Um þessar mundir fer fram lífleg umræða um kirkjugarða og hafa ýmsar hugmyndir verið viðraðar um hvernig megi nota þá með nýstárlegum hætti. Viðtal við framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur vakti mikla athygli enda kom þar sitthvað fram sem margir eru ósáttir við.

Sumir segja reyndar að nú sé gúrkutíð hjá fjölmiðlum og því ekki undravert að stokkið skuli á mál sem þetta enda miklar tilfinningar bundnar við það. Hvort sem þetta var nú vakið upp vegna almenns fréttaleysis skal ósagt látið um en hér er svo sannarlega alvörumál á ferðinni sem þröngur hópur virðist ætla að véla um og áttar sig alls ekki á að fleiri þurfa að koma að því en hann.

En fólki dettur svo sem margt í hug þegar horft til kirkju og kirkjugarða.

Kirkjublaðið.is rakst á umfjöllun í Kristeligt Dagblad í gær um að búið væri að koma upp náttstað fyrir lifandi fólk í kirkjugarði einum á Mið-Jótlandi. Nánar tiltekið Fjeldingbjerg-kirkjugarðinum milli Skive og Viborgar.

Í sumar lét sóknarnefnd kirkjunnar sem hefur yfir garðinum að segja koma upp náttskýli í kirkjugarðinum. Þetta er eina náttskýlið í kirkjugarði í Danmörku. Hver sem vill getur leitað sér næturgistingar í skýlinu sem er í einu horni kirkjugarðsins. Skammt frá skýlinu er þurrsalerni og vatnshani.

Nú háttar svo til að Fjeldingbjerg-kirkja var aflögð sem sóknarkirkja 1971 og þar fara fram fáar kirkjulegar athafnir. Þá eru fá grafstæði eftir í kirkjugarðinum eða milli tíu og fjórtán að sögn.

Sóknarpresturinn Anna-Christine Elming er hæstánægð með náttskýlið. Þetta sé nýbreytni sem verði spennandi að fylgjast með hvernig til takist með. Það standi fjarri leiðum og raski ekki grafarró að neinu leyti. Sjálf hefur hún haft frumkvæði að ýmsum viðburðum í kirkjugarðinum eins og þeim danska sið að kveikja í bálkesti á Jónsmessunni. Sóknarpresturinn veit vel að ekki eru allir á einu máli um viðburðahald í kirkjugarðinum né heldur náttskýlið. Sumir lýsa yfir ánægju en aðrir eru ósáttir og tala um virðingarleysi gagnvart þeim sem í garðinum hvíla. Náttskýlið sé fráleitt kynning á því hvernig það sé að hvíla í kirkjugarði. Hún bendir á að fólk fari í lautarferðir í Assistants-kirkjugarðinn í Kaupmannahöfn og fólki þyki það ekki tiltökumál. Náttskýlið sé líka hugsað fyrir pílagríma sem þar eiga leið um og auk þess séu í nágrenninu margar vinsælar gönguleiðir.

Byggt á Kristeligt Dagblad 15. ágúst 2024

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Um þessar mundir fer fram lífleg umræða um kirkjugarða og hafa ýmsar hugmyndir verið viðraðar um hvernig megi nota þá með nýstárlegum hætti. Viðtal við framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur vakti mikla athygli enda kom þar sitthvað fram sem margir eru ósáttir við.

Sumir segja reyndar að nú sé gúrkutíð hjá fjölmiðlum og því ekki undravert að stokkið skuli á mál sem þetta enda miklar tilfinningar bundnar við það. Hvort sem þetta var nú vakið upp vegna almenns fréttaleysis skal ósagt látið um en hér er svo sannarlega alvörumál á ferðinni sem þröngur hópur virðist ætla að véla um og áttar sig alls ekki á að fleiri þurfa að koma að því en hann.

En fólki dettur svo sem margt í hug þegar horft til kirkju og kirkjugarða.

Kirkjublaðið.is rakst á umfjöllun í Kristeligt Dagblad í gær um að búið væri að koma upp náttstað fyrir lifandi fólk í kirkjugarði einum á Mið-Jótlandi. Nánar tiltekið Fjeldingbjerg-kirkjugarðinum milli Skive og Viborgar.

Í sumar lét sóknarnefnd kirkjunnar sem hefur yfir garðinum að segja koma upp náttskýli í kirkjugarðinum. Þetta er eina náttskýlið í kirkjugarði í Danmörku. Hver sem vill getur leitað sér næturgistingar í skýlinu sem er í einu horni kirkjugarðsins. Skammt frá skýlinu er þurrsalerni og vatnshani.

Nú háttar svo til að Fjeldingbjerg-kirkja var aflögð sem sóknarkirkja 1971 og þar fara fram fáar kirkjulegar athafnir. Þá eru fá grafstæði eftir í kirkjugarðinum eða milli tíu og fjórtán að sögn.

Sóknarpresturinn Anna-Christine Elming er hæstánægð með náttskýlið. Þetta sé nýbreytni sem verði spennandi að fylgjast með hvernig til takist með. Það standi fjarri leiðum og raski ekki grafarró að neinu leyti. Sjálf hefur hún haft frumkvæði að ýmsum viðburðum í kirkjugarðinum eins og þeim danska sið að kveikja í bálkesti á Jónsmessunni. Sóknarpresturinn veit vel að ekki eru allir á einu máli um viðburðahald í kirkjugarðinum né heldur náttskýlið. Sumir lýsa yfir ánægju en aðrir eru ósáttir og tala um virðingarleysi gagnvart þeim sem í garðinum hvíla. Náttskýlið sé fráleitt kynning á því hvernig það sé að hvíla í kirkjugarði. Hún bendir á að fólk fari í lautarferðir í Assistants-kirkjugarðinn í Kaupmannahöfn og fólki þyki það ekki tiltökumál. Náttskýlið sé líka hugsað fyrir pílagríma sem þar eiga leið um og auk þess séu í nágrenninu margar vinsælar gönguleiðir.

Byggt á Kristeligt Dagblad 15. ágúst 2024

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir