Mikilvægt er að vera trú í því smæsta. Það veit kirkjufólk og út frá því er stundum prédikað.
Merki þjóðkirkjunnar var fyrst kynnt á prestastefnu 1999 og samþykkt á kirkjuþingi 2003. Merkinu verður ekki breytt nema kirkjuþing komi að því. Hugmyndina að merkinu átti sr. Karl Sigurbjörnsson (1947-2024), biskup, og Jóna Sigríður Þorleifsdóttir (f. 1950), grafískur hönnuður, hannaði svo merkið. Jóna Sigríður er með fremstu merkjahönnuðum landsins og hefur hannað mörg merki stofnana og stórfyrirtækja. Þar má nefna merki Þjóðminjasafns Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur og Marels.
Merki þjóðkirkjunnar er fallegt og einstaklega vel heppnað. Það er einfalt og skýrt, hlaðið innihaldi og er grípandi. Táknin í merkinu mynda eina fallega heild sem er í góðu jafnvægi og eru öllum kunn: kross, skip, fiskur og alsjáandi auga skaparans. Öldurnar standa fyrir lífsins sjó. Allt tákn sem tala skýrum rómi. Merkið ber í sér kraft þar sem krossinn rís hátt úr skipinu enda er merking hans það sem knýr kristið fólk áfram. Þjóðkirkjan er rituð með hástöfum til að sýna að þetta er kjarninn í boðskap hennar.
Nú hefur breytt merki þjóðkirkjunnar birst nokkrum sinnum á heimasíðu kirkjunnar og þá gjarnan í tengslum við tilnefningarferlið sem nú er farið af stað öðru sinni.
Fyrst varð vart fyrir að verið væri að krukka í merkið þegar það var sett á framhlið Katrínartúns 4 þar sem Biskupsstofa hafði aðsetur um tíma. Við hlið myndhluta merkisins stóð aðeins: kirkjan. Á vefsíðu þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, trónir merkið til sitt hvorrar handar og á báðum stöðum ranglega fram sett.
Það má velta því fyrir sér hvað valdi því að forskeytinu þjóð í orðinu „þjóðkirkja“ sé kippt út. Hvað yrði nú sagt ef Þjóðleikhúsið tæki úr merki sínu forskeytið þjóð og eftir stæði bara Leikhúsið? Og ef farið væri með merki Þjóðminjasafnsins á sama veg og eftir stæði: Minjasafnið?
Getur verið að feimni við það að hin „evangeliska lútherska kirkja“ sé þjóðkirkja á Íslandi valdi því að forskeytinu þjóð sé kippt út? Þyki jafnvel púkalegt af einhverjum að vera þjóðkirkja? Hún er nú samt þjóðkirkja samkvæmt 62. gr. stjórnarskrárinnar og hvers vegna að fela það þá? Flestir líta á það sem styrk að þjóðkirkjunnar sé getið í stjórnarskrá lýðveldisins. Þjóðkirkjuhugtakið vísar svo sannarlega til ákveðins trúfélags og það ætti að vera stolt af því að mega kenna sig við þjóðina meðan meirihluti landsmanna er að minnsta kosti innan hennar. Það getur svo orðið umhugsunarefni ef fjöldi safnaðarfólks í þjóðkirkjunni hrekkur hressilega undir fimmtíu prósentin hvort það sé ekki villandi að kenna þá kirkju við þjóðina. Þær vangaveltur bíða síns tíma.
Orðið „kirkja“ eitt og sér með greini eða án er í eigu allra kristinna safnaða. Það er á vissan hátt regnhlífahugtak kristnu safnaðanna í landinu sem eru með ólíkum hætti en sameinast líka um margt. Enginn einn söfnuður getur slegið eign sinni á orðið „kirkja“ og sett það við hlið trúfélagsins eins og þar með sé komin hin eina sanna kirkja.
Höfundur merkisins, Jóna Sigríður, hefur tjáð höfundi þessarar greinar að hún sé mjög svo ósátt við að verið sé að hrófla við hugverki hennar. Merkið er höfundarréttarvarið og er því vegið að rétti höfundar þegar farið er að breyta því.
Kirkjuþing hefur ekki komið að þessari breytingu og því er hún sömuleiðis óheimil með vísan til þess. Ljóst er að ekki er hægt að ráðskast með starfs- og þjónustumerki þjóðkirkjunnar eftir því hvernig vindur blæs hverju sinni.
Kirkjuþing kemur saman í dag og mætti gjarnan huga að þessum hringlandahætti með merki þjóðkirkjunnar en merkið er svo sannarlega hluti af sameiginlegum málefnum hennar eins og segir í 7. gr. laga um þjóðkirkjuna:
„Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, þar með talið fjárstjórnarvald, nema lög kveði á um annað. Kirkjuþing markar stefnu þjóðkirkjunnar í sameiginlegum málefnum hennar, öðrum en þeim sem lúta að kenningu hennar.“ (7. gr. laga um þjóðkirkjuna frá 2021).
Nú þarf að girða sig í brók og nota rétta merkið því ekki sæmir þjóðkirkjunni að brjóta á höfundarrétti rétthafa merkisins né heldur að flagga röngu merki.
Forsíða vefsíðu þjóðkirkjunnar er með röngu merki eins og hér sést fyrir neðan. Auk þess sem undir flipanum Fjölmiðlar, á forsíðu vefsíðunnar, eru gefin upp þrjú form af merki þjóðkirkjunnar til notkunar fyrir fjölmiðla og þau öll röng.
Mikilvægt er að vera trú í því smæsta. Það veit kirkjufólk og út frá því er stundum prédikað.
Merki þjóðkirkjunnar var fyrst kynnt á prestastefnu 1999 og samþykkt á kirkjuþingi 2003. Merkinu verður ekki breytt nema kirkjuþing komi að því. Hugmyndina að merkinu átti sr. Karl Sigurbjörnsson (1947-2024), biskup, og Jóna Sigríður Þorleifsdóttir (f. 1950), grafískur hönnuður, hannaði svo merkið. Jóna Sigríður er með fremstu merkjahönnuðum landsins og hefur hannað mörg merki stofnana og stórfyrirtækja. Þar má nefna merki Þjóðminjasafns Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur og Marels.
Merki þjóðkirkjunnar er fallegt og einstaklega vel heppnað. Það er einfalt og skýrt, hlaðið innihaldi og er grípandi. Táknin í merkinu mynda eina fallega heild sem er í góðu jafnvægi og eru öllum kunn: kross, skip, fiskur og alsjáandi auga skaparans. Öldurnar standa fyrir lífsins sjó. Allt tákn sem tala skýrum rómi. Merkið ber í sér kraft þar sem krossinn rís hátt úr skipinu enda er merking hans það sem knýr kristið fólk áfram. Þjóðkirkjan er rituð með hástöfum til að sýna að þetta er kjarninn í boðskap hennar.
Nú hefur breytt merki þjóðkirkjunnar birst nokkrum sinnum á heimasíðu kirkjunnar og þá gjarnan í tengslum við tilnefningarferlið sem nú er farið af stað öðru sinni.
Fyrst varð vart fyrir að verið væri að krukka í merkið þegar það var sett á framhlið Katrínartúns 4 þar sem Biskupsstofa hafði aðsetur um tíma. Við hlið myndhluta merkisins stóð aðeins: kirkjan. Á vefsíðu þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, trónir merkið til sitt hvorrar handar og á báðum stöðum ranglega fram sett.
Það má velta því fyrir sér hvað valdi því að forskeytinu þjóð í orðinu „þjóðkirkja“ sé kippt út. Hvað yrði nú sagt ef Þjóðleikhúsið tæki úr merki sínu forskeytið þjóð og eftir stæði bara Leikhúsið? Og ef farið væri með merki Þjóðminjasafnsins á sama veg og eftir stæði: Minjasafnið?
Getur verið að feimni við það að hin „evangeliska lútherska kirkja“ sé þjóðkirkja á Íslandi valdi því að forskeytinu þjóð sé kippt út? Þyki jafnvel púkalegt af einhverjum að vera þjóðkirkja? Hún er nú samt þjóðkirkja samkvæmt 62. gr. stjórnarskrárinnar og hvers vegna að fela það þá? Flestir líta á það sem styrk að þjóðkirkjunnar sé getið í stjórnarskrá lýðveldisins. Þjóðkirkjuhugtakið vísar svo sannarlega til ákveðins trúfélags og það ætti að vera stolt af því að mega kenna sig við þjóðina meðan meirihluti landsmanna er að minnsta kosti innan hennar. Það getur svo orðið umhugsunarefni ef fjöldi safnaðarfólks í þjóðkirkjunni hrekkur hressilega undir fimmtíu prósentin hvort það sé ekki villandi að kenna þá kirkju við þjóðina. Þær vangaveltur bíða síns tíma.
Orðið „kirkja“ eitt og sér með greini eða án er í eigu allra kristinna safnaða. Það er á vissan hátt regnhlífahugtak kristnu safnaðanna í landinu sem eru með ólíkum hætti en sameinast líka um margt. Enginn einn söfnuður getur slegið eign sinni á orðið „kirkja“ og sett það við hlið trúfélagsins eins og þar með sé komin hin eina sanna kirkja.
Höfundur merkisins, Jóna Sigríður, hefur tjáð höfundi þessarar greinar að hún sé mjög svo ósátt við að verið sé að hrófla við hugverki hennar. Merkið er höfundarréttarvarið og er því vegið að rétti höfundar þegar farið er að breyta því.
Kirkjuþing hefur ekki komið að þessari breytingu og því er hún sömuleiðis óheimil með vísan til þess. Ljóst er að ekki er hægt að ráðskast með starfs- og þjónustumerki þjóðkirkjunnar eftir því hvernig vindur blæs hverju sinni.
Kirkjuþing kemur saman í dag og mætti gjarnan huga að þessum hringlandahætti með merki þjóðkirkjunnar en merkið er svo sannarlega hluti af sameiginlegum málefnum hennar eins og segir í 7. gr. laga um þjóðkirkjuna:
„Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, þar með talið fjárstjórnarvald, nema lög kveði á um annað. Kirkjuþing markar stefnu þjóðkirkjunnar í sameiginlegum málefnum hennar, öðrum en þeim sem lúta að kenningu hennar.“ (7. gr. laga um þjóðkirkjuna frá 2021).
Nú þarf að girða sig í brók og nota rétta merkið því ekki sæmir þjóðkirkjunni að brjóta á höfundarrétti rétthafa merkisins né heldur að flagga röngu merki.
Forsíða vefsíðu þjóðkirkjunnar er með röngu merki eins og hér sést fyrir neðan. Auk þess sem undir flipanum Fjölmiðlar, á forsíðu vefsíðunnar, eru gefin upp þrjú form af merki þjóðkirkjunnar til notkunar fyrir fjölmiðla og þau öll röng.