Sumar fréttir eru þannig að lesanda finnst sem fleiri þurfi að lesa þær og sjá.

Ein var sú frétt sem skaust upp á fréttahimininn nýlega og vakti athygli. Fréttin var úr smiðju hins kunna fréttamanns Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, sem hefur mjög svo persónulegan stíl á öllum sínum fréttaflutningi svo eftir er tekið. Sá stíll er til fyrirmyndar og ólíkur öllum öðrum og festist því betur í minni.

Þess vegna bendir Kirkjublaðið.is á gott viðtal sem Magnús Hlynur tók við Kára Bjarnason, forstöðumann Bókasafns Vestmannaeyja.

Einn merkasti menningararfur Íslendinga er falinn í útgáfum Biblíunnar.

Segja má að vökulir einstaklingar hafi komið mest að því að bjarga gömlum eintökum af íslensku Biblíunni. Þeim ber að þakka árvekni og tilfinninganæmi fyrir menningarverðmætum. Í tilviki safnsins í Vestmannaeyjum er það dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus, eins og fram kemur í fréttinni. Biblíurnar gaf hann til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson (1906-1977).

Annan einstakling má nefna sem er Sveinbjörn Blöndal, hagfræðingur, og hér má lesa stórfróðlegt viðtal við hann um biblíusafn hans.

Hólastaður á merkilegasta biblíusafn landsins sem nafn sr. Ragnars Fjalars Lárussonar (1927-2005) er tengt.  Eins á Skálholtsstaður safn af Biblíum. Hið íslenska Biblíufélag á líka safn af Biblíum svo sem ætla má.

Þá skal einnig getið annars konar Biblíusafns sem Ragnar Þorsteinsson (1914–1999) kom sér upp og var gefið Þjóðarbókhlöðunni 1994. Það voru útgáfur Biblíunnar á 1228 tungumálum.

Fleiri einstaklinga mætti vissulega nefna en hér skal staðar numið. Kirkja og þjóð á einstaklingsframtaki mikið að þakka í þessum efnum.

Margar kirkjur eiga verðmæt eintök af biblíuútgáfum eins og Steinsbiblíu svo dæmi sé nefnt. Þess ber líka að geta að nokkuð mörg eintök af verðmætum biblíum sem voru í eigum kirkna hafa glatast. Sumar lágu jafnvel uppi á kirkjuloftum og mýsnar sáu um örlög þeirra ásamt kirkjuraka. Aðrar brunnu með kirkjuhúsunum, hurfu með dularfullum hætti eða var hreinlega stolið.

Hér er fréttin öll á visir.is

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sumar fréttir eru þannig að lesanda finnst sem fleiri þurfi að lesa þær og sjá.

Ein var sú frétt sem skaust upp á fréttahimininn nýlega og vakti athygli. Fréttin var úr smiðju hins kunna fréttamanns Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, sem hefur mjög svo persónulegan stíl á öllum sínum fréttaflutningi svo eftir er tekið. Sá stíll er til fyrirmyndar og ólíkur öllum öðrum og festist því betur í minni.

Þess vegna bendir Kirkjublaðið.is á gott viðtal sem Magnús Hlynur tók við Kára Bjarnason, forstöðumann Bókasafns Vestmannaeyja.

Einn merkasti menningararfur Íslendinga er falinn í útgáfum Biblíunnar.

Segja má að vökulir einstaklingar hafi komið mest að því að bjarga gömlum eintökum af íslensku Biblíunni. Þeim ber að þakka árvekni og tilfinninganæmi fyrir menningarverðmætum. Í tilviki safnsins í Vestmannaeyjum er það dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus, eins og fram kemur í fréttinni. Biblíurnar gaf hann til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson (1906-1977).

Annan einstakling má nefna sem er Sveinbjörn Blöndal, hagfræðingur, og hér má lesa stórfróðlegt viðtal við hann um biblíusafn hans.

Hólastaður á merkilegasta biblíusafn landsins sem nafn sr. Ragnars Fjalars Lárussonar (1927-2005) er tengt.  Eins á Skálholtsstaður safn af Biblíum. Hið íslenska Biblíufélag á líka safn af Biblíum svo sem ætla má.

Þá skal einnig getið annars konar Biblíusafns sem Ragnar Þorsteinsson (1914–1999) kom sér upp og var gefið Þjóðarbókhlöðunni 1994. Það voru útgáfur Biblíunnar á 1228 tungumálum.

Fleiri einstaklinga mætti vissulega nefna en hér skal staðar numið. Kirkja og þjóð á einstaklingsframtaki mikið að þakka í þessum efnum.

Margar kirkjur eiga verðmæt eintök af biblíuútgáfum eins og Steinsbiblíu svo dæmi sé nefnt. Þess ber líka að geta að nokkuð mörg eintök af verðmætum biblíum sem voru í eigum kirkna hafa glatast. Sumar lágu jafnvel uppi á kirkjuloftum og mýsnar sáu um örlög þeirra ásamt kirkjuraka. Aðrar brunnu með kirkjuhúsunum, hurfu með dularfullum hætti eða var hreinlega stolið.

Hér er fréttin öll á visir.is

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir