Spyrja hvort nauðsyn sé á uppstokkun, breytingum, tilfæringum o.s.frv. Vera sýnileg í samfélaginu og í sambandi við fólk.

Þjóðkirkjan er sterk stofnun þegar litið er til fjárhags hennar – svo fremi að vel sé haldið á þeim spilum og öllu bruðli úthýst. Viðbótarsamningur hennar og ríkisins kveður á um gagngjald fyrir eignir kirkjunnar sem varið er til þess að halda úti fjölda starfsmanna á akrinum og í stjórnsýslu kirkjunnar. Mannauður kirkjunnar er mikill og mikilvægt að hann sé nýttur með skynsamlegum hætti en á því vill vera misbrestur. Allt snýst þetta um skipulag, ráðvendni, samvinnu og framsýni. Enginn má loka sig af og telja sig vita betur en annar. Og telji einhver að á einhverjum upplýsingum sé legið skulu þær þegar í stað dregnar fram. Þannig séð er þjóðkirkjan sem hvert annað fyrirtæki hvað rekstur og skipulag snertir. Starfssvið fyrirtækisins er að mestu ljóst: að boða trú.

„Óumbeðin fjarskipti“ eins og umrætt trúfélag stundaði, eru víti til varnaðar.

Þjóðkirkjan á líka að vera stolt af því sem hún gerir vel. Og segja frá því. Hún sinnir samviskusamlega umbeðinni nálægð – og þá nálægð þekkir þjóðkirkjan vítt og breitt um landið. Það er nálægð sem ætíð verður að leggja alúð og rækt við.

Þjóðkirkjan er líka nokkuð sterk stofnun þegar litið er til þess að 60% landsmanna tilheyra henni. En hana má styrkja. Sú áskorun hvílir fyrst og fremst á allri kirkjustjórninni sem og félagsmönnum.

Ritstjóri Kirkjublaðsins.is skrifaði grein á vef þjóðkirkjunnar í marsmánuði 2018: Nokkrir punktar um kirkju í vanda.  Sú grein á enn við.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir