Myndir ramma inn söguna með þeim hætti að fátt getur skákað þeim til hliðar. Í þeim geta falist tákn og boðskapur sem enginn getur náð að koma orðum að.

Sagan geymir urmul mynda sem fela í sér sterk tákn og segja söguna með áhrifaríkari hætti en mörg orð. Myndin af litlum dreng sem lá drukknaður á tyrkneskri strönd í bláum stuttbuxum og rauðum bol og birtist í öllum fjölmiðlum heimsins fyrir tæpum áratug festi sig í hugum fólks sem tákn fyrir hörmuleg örlög sem biðu margra flóttamanna. Eða fyrstu myndirnar sem birtust af því þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og fólkið austan megin ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Þetta eru aðeins tvö dæmi en myndir af þessum eru margar.

Svo er það myndin af þeim Maríu og Jósef og nýfædda Jesúbarninu í fjárhúsi. Nú er sá tími að þegar sú mynd blasir víða við sem hefðbundinn hluti af jólahaldinu. Fjárhirðarnir horfa lotningarfullum augum á litla barnið sem og vitringarnir frá Austurlöndum sem koma færandi hendi. Á þessari mynd eru líka oft bústnar englasveitir sem blása í lúðra eða syngja. Þá verður að minnast á Betlehemsstjörnuna sem ljómar af sælu á himni. Þessa mynd þekkja allir og flestir geta sagt í fáum orðum hvaða sögu myndin er að segja. Þetta er hugnæm mynd af fólki sem átti eftir að hafa mikil áhrif í veraldarsögunni. Fólki sem átti eftir að ganga í gegnum gleði og sorg. Og barnið fagra í jötunni var síðar tekið af lífi. Neglt á kross. En saga píslar og hörmungar er fjarri myndinni af þeim Maríu og Jósef með barnið sitt í fjárhúsinu.

Myndin af litla barninu er tákn og sá sem virðir hana fyrir sér á trúarlegum forsendum fyllist lotningu vegna þess að hann þekkir alla söguna sem hún geymir og tekur hana gilda. Sagan af Guði og manninum í heiminum, Maríu guðsmóður og Jósef. Þeir listamenn sem gerðu þær voru að fleyta áfram sinni eigin trú.

Enginn tók ljósmynd af þeim Maríu og Jósef með Jesúbarnið. Engu að síður varð til mynd af þeim sem enn lifir. Helgisagan, guðspjöllin, ólu af sér hefðir og viðhorf til þess hvernig einmitt þessi stund hefði verið þegar Guð kom í heiminn. Hún var búin til aftur og aftur hvort heldur í býsanskri, rómanskri eða gotneskri list. Og er enn búin til!

Þær skipta sennilega milljónum myndirnar sem gerðar hafa verið af Maríu og Jósef og Jesúbarninu í fjárhúsum eða gripahúsum þar sem þau lögðu barnið í jötu. Fóðurtrog.

En hvar skyldi fyrstu myndina vera að finna?

Allir hafa heyrt talað um katakomburnar í Róm og margir hafa skoðað þær. Katakombur liggja neðanjarðar og í þeim grófu Gyðingar og kristnir sitt fólk. Bálfarir voru almennt tíðkaðar meðal Rómverja en töldust ekki samræmast upprisutrú Gyðinga og kristinna. Í katakombunum gátu því þessir trúflokkar haft um hönd sína helgisiði þegar þeir kvöddu hina látnu.

Katakomburnar reyndust líka bærilegt skjól þegar kristið fólk var ofsótt.

Í Róm eru katakombur kenndar við Priskillu og það gæti verið sú kona sem nefnd er í Postulasögunni. Priskilla og maður hennar voru áhrifafólk í söfnuði frumkirkjunnar.

Katakombur Priskillu geyma mörg listaverk sem máluð eru beint á múrinn, freskumyndir. Þar eru nokkrar myndir af Jesú frá Nasaret. Ein þeirra sýnir konu með barn, mann og stjörnu á himni. Myndin er frá því um 200 e. Kr. Freskumyndirnar í katakombunum eru einfaldar hvað listrænt form áhrærir og er augljóslega þyngri áhersla á guðfræðilega merkingu en listræn tilþrif. Þó má ekki líta fram hjá því að í þessu verki má finna von og trúfestu. Þessi mynd hefur verið rannsökuð ofan í kjölinn og margar kenningar verið lagðar fram um hana og uppruna hennar. Sumir hafa haldið því fram að myndin sýni ekki Maríu og barnið hennar heldur sé þarna egypska gyðjan Ísis með son sinn, Hórus. En færustu listfræðingar og sagnfræðingar hafa lagt fram traust rök fyrir því að þetta sé mynd af Maríu með Jesúbarnið. Betlehemsstjarnan er á sínum stað. Jósef er ekki á myndinni, engir hirðar né vitringar að þessu sinni. Þá er auðvitað spurt hvaða maður þetta sé þarna á vinstri hönd? Það er Jesaja spámaður. Hann virðist benda með vinstri hendi sinni til stjörnunnar. Það er hönd spámannsins, þess sem fleytir áfram boðskapnum um að spádómar Gamla testamentisins séu að ganga upp í samræmi við trúarfrásagnir Nýja testamentisins.

Þess vegna mun Drottinn sjálfur gefa yður tákn. Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel (Jesajabók 7.14).

Þessi spádómur um fæðingu frelsarans, Immanúels (þ.e. Guð er með oss), var mjög svo kunnur á sinni tíð og var mikið lagt upp úr honum. Á mörgum freskumyndum í katakombum Priskillu má sjá myndir sem tengjast spádómum Jesaja spámanns og hvernig þeir rættust. Stjarnan á þessari mynd hefur einnig gefið tilefni til að þarna sé vísað til spádóms í 4. Mósebók 24.17 sem runninn sé frá spámanninum Bíleam en það er önnur saga.

En þessi tiltekna freskumynd af Maríu með Jesúbarnið er talin elst, frá 230-240 e. Kr. Í ljósi þess er hún einhvers konar frumverk allra Maríumynda þar sem Jesúbarnið hvílir í fangi hennar og stjarnan skín á himni til að vísa veg í dimmum heimi.

Hér eru svo í lokin tvö verk sem eiga í samkvæmt ofansögðu rætur í elstu freskumyndinni í katakombum Priskillu í Róm:

Fæðing Jesú, eftir ítalska listmálarann Agnolo Bronzino (1503-1572) – myndin gerð 1539-1540

Hér má sjá altaristöflu Mosfellskirkju í Grímsnesi af Maríu og Jósef með Jesúbarnið – og englum þó fjarri séu fjárhirðar og vitringar.

Altaristafla Mosfellskirkju í Grímsnesi, frá 1875. Hún er dönsk eftirmynd – frummyndina gerði ítalski listmálarinn Giuseppe Bartolomeo Chiari (1654-1727). Frummyndina er að finna í Calk Abbey í Derbyshire á Englandi. Ekki er vitað hver gerði þessa eftirmynd.

 

 

 

 

Balaam or Isaiah in the catacomb of Priscilla?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Myndir ramma inn söguna með þeim hætti að fátt getur skákað þeim til hliðar. Í þeim geta falist tákn og boðskapur sem enginn getur náð að koma orðum að.

Sagan geymir urmul mynda sem fela í sér sterk tákn og segja söguna með áhrifaríkari hætti en mörg orð. Myndin af litlum dreng sem lá drukknaður á tyrkneskri strönd í bláum stuttbuxum og rauðum bol og birtist í öllum fjölmiðlum heimsins fyrir tæpum áratug festi sig í hugum fólks sem tákn fyrir hörmuleg örlög sem biðu margra flóttamanna. Eða fyrstu myndirnar sem birtust af því þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og fólkið austan megin ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Þetta eru aðeins tvö dæmi en myndir af þessum eru margar.

Svo er það myndin af þeim Maríu og Jósef og nýfædda Jesúbarninu í fjárhúsi. Nú er sá tími að þegar sú mynd blasir víða við sem hefðbundinn hluti af jólahaldinu. Fjárhirðarnir horfa lotningarfullum augum á litla barnið sem og vitringarnir frá Austurlöndum sem koma færandi hendi. Á þessari mynd eru líka oft bústnar englasveitir sem blása í lúðra eða syngja. Þá verður að minnast á Betlehemsstjörnuna sem ljómar af sælu á himni. Þessa mynd þekkja allir og flestir geta sagt í fáum orðum hvaða sögu myndin er að segja. Þetta er hugnæm mynd af fólki sem átti eftir að hafa mikil áhrif í veraldarsögunni. Fólki sem átti eftir að ganga í gegnum gleði og sorg. Og barnið fagra í jötunni var síðar tekið af lífi. Neglt á kross. En saga píslar og hörmungar er fjarri myndinni af þeim Maríu og Jósef með barnið sitt í fjárhúsinu.

Myndin af litla barninu er tákn og sá sem virðir hana fyrir sér á trúarlegum forsendum fyllist lotningu vegna þess að hann þekkir alla söguna sem hún geymir og tekur hana gilda. Sagan af Guði og manninum í heiminum, Maríu guðsmóður og Jósef. Þeir listamenn sem gerðu þær voru að fleyta áfram sinni eigin trú.

Enginn tók ljósmynd af þeim Maríu og Jósef með Jesúbarnið. Engu að síður varð til mynd af þeim sem enn lifir. Helgisagan, guðspjöllin, ólu af sér hefðir og viðhorf til þess hvernig einmitt þessi stund hefði verið þegar Guð kom í heiminn. Hún var búin til aftur og aftur hvort heldur í býsanskri, rómanskri eða gotneskri list. Og er enn búin til!

Þær skipta sennilega milljónum myndirnar sem gerðar hafa verið af Maríu og Jósef og Jesúbarninu í fjárhúsum eða gripahúsum þar sem þau lögðu barnið í jötu. Fóðurtrog.

En hvar skyldi fyrstu myndina vera að finna?

Allir hafa heyrt talað um katakomburnar í Róm og margir hafa skoðað þær. Katakombur liggja neðanjarðar og í þeim grófu Gyðingar og kristnir sitt fólk. Bálfarir voru almennt tíðkaðar meðal Rómverja en töldust ekki samræmast upprisutrú Gyðinga og kristinna. Í katakombunum gátu því þessir trúflokkar haft um hönd sína helgisiði þegar þeir kvöddu hina látnu.

Katakomburnar reyndust líka bærilegt skjól þegar kristið fólk var ofsótt.

Í Róm eru katakombur kenndar við Priskillu og það gæti verið sú kona sem nefnd er í Postulasögunni. Priskilla og maður hennar voru áhrifafólk í söfnuði frumkirkjunnar.

Katakombur Priskillu geyma mörg listaverk sem máluð eru beint á múrinn, freskumyndir. Þar eru nokkrar myndir af Jesú frá Nasaret. Ein þeirra sýnir konu með barn, mann og stjörnu á himni. Myndin er frá því um 200 e. Kr. Freskumyndirnar í katakombunum eru einfaldar hvað listrænt form áhrærir og er augljóslega þyngri áhersla á guðfræðilega merkingu en listræn tilþrif. Þó má ekki líta fram hjá því að í þessu verki má finna von og trúfestu. Þessi mynd hefur verið rannsökuð ofan í kjölinn og margar kenningar verið lagðar fram um hana og uppruna hennar. Sumir hafa haldið því fram að myndin sýni ekki Maríu og barnið hennar heldur sé þarna egypska gyðjan Ísis með son sinn, Hórus. En færustu listfræðingar og sagnfræðingar hafa lagt fram traust rök fyrir því að þetta sé mynd af Maríu með Jesúbarnið. Betlehemsstjarnan er á sínum stað. Jósef er ekki á myndinni, engir hirðar né vitringar að þessu sinni. Þá er auðvitað spurt hvaða maður þetta sé þarna á vinstri hönd? Það er Jesaja spámaður. Hann virðist benda með vinstri hendi sinni til stjörnunnar. Það er hönd spámannsins, þess sem fleytir áfram boðskapnum um að spádómar Gamla testamentisins séu að ganga upp í samræmi við trúarfrásagnir Nýja testamentisins.

Þess vegna mun Drottinn sjálfur gefa yður tákn. Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel (Jesajabók 7.14).

Þessi spádómur um fæðingu frelsarans, Immanúels (þ.e. Guð er með oss), var mjög svo kunnur á sinni tíð og var mikið lagt upp úr honum. Á mörgum freskumyndum í katakombum Priskillu má sjá myndir sem tengjast spádómum Jesaja spámanns og hvernig þeir rættust. Stjarnan á þessari mynd hefur einnig gefið tilefni til að þarna sé vísað til spádóms í 4. Mósebók 24.17 sem runninn sé frá spámanninum Bíleam en það er önnur saga.

En þessi tiltekna freskumynd af Maríu með Jesúbarnið er talin elst, frá 230-240 e. Kr. Í ljósi þess er hún einhvers konar frumverk allra Maríumynda þar sem Jesúbarnið hvílir í fangi hennar og stjarnan skín á himni til að vísa veg í dimmum heimi.

Hér eru svo í lokin tvö verk sem eiga í samkvæmt ofansögðu rætur í elstu freskumyndinni í katakombum Priskillu í Róm:

Fæðing Jesú, eftir ítalska listmálarann Agnolo Bronzino (1503-1572) – myndin gerð 1539-1540

Hér má sjá altaristöflu Mosfellskirkju í Grímsnesi af Maríu og Jósef með Jesúbarnið – og englum þó fjarri séu fjárhirðar og vitringar.

Altaristafla Mosfellskirkju í Grímsnesi, frá 1875. Hún er dönsk eftirmynd – frummyndina gerði ítalski listmálarinn Giuseppe Bartolomeo Chiari (1654-1727). Frummyndina er að finna í Calk Abbey í Derbyshire á Englandi. Ekki er vitað hver gerði þessa eftirmynd.

 

 

 

 

Balaam or Isaiah in the catacomb of Priscilla?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir